Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 7,7 milljónirúr V eiðikortasj óði FRÁ verölaunaafhendingunni í Skólabæ. Lengst til hægri er Robert Magnus hjá íslenska stærðfræða- félaginu, þá Björn Bennewitz, Pétur Runólfsson, Pawel Bartoszek, Páll Melsted og Marteinn Þór Harðarson sem skipuðu efstu sæti keppninnar. Næst kemur Steingrímur Páll Kárason, fulltrúi Kaup- þings hf. sem styður stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og Sigurður Helgason, prófessor við MIT, sem afhenti verðlaunin. Á myndina vantar Hörð Mar Tómasson sem varð í öðru sæti á neðra stigi. Framhaldsskólanemar keppa í stærðfræði GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- isráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 1997 að fengnum tillögum sérstakrar ráð- gjafanefndar. Alls var úthlutað 7,7 milljónum króna í 10 verkefni úr sjóðnum að þessu sinni en fyrr á árinu var úthlutað 8,5 milljónum króna til rannsókna á ijúpum, önd- um og gæsum _á vegum Náttúru- fræðistofnunar íslands. Tekjur sjóðsins eru af sölu veiði- korta og er sjóðnum ætlað að standa straum af kostnaði við rannsóknir á stofnum dýra og fugla sem heimilt er að veiða. Þau verkefni sem fengu styrk úr sjóðnum að þessu sinni eru (nöfn styrkþega í sviga): Rannsóknir á íslenskum villiminkum, 2.200.000 kr. (Líffræðistofnun Háskóla ís- lands, Páll Hersteinsson), Rannsókn- ir á ferðum melrakka á 1. vetri, Starfsmenn Landmælinga Vonbrig-ði með skipan stjórnar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi starfsmanna Landmælinga íslands 5. nóvember 1997: „Starfsmenn Landmælinga ís- lands lýsa yfir vonbrigðum vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um skipan stjórnar stofnunarinnar. Ljóst er að ekki er um faglega stjórn að ræða eins og gert er ráð fyrir í nýjum lögum um Landmælingar íslands, heldur stjórn sem ætlað er að tryggja framkvæmd pólitískrar ákvörðunar ráðherrans, Guðmund- ar Bjarnasonar, um flutning starf- seminnar á Akranes. Þeirri ákvörð- un höfum við áður mótmælt harð- lega þar sem hún stórskaðar starf- semina. Að auki er rétt að fram komi að ekki liggja fyrir af hálfu umhverfisráðuneytisins áætlanir um framtíðarskipulag stofnunar- innar. Áætlaður kostnaður við að flytja Landmælingar íslands á Akranes er um 260 milljónir króna. Þessi fómarkostnaður verður greiddur af skattgreiðendum." Basar Hringsins í Perlunni HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og köku- basar í dag, sunnudag, klukk- an 13 í Perlunni. Þar verða seldir fallegir munir til jóla- gjafa, kökur og jafnframt verður jólakort Hringsins selt á basamum. Allur ágóði af basarnum rennur til mannúðarmála, en Hringskonur hafa lagt sér- staka rækt við Bamaspítala Hringsins og búnað hans. 2.000.000 kr. (Líffræðistofnun HÍ, Páll Hersteinsson), Félagskerfí grá- anda að vetrarlagi 642.000 kr. (Líf- fræðistofnun HI, Arnþór Garðars- son), Stofnbreytingar dílaskarfs og orsakir þeirra, 600.000 kr. (Líffræði- stofnun HÍ, Arnþór Garðarsson), Áhrif veiða á hrafnstofninn 600.000 kr. (Náttúrufræðistofnun íslands, María Harðardóttir), Fuglar og rafl- ínur, 600.000 kr. (Náttúrufræði- stofnun, Ólafur Einarsson), Athugun á viðkomu og afföllum hjá grágæs- um, 330.000 kr. (Halldór W. Stef- ánsson), Rannsókn á fugladauða af völdum neta á Mývatni, 300.000 kr. (Náttúrurannsóknastöðin við Mý- vatn, Ámi Einarsson), Áhrif veiða á lundastofn af afmörkuðum svæðum, 300.000 kr. (Gísli J. Óskarsson) og Vortalningar á gæsum og álftum á Héraði, 128.000 kr. (Halldór W. Stefánsson). fj' JÓNÍNA Kristgeirsdóttir og Þórey Pétursdóttir. Gyðjan skiptir um eigendur EIGENDASKIPTI hafa orðið á snyrtistofunni Gyðjunni, Skipholti 70. Nýr eigandi er Jónína Krist- geirsdóttir, snyrti- og förðunar- fræðingur. Auk Jónínu mun Þóra Pétursdóttir, snyrtifræðingur, starfa á stofunni. Boðið verður upp á alla almenna snyrtingu auk þess cachioderme- djúphreinsun og -rakameðferð, ávaxtasýrumeðferð og aromatic jurtaandlitsböð. Þá verður einnig boðið upp á varanlega háreyðingu. 10% kynningarafsláttur verður veittur af snyrtingu tii 1. desember nk. Afgreiðslutími stofunnar er frá 9-18 alla virka daga auk laugar- daga eftir pöntunum. JÓLAKORT Thorvaldsens- félagsins 1997. FJÖRUTÍU og einn nemandi hlaut viðurkenningu í fyrri hluta stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema og hefur þeim verið boðið að taka þátt í úrslitakeppni í mars á næsta ári. Keppnin skiptist í neðra stig fyrir tvo yngri bekki framhaldsskólans og efra stig fyrir eldri bekkina. í ár mættust alls 779 nemendur úr 20 skólum til leiks, 481 á neðra stigi og 298 á efra stigi. Alls hlutu 20 nemendur á neðra stigi og 21 nem- andi á efra stigi viðurkenningu fyrir góðan árangur. Keppnin fór fram 21. október og voru úrslit tilkynnt í Skólabæ í Reykjavík 2. nóvember. Niðurstöður fyrri hluta stærð- fræðikeppninnar voru hafðar til hliðsjónar við val þátttakenda í 8. Eystrasaitskeppninni í stærðfræði, sem verður haldin í Kaupmannahöfn 7.-11. nóvember nk. Fyrir íslands hönd keppa þar Björn Bennewitz, Hörður Mar Tómasson, Marteinn Þór Harðarson, Páll Melsted og Pétur Runólfsson. Einnig stendur til að taka þátt í Norðurlandakeppni í stærðfræði í apríl á næsta ári og Alþjóðlegu ólympíukeppninni í stærðfræði, sem fer fram á Tævan í júlí á næsta ári. Úrslit fyrri hluta voru sem hér segir: Neðra stig: 1. Páll Melsted, Menntaskólanum í Reykjavík, 2. Hörður Mar Tómas- Jólakort Thorvaldsens- félagsins 1997 JÓLAKORT Thorvaldsensfélags- ins 1997 er komið út. Mynd korts- ins, íkon: „María Guðsmóðir með Jesúbarnið", er gefin af iistakon- unni Kristínu Gunnlaugsdóttur. Kortin eru seld í Thorvald- sensbazar, Austurstræti 4, hjá fé- lagskonum og í mörgum bókversl- unum. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. son, Menntaskólanum við Hamra- hlíð, 3. Pawel Bartoszek, Mennta- skólanum í Reykjavík, 4. Finnur Friðrik Einarsson, Menntaskólanum á Akureyri, 5. Stefán Ingi Valdi- marsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 6. Guðni Ólafsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 7. Snæbjöm Gunnsteinsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, 8. Haukur Þorgeirsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 9.-11. Guðmundur Stef- án Steindórsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 9.-11. Sara Bjargar- dóttir, Menntaskólanum í Reykja- vík, 9.-11. Sigurður Benediktsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 12.-13. Páll Ragnar Jóhannesson, Menntaskólanum í Reykjavík, 12.-13. Skúli Bernharð Jóhanns- son, Verzlunarskóla íslands, 14. Ásta Jenný Sigurðardóttir, Verzl- unarskóla íslands, 15. Einar Þór ívarsson, Verzlunarskóla íslands, 16. Eggert Þröstur Þórarinsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 17. -20. Einar Leif Níelsen, Menntaskólanum í Reykjavík, 17.-20. Eyrún Linnet, Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði, 17.-20. Helga Björk Magnúsdóttir, Verzl- unarskóla íslands, 17.-20. Indriði Einarsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Efra stig: 1. Björn Bennewitz, Menntaskólan- um í Reykjavík, 2. Pétur Runólfs- son, Fjölbrautaskóla Suðurlands, 3. Marteinn Þór Harðarson, Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði, 4. Einar Jón Gunnarsson, Menntaskól- anum í Reykjavík, 5. Sveinn B. Sig- urðsson, Menntaskólanum í Reykja- vík, 6. Finnbogi Óskarsson, Flens- borgarskólanum í Hafnarfírði, 7. Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, 8. Erlendur Davíðsson, Verzlunarskóla íslands, 9. Ingvar Rafn Gunnarsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 10. Árni Richard Ámason, Menntaskól- anum við Sund, 11.-12. Ágúst Örn Grétarsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 11.-12. Þröstur Erlings- son, Menntaskólanum í Reykjavík, 13. Ævar Jónsson, Menntaskólan- um á Akureyri, 14. Alfreð Kjeld, Menntaskólanum í Reykjavík, 15. Daníel Haraldsson, Fjölbrautaskól- anum Breiðholti, 16. Bjarki Jónas Magnússon, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 17.-18. Jón Eyvindur Bjarnason, Menntaskólanum í Reykjavík, 17.-18. Margrét Sóley Jónsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, 19.-21. Birgir Björn Sævarsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 19.-21. Brynjar Grét- arsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 19.-21. Guðmundur Björn Árnason, Verzlunarskóla ís- lands. J ólaskr eytinganámskeið í Garðyrkjuskólanum TVÖ jólaskreytinganámskeið verða haldin í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í nóvember. Fyrra námskeiðið verður haldið fimmtu- daginn 27. nóvember og síðara námskeiðið laugardaginn 29. nóv- ember. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10-16. Leiðbeinandi verður Erla Rann- veig Gunnlaugsdóttir blómskreytir. Þátttakendur útbúa aðventukrans og jólatré úr herðatijám með viðeig- andi skreytingum. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvort námskeiðið er 12. Skráning fer fram á skrifstofu skólans. Morgunblaðið/Ásdís EIGENDUR veitingahússins þau Þorbjörg Bernhard og Siguijón Gunnarsson. Nýr lífsstíll - Hollusta og heilsa NÝTT veitingahús var opnað í List- þess fylgir kaffi, te og gos. Gestir húsinu í Laugardal, Engjateigi geta einnig tekið með sér mat heim. 17- 19, Reykjavík, 3. nóvember sl. Siguijón Gunnarsson og Þor- Afgreiðslutími er frá kl. 12-15 og björg Bernhard eru eigendur stað- 18- 21 alla daga nema sunnudaga. arins en þau reka einnig Listacafé Boðið er upp á allskonar heilsu- sem er í sama húsi og er opið frá rétti, súpu, brauð, salatbar, heita kl. 10-21 alla daga nema sunnu- rétti, ávexti, kornmat og fleira auk daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.