Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 8

Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 8
8 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hann er aldeilis villtur þessi, góði minn. Hann heldur að hann sé kominn heim til konunnar... Reykjavíkurhöfn stækkuð um 40 þúsund fermetra á ári Hugað að uppbyggingu í Eiðsvík innan 10 ára REYKJAVÍKURHÖFN hefur að meðaltali stækkað um 40 þúsund fermetra á ári undanfarin 20 ár, eða 700-800 þúsund fermetra á þessu tímabili. Nú liggja fyrir umsóknir um a.m.k. 100 þúsund fermetra. Næstu ár er því útlit fyrir enn frek- ari stækkun Reykjavíkurhafnar. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri segir að innan næstu tíu ára verði að fara að huga að framtíðarupp- byggingu hafnar í Eiðsvík. Reykja- víkurhöfn minnist 80 ára afmælis síns með hátíðardagskrá og málþingi á Grand Hótel næstkomandi mið- vikudag. Hannes segir að talsverðir stækk- unarmöguleikar séu ennþá í Sunda- höfn með uppfyllingum og frekari mótun lands. Fyrirtæki hafi hætt þar starfsemi og höfnin er að þróa það land til áframhaldandi nýtingar. Það er því verið að taka eldra hafnar- svæði og finna ný not fyrir það. Unnið að markaðsstarfi „í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að Eiðsvík byggist upp sem höfn. Væntanlega verður það í tengslum við uppbyggingu Sundabrautar, þ.e. vegtengingar yfir Kleppsvík. Ég held að það verði innan áratugar sem hafist verður handa við að móta áform um uppbyggingu í Eiðsvík. Það mun fara mikið eftir eftirspurn og hún ræðst af efnahagslífinu í landinu og hvaða viðskipti önnur er hægt að laða að svæðinu," segir Hannes. Hann segir að það verði einmitt hluti af þeirri vinnu sem fer fram á næstu árum. Reykjavíkurhöfn hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli tekið þátt í því með fyrirtækj- um á hafnarsvæðinu að vinna að markaðsstarfí. „Reykjavíkurhöfn er að sumu leyti afsíðis í alþjóðlegu tilliti og við þurf- um að finna hvort styrkleiki sé fólg- inn í þvi að vera mitt á milli álf- anna. Fyrirtæki hafa fundið tæki- færi á þeim grunni. Við viljum vera með í því að leita að þeim tækifær- um,“ segir Hannes. A málþinginu verða nokkrir mái- efnahópar skipaðir fulltrúum úr at- vinnulífinu sem ætla að vinna að mótun hugmynda á þessu sviði. • • Oryggismál rædd á þingi Norður- landaráðs 49. ÞING Norðurlandaráðs verður sett á morgun, mánudag, í Helsinki. Á setningardaginn flytja forsætis- og utanríkisráðherrar Norðurland- anna þinginu skýrslur sínar um árangur og framtiðaráherslur í Norðurlandasamvinnunni. Þá flytja vamarmálaráðherrar Norðuriand- anna (utan íslands) þinginu skýrsl- ur, en þetta er í fyrsta skipti sem varnar- og öryggismál eru til um- fjöllunar á Norðurlandaráðsþingi. Þingið stendur fram á fimmtudag. Fjöldi mála er á dagskrá þings- ins, auk hefðbundinna þingstarfa. Fjallað verður um sameiginlega til- lögu jafnaðarmanna, hægrimanna og miðjumanna í öryggismálum. Þá er búist við að atvinnumál verði fyr- irferðarmikil á þinginu, en gerð verð- ur grein fyrir verkum og árangri Norðurlandanna í atvinnumálum. Á vegum Alþingis sækir íslands- deild Norðurlandaráðs þingið, en hana skipa: Valgerður Sverrisdóttir (formaður), Steingrímur J. Sigfús- son, (varaformaður), Geir H. Ha- arde, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sturla Böðvarsson. Geir H. Haarde er jafnframt formað- ur flokkahóps hægrimanna í Norður- iandaráði. Þá sækja Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra og samstarfs- ráðherra Norðurlanda, Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Páll Péturs- son félagsmálaráðherra sækja þingið. Námskeið í matreiðslu jurtarétta Fjölbreytni er grundvallaratriði í mataræði Ikvöld, sunnudagskvöld, hefst matreiðslunám- skeið í Suðurhlíðaskóla. Þar mun Gabrielle Calder- ara næringarfræðingur við endurhæfingarstöðina La Ligniere í Sviss halda fyrir- lestra um holla fæðu og fjöl- breytt mataræði og vera með sýnikennslu og smökk- un í matreiðslu jurtarétta. „Ég tel að það sé hollt fyrir fólk að færa sig meira frá kjötneyslu og velja í auknum mæli íjölbreytta fæðu úr jurtaríkinu," segir Gabrielle. „Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það eru ýmsir kostir samfara því að borða jurta- fæðu. Þeir sem borða græn- metisfæði lifa allt að fimm til tíu árum lengur en kjöt- ætur allt eftir því um hvaða lönd er verið að tala. í þeim löndum þar sem mikið er borðað af kjöti og fituríkri fæðu er munurinn auðvitað meiri en þar sem al- mennt viðgengst að borða hollari mat. Aðrir kostir sem fylgja því að vera jurtaæta eru að líkurnar minnka á að fá hjarta- og æða- sjúkdóma, það dregur úr líkum á krabbameini og offitu. Þá má einnig til gamans geta þess að þeir sem hafa borðað jurtafæði frá bamæsku verða hávaxnari ein- staklingar en þeir sem lifa líka á kjötmeti." Gabrielle bendir á að forsendan fyrir því að neysla á jurtafæði sé æskileg er að fæðuvalið sé mjög fjölbreytt og að fólk fái fæðuna úr öllum fæðuflokkunum. „Þetta á auðvitað líka við um kjötætur. Fjölbreytni er grundvallaratriði í mataræði fólks. “ - Vantar jurtaætur ekki viss efni sem eru í kjöti? „Nei, það gætir misskilnings hvað þetta varðar. Fólk fær aðal- lega prótein, járn og fitu úr kjöti og þá slæma fitu. Baunir, sojaaf- urðir, hnetur, kornmeti og mjólk- urvörur gefa prótein og baunir eru t.d. mjög járnríkar. Til að járnið nýtist sem best er talið hagstætt að borða C-vítamínríka fæðu með t.d. baunaréttum." - Mörgum vex i augvm mat- reiðsla t.d. baunarétta þar sem þær þurfa að liggja í bleyti yfír nótt. Er matreiðsla grænmetis- rétta ekki mjög tímafrek? „Það þarf alls ekki að vera. Matreiðsla kjötrétta getur tekið langan tíma og einnig skamman tíma. Nákvæmlega það sama á við um grænmetisrétti. Núorðið er hægt að kaupa niðursoðnar baunir og búa til holla rétti á ör- skömmum tíma úr ---------------- þeim.“ Gabrielle segir að öll matargerð krefjist skipulagningar ef hún á að vera góð. „Það er alveg sama hvort um “ jurtarétti er að ræða eða mat- reiðslu kjötrétta. Matargerðin krefst skipulagningar ef fæðan á að vera fjölbreytt og holl. Á námskeiðinu mun ég einmitt kenna fólki undirstöðuatriði við eldamennsku jurtarétta og leið- beina með hráefnin sem sumum finnst framandi. Korn er ekki bara kom og ég bendi t.d. á að pasta, spaghettí og cheerios er kornvara. Á sama hátt mun ég leiðbeina þátttakendum með baunir.“ Gabrielle segist alltaf hafa haft gaman af því að kenna fólki að borða heilsusamlega. „Ég kem Gabrielle Calderara ►Gabrielle Calderara er fædd í Strasbourg. Hún lauk BA- prófi í næringarfræði frá há- skólanum í Strasbourg og MA-prófi frá Andrews háskól- anum í Michigan í Bandaríkj- unum. Gabrielle hefur haldið fyrirlestra í ýmsum löndum Evrópu og er virk í félagi bandarískra næringarfræð- inga. Gabrielle hefur starfað sem næringarfræðingur við La Ligniere heilsustofnunina í Sviss frá árinu 1987. Eiginmaður hennar er David Calderara og þau eiga eina dóttur. hingað til lands í þessum tilgangi án þess að fá borgað sérstaklega fyrir það. Ég er ekki að selja nein hráefni né kynna vörumerki held- ur einfaldlega að benda fólki á leiðir til betra lífs. Sá kostnaður sem er fólginn í að sækja nám- skeiðið borgar ferðir mínar fram og til baka og hráefnið sem við notum til matreiðslu á námskeið- inu.“ Gabrielle mun kenna þátt- takendum hvað hráefni úr jurta- ríkinu bjóða upp á í matargerð og hún segir að um mjög fjöl- breytta matreiðslu sé að ræða. - Nú starfar þú á endurhæfíng- arstöð í Sviss þar sem hjartasjúkl- ingar dvelja. Er erfítt að fá fólk til að láta af gömlum siðum í matarvenjum? „Já, það reynist erfitt. í raun er einungis hægt að fá örfá pró- sent til að breyta mataræði sínu. Það er alvarlegt að fá hjartasjúk- dóm og ég furða mig oft á því hversvegna fólk er ekki tilbúnara en raun ber vitni. Fyrsta hálfa mánuðinn er fólk opið fyrir breyt- ingum en síðan er alltof algengt að það gleymi þeim.“ - En það er ekki nóg að breyta um matar- æði? Nei, hollt mataræði iurtaætur lifa að meðaltali 5 árum lengur en kjötætur er einungis einn hlekkur í keðj- unni og fleira þarf að koma til. Það er afskaplega mikilvægt að láta streitu ekki ná tökum á sér, fá nægan svefn, stunda líkams- rækt, fá gnægð af fersku lofti og drekka mikið vatn. En það er þó gott að breyta einu þessara atriða tii langs tíma en breyta öllu í einu og gleyma því svo þegar frá líður." Matreiðslunámskeiðið er haldið í Suðurhlíðaskóla og það stendur yfir í fjögur kvöld. Fólk getur annaðhvort komið eitt kvöldið eða verið öll kvöldin. Námskeiðið hefst klukkan 19.45.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.