Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HÚN ER menntakona sem lítur ekki við mönnum sem eru ekki „lágmark BA“. Hann er rútubíl- stjóri og frístundamálari sem „þyk- ist ekki vera eitt eða neitt en veit samt ýmislegt sem hún veit ekki, þótt hún sé með löggilt cand. mag. próf frá háskólanum." Saman ferð- ast þau eitt sumar með erlenda ferðamenn á Njáluslóðir og þótt ekkert eigi að geta gerst, gerist samt eitthvað! Er hann kannski eftir allt saman ekki eins og allir rútubílstjórar, „uppþornaður pornó dog“, og er hún ef til vill „mikil Hallgerður bak við tjöldin?" Þótt nýja leikritið hennar Hlínar Agnarsdóttur, Gallerí Njála, vísi í allar mögulegar áttir er þungam- iðjan samskipti kynjanna - nánar tiltekið samskipti menntaðrar konu og ómenntaðs karls, Hafdísar Haf- steinsdóttur, sem Sigrún Gylfa- dóttir leikur, og Júlíusar Sveins- sonar, sem leikinn er af Stefáni Sturlu Sigurjónssyni. Verkið er, svo sem nafnið gefur til kynna, undir áhrifum frá Brennunjáls- sögu. „Þegar ég byrjaði að skrifa út frá þessari hugmynd datt mér þau fyrst í hug, rútubílstjórinn og menntakonan, til að segja sögu í nútímanum sem hefði vísanir í Njálu," segir Hlín. „Ástæðan er sú að það sem einkennir öðru fremur öll skrif um Njálu, fræðirit, kenn- ingar og rannsóknir, eru tvö and- stæð viðhorf - annars vegar hið tilfmningalega viðhorf alþýðunnar og hins vegar hið fræðilega við- horf. í samtölum mínum við fólk komst ég líka að því að allir hafa sína skoðun á Njálu.“ Ólík sjónarmið Rútubílstjórinn og menntakonan eru með öðrum orðum fulltrúar ólíkra sjónarmiða um leið og hinum frumstæða kynþokkafulla manni og hinni fáguðu feminísku konu er teflt saman. Þá freistingu fékk Hlín ekki staðist. „Auðvitað eru þetta klisjur sem ég er að draga upp en ég nota þær til að koma ákveðnum boðskap á framfæri - -svo mælir ekkert gegn því að þess- ar andstæður dragist saman. Síðan lenda þau auðvitað í átökum um söguna, átökum sem geta líka leitt til sátta á milli þeirra. Þar komum við að ástinni og kærleikanum, ekki bara milli karls og konu, held- upp úr sögunni. Hvers vegna átti ég svo sem að gera það? Njála býður upp á svo mikið frelsi - höfundurinn leyfir sér hvað sem er, það er allt í þessari sögu. Það er einmitt sá andi sem ég vildi fanga í leikverkinu, miklu frekar en söguþráður bókarinnar." Þegar Hlín settist fyrst við skriftir átti Hafdís einungis að vera aukapersóna en eftir því sem verkinu miðaði fram jókst vægi hennar jafnt og þétt. Hlutverkin eru því álíka stór, þótt Júlíus haldi stöðu sinni sem sögumaður. Hlín tók við gerð leikritsins, eðli málsins samkvæmt, talsvert mið af persónum Njálu sem hún segir mikilvægt að skoða frá mörgum hliðum. „í byijun fannst mér Hall- gerður til að mynda voða mikið flagð sem var vont við Gunnar. Síðan uppgötvaði ég að ég hafði verið leidd í gildru - þetta er ekki svona einfalt. Maður verður að liggja yfir sögunni til að losna frá tilfinningum sínum.“ Vaxandi Njáluáhugi Markmiðið með Gallerí Njálu er, að sögn Hlínar, öðrum þræði að búa til leiksýningu sem hugsanlega gæti kveikt áhuga fólks á að lesa Njálu en, svo sem fram hefur kom- ið í fréttum, virðist vaxandi áhugi vera á fornsögunum í þjóðfélaginu um þessar mundir, ekki síst Njálu. „Það er óneitanlega skemmtileg til- viljun að Gallerí Njála skuli komast á fjalirnar um líkt leyti og áhuginn á þjóðararfinum fer vaxandi.“ En hveiju sætir þessi aukni áhugi, að áliti Hlínar? „Ég hallast að því að skýring ágæts vinar míns, Kristjáns Jóhanns Jónssonar, sem meðal annars hefur skrifað um Njálu, sé nærri lagi. Hann segir að alþjóðahyggjan, sem verið hefur svo áberandi upp á síðkastið, allar þess- ar blokkir sem eru að myndast, ESB og svo framvegis, sé farin að snú- ast upp í andhverfu sína - fólk sé í auknum mæli farið að leita í grunninn sem það stendur á.“ Auk þess að skrifa handrit leik- stýrir Hlín sýningunni. Leikmynd er eftir Vigni Jóhannsson, búninga á Áslaug Leifsdóttir, myndverk eru eftir Gabríelu Friðriksdóttur, tón- verk eftir Guðna Franzson og brell- ur eftir Björn Helgason. Söng í sýningunni leysir Sigrún Hjálmtýs- dóttir af hendi. Morgunblaöið/Ásdís „FRUMMAÐURINN" (Stefán Sturla Sigurjónsson) og „femínistinn" (Sigrún Gylfadóttir) láta vel hvort að öðru. FRUMMAÐURINN OG FEMÍNISTINN Menningarfyrirtækið Nótt og dagur frumsýndi leikrítið Gallerí Njálu eftir Hlín Agnarsdóttur á Litla sviði Borgarleikhússins síðastliðið fímmtudagskvöld. Orrí Páll Ormarsson kom að máli við höfund- inn sem skrifaði verkið með hliðsjón af sjálfri Brennunjálssögu. ur jafnframt ástinni á þjóðararfin- um, sem þau upplifa hvort með sínum hætti.“ En var Hlín hvergi bangin við að seilast í Njálu, sem af mörgum er talin mesta bókmenntaverk ís- lendinga, eftir efnivið? „Nei, alls ekki. Þegar Stefán Sturla Sigur- jónsson bað mig fyrir tæpum þrem- ur árum um að skrifa fyrir sig ein- leik byggðan á Njálu sagði ég hon- um reyndar að gleyma því. Ég gæti ekki hugsað mér það. Þegar ég fór síðan að lesa bókina varð ég aftur á móti fyrir svo sterkum hughrifum að mig dauðlangaði að gera eitthvað. Það kom þó aldrei til greina að skrifa nútímaleikgerð Finnsk skáld í Norræna húsinu LJÓÐAUPPLESTUR verður í Norræna húsinu miðvikudaginn 12.^ nóvember kl. 18-20. í tengslum við norrænu lestrarvikuna „Orðið í norðri“ er von á gestum frá Finnlandi, hóp af ungum og framsæknum fínnskum ljóðskáldum sem kalla sig Nouri Voima. Eftirfarandi ungir höfundar úr hópnum Nouri Voima koma fram og lesa úr verkum á fínnsku og á sænsku: Tapio Koivukari, Tomi Kontio, Martin Enckell, Peter Mickwitz, Markku Paasonen, Silja Hiiden- heimo, Tuomas Nevanlinna, Ri- ikka Takala og Maria Sántti. Hjörtur Pálsson skáld hefur séð um íslenska þýðingu og túlkun á ljóðunum. Nuoren Voiman Litto (Sam- tökin ungt afl) var stofnað árið 1921 í Helsinki og skipar enn mikilvægan sess í fínnskum nútímabókmenntum. Samtökin eru samstarfsvettvangur ungra rithöfunda og listamanna í Finnlandi og áhugamanna um listir. Þetta er landssamband sem sinnir ýmsum verkefnum m.a bókmenntagagnrýni og gefur út tímaritið Nouri Voima (ungt afl) sem kemur út í sex sinnum á ári. Tímaritið kom fyrst út árið 1908 og haslaði sér fljót- Iega völl sem rit sem tók fullan þátt í samfélagsumræðu þess tíma. Enn þann dag í dag eru það ungir rithöfundar, þýðend- ur, heimspekingar og vísinda- menn sem vinna efni blaðsins. Lifandi ljóð Hvert tölublað hefur sérstakt þema og má nefna að 1997 hafa m.a. verið til umfjöllunnar efni eins og mannát, endalok og sambandið á milli bundins og óbundins máls. Árið 1994 var stofnaður Ijóðaklúbbur, Elávien Runoilijo- iden klubi (lifandi ljóð), sem var gert í samvinnu við bókaútgáf- una WSOY sem er stærsta bókaútgáfa í Finnlandi. Markm- iðið með þessum klúbbi er að færa ljóðið nær Iesandanum. Þessi hópur hefur skipulagt ljóðakvöld víðsvegar um Finn- land m.a. í tengslum við ýmsar hátíðir ásamt því að gefa út árlega úrval ljóða eftir unga finnska höfunda í flokki sem kallast Motmot. Aðgangur er ókeypis í Nor- ræna húsinu, en dagskráin hefst sem fyrr segir kl. 18 á miðviku- dag.. Ljóðasöngvar Jóns Þórarinssonar UÓÐASÖNGSKVÖLD verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í til- efni af áttræðisafmæli Jóns Þórar- inssonar tónskálds mánudags- kvöldið 10. nóvember kl. 20.30. Það eru nemendur Söngskólans í Reykjavík sem flytja þjóðlagaút- setningar og sönglög Jóns við gamla íslenska húsganga og ljóð íslenskra og erlendra ljóðskálda. Undirleik á píanó annast Ólafur Vignir Albertsson og Jón Ásgeirs- son tónskáld verður sögumaður og kynnir kollega sinn og nafna Þórarinsson. Umsjón með tónleik- unum hafa Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Ólafur Vignir Alberts- son, umsjónakennarar ljóða- og aríudeildar Söngskólans. Jón Þórarinsson er fæddur 13. september 1917 að Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Að loknu stúdents- prófi stundaði hann nám við Tón- listarskólann í Reykjavík og í ein- katímum og síðar í Yale háskóla í Bandaríkjunum og lauk meist- araprófi 1947. Jón starfaði við Ríkisútvarpið hljóðvarp og síðar sjónvarp þar sem hann var dag- skrárstjóri frá 1968-1979. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum m.a. sem stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Þá hefur Jón fengist við ritstörf og vinnur nú að því að skrifa Tónlistarsögu íslands. Jón hefur stundað kennslustörf um árabil, var m.a. yfirkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi tónfræði og tónsmíðar 1947-1968 og hljóm- fræði kenndi hann við Söngskól- ann í Reykjavík á níunda áratugn- um. Meðal efnis á tónleikunum á mánudagskvöldið verða þjóðla- gaútsetningar Jóns og sex gamlir húsgangar, tvö af þekktustu ljóð- um hans, „íslenskt vögguljóð á Hörpu“ og „Fuglinn í fjörunni", sönglög við ljóð Steins Steinars og Andrésar Björnssonar, Ijóðaflokk- urinn „Of Love and Death" og „Vorvísa" eftir Jónas Hallgrímsson en það er eina tvísöngslagið á tón- leikunum. Einnig verða flutt ein- söngslögin „Morgunvísa" eftir Ammund Gíslason, „Dáið er allt án drauma" eftir Halldór Laxness og tvö ljóð á dönsku, „Jeg fandt i morges“ eftir Kristmann Guð- mundsson og „Jeg elsker dig“ eft- ir Magdalene Thoresen. Söngvaramir sem koma fram á tónleikunum eru Elma Atladóttir, Elísa Sigríður Vilbergsdóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Eyrún Jónas- dóttir, Guðbjörg Tryggvadóttir, Guðbjörg R. Þórisdóttir, Helga Kolbeinsdóttir, Hrólfur Sæmunds- son, Inga Björg Stefánsdóttir, Kristján Valgarðsson, Nanna Mar- ía Cortes, Jóna Fanney Svavars- dóttir, Pétur J.R. Buchan, Ragn- heiður Hafstein, Sigurður Haukur Gíslason, Soffía Stefánsdóttir, Stefán Helgi Stefánsson, Svana Berglind Karlsdóttir, Valgerður G. Guðnadóttir, Þórhallur Barða- son, Þórunn Stefánsdóttir og Örvar Már Kristinsson. Nýjar bækur • SMÁSAGNASAFNIÐ ís- maðurinn er eftir Þorstein Ant- onsson. I kynningu segir um bók- ina og höfund hennar m.a.: „Hvað á ísmaður frá forsögulegum tíma sameiginlegt með jeppaeiganda í Reykjavík á okkar tíð eða með ungum hjónum í hjúskaparvanda Þorsteinn Antonsson við hin vonlausu í Grafarvogi? Sögurnar vísa á þvílík ótíma- bundin við- fangsefni mannfólksins hvar sem er. í bókinni eru sögur af ferða- manninum sí- leitandi, ýmist kjör Stofnunar- innar eða á lendum ævintýrisins þar sem vættir tala enn við menn. Með sumum fyrri bóka sinna, skáldskap og sagnfræðiritum, hef- ur Þorsteinn kynnt mannlíf sem orðið hefur utanveltu í þjóðmenn- ingu okkar þrátt fyrir verðleika." Útgefandi bókarmner er Sigur- jón Þorbergsson. Bókin er 128 síð- ur prentunnin hjá Fjölföldun Þor- bergs Siguijóns. Kápumynd er eft- irJóhannes Elías.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.