Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 38
' 38 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndir/Valdís Magnúsdóttir. FRÁ kvennanámskeiði. Þar er bæði bóklegt og hagnýtt verklegt nám, til dæmis hannyrðir. Konurnar læra m.a. að pijóna föt á börnin sín. Konur öðlast sjálfstæði ______Fyrir fjórum árum var kvennadeild____ lúthersku kirkjunnar í Pókothéraði endurskipu- lögð undir forystu íslensks kristniboða, Valdísar Magnúsdóttur. Þá voru kvennahópar _______stofnaðir í söfnuðum kirkjunnar.____ Kjartan Jónsson segir frá þessu starfí. Á NÁMSKEIÐUM kvenna er þeim kennt að búa til og nota lokað eld- stæði sem þarf miklu minni eldivið en þau venjulegu. ÞAÐ er líflegt í kennslu- . stofunni. Kennarinn I heldur ótrauður áfram að kenna þó að ungabörn nemendanna láti dálítið í sér heyra. Barn byrjar að gráta en . móðirin snarar brjóstinu upp úr hálsmálinu á kjólnum og gefur baminu. Pað þagnar, lygnir aftur augunum og tottar brjóstið. Enginn tekur eftir þessu því að það er svo eðlilegt. Margir nemendur eru með ungaböm á brjósti. En áhuginn skín úr andlitum þeirra og þeir fylgjast einbeittir með. Fyrir mörg- um er þetta fyrsta tækifærið á æv- inni til að setjast á skólabekk. Pama em konur á kvennanám- skeiði í lúthersku kirkjunni í Pókot- héraði í Norðvestur-Kenýu. Karlaþjóðfélag Flest þjóðfélög í hinum svokall- aða þriðja heimi em mjög kynskipt. f Víða ráða karlarnir og eignir til- heyra þeim. Þannig er það á meðal Pókotmanna. Þar lifa konur sam- kvæmt reglum karla. Þær eru eign þeirra á svipaðan hátt og húsdýrin. Sú kona er góð sem er sterk og dugleg og elur manni sínum marga syni sem komast til manns. Samkvæmt hefðinni eiga konur að hlýða mönnum sínum í einu og öllu. Það er talið sjálfsagt að menn- imir gefi þeim ráðningu með priki fyrir yfírsjónir þeirra. Næstum ógerlegt er fyrir konu að fá skilnað. Margar eiga því ekki sjö dagana sæla. Stór hluti af uppfræðslu pilta og ungra manna í samfélagi karl- anna er fólginn í að blekkja konur og láta þær halda að þeir kunni og geti ýmislegt sem þeir kunna og geta ekki. Konur verða að spyrja mennina um leyfi ef þær ætla að gera eitt- hvað sem kostar peninga. Til að halda þeim enn frekar niðri er þeim talin trú um að þær hafi aðeins greind á við böm. Þegar maður bið- ur fyrir kveðju heim til einhvers biður hann að heilsa börnunum en þá er átt við konuna og bömin. I Pókotsamfélaginu viðgengst fjölkvæni. Karlarnir vita af langri reynslu að ekki er viturlegt að láta konur sama manns búa nálægt hver annarri því að afbrýðisemi leiðir af sér mörg vandamál á milli kvenn- anna og barna þeirra. Því er yfir- leitt langt á milli þeirra. Menn, sem eiga margar konur, dvelja því tak- markaðan tíma hjá hverri þeirra. Til að minnka löngun þeirra til kyn- lífs og hindra að þær geti notið þess em þær umskomar. Aðrar auka- verkanir umskurnar era t.d. vand- ræði við þvaglát og fæðingar. Vegna þess hve konur standa höllum fæti í mörgum samfélögum miðað við karla hafa kirkjur og mannúðarstofnanir lagt sérstaka áherslu á að hjálpa konum og rétta hlut þeirra. Konum hjálpað Samband íslenskra kristniboðsfé- laga hefur rekið kristniboðsstarf á meðal þessa fólks ásamt norskum samstarfsmönnum í tæp 20 ár. Sér- stök áhersla hefur alltaf verið lögð á að bæta stöðu kvenna. Fyrir fjórum árum var kvenna- deild lúthersku kirkjunnar í Pókot- héraði endurskipulögð undir for- ystu íslensks kristniboða, Valdísar Magnúsdóttur. Þá voru kvennahóp- ar stofnaðir í söfnuðum kirkjunnar. Á þremur árum var 70 hópum kom- ið á fót. Konurnar hittast einu sinni eða tvisvar í viku, oft eftir guðs- þjónustu á sunnudögum, og læra biblíusögur og ýmislegt hagnýtt, svo sem um hreinlæti og vamir gegn sjúkdómum, meðferð ung- barna, næringu fæðunnar, hagnýt- ar ræktunaraðferðir og margt fleira. Konurnar kjósa eina úr sínum hópi til að fara á vikulangt nám- skeið sem haldin era tvisvar á ári í fræðslumiðstöð kirkjunnar. Fyrir konur, sem hafa aldrei farið lengra en 20 - 30 km frá heimili sínu, er þetta eins og löng utanlandsferð. Það er geysileg upplifun að hitta konur frá öllum hornum héraðsins. Þær deila hver með annarri hvern- ig starfið í hópunum gengur og segja hver annarri frá kjöram sín- um og aðstæðum eins og þær væru systur. Otalmargar spurningar eru settar fram og ráða leitað í ýmsum sértækum vanda kvenna. Síðan gefa þær hver annarri ráð. Rætt er um fjölskyldu- og hjónabandserfið- leika, vandamál sem koma upp vegna þess að þær vilja vera kristn- ar o. m. fl. Kennurunum er töluverður vandi á höndum við kennsluna því að margar kvennanna era ólæsar en aðrar hafa lokið menntaskólanámi. Hvernig er hægt að kenna þeim þannig að þær geti bæði lært sjálf- ar og síðan kennt konunum heima skipulega margra mánaða náms- efni? Þeir hafa gripið til þess ráðs að útbúa kennsluefni sem er ríku- lega myndskreytt, fjölfaldað það og sett í möppur sem nemendur fá =s\ Starfið fyrir Afríku! Sjálfboðaliðar óskast í verkefni í Zambíu, Zimbabve og Malaví! • Starfið með munaðalausum bömum í bamaþorpum • Skipuleggið herferðir um næringarráðgjöf og hreinlæti. • Byggið skóla og heimili í samvinnu við heimamenn • Skipuleggið upplýsingaherferðir um eyðni. Verkefnið er unnið í samvinnu við The Travelling Folk High School i Danmörku og Humana People to People. Verkefnið er 6 mánaða nám og undirbúningur í Danmörku, - 6 mánaða sjálfboðastarf í Afríku - 1 mánaðar úrvinnslustarf í Evrópu. Byrjað 1. febrúar 1998. Kostnaður: Þú borgar skólagjöld á undirbúnings- og úrvinnslutímanum. I Afríku sér Humana People to People fyrir útgjöldum. Kröfur: Engar sérstakar kröfur eru geröar - en þú þarft að að vera áhugasamur, viljugur og hafa kjark til að vinna við frumstæðar aðstæður með öðru fólki. Kynningarfundur í Reykjavfk í nóvember. Nánari upplýsingar í síma 00 45 56 72 61 00, fax 00 45 56 82 55 89. Netfang: drhsydsj@inet.uni-c.dk. Den rejsende Hojskoie pá Sydsjælland, Lindersvoldvej 5, DK-4640 Fakse, Danmörku. með sér heim. Nemendurnir verða því að læra hálfs árs námsefni á fjórum dögum. Til að það sitji í minninu æfa þær sig í að kenna hver annarri það sem þær hafa lært. Námsefnið er bæði bóklegt og verklegt. Biblíunámsefnið fá þær á fallegum myndum. Stafsmenn þró- unarstarfs kirkjunnar koma og kenna um ýmislegt er viðkemur þeirra sérsviði. Hjúkranarfólk kennir um hreinlæti, meðferð ung- barna, sjúkdómavarnir o.fl. Land- búnaðarfólkið kennir um bætta ræktunarhætti, t.d. hvernig hægt er að búa til vistvænt skordýraeitur úr plöntunum í náttúrunni sem kostar auk þess ekki neitt. Kennt er hvernig hægt er að búa til eldstó sem nýtir eldiviðinn þrefalt betur en hefðbundnar eldstór auk þess að hafa pláss fyrir tvo potta í stað eins. Þetta auðveldar konum störfin mjög mikið. Slík eldstó kostar ekki neitt og er úr efni úr umhverfinu. Einnig fá þær ráðleggingar fyrir helgarsamverar heima þar sem konur úr öllum söfnuðum sóknanna koma og dvelja saman við fræðslu og andlega uppbyggingu. Þegar námskeiðinu er lokið bíður kvennahópurinn heima spenntur eftir því að fá nýjan fróðleik. Þar era fúsir nemendur! Til að kennar- inn komist fram úr kennsluefninu era elstu börnin, sem hafa farið í skóla, fengin til að hjálpa móður sinni ef hún kann ekki að lesa. Stundum hjálpar prédikarinn eða kona í hópnum sem er læs. Samhjálp Auk hefðbundinna samveru- stunda styðja konurnar hver aðra mjög dyggilega. Ef einhver þeirra er veik eða hefur fætt barn er hún heimsótt og aðstoðuð á ýmsan hátt. Konurnar koma með mat, elda fyrir hana, hreinsa húsið, þvo þvott o.s.frv. Margar þeirra eru mjög fátækar. Til að geta eignast bolla, diska, skeiðar o.s.frv. hafa þær þann háttinn á að þær heim- sækja hver aðra til skiptis. Hver þeirra kemur með einn hlut, t.d. bolla, og færir þeirri sem heimsótt er. Síðan er næsta kona heimsótt og allar koma með einn hlut. Þannig gengur það koll af kolli þar til allar konurnar hafa verið heim- sóttar. Á þennan hátt hjálpa þær hver annarri. Það er stórkostlegt að fylgjast með og skynja þennan samhug, kærleika og samhjálp sem ríkir á meðal kvennanna. Þær syngja saman á öllum samveram og biðja hver fyrir annarri. Kon- urnar skipuleggja og fjármagna starf sitt sjálfar. Það er uppgötvun fyrir þær að gera sér grein fyrir því að þær geti það án hjálpar frá körlunum. Það styrkir sjálfsmynd þeirra. Þeim hefur ekki tekist að skipuleggja og reka karlastarf eins vel og þeim. Hinn kristni boðskap- ur um að allir menn séu jafnir fyrir Guði, bæði konur og karlar, og að ailir séu óendanlega dýrmætir í augum hans er gleðiboðskapur fyr- ir konurnar. Hann gerir krafta- verk í lífi þeirra. Konur og þróunarhjálp Sums staðar í héraðinu era kon- urnar stórtækari og setja jafnvel á laggirnar smáfyrirtæki. Ein deildin í þróunarstarfi kirkjunnar hefur eingöngu það markmið að hjálpa konum í slíkum efnum svo að þær geti eignast sjálfstæðan fjárhag og þannig komið í kring ýmsum fram- fóram sem kosta fé án þess að þurfa að biðja mennina um fjár- stuðning. Það er mikil uppörvun fyrir konumar að sjá að þær geta komið mörgum merkilegum málum til leiðar upp á eigin spýtur. Það hefur sýnt sig að víðast hvar eru konurnar mun opnari en karlar fyrir nýjungum. E.t.v. er það vegna þess að þungi daglegs lífs hvílir meir á þeim en körlum. Því miður standa mennirnir oft í veginum fyr- ir framfaramálum. Þeir eru mun íhaldssamari og óttast sífellt um völd sín. Upplýsing kvennanna los- ar þær úr fáfræði og gerir þær meðvitaðri um stöðu sína. Efling kvenna er því grandvallaratriði í hjálpar- og þróunarstarfi. Höfundur er kristniboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.