Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNARRAGNAR HARALDSSON • • BLONDAL + Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal fæddist á Eyrarbakka 14. júní 1921. Hann lést í Reykjavík 1. nóv- ember síðastliðinn. í upphafi vega voru aðsetur Blöndals- ættarinnar í Vatnsdal í Hvammi og að Kornsá. Lang- afi Gunnars var Björn Auðunsson Blöndal, ættfaðir Blöndala, sýslumað- ur í Hvammi og k.h. ættmóðir Blöndala, Guðrún Þórðardóttir. Þau hjón áttu 15 börn og komust 11 á fullorðins- ár. Þeirra sonur var Lárusar Þórarinnn, sýslumaður. Börn þeirra sýslumannshjóna Lárus- ar og k.h. Kristínar voru 11 og komust 10 upp. Blöndalsættin rann því skjótt upp og kvíslað- ist um héruð landsins. Foreldrar Gunnars voru Har- ^ aldur, yngstur 11 systkina, f. á Kornsá í Vatnsdal, f. 10. sept. 1882, d. 22. okt. 1953. Hann lærði Ijósmyndaiðn og stundaði hana nokkuð en vann einnig verzlunarstörf og hjá Rafveitu Reykjavíkur, og kona hans Mar- grét, f. á Svarfhóli í Álftafirði í ísafjarðarsýslu 7. marz 1881, d. í Rvík 2. sept. 1936, Auðunsdóttir. Systk- ini Gunnars: Lárus Þórarinn, mag. art., f. í Rvík 4. nóv. 1905, bókavörður, sem lifir systkini sín. Björn Auðunn, f. í Rvík 21. ágúst 1908, d. 2. júní 1911. Sölvi Sigurður Thorsteinsson Blönd- al, f. í Rvík 25. des. 1910, d. í Sviþjóð 11. júlí 1981, hagfræð- ingur. Kristín, f. í Rvík 9. feb. 1914, d. þar 28. sept. 1955, hjúkrunarkona. Björn Auðunn, (tvíburi við Gunnar Ragnar), f. á Eyrarbakka 14. júní 1921, d. í Rvk 5. apríl 1995. Gunnar giftist 8. sept. 1951 Ing- unni, f. á Seltjarnarnesi 28. marz 1916, Guðmundsdóttur. Hún er fegrunar- og snyrtifræðingur frá Wilfred Academy i Boston, South Western Beauty College, San Di- ego, Kaliforniu, flugfreyja hjá Loftleiðum. Foreldrar Ingunnar: Guðmundur, skipstjóri í Rvk, f. í Hvammsvík í Kjós 23. feb. 1882, d. í Rvk 17. feb. 1919, Guðmunds- son og k.h. (29. okt. 1910) Ás- laug, forstöðukona Baðhúss ReyKjavíkur, f. í Rvk. 11. júlí 1892, d. 12. okt. 1950, Þórðardótt- ir. Börn: Haraldur f. 22. jan. 1952, Heimsborgari er fyrsta orðið, sem mér kemur í huga, þegar ég minnist Gunnars vinar míns og fyrr- *- um tengdaföður. Gunnar var mað- ur, sem af Guðs náð kunni að meta heimsins lystisemdir. Jafnt andleg- ar sem veraldlegar. Saga og menn- ing skiptu hann máli. Hann var safnari bóka og blaða af Guðs náð. Um hin fjölbreyt'legustu málefni. Víðlesinn og vel menntaður. Leik- list, saga, viðskipti, innlend sem erlend, stjórnmál, listinn er langur. Enda var hann hafsjór fróðleiks umk menn og málefni. En tónlist og tónlistarsaga skipuðu öndvegi í huga hans. Tónlistin var honum ástríða. Hans ástargyðja. Sérstak- lega óperur Wagners. Tónskáld, stjórnendur hljómsveita, söngvarar voru honum sumir sem æðri verur. Hann tignaði þetta fólk og dáði. Tónleika og óperusýningar sótti hann heim, hvar sem hann gat náð í miða til að hlýða á uppáhalds tón- listarfólk sitt. Skiptu þá ekki máli kostnaðarsamar ferðir til framandi landa. Upplifunin var honum heilög og æðri brauðstritinu. Margar bjartar minningar á ég með Gunnari og fjölskyldu hans. Jafnt hér á landi sem í útlöndum. Þakka ég fyrir þær. Eru mér kærar og mikilvægar. Ég nam margt af Gunnari. Lærði á margan hátt að sjá lífið og tilveruna í nýju ljósi. Hann jók áhuga minn á klassískri tónlist og söngleikjum og ég lærði að meta Wagner. Ómetanlegt. Persónutöfrar Gunnars voru miklir. Hann var glæsilegur maður og hvatlegur í fasi. Það var eftir honum tekið. Hann var miðbæjar- maður, enda aðalbanki Búnaðar- bankans hans starfsvettvangur í nær hálfa öld. Alltaf sem nýstrok- inn, dökkklæddur, í dökkum síðum frakka, með dökkan hatt að hætti hefðarmanna. Hlýleiki og innileiki voru persónueinkenni, sem prýddu Gunnar, hvar sem hann fór. Hann átti til barnslega gleði og ákafa, sem gerðu samvistir við hann sér- lega eftirminnilegar og skemmti- legar. Orð eru fátækleg, þegar góður drengur er kvaddur. í ástríkum og hlýjum faðmi fjölskyldu sinnar kvaddi Gunnar þennan heim eftir nokkurt veikindaskeið. Megi góður Guð styrkja fjölskyldu hans í sorg- inni. Blessuð sé minning þín. Róbert Árni Hreiðarsson. Faðir minn var eineggja tvíburi Björns Auðuns Blöndal, (d. 5.4. ’95), og voru þeir bræður ótrúlega líkir í útliti og áhugamálum, fasi og lunderni. Hann var aristókrat í hugsun og eðlisfari, stóriundaður og skapríkur að eðlislagi en fór vel með það, blíðlyndur, hrifnæmur og viðkvæmrar lundar. í honum tókust á sterkar and- stæður af traustum stofnum móður- ætta og föðurleggs. Lífsharpa hans átti marga strengi, fjölhljóma, í öll- um víddum mannlegrar náttúru. Hann var gleðimaður, fjölfróður, víðlesinn og manna glaðastur á góðri stund. Föðurættin hefur löng- um státað af ágætum söngmönn- um, og Blöndalir þótt glaðvært fólk í veislusal, örlyndir, lífsnautna- menn, listhneigðir og skáldmæltir. Þessir þættir speglast í frændgarði og afkomendum. Áhugi hans á á alþjóðapólitík var mikill, enda víðlesinn í þessum fræðum, einkum stjórnmálum 20. aldarinnar og sagnfræðiáhuginn fléttaðist saman við þetta. Þekking hans var yfirgripsmikil. Ensk skáld fyrri alda áttu hug hans og hjarta og áhugi hans á klassískri tónlist var heitur, ákafur og óslökkvandi meðan líf og heilsa entust. Tvíbura- bræðurnir áttu það sammerkt að í tónlistinni sindraði andinn í takt við voldugar hljómkviður meistaranna og í litrófi hljómanna hófst umræð- an í andans hæðir frá skarki og búksorgum hvunndagsins. Þessi ástríða var honum brennandi eldur og fylgdi honum alla tíð. Tónlistin var uppspretta gleði og fegurðar, tákn hins skapandi anda og sá hann m.a. um útvarpsþætti helgaða klassískri tónlist á árunum 1978-82 í RÚV. Með árunum eignaðist hann gríð- armikið og vandað plötusafn. Klass- ísk píanótónlist var í mestu uppá- haldi. Að auki var hann eldheitur jazzáhugamaður. Jazzáhuginn seiddi hann m.a. í Harlemhverfið í New York-borg á námsárunum í Ameríku. Þangað þótti hvítum mönnum ekki þorandi og raunar óðs manns æði að stíga þar fæti. En hann fékk góðar móttökur lista- manna og heimafólks þegar kom í ljós að hann var útlendingur, kom- inn alla leið ofan af íslandi að hlusta á meistara jazzins. Foreldrar mínir voru samstiga í listhneigð og fegurðarsýn, fóru oft Guðmundur, f. 18. júní 1954, og Áslaug Margrét, f. 23. sept. 1957. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lauk prófi í ensku fyrir erlenda stúdenta við University of London 1949. Hann stundaði einnig bankanám í Oxford. Gunnar lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1952. Hann varð löggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku árið 1963 og vann mikið að þýðingum alla tíð. Gunnar hóf störf í Búnaðarbanka ís- lands 17. júní 1939 og starfaði þar í öllum helstu deildum bank- ans uns hann lét áf störfum fyrir aldurs sakir eftir liðlega 50 ára starf í þágu bankans. Hann fór til starfa á vegum Búnaðarbankans 1958-59 í Bank of New York á Wall Street og starfaði þar i öllum deildum erlendra samskipta samhliða námi í The American Institute of Banking en þaðan lauk hann prófi 1959 í alþjóðabankavið- skiptum. Gunnar var ráðinn skólastjóri Bankamannaskólans frá stofnun hans í apríl 1959 - 1. sept. 1978. Hann varð fulltrúi bankastjórnar og forstöðumað- ur afurðalánadeildar bankans frá 1. janúar 1967. Gunnar var um skeið stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík og prófdómari í ensku við stúd- entspróf úr þeim skóla frá árinu 1966 og prófdómari í ensku við Viðskiptadeild Háskóla íslands frá 1975. Útför Gunnars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag, og hefst at- höfnin klukkan 15. til útlanda að hlýða á fræga tónlist- arlistamenn og sóttu þá gjarna leik- hús og balletsýningar. Hann m.a. fór til Ameríku og Frakklands að hlusta á rússneska píanistann Sviatoslav Richter, Horowitz sá hann nokkrum sinnum á sviði og sætti jafnan lagi þegar hann komst á uppfærslur á óperum Wagners. Heimilið bar alla tíð merki þessa áhuga. Systkinin ólust upp við tón- list og bækur. Þekktir erlendir ein- leikarar komu á heimilið og spiluðu á svartmattan flygil, sem var helsta stolt og prýði stofunnar á Tómasar- haga 53. Þar kom einnig Harold Schönberg, tónlistarganrýnandi frá New York Times. Faðir minn stofn- aði Hljómplötuklúbbinn 1958 ásamt Gunnari Guðmundssyni forstjóra, bróður Guðna Guðmundssonar rektors Menntaskólans í Reykjavík, Rögnvaldi Siguijónssyni, píanóleik- ara, Hauki Gröndal, frkv.stj, Guð- mundi Áka Lúðvíkssyni, vsk.fr, Skúla Hansen, tannlækni, Birgi Guðgeirssyni, bankafulltrúa, Magn- úsi Friðrik Árnasyni, lögfr, Runólfi Sæmundssyni, frkv.stj. og Halldóri Péturssyni listmálara. Þessi klúbbur starfaði til 1964. Fræg var teikning Halldór Péturssonar sem birtist í Mbl. af þeim tónbræðrum föstd. 6. júlí 1962. Vinirnir héldu regluleg tónlistarkvöld um margra ára skeið, léku nýjar hljómplötur, kynntu hver öðrum nýjar hljóðritanir, léku sín uppáhaldsverk og ræddu um tón- list, höfunda og flytjendur. Þá var ekki óalgengt að sjá litla fætur standa undan stofugardínu eða and- lit gægjast með gættum. Þá voru börnin að hlusta og vera með í ævintýrinu. Þessu var fylgt eftir með tónleikum Sinfóníunnar og Tónlistarfélags Reykjavíkur. Barnabörnin hafa_ tekið tónlistar- ástríðuna í arf. í hugann koma Franz Liszt; tærleiki og stormar; pílagrímaárin, h-moll messan; rúss- nesku kompónistarnir m.m. Balak- irev Rachmaninov og uppáhaldið, Alexander Scriabin; að ógleymdum meistara Wagner. Faðir minn kenndi okkur systkinunum að hlusta á þessar óperur og útskýrði efnisþráð og tilurð. I Wagner mætast sálir margra Blöndala. Þar kristallast allar tii- finningar í einum brennipúnkti. Mannsröddin meitluð, mótuð, öguð og samanfléttuð við hljómsveit, söngtexta höfundarins, „libretto“, og sögulegan grunn fléttaðan leik- mynd og allt ofið saman í samfelldu „gesamtkunstwerk“. M.ö.o. öll list- formin samfléttuð í einn voldugan streng. Hollendingurinn fljúgandi, Meistarasöngvaramir, Lohengrin, Wesendonk-ljóðin, Tannhauser, Tristan og Isolde, Niflungsbaugur og loks svanasöngur meistarans; Parsifal. Pianissimo; ofurveikur en síðar með vaxandi styrk; crescendo, sem verður þúngur forte; voldugur, sterkur, hátimbraður og manns- andinn er hrifinn inní fegurstu vídd- ir ofurmannlegrar sýnar og inn- blásturinn eilífðaruppspretta hins skapandi anda, sem á rót sína í fegurðarþránni. Þessi tónlist er regnbogi, ilmdögg í grasi við sólar- upprás, voldugir vindar í víddum andans, sólheitir söngvar fuglanna á heiðbáum degi og ómstríðir hljóm- ar í litasinfóníu sólarlagsins, upp- haf, svefn, eilífð, kyrrð og ómælis- víðátta. Sá sem hefur hlýtt á þessa tónlist, þorað að ganga innfyrir tjöldin til salar, opnað hjarta sitt og gefið sig henni á vald verður aldrei samur maður eftir það. Blessuð sé minning hans. Haraldur G. Blöndal. Hvert hljóðfæri hefur sína töfra og sumum hljóðfærum tengjast menn tryggari böndum en öðrum. Á rokk- og bítlaárum var það gítar- inn, þar á undan harmoníkan - en fáir held ég að hafi verið ástríðu- fyllri elskendur hljóðfæris síns en píanóunnendur. Einn þeirra var Gunnar Blöndal, sem nú er kvadd- ur. Tvíburabróðir hans, Björn, lést árið 1995. Ungur kynntist ég börnum bróð- ur þeirra - Sölva. Á heimili hans ríkti andi sósíalisma og bókmennta. Húsbóndinn sat í stofu sinni og bauð vini barnanna að hlýða á helstu leikrit heimsbókmenntanna er hann hafði fest á segluband. Síðan var gjarnan rætt um sósíal- ismann - þó ekki þannig að hag- fræðimenntun húsbóndans þvældist fyrir ungum viðmælanda hans. Það hafa fleiri en Björn Th. kunnað þá list að gera hið flókna einfalt. Bróðir Sölva - Gunnar - bjó yfir sömu hæfileikum. Eitt sinn, þegar ég var í Kennaraskóla, hitti ég hann á vertshúsi. Þannig æxlað- ist að ég fór heim með honum á Tómasarhagann að hlusta á píanó- leik. Ekki sló þó húsráðandi á nótnaborð Steinway-flygilsins sem í stofunni stóð. Það var ekki hans vani, heldur heimsfrægra píanista sem sóttu hann heim þegar Lax- ness og Ragnar í Smára höfðu ekki pantað þá í veislur. Þetta kvöld var það grammófónninn sem gaf tón- inn. Gunnar var handgenginn helstu meisturum klassísks píanós. Vlad- imir Horowitz, Sviatoslav Richter og þeirra líkar bjuggu í hveiju atómi stofunnar, en kennaraneminn var á kafi í djassi svo Gunnar setti Art Tatum á fóninn. Þar fór píanómeist- ari djassins. Þessi nótt var ógleym- anleg upplifun. Klassíski geggjar- inn vissi jafnmikið um Tatum, Garner, Wilson, Shearing, Peterson og alla hina og hinn ungi boðberi djassins. Æ síðan sótti ég píanó- fróðleik til Gunnars Blöndals. Eitt sinn kom örlítið ósætti upp á milli mín og Björns, tvíburabróð- urs Gunnars. Um þær rnundir var von á Teddy Wilson til landsins á mínum vegum. Þar sem sættir höfðu ekki tekist gat Björn ekki rætt við mig milliliðalaust. Haraldur Sölvason Blöndal, vinur minn og frændi hans, var því skipaður túlk- ur okkar á millum og fékk Björn allt að vita um fyrirhugaða íslands- för Teddys Wilsons. Ekki varð af Wilson-tónleikunum þá, en árið 1985 kom kappinn til landsins og mættu tvíburabræðurnir, Gunnar og Björn, galvaskir á tónleikana og að þeim loknum varð mikill fagnað- arfundur með mér, þeim og Teddy. Hann, sem og flestir aðrir snilling- ar, skynjaði þann straum sem teng- ir menn hugarböndum. Þar skipta orð engu máli. . Sem betur fer deyr píanógeggjun íjölskyldunnar ekki út með Gunn- ari. Sonur hans, Haraldur, mun við- halda henni. Ég votta fjölskyldu Gunnars samúð mína og honum þakka ég fyrir menntandi samveru- stundir. Vernharður Linnet. Gunnar Blöndal bankamaður er dáinn, en hann lést á Landspítalan- um 1. nóvember sl. Ég kynntist Gunnari rétt fyrir stríð, eða um líkt leyti og við_ hófum báðir störf í Búnaðarbanka íslands. Fyrir þá stofnun unnum við báðir í rúmlega hálfa öld og lágu leiðir okkar því eðlilega saman á þeim vettvangi. Þar kynntust ég og aðrir þeir sem í bankanum unnu Gunnari sem góðum samstarfsmanni og fé- laga. Gunnar var góðum hæfileik- um og gáfum gæddur, málamaður, kennari og tónlistarunnandi. Að loknu stúdentsprófí frá Mennta- skólanum í Reykjavík, lauk hann BA-námi í ensku við Háskóla ís- lands og varð löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur. Hann kenndi um tíma ensku við Menntaskólann og var að auki prófdómari í sama fagi við viðskiptadeild Háskólans. Auk þess var Gunnar mikill latínu- maður og áhugamaður um tónlist. Veitti hann landsmönnum innsýn inn í þann hugðarheim sinn og deildi honum með þeim, er hann sá um útvarpsþætti um klassíska tónlist frá 1978 til ársins 1982. En aðalstarfsvettvangur hans var sem fyrr segir í Búnaðarbank- anum. Hann vann í öllum deildum bankans, lengst af sem yfirmaður afurðalánadeildar og síðast sem sérstakur fulltrúi bankastjórnar. Þegar Bankamannaskólinn var stofnaður 1959, til að efla starfs- menntun og stöðu bankamanna, var leitað til Gunnars til að veita honum forstöðu. Fórst það honum vel úr hendi við erfiðar aðstæður og stönd- um við bankamenn í þakkarskuld við Gunnar fyrir hans ágæta og ósérhlífna starf á þeim vettvangi. Gunnar lét svo af starfi skólastjóra Bankamannaskólans þegar skipu- lagi skólans var breytt 1978. Gunnar var ákaflega kurteis og prúður maður í viðkynningu, sem gott og þægilegt var að vinna með. Hann var hjálpsamur svo af bar, og svo víðlesinn að gjarnan var sleg- ið upp í Gunnari, ef minna glöggir menn voru i vafa um einhveija heimsviðburði. Við Gunnar vorum samstarfsmenn í hálfa öld og vil ég að leiðarlokum þakka honum gott samstarf og vináttu allan þann tíma. Við Sigrún sendum Ingunni og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hannes Pálsson. Minningar um Gunnar frænda eru tengdar ástúð og hlýju. Hann var svo góður maður. Það er svolítið skrýtið að eiga frænda sem er næstum alveg eins og pabbi. í hvert einasta skipti sem ég hitti Gunnar skoðaði ég hann í bak og fyrir til að reyna að finna eitthvað sem greindi hann frá pabba. Það var ekki margt. Þeir hreyfðu sig eins, töluðu eins, notuðu sömu orðatiltæki og höfðu áhuga á sömu hlutum. Það er því erfitt að minnast Gunnars án þess að minn- ingarnar yfirfærist á pabba. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólðf frá Hlöðum.) Þetta ljóð kom strax upp í hug- ann þegar ég fór að rifja upp allt það mikilvæga sem ég hef lært af pabba mínum og fann líka hjá Gunnari. Þessi blygðunarlausatján- ing á tilfinningum. Sorgin og gleðin eru systur sem birtast í sömu út- rás. Að sjá þann sem á virðingu manns alla sýna tilfinningar sínar á þennan hátt, hefur kennt mér að meta mínar eigin tilfinningar. Gunnar frændi vissi alveg hvað börn girnast mest á hátíðis- og tylli- dögum. Við systkinin biðum því alltaf spennt_ eftir komu hans á aðfangadag. í síðasta lagi upp úr klukkan 17 birtist hann ásamt ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.