Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 45 hverjum af börnunum sínum með hið forláta og útlenska sælgæti „Macintosh“ glæsilega innpakkað. Það var ekkert minna en ein dós á mann. Við þekktum engan sem fékk svona fína og „góða“ jólagjöf. Okk- ur þótti líka vænt um að fjölskyldan hélt þessum sið, að koma við á aðfangadag þó að Gunnar kæmist ekki lengur sjálfur. Ein af mínum fyrstu minningum um Gunnar er frá því ég var u.þ.b. 5 ára og stökk upp í fangið á hon- um þegar hann var á gangi fyrir utan heimili mitt. Ég hélt að hann væri pabbi minn, svo líkir voru þeir tvíburabræðurnir. Ég áttaði mig þó fljótt og fyrirvarð mig pínulítið fyr- ir mistökin. Gunnar tók þessu aftur á móti vel, lét á engu bera eins og ég hefði bara verið að fagna honum svona innilega. Miklu seinna, þegar sorgin yfir að missa föður minn var hve mest, spurði ég Gunnar hvort hann gæti nú ekki tekið að sér að líta til með mér eins og pabbi hafði gert eftir að ég komst á fullorðinsaldur. Þeg- ar ég hvíslaði þessu að honum, brosti hann til mín með tár á hvörm- um; alveg eins og pabbi minn hefði gert. Gunnar var þá orðinn veikur en hann var vanur því að svara fyrir pabba ef einhver hafði ruglast á þeim bræðrunum. Honum fannst því alveg sjálfsagt að leyfa mér og systkinum mínum að minnast pabba í gegn um sig. Ef til vill hjálpaði það honum í hans sorg yfír því að hafa misst tvíburabróður sinn. Síðustu dagana sem Gunnar lifði fengum við fjölskyldan að kveðja þennan yndislega mann sem var nú sem ætíð umvafínn ástúð og umhyggju fjölskyldu sinnar. Það var eins og að ganga inn í helgidóm að koma inn á sjúkrastofuna, slík var kyrrðin og æðruleysið. Nýjasti ljósgeisli fjölskyldunnar var þar líka í örmum móður sinnar og átti ekki hvað síst þátt í að sýna okkur fram á hringrás upphafs og endis í lífínu. Elsku Ingunn, Haraldur, Guð- mundur og Áslaug Margrét! Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að koma til Gunnars og kveðja hann. Guð gefí ykkur og fjölskyld- um ykkar styrk í sorg ykkar. Elsku Lárus, Guð gefi þér styrk i þínum mikla missi. Guð varðveiti og verndi minningu Gunnars H. Blöndal. Fyrir hönd Snæbjörns Heimis Blöndal, Kristjönu Elinborgar Blön- dal og mín, Margrét Sigríður Blöndal. Það var stolt lítil stúlka sem fylgdi pabba sínum á tónleika hjá Sinfóníunni og hjá Tónlistarfélag- inu, ár eftir ár sátum við í sömu sætum við hlið Gunnars tvíbura- bróður pabba. Ég gat ekki annað en verið upp með mér að fá að sitja milli þessara myndarlegu og glæsi- legu bræðra. Tónlistin skipaði stóran sess í lífí þeirra og skiptust þeir á að fræða litlu stúlkuna sem hjá þeim sat um tónlistina og flytjendur hennar. Það var með ólíkindum hversu líkir þeir bræður voru, ekki bara í útliti heldur einnig svipbrigðin, hvemig þeir hreyfðu sig, nákvæm- lega sömu taktarnir svo ég tali nú ekki um kitlandi hláturinn. Ég held að við systkinin höfum öll lent í hnyttnum aðstæðum þar sem við tókum feil á pabba og Gunnari og gátu þeir oft verið sein- ir að leiðrétta okkur því báðir áttu þeir það til að vera svolítið utan við sig. Eftir að faðir minn, Björn Auð- unn, lést var það mér í rauninni hjálp og huggun að hitta Gunnar frænda og í hvert skipti sem ég hitti hann leit ég ekki af honum, hann átti hug minn allan og það var gott að eiga svolítinn pabba í honum. Minningarnar eru margar og góðar og nú er komið að kveðju- stund. Það var gott að fá að koma til Gunnars síðustu daga hans á spítalanum og dásamlegt að sjá friðinn sem yfír honum hvíldi. Elsku Ingunn, Áslaug, Guð- mundur, Haraldur og fjölskyldur, guð gefí ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guð geymi og varðveiti elsku föðurbróður minn Gunnar Blöndal. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfír mér. (Hallgr. Pétursson.) Kirstín Erna Blöndal. Þegar eldgamlir vinir manns deyja, rifjast oft upp smáminninga- brot, sem í sjálfum sér eru ekki sérlega merkileg, en geta sagt sína sögu. Er ég fór, bráðungur, með móður minni í heimsókn til vina- fólks vestur á Vesturgötu og var skipað að fara út að leika mér, var ég varla kominn út fyrir dymar, er að dreif, að mér fannst, óvígan her brúnaþungra Vesturbæinga, sem töldu hníf sinn kominn í feitt, er uppgötvaðist, að Austurbæingur hefði ráðizt inn á þeirra yfírráða- svæði. Málið leystist, er foringi hópsins kom að og tilkynnti, að gesturinn skyldi settur á, þar eð hann væri gestur heima hjá sér. En ungt hjartað róaðist ekki að fullu fyrr en að komu tveir strákar með forláta kassabíl og sólskins- bros, sem gat ekki verið ættað úr Vesturbænum. Þeir tóku hinn ókunnuga tali, leyfðu honum að setjast í bílinn og eftir það var allt í lagi að vera fyrir vestan Læk. Þessir strákar vom alveg eins, eineggja tvíburar, Björn og Gunnar Blöndal, og, að mér fannst alltaf, einhveijir hjartahreinustu menn, sem ég hef kynnzt, og tilfinninga- ríkari en almennt gerðist hér á nesj- unum. Þessa eiginleika taldi ég allt- af síðan blöndalska og síðan hafa Blöndalar verið mínir menn. Mörg- um árum síðar fylltist ég stolti, er ég sá í dagblaði mynd af þeim bræðrum í forkunnarfínum ein- kennisbúningum sendimanna rit- símans, hinir fyrstu, sem þeim klæddust. Og enn síðar lágu svo leiðir okkar saman í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Við vorum ekki í sama bekk, en einhvern veginn löðuðumst við hver að öðmm, enda kynnin þegar hafín fyrir mörgum árum. Þeir bjuggu þröngt á Amtmanns- stígnum, feðgarnir, en hjartarýmið var nóg og gestum vel tekið. Hjá þeim bræðrum fékk ég verulegan hluta af mínu tónlistamppeldi, því að þeir áttu mikið af klassískri tón- list á plötum og grammófón, og við hlustuðum mikið á B-in þijú, þó að með slæddist að vísu eitthvað af jazz, enda vomm við ennþá ungir þá. Björn fór á undan og nú er Gunnar farinn. Hann hélt tónlistar- áhuganum alla tíð og var í tónlistar- klúbb með Gunnari bróður mínum og fleiri ágætismönnum, sem söfn- uðu plötum, en höfðu fyrst og fremst áhuga á að hlusta. Eins og oft vill verða fækkaði fundum með ámnum. Of mikill tími fór í búksorgimar og ræktun gam- allar vináttu laut í lægra haldi, en í hvert sinn sem við hittumst birtist gamla brosið af Vesturgötunni. Fyrir það hef ég alltaf verið og verð þakklátur. Fjölskyldunni sendi ég samúðarkveðjur, en er jafnframt þakklátur fyrir, að dauðastríð vinar míns tók fljótt af. Guðni Guðmundsson. Tónlist og tungumál hygg ég hafí verið þau svið, sem Gunnari H. Blöndal vom kærust. Tungu- málamaður var hann með afbrigð- um og fjölmenntaður í bankamál- um. Eg minnist þess t.d. þegar Gunnar barst í tal við séra Magnús Þorsteinsson, sem þá var starfs- maður Búnaðarbankans, hve augu hans ljómuðu, er hann rifjaði upp latínunám Gunnars og geysiháa einkunn hans á stúdentsprófí. Tónlistaráhugi Gunnars var mik- ill. Hann átti mikið og gott plötu- safn. Fór mikið á tónleika hér og erlendis. Mér er margt minnisstætt í því efni; tónlistarkvöld hvor hjá öðrum og sameiginlegum vinum. Einkum eru mér minnisstæðar sam- verustundir okkar með Magnúsi Fr. Ámasyni, sem var aðallögfræðing- ur Búnaðarbankans. Gunnar náði að heyra marga mestu tónlistar- *" menn heims víða um lönd. T.d. minnir mig að hann hafi heyrt Sviatoslav Richter á tónleikahátíð- inni í Aldeburgh. Samt held ég honum hafí verið hvað mest niðri fyrir eitt sinn, er hann kom frá London og hafði náð þar að fara á tónleika annars vegar með Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar undir stjórn Herbert von Karajan og hins vegar tónleika með Dietrich Fisc- her-Dieskau að mig minnir í Queen Elisabeth Hall. Segja má að Gunnar hafi verið •*" það, sem kallað er alæta á tónlist. Þó hygg ég honum hafí verið hvað kærastir Scriabin, Liszt og Wagner. Ég minnist með söknuði góðs drengs, vinar og samstarfsmanns og sendi hans indælu konu og börn- um og þeirra fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Birgir Guðgeirsson. EIG3NAMIÐIIMN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri. #^40áI Fossvogur — í sérflokki Vorum að fá til sölu sérlega vandað rúmlega 220 fm parhús á einni hæð auk glæsilegrar vlnnu- og bókastofu á 2. hæð á einum af eftirsóttustu stöðum borgarinnar. Eignin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, 4 herbergi, 38 fm vinnu- stofu, eldhús, baðherbergi, snyrtingu, þvottahús, búr og innbyggðan bíl- skúr. Teikn. af garðskála fylgja. Húsið stendur á stórri lóð á friðsælum stað neðarlega í Fossvogsdal. 7526. Atvinnuhúsnæði og lagerpláss óskast Vandað lagerpláss óskast til kaups. Æskileg stærð 2000—4000 fm. Traust fyrirtæki óskar nú þegar eftir vönduðu lagerrými. Æskileg stærð 2000— 4000 fm. Heppileg lofthæð er 3,5—4,0 m. Góð aðkoma og innkeyrsludyr eru nauðsynleg. Allar nánari uppl. veitir Sverrir. SUÐURMYRI 34, Seltj. Mjög gott og vandað endarað- hús á tveimur hæðum m/innb. bílskúr.Góðar stofur með arni og góðri lofthæð. 3-4 herb. Stærð 187,4 fm. Áhv. 6,2 millj. húsbréf. Verð 17 millj. Guðbjörg sýnir. Sími 561-6181. FOSSVOGUR. Góð 2ja herb. íb. á 1. hæð Qarðhæð) við Dala- land með suðurverönd og garði. Áhv. 2,5 millj. byggsj. Verð 5,5 millj. Laus í jan '98. 8872 GRÆNAHLÍÐ - LAUS Rúmgóð 3ja-4ra herb. íb. ( kj. með sérinng. f fjórbýli. Nýl. parket. Áhv. 5 millj. Byggsj. og húsb. Verð 7,2 millj. LAUS STRAX. 8866 LAUFENGI - SKIPTI. Vönduð 111 fm íb. á 2. hæð með 3 rúmg. svefnherb. Stórt eldh. með þvhús innaf. Sérsm. innréttingar. Gott fyrirkomulag. Hús og sameign fullfrágengin. Áhv. 5,9 millj. hús- bréf. Verð 8,650 millj. Ath. skipti á bíl mögul. 8811 GULLSMÁRI - KÓP. Ný 5 herbergja (b. á 1. hæð með suöur- verönd. Vandaðar eikarinnr. Flísal. baðherb. Vantar gólfefni. Þvotta- hús í íbúð. Stærð 105 fm. Hús og sameign fullfrágengin. Áhv. 3,3 millj húsb. Verð 8,9 millj. 8896 FOSSVOGUR - ÚTSÝNI. Rúmgóð 5 herb. íbúð á 2. hæð (miðhæð) við Hulduland. Stærð 120 fm. Tvennar svalir. Falleg út- sýni. (búð og hús í góðu ástandi. Áhv. 6 millj. húsbréf. Verð 10,4 millj. 8825 FURUBYGGÐ - MOS. Gullfallegt, vandað og fullbúiö einnar hæðar raðhús ásamt sólstofu og suðurverönd. Mjög vandaðar innr. Parket og flfsar. Mikil lofthæð. Stærð 110 fm. Áhv. 5,9 millj. Verð 9,9 millj. 8827 Sími 533 4040 - Fax 588 8366 Sölusýning Sóltún 28, Reykjavík Til sýnis eru í dag, sunnudag, milli kl. 14-17 nýjar vandaðar, 2ja-3ja herb. íbúðir við Sóltún 28 í Reykja- vík. íbúðirnar eru 68 til 83 fm að stærð. Bílastæði eru í bílgeymslu. íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. Sölumenn okkar eru á staðnum. Verið velkomin. Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson. löaa. fasteianasali. Óðinsgötu 4. Símar 551-1540, 552-1700 “T*****^ .........-■■■; r'-! j;”—' IIEK3NAM1ÐUMN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri. Sími .TJíJÍ ‘>0*>0 • r Opið í dag sunnudag frá kl. 12-15. Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is EINBYLI Arnarnes - eign í sérflokki. Höfum fengiö í einkasölu um 400 fm sérlega vandað einb. á fallegri eignarlóö á þessum vin- sœla staö. Um er aö ræða hús á tveimur hæö- um sem skiptist m.a. í 5-6 herb., góðar stofur, tómstundarherb., saunu, glæsil. garöskála og tvöf. innb. bílskúr. Mögul. á séríbúö í kj. 7495 Smáíbúðahverfi. vomm a« tá i einkasölu vandaö tvílyft um 328 mjög vel staö- sett einbýli ásamt um 40 fm bflsk. Á efri hæö- inni eru m.a. góðar stofur, 3 herb. baðh., snyrt- ing, eldhús o.fl. Á neöri hæöinni eru m.a. 4-5 svefnh., baöh. o.fl. 7602 HÆÐIR Öldugata - Hf. 3ja herb. falleg og björt 72 fm efri sórhæö I tvfbýltshúsl. Húsiö er nýl. kleett að utan og m. nýjum gluggum. Nýl. rafl. Byggingarróttur. Fallegur garður. V. aöelns 6,5 m. 7589 Grænahlíð. 4ra herb. falleg og mikiö endurnýjuö kj. íb. Massift eikarparket á holi og stofu. Nýstandsett baðh. Áhv. 5 m. þar af byggsj. 3,5 m. Mjög góö staösetning. Ákv. sala. V. 6,9 m. 7594 Engjasel. 4ra-5 herb. góö 103 fm íb. ásamt stæöi í bilag. og sérþvottah. Parket og flísar á gólfum. Suöurvalir og glæsilegt útsýnl. V. 7,8 m. 7593 Arnarsmári - glæsileg. Vorum aö fá í sölu 104 fm 4ra herb. fbúö á 1. hæö f nýl. 6 íbúöa húsi í Smárahvammslandi. íbúöinni fylgir 28 fm bflskúr. þvottahús í (búö. Vandaöar innr. Stórar suöursv. Glæsilegt ústýnl. V. 10,5 m.7601 Krummahólar - „penthou- Se” Skemmtileg 6 herb. 163 fm íb. á tveim- ur hæöum. Á neöri hæö er geymsla og herb., en á efri hæð eru 4 herb., eldhús, þvottah., hol, stofur og stórar svalir. Húsiö er nýlega viögert. Fráb. útsýni. V. 10,5 m. 6830 4RA-6 HERB. Flúðasel. 4ra herb. góö 100 fm fb. á 2. hæð í nýl. vlög. blokk. Sérþvottah. Áhv. 5,4 m. í langtímalánum. Stæöi í bílag. Barnvænt um- hverfi. Ákv. sala. V. 7,4 m. 7440 Bræðraborgarstígur. 5 herb. mjög snyrtileg 107 fm íb. á l.hæö f traustu steinhúsi sem skiptist m.a. f 2 saml. stofur og 3 svefnh. Áhv. 3,7 m. byggsj. V. 8,5 m. 7598 JA! Blönduhlíð. 3ja-4ra herb. björt og góð íbúð í Iftiö niðurgröfnum kjallara. Nýir gluggar og gler og nýl. eldhúsinnr. Sérinng. Laus fljót- lega. V. 6,5 m. 7514 Engihjalli - Kóp. Vorum aó fá til sölu fallega og rúmgóöa 3ja herb. íbúö á 7. hæö f nýuppgerðri blokk. Gott parket á gólfum, baöh. hefur allt veriö standsett. Lögn fyrir þvottavél og þurrkara. V. 5,9 m. 7600 Hrafnhólar - giæsileg. 2ja herb. mjög falleg 60 fm íb. á 3. hæö í litlu fjölbýli. Massfft eikarparket. Góöur garöur. Stutt í alla þjónustu. V. 4,9 m. 7597 Víðimelur - sérl. falleg. Vorum að fá í sölu 2ja-3ja herb. (búö á 1. hæö í fallegu 6 fbúöa húsi á eftirsóttum staö f vesturbænum. íbúöin hefur verið standsett á smekklegan hátt. V. 6,1 m. 7591
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.