Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 7,7 milljónirúr V eiðikortasj óði FRÁ verölaunaafhendingunni í Skólabæ. Lengst til hægri er Robert Magnus hjá íslenska stærðfræða- félaginu, þá Björn Bennewitz, Pétur Runólfsson, Pawel Bartoszek, Páll Melsted og Marteinn Þór Harðarson sem skipuðu efstu sæti keppninnar. Næst kemur Steingrímur Páll Kárason, fulltrúi Kaup- þings hf. sem styður stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og Sigurður Helgason, prófessor við MIT, sem afhenti verðlaunin. Á myndina vantar Hörð Mar Tómasson sem varð í öðru sæti á neðra stigi. Framhaldsskólanemar keppa í stærðfræði GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- isráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 1997 að fengnum tillögum sérstakrar ráð- gjafanefndar. Alls var úthlutað 7,7 milljónum króna í 10 verkefni úr sjóðnum að þessu sinni en fyrr á árinu var úthlutað 8,5 milljónum króna til rannsókna á ijúpum, önd- um og gæsum _á vegum Náttúru- fræðistofnunar íslands. Tekjur sjóðsins eru af sölu veiði- korta og er sjóðnum ætlað að standa straum af kostnaði við rannsóknir á stofnum dýra og fugla sem heimilt er að veiða. Þau verkefni sem fengu styrk úr sjóðnum að þessu sinni eru (nöfn styrkþega í sviga): Rannsóknir á íslenskum villiminkum, 2.200.000 kr. (Líffræðistofnun Háskóla ís- lands, Páll Hersteinsson), Rannsókn- ir á ferðum melrakka á 1. vetri, Starfsmenn Landmælinga Vonbrig-ði með skipan stjórnar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi starfsmanna Landmælinga íslands 5. nóvember 1997: „Starfsmenn Landmælinga ís- lands lýsa yfir vonbrigðum vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um skipan stjórnar stofnunarinnar. Ljóst er að ekki er um faglega stjórn að ræða eins og gert er ráð fyrir í nýjum lögum um Landmælingar íslands, heldur stjórn sem ætlað er að tryggja framkvæmd pólitískrar ákvörðunar ráðherrans, Guðmund- ar Bjarnasonar, um flutning starf- seminnar á Akranes. Þeirri ákvörð- un höfum við áður mótmælt harð- lega þar sem hún stórskaðar starf- semina. Að auki er rétt að fram komi að ekki liggja fyrir af hálfu umhverfisráðuneytisins áætlanir um framtíðarskipulag stofnunar- innar. Áætlaður kostnaður við að flytja Landmælingar íslands á Akranes er um 260 milljónir króna. Þessi fómarkostnaður verður greiddur af skattgreiðendum." Basar Hringsins í Perlunni HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og köku- basar í dag, sunnudag, klukk- an 13 í Perlunni. Þar verða seldir fallegir munir til jóla- gjafa, kökur og jafnframt verður jólakort Hringsins selt á basamum. Allur ágóði af basarnum rennur til mannúðarmála, en Hringskonur hafa lagt sér- staka rækt við Bamaspítala Hringsins og búnað hans. 2.000.000 kr. (Líffræðistofnun HÍ, Páll Hersteinsson), Félagskerfí grá- anda að vetrarlagi 642.000 kr. (Líf- fræðistofnun HI, Arnþór Garðars- son), Stofnbreytingar dílaskarfs og orsakir þeirra, 600.000 kr. (Líffræði- stofnun HÍ, Arnþór Garðarsson), Áhrif veiða á hrafnstofninn 600.000 kr. (Náttúrufræðistofnun íslands, María Harðardóttir), Fuglar og rafl- ínur, 600.000 kr. (Náttúrufræði- stofnun, Ólafur Einarsson), Athugun á viðkomu og afföllum hjá grágæs- um, 330.000 kr. (Halldór W. Stef- ánsson), Rannsókn á fugladauða af völdum neta á Mývatni, 300.000 kr. (Náttúrurannsóknastöðin við Mý- vatn, Ámi Einarsson), Áhrif veiða á lundastofn af afmörkuðum svæðum, 300.000 kr. (Gísli J. Óskarsson) og Vortalningar á gæsum og álftum á Héraði, 128.000 kr. (Halldór W. Stefánsson). fj' JÓNÍNA Kristgeirsdóttir og Þórey Pétursdóttir. Gyðjan skiptir um eigendur EIGENDASKIPTI hafa orðið á snyrtistofunni Gyðjunni, Skipholti 70. Nýr eigandi er Jónína Krist- geirsdóttir, snyrti- og förðunar- fræðingur. Auk Jónínu mun Þóra Pétursdóttir, snyrtifræðingur, starfa á stofunni. Boðið verður upp á alla almenna snyrtingu auk þess cachioderme- djúphreinsun og -rakameðferð, ávaxtasýrumeðferð og aromatic jurtaandlitsböð. Þá verður einnig boðið upp á varanlega háreyðingu. 10% kynningarafsláttur verður veittur af snyrtingu tii 1. desember nk. Afgreiðslutími stofunnar er frá 9-18 alla virka daga auk laugar- daga eftir pöntunum. JÓLAKORT Thorvaldsens- félagsins 1997. FJÖRUTÍU og einn nemandi hlaut viðurkenningu í fyrri hluta stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema og hefur þeim verið boðið að taka þátt í úrslitakeppni í mars á næsta ári. Keppnin skiptist í neðra stig fyrir tvo yngri bekki framhaldsskólans og efra stig fyrir eldri bekkina. í ár mættust alls 779 nemendur úr 20 skólum til leiks, 481 á neðra stigi og 298 á efra stigi. Alls hlutu 20 nemendur á neðra stigi og 21 nem- andi á efra stigi viðurkenningu fyrir góðan árangur. Keppnin fór fram 21. október og voru úrslit tilkynnt í Skólabæ í Reykjavík 2. nóvember. Niðurstöður fyrri hluta stærð- fræðikeppninnar voru hafðar til hliðsjónar við val þátttakenda í 8. Eystrasaitskeppninni í stærðfræði, sem verður haldin í Kaupmannahöfn 7.-11. nóvember nk. Fyrir íslands hönd keppa þar Björn Bennewitz, Hörður Mar Tómasson, Marteinn Þór Harðarson, Páll Melsted og Pétur Runólfsson. Einnig stendur til að taka þátt í Norðurlandakeppni í stærðfræði í apríl á næsta ári og Alþjóðlegu ólympíukeppninni í stærðfræði, sem fer fram á Tævan í júlí á næsta ári. Úrslit fyrri hluta voru sem hér segir: Neðra stig: 1. Páll Melsted, Menntaskólanum í Reykjavík, 2. Hörður Mar Tómas- Jólakort Thorvaldsens- félagsins 1997 JÓLAKORT Thorvaldsensfélags- ins 1997 er komið út. Mynd korts- ins, íkon: „María Guðsmóðir með Jesúbarnið", er gefin af iistakon- unni Kristínu Gunnlaugsdóttur. Kortin eru seld í Thorvald- sensbazar, Austurstræti 4, hjá fé- lagskonum og í mörgum bókversl- unum. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. son, Menntaskólanum við Hamra- hlíð, 3. Pawel Bartoszek, Mennta- skólanum í Reykjavík, 4. Finnur Friðrik Einarsson, Menntaskólanum á Akureyri, 5. Stefán Ingi Valdi- marsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 6. Guðni Ólafsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 7. Snæbjöm Gunnsteinsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, 8. Haukur Þorgeirsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 9.-11. Guðmundur Stef- án Steindórsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 9.-11. Sara Bjargar- dóttir, Menntaskólanum í Reykja- vík, 9.-11. Sigurður Benediktsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 12.-13. Páll Ragnar Jóhannesson, Menntaskólanum í Reykjavík, 12.-13. Skúli Bernharð Jóhanns- son, Verzlunarskóla íslands, 14. Ásta Jenný Sigurðardóttir, Verzl- unarskóla íslands, 15. Einar Þór ívarsson, Verzlunarskóla íslands, 16. Eggert Þröstur Þórarinsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 17. -20. Einar Leif Níelsen, Menntaskólanum í Reykjavík, 17.-20. Eyrún Linnet, Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði, 17.-20. Helga Björk Magnúsdóttir, Verzl- unarskóla íslands, 17.-20. Indriði Einarsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Efra stig: 1. Björn Bennewitz, Menntaskólan- um í Reykjavík, 2. Pétur Runólfs- son, Fjölbrautaskóla Suðurlands, 3. Marteinn Þór Harðarson, Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði, 4. Einar Jón Gunnarsson, Menntaskól- anum í Reykjavík, 5. Sveinn B. Sig- urðsson, Menntaskólanum í Reykja- vík, 6. Finnbogi Óskarsson, Flens- borgarskólanum í Hafnarfírði, 7. Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, 8. Erlendur Davíðsson, Verzlunarskóla íslands, 9. Ingvar Rafn Gunnarsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 10. Árni Richard Ámason, Menntaskól- anum við Sund, 11.-12. Ágúst Örn Grétarsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 11.-12. Þröstur Erlings- son, Menntaskólanum í Reykjavík, 13. Ævar Jónsson, Menntaskólan- um á Akureyri, 14. Alfreð Kjeld, Menntaskólanum í Reykjavík, 15. Daníel Haraldsson, Fjölbrautaskól- anum Breiðholti, 16. Bjarki Jónas Magnússon, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 17.-18. Jón Eyvindur Bjarnason, Menntaskólanum í Reykjavík, 17.-18. Margrét Sóley Jónsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, 19.-21. Birgir Björn Sævarsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 19.-21. Brynjar Grét- arsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 19.-21. Guðmundur Björn Árnason, Verzlunarskóla ís- lands. J ólaskr eytinganámskeið í Garðyrkjuskólanum TVÖ jólaskreytinganámskeið verða haldin í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í nóvember. Fyrra námskeiðið verður haldið fimmtu- daginn 27. nóvember og síðara námskeiðið laugardaginn 29. nóv- ember. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10-16. Leiðbeinandi verður Erla Rann- veig Gunnlaugsdóttir blómskreytir. Þátttakendur útbúa aðventukrans og jólatré úr herðatijám með viðeig- andi skreytingum. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvort námskeiðið er 12. Skráning fer fram á skrifstofu skólans. Morgunblaðið/Ásdís EIGENDUR veitingahússins þau Þorbjörg Bernhard og Siguijón Gunnarsson. Nýr lífsstíll - Hollusta og heilsa NÝTT veitingahús var opnað í List- þess fylgir kaffi, te og gos. Gestir húsinu í Laugardal, Engjateigi geta einnig tekið með sér mat heim. 17- 19, Reykjavík, 3. nóvember sl. Siguijón Gunnarsson og Þor- Afgreiðslutími er frá kl. 12-15 og björg Bernhard eru eigendur stað- 18- 21 alla daga nema sunnudaga. arins en þau reka einnig Listacafé Boðið er upp á allskonar heilsu- sem er í sama húsi og er opið frá rétti, súpu, brauð, salatbar, heita kl. 10-21 alla daga nema sunnu- rétti, ávexti, kornmat og fleira auk daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.