Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Fylling lífs í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson; Fyrir Guðs náð fær venju- legur maður iðulega sannreynt eilífðina með óvæntum hætti á örskotsstundu. Á 14. og 15. öld fór bylgja kristinnar einingarhyggju yfir vestanverða Evrópu. Að nokkru leyti varð hreyfmg þessi undan- fari siðbreytingarinnar á 16. öld. Einingarhyggjumenn eða „mystikar" fóru mjög svo hver sína leið. Leiðir þeirra og kirkju- kenningarinnar skildu þrásinnis um stundar sakir, þótt flestir beygðu sig fyrir hinni almennu kirkju, þegar til kastanna kom. Einna frægastur einingar- hyggjumanna frá því snemma á þessum tíma er meistari Ecke- hart eða Ekkhart, en hann fædd- ist í Hocheim í Þýzkalandi um 1260 og andaðist í Avignon árið 1328. Ekkhart var munkur af reglu Dómíníkana og náði veru- legum frama innan reglunnar. Umfram allt var hann þó lærður guðfræðingur og ritaði mjög um þau efni, hafði með höndum kennslustörf í París, en lauk ævi sinni sem prófessor í Köln. Meistari Ekkhart varð fyrir því, að páfínn hafnaði opinberlega allmörgum „setningum“ úr rit- um hans. Lauk því máli raunar ekki fyrr en að meistaranum látnum. Hér verður ekki fjallað sérstaklega um „setningar“ þessar. En minnzt skal í nokkr- um almennum orðum á einingar- vitund eða „mystik" í ræðum Ekkharts og ritum. Tími og eilífð Grunntónn hugsunarinnar í verkum Ekkharts er svohljóð- andi: Til eru tvær tilverumyndir, tími og eilífð. Tíminn er veröld efnis og rúms með öllum þeim aragrúa fyrirbæra, öllu því jafn- vægisleysi og allri þeirri hrær- ingu, sem þar getur að líta. Ei- lífðin er veröld einingar, jafn- vægis o g óhagganleika. Meistari Ekkhart er þeirrar skoðunar, að raunveruleikann sé einungis að fínna þar sem eilífðin er. Nokkur rök fyrir sömu niðurstöðu færði ég reynd- ar sjálfur fram í þremur hug- vekjum hér í Morgunblaðinu á nýliðnu sumri undir heitinu „Samsemd og veruleiki“. Tíman- íeg efni eiga því aðeins hlutdeild í raunveruleikanum að þau end- urspegli eilífðina. Guð er eilífur, einn og óbrigðull. Hann er uppi- staða þess ævarandi raunveru- leika, sem eilífðin birtir. „í Guði“ verða maðurinn og veröld hans raunveruleg. Án Guðs eiga þau sér engan stað og enga tilvist. í eilífðinni sameinast sundur- leitustu hlutir. „Þar eru þúsund englar hið sama og einn engill,“ segir meistari Ekkhart. Eilífðin er handan þeirrar mergðar, sem einkennir efnisheiminn. í eilífð- inni eru allar andstæður gengn- ar upp og sérhver barátta á enda kljáð. í eilífðinni sér mað- urinn allar myndir sem eina frummynd; veröldin blasir við honum í heildarsýn. Örðugt er að koma orðum að þessari sýn. Meistari Ekkhart leggur á það áherzlu, að sá einn fái numið þann leyndardóm, er í hugskoti sínu skipi Guði í það sæti sem honum ber. Fyrsta skrefíð í átt til einingar við ævarandi Guð er þannig fólgið í vali og einbeittum vilja: Kjósir þú að horfa á heiminn af sjónar- hóli eilífðarinnar skaltu snúa þér til Guðs í bæn og íhugun og leggja kostgæfílega rækt við hvort tveggja. Löngun á réttri leið Hversdagslega býr maðurinn yfír margs konar löngunum. Upp til hópa eyða menn ævinni í að uppfylla hina sundurleitustu þrá. Sá er þó hængur á, að jafn- skjótt og einni löngun í þessum heimi er fullnægt, tekur önnur við. Maðurinn verður ekki sátt- ur, meðan hann leitar stað úr stað á vettvangi tímanlegra gæða. Sérhver veraldleg nautn elur af sér óslökkvandi þorsta eftir öðrum nautnum. Skilning- arvitin geta einungis veitt oss lítinn hluta þeirrar heildar, sem sálina þyrstir eftir. Svo lengi sem vér látum oss efnisheiminn lynda, erum vér á villigötum. Vér hrökklumst andstæðnanna á milli og finnum fótum vorum hvergi varanlega táfestu. Nauð- syn ber til að leita inn á aðra braut. Að dómi meistara Ekkharts er það mannssálinni eiginlegt að seilast eftir nokkru, sem skynheimurinn fær ekki veitt. Sálina dreymir um auðlegð, sem ekki er fólgin í fjölda fyrirbæra, heldur altækri heild. Sálin situr í sorgum svo lengi sem hún freistar gæfunnar á þeim vett- vangi þar sem tími og rúm breyta heildinni í brotasilfur. „Þá fyrst er löngun mannsins á réttri leið þegar hún leitar sér staðar handan alls, sem unnt er að þijá. Vér fínnum það, sem vér leitum, þegar löngun vor er að engu orðin. Sá sem ekkert á og einskis þarfnast er ríkari en hinn, sem á alla hluti og ekki getur án þeirra verið,“ segir meistari Ekkhart. í dagsins önn Lesandi þessarar hugvekju kann að spyija að hvaða gagni honum eða henni komi þessi fróðleikur úr fórum klaustra- manns, sem uppi var fyrir einum sjö öldum. Hvaða not getur ver- aldarbam vorra daga haft af einingarhyggju liðinna kynslóða yfírleitt? Því er fyrst til að svara, að kristin einingarhyggja hefur að geyma sígild svör við ævarandi spurningum. Hún á sama erindi við streitufólk nútímans og við munka á miðöldum. Gjörðu þér far um að kynnast því sem ein- ingarhyggjumenn segja, en láttu hitt ógjört að fást um aldur þeirra eða skrúða. Bent hefur verið á lýsandi dæmi um eining- arreynslu í ljóðum Steins Stein- arr, en fáir munu bregða honum um forneskju eða klerkdóm. Víð- ar gætir hins sama í íslenzkum nútímabókmenntum og listum. í annan stað er rétt að vekja athygli á því, að þú átt margvís- leg tækifæri til að leggja rækt við einingarvitund þína í dagsins önn. íhugun dýpri leyndardóma, er ekki óhjákvæmilega bundin linnulausri iðkun. Einingar- reynsla aldanna sýnir, að fyrir Guðs náð fær venjulegur maður iðulega sannreynt eilífðina með óvæntum hætti á örskotsstundu. Eilífðin er ævarandi „nútíð“. Ef athygli þín er vakandi, kann heildarsýn til eilífðarinnar að birtast þér í einni andrá milli tveggja nauðsynjaverka á anna- degi. Sú birting er grundvöllur að fyllingu lífs og gefur vegferð þinni þaðan í frá nýjan lit og áður óþekktan ljóma. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hverjir eru á myndinni? EIGANDI þessarar myndar hefur áhuga á að vita hveijir eru á myndinni. Myndin er líklega af piltum úr Verslunarskólanum 1907 1908. Þeir sem gætu gefíð upplýsingar hafi samband í síma 553 7954. Rós í hnappagat Sjónvarpsins ÞAÐ verður að færa Sjón- varpinu rós í hnappagatið fyrir að senda út frá há- tíðartónleikum í Metro- politan óperunni í New York sl. sunnudag. Tón- leikamir voru til heiðurs James Levine, hljómsveit- arstjóra, í tilefni af því að það voru 25 ár síðan hann stjómaði fyrst hljómsveit í Metropolitan ópemnni og stjórnaði hann einnig þessum tón- leikum, þriggja tíma tón- leikum. Þama komu fram fremstu óperusöngvarar heims ásamt óperakóm- um og vora tónleikarnir mjög fjölbreyttir og frá- bærir í alla staði. Þetta var mjög góð skemmtun, takk fyrir. Sigríður. Margar nýbyggingar ljótar í borginni MÉR óar við hve margar nýbyggingar, sem rísa hver of annarri hér í Reykjavík, höfuðborg okkar, era ljótar og lág- kúralegar. Er ég ekki ein um þá skoðun. Leyfí ég mér að nefna eitt af þeim nýjustu, það er Rauða- krosshúsið á homi Háa- leitisbrautar og Lista- brautar sem er lítið augnayndi. Margar gömlu byggingamar er gaman að líta augum, t.d. Bjarnaborg og fleiri göm- ul hús sem hafa verið gerð upp. Þó ber að þakka margt sem er til bóta svo sem öll blómakerin sem skreyttu borgina okkar sl. sumar. Eldri borgari. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili FIMM kettlingar, tveggja mánaða, kassavanir og vel upp aldir, óska eftir góðu heimili. Þeir era frekar loðnir af skógark- attablöndu. Uppl. í síma 554-2547. Svartur leikur og vinnur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti landsliða í Luzem í Sviss, sem lauk um síðustu helgi. Walter Arencibia (2.550), Kúbu, var með hvítt, en Alexander Yer- molinsky (2.650), Banda- ríkjunum, hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 13. h2-h4, sem er lítt skiljanlegur leikur. 13. - Bh3! 14. g3 (Lætur skiptamun af hendi, en 14. gxh3 - Rxh3+ 15. Kg2 - Rxf2 16. Hxf2 - Bxd4 leiðir einnig til tapaðs tafls á hvítt) 14. - Rxe2+ 15. Rdxe2 - Bxfl 16. Dxfl - Rd7 17. Hdl - De7 18. Kg2 - Had8 og svartur vann mjög örugg- lega, því hvítur hefur ekki fengið neinar bætur fyrir skiptamuninn. íslandsflugs- deildin. Ein um- ferð í dag í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12 í Reykjavík. Áster... ■.. ókeypis. TM R*g U.S. Pat. OW. — aii nghta raaatvad (c) 1997 Lo» Angatea Tknaa 6ýnwcata Víkvetji skrifar... DAGURINN í dag er 313. dagur ársins. Á morgun hefst 46. vika þess. Það eyðist sem af er tek- ið, sögðu gamlir menn. Það gildir um sérhvert ár. Það gildir og trú- lega um ráðstöfunarfé fólks, ekki sízt á þeim vikum sem framundan eru, þ.e. vikum ,jólavertíðar“. Fyrirhyggjufólk reynir að hafa borð fyrir báru í fjármálum sínum. Aðrir láta skeika að sköpuðu og lenda í sjálfskaparvítum. Trúlega reynist það ýmsum þrautin þyngri að sigla milli skers eigin ráðstöfun- arfjár og báru löngunar til að gleðja sína nánustu á helgum jólum. Oftar en ekki gengur þó dæmið upp. Og gjöf af góðum hug er gulli betri. Því er jafnvel haldið fram að þegar einstaklingurinn ýtir að lokum far- kosti úr jarðlífsvör hafi hann það eitt í farteski sem hann hefur gefíð. xxx ANÆSTA ári (5. apríl 1998) verða 50 ár liðin frá setningu laga um vísindalega verndun físki- miða landgrunnsins. Engin laga- setning hefur markað önnur eins tímamót í samfelldri baráttu þjóðar- innar fyrir efnahagslegu sjálfstæði. Landgrunnslögin mörkuðu stefnu í varðveizlu og hagnýtingu fískimiðanna. Útfærslur fiskveiði- lögsögunnar 1952, 1958, 1972 og loks 1975 voru reistar á þessum lögum. Stefnumörkunin hafði síðan ríkuleg áhrif á störf og niðurstöður á hafréttarráðstefnum Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn á þessum tíma var þannig skipuð: Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra, Eysteinn Jónsson, mennta- málaráðherra, Emil Jónsson, við- skiptaráðherra, Jóhann Þ. Jóseps- son, fjármálaráðherra og Bjami Ásgeirsson, landbúnaðarráðherra. Ólafur Thors, þá atvinnumálaráð- herra, undirritaði síðan reglugerð um fyrstu útfærsluna í 4 mílur árið ISLENDINGAR eiga og reka fyr- irtæki í öðrum löndum, einkum í sjávarútvegi. Þeir hafa einnig fjár- fest í erlendum hluta- og verðbréf- um. En hveijar eru eignir erlendra fjárfesta á Fróni? Hagtölur mánaðarins segja að Svisslendingar séu öðmm þjóðum stórtækari í þessum efnum. Fjár- munaeign þeirra hér á landi í árslok 1996 var 8,1 milljarður króna. Næstir komu frændur okkar og fóstbræður, Danir, með 1,3 millj- arða króna. Þeir fjárfestu m.a. í malbikunarstöð og byggingar- og olíuverzlunarfyrirtæki. í hveiju fjárfesta útlendir hér? Árið 1996 var bein fjármunaeign erlendra aðila í atvinnurekstri: 1) Stóriðnaður 9.212 m.kr., 2) Annar iðnaður 724 m.kr., 3) Verzlun 1.298 m.kr., 4) Fjármálaþjónusta og tryggingar 202 m.kr., 5) Annað 1.045 m.kr. Samtals 13.210 m.kr. XXX HVAÐ BOÐAR nýárs blessuð sól? Hvað færir hið nýja ár á fjörur landsmanna? Þjóðhagsáætl- un fyrir árið 1998 leiðir líkur að því, hvað okkar bíður hinum megin áramóta í þjóðarbúskapnum. Hún gerir því skóna að lands- framleiðsla aukizt um 3,5% á næsta ári og að þjóðartekjur aukizt um 3,7%. Þjóðareyðslan fer samt sem áður fram úr þjóðartekjunum, eykst um 3,9%, samkvæmt spánni. Af þeim sökum eykst viðskiptahalli okkar við umheiminn lítillega. Aukning þjóðarútgjalda verður á hinn bóginn hægari en á árunum 1996 og 1997, en þá hertum við eyðsluna um 7% hvort árið. Ef þetta gengur eftir dregur trúlega úr spennu eftirspurnar, sem líkur stóðu til að ykist í kjölfar góðæris og kauphækkana. Slíkt er mjög mikilvægt vegna þess að viðskipta- halli og verðbólga eru við efri mörk þess sem viðunandi getur talizt. Að öllu meðreiknuðu er gert ráð fyrir að hagvöxtur á mælikvarða landsframleiðslu verði um 3,3% að jafnaði árin 1998 til 2002. Sem sagt gott, ef við kunnum með að fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.