Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÁTÖK UM SAMEININGU NESKAUPSTAÐAR, ESKIFJARÐAR OG REYÐARFJARÐAR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins UNGA fólkið horfír til framtíðar. Ekki er ólíklegt að sameining við Reyðfirðinga og Norðfírðinga hafí borið á góma í götuspjalli þessara Eskfírðinga. Sundur vegna síldar? Ovissa er um úrslit kosninganna um sameiningu Neskaupstaðar, Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Andstaðan virðist mest á Eskifírði þar sem yfír- menn stærsta atvinnufyrirtækisins berjast hatrammlega á móti og gæti svo farið, að mati Helga Bjarnasonar, að þar strandaði þessi einstæða sam- einingartilraun. Töluverður hiti er í mönnum enda um mikið tilfinningamál að ræða og ýmis minni mál, jafnvel óskyld þessu, geta ráðið úrslitum. UNDIRBÚNINGSRÁÐI vegna kosninga um sam- einingu Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyð- arfjarðar virðist ekki hafa tekist að sannfæra nógu marga íbúa stað- anna um nauðsyn _ sameiningar í eitt sveitarfélag. Áberandi mikil andstaða er á Eskifirði, einnig á Reyðarfirði en samstaðan virðist mest í Neskaupstað. Meirihluti þarf að vera fyrir sameiningu í öll- um sveitarfélögunum og er því allt eins líklegt að tillagan verði felld. Um þessar mundir er unnið að kynningu, meðal annars á borgara- fundum, og getur því margt breyst fram á laugardag þegar atkvæða- greiðslan fer fram. Meirihluti bæjarfull- trúa samþykkur Þegar bæjarstjómir Neskaup- staðar og Eskifjarðar og hrepps- nefnd Reyðarfjarðar ákváðu á fundum sínum 11. september sl. að boða til almennra kosninga um sameiningu sveitarfélaganna voru allir fulltrúamh' því samþykkir nema einn hreppsnefndarmaður á Reyðarfirði. Þá lýstu tveir bæjar- stjómarfulltrúar á Eskifirði því yf- ir að þeir myndu mæla á móti sam- einingu, þótt þeir væra því sam- þykkir að atkvæðagreiðslan færi fram og síðan hefur sá þriðji bæst í hópinn. Er staðan þannig á Eski- firði að tveir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi óháðra mæla á móti sameiningunni en þessir fulltrúar eru í minnihluta í bæjarstjóminni. Eftir sem áður er meirihluti bæjarfulltrúa Eskfirðinga sam- þykkur sameiningu og ekki er vitað annað en allir bæjarfulltrúar í Nes- kaupstað séu sama sinnis og sex af sjö hreppsnefndarmönnum Reyð- firðinga. Samkvæmt þessu eru 19 sveitarstjómarmenn meðmæltir og fjórir á móti en tekið skal fram að ekki hefur verið gerð á þessu ná- kvæm könnun. Flokkslinan i Neskaupstað Enn erfiðara er að meta afstöðu almennings í bæjunum þar sem engin skoðanakönnun hefur farið fram. Þó virðist það ljóst að nokk- uð góð samstaða er í Neskaupstað fyrir sameiningu. Einn viðmælandi sagði að menn hefðu fengið „lín- una“ frá flokksforystunni og væru vanir að fylgja henni, en eins og kunnugt er hefur Alþýðubandalag- ið lengi verið með meirihluta í bæj- arstjóm. Þetta er auðvitað sagt í gamni enda aðrar skýringar nær- tækari. Reynslan sýnir að minni deilur verða um sameiningu í sveit- arfélögum sem sameinast minni byggðum, en þeim smærri sem ætlunin er að sameina stærri ein- ingum. Almennt finnst íbúum stærri staðanna í lagi að taka að sér minni sveitarfélögin eða eru áhugalausir um málið. Þetta gæti verið staðan í Neskaupstað. Þó má heyra heyra efasemdarraddir og til eru menn sem opinberlega lýsa sig andvíga sameiningunni nú. Sameiningarmálið er þverpóli- tískt í Neskaupstað, eins og á Reyðai'firði. Það er helst að hægt sé að sjá vísi að pólitískum línum á Eskifirði, þar sem afstaðan í bæj- arstjóminni til þessa máls fer sam- an við skipan meiri- og minnihluta. Minnihluti bæjarstjórnarinnar er á móti, meirihlutinn með. Kunnugir fullyrða hins vegar að þessar línur riðlist talsvert þegar komið er út fyrir veggi bæjarstjómarsalarins. Menn úr báðum fylkingum þykjast sjá annars konar línur, eldra fólkið sé neikvæðara í garð sameiningar en yngra fólkið. Fundurinn snerist Á Eskifirði eru áhrifamikil öfl andvíg sameiningu, meðal annars „frystihúsliðið" sem svo er stund- um nefnt, það er að segja yfirmenn Hraðfrystihúss Eskifjarðar með Aðalstéin Jónsson forstjóra fremstan í flokki. Þessi hópur hef- ur beitt sér í umræðum á staðnum. Á Eskifirði gætu því orðið tvísýnar kosningar og alveg eins líklegt að sameining verði felld eins og fyrr segir. Staðan er óljósari á Reyðarfirði. Þegar opnað var fyrir fyrirspumir á borgarafundi síðastliðið fimmtu- dagskvöld komu andstæðingar sameiningar upp hver á fætur öðr- um og héldu þramandi ræður, sumir bæði um efni málsins og form en aðrir bara um kynningu og fyrirkomulag fundarins. Fundur- inn snerist upp í deilur milli þeirra og manna úr undirbúningsráðinu. Klappið var eina vísbendingin um andann á fundinum. Af því mátti ráða að andstæðingar sameining- arinnar hefðu fengið hljómgrunn fyrir málflutning sinn. Þegar hins vegar Smári Geirsson frá Nes- kaupstað svaraði fyrir undirbún- ingsráðið og Norðfirðinga, fékk hann áberandi bestu undirtektirn- ar. Virtist það vendipunktur fund- arins. Andstæðingar sameiningar héldu áfram sínum málflutningi en nokkrir sameiningarsinnar blönd- uðu sér í umræðuna og maður sem sat fundinn til enda mat stöðuna þannig að eftir þunga byi'jun hefðu fleiri farið jákvæðir af fundi en nei- kvæðir. Fundurinn var fjölmennur þannig að ef mat viðmælandans á fundinum er rétt má búast við að niðurstaða hans sé vísbending um skoðanir Reyðfirðinga almennt. Á að leggja niður byggðarlagið? Skipta má andstöðunni gegn sameiningu í tvo flokka. Annars vegar eru þeir sem segja að engin sannfærandi rök hafi verið færð fyrir sameiningu. Engin nauðsyn knýi á um sameiningu og engar að- stæður kalli á hana. Sameining skili engu, umfram það sem aukin samvinna sveitarfélaganna gæti gert. Því Uggi ekkert á að sameina, hægt sé að gera það síðar en hins vegar ef þetta skref verði stigið nú sé ekki aftur snúið þótt sameining reynist illa. Hins vegar eru meiri tilfinn- ingarök. Menn segja að Norðfirð- ingar muni öllu ráða í nýja bæjar- félaginu vegna stærðar sinnar. Þeir séu að seilast til valda á smærri stöðunum. Verið sé að leggja niður minni bæjarfélögin, eða eins og Arnþór Þórólfsson orð- aði það á borgarafundinum á Reyð- arfirði: „Er verið að leggja niður þetta eldgamla byggðarlag og gefa yfir á Norðfjörð?" Hann sagði einnig: „Við vitum hvað við eigum en við vitum ekki hvað tekur við.“ Einnig blandast gamalgróinn hrepparígur og pólitík inn í málið, sumir eru hræddir við sterka stöðu „kommanna" í Neskaupstað, að þeir muni ráða öllu í nýja sveitarfé- laginu eins og þeir hafa gert í Nes- kaupstað. Loks blandast inn í sam- einingarumræðuna ýmis minni mál, sem koma sameiningu ekkert við, eins og til dæmis síldarlöndun Samherja í Neskaupstað í stað Eskifjarðar. Sfldarlöndun í Neskaupstað Samherji hf. á fískvinnslufyrir- tækið Friðþjóf á Eskifirði. Á síð- ustu vertíð lönduðu bátar Sam- herja á Eskifirði þeirri sfld sem fór til vinnslu hjá Friðþjófi og var um það ákveðin samvinna við Hrað- frystihús Eskifjarðar sem fékk hluta af síldinni. Upp úr þessu samstarfi slitnaði af einhverjum ástæðum og nú landa Samherja- skipin sfldinni í Neskaupstað i samvinnu við Síldarvinnsluna og aka því hráefni sem unnið er í Frið- þjófi á bflum yfir Oddskarð. í kjöl- farið lokuðu stjórnendur Hrað- frystihúss Eskifjarðar á öll sam- skipti við Samherja þannig að Friðþjófur verður meira að segja * í I I » \ » \ » r \ » \ % k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.