Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fundir borgarstjóra með oddvitum ríkisstjórnar um vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur Spyr hvort verið sé að svelta SHR til sameiningar I verkum eins og að vori í HLÝINDUNUM að undanfórnu hafa garðyrkjumenn gripið tækifærið og hugað að gróðrinum. Á Seltjarnarnesi voru starfsmenn garðyrkjudeildarinnar að klæða grenitrén við heimreiðina að bæjarskrifstofunum í vetr- arbúning. „Þetta er sérstakur tími núna,“ sagði Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri. „Við erum hér í vorverkum eins og að þekja og sinna þeim verkum sem við höfum yfirleitt ekki getað unnið í lok nóvember. Þetta er yndislegt." Sagði Steinunn að trén í brekkunni stæðu nokkuð ber fyrir norðanátt auk þess sem þau væru nálægt sjó. „En það er alveg ótrúlegt hvað þau sýna sig þrátt fyrir það,“ sagði hún. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur átt fundi með oddvitum beggja stjómarflokkanna, þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, og upplýst þá um fjár- hagsvanda Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Ingibjörg segir að haldi áfram sem horfí, að ríkið haldi sjúkrahúsinu í fjársvelti, sé spum- ing hvort verið sé að svelta borgina inn í sameiningu sjúkrahúsa. „Þessir fundir vora fyrst og fremst til að upplýsa þá um stöðu málsins og hvað fjárhagsvandi sjúkrahússins er alvarlegur, bæði fjárvöntun á næsta ári ef fjárlaga- framvarpið nær fram að ganga, og eins halinn frá fyrri áram,“ segir borgarstjóri. Hún segir að í fjárlagafrumvarp- inu segi að það sé stjórnenda og eig- enda sjúkrahúsanna að takast á við hallareksturinn. „Við getum engan veginn sætt okkur við þetta. Hallinn á Ríkisspítulunum hlýtur sjálfkrafa að lenda á ríkissjóði; ekki ætla þeir að láta stjómenduma borga hann. En menn virðast vilja láta hallann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur lenda á Reykjavíkurborg, þrátt fyrir að menn hafi aldrei getað sýnt fram á að það sé neitt dýrari rekstur en á Ríkisspítulunum, heldur þvert á móti.“ Ábyrgðarhluti fyrir borgina að standa í þessum rekstri Ingibjörg Sólrún segir að í raun sé verið að gera borginni afar erfítt að halda áfram rekstri sjúkrahúss- ins. „Ef þetta á að halda svona áfram fínnst mér að það hljóti að vera ábyrgðarhluti íyrir borgina að standa í þessum rekstri. Þá stönd- um við andspænis þeirri spurningu hvort verið er að svelta okkur inn í samranaferli sjúkrahúsanna," segir hún. Borgarstjóri segir sjálfsagt að ræða hvort skynsamlegt sé og hag- kvæmt að sameina rekstur stóru sjúkrahúsanna. „Ég hef engin trúarbrögð í þeim efnum. En að gera það með þessum hætti fínnst mér algerlega óviðunandi. Menn verða að taka um það pólitíska umræðu og pólitískar ákvarðanir, en ekki með því að svelta Sjúkrahús Reykjavíkur til hlýðni eða uppgjaf- ar,“ segir Ingibjörg. Hún segir að oddvitar stjórnar- flokkanna hafí hlustað á mál hennar og henni hafi þótt hún mæta þar ákveðnum skilningi. Morgunblaðið/Golli 2,7 milljarðar í ureldingar- styrki GREIDDIR úreldingarstyrkir Þróunarsjóðs sjávarútvegsins voru rúmlega 2,7 milljarðar á árunum 1994 til 1997. Þar af voru um 2,2 milljarðar greiddir vegna úrelding- ar 269 aflamarksskipa á árunum 1994-97, en um 500 milljónir vegna úreldingar 190 krókabáta 1995-97. Þetta kemur fram í svari sjáv- arútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi. ------------- Landsvirkjun 5% hækkun á níu mánuðum STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á rafmagni til almenningsveitna um 1,7% frá næstu áramótum og kemur þessi hækkun til viðbótar 3,2% hækkun á rafmagni 1. apríl sl. Verð á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun til almenningsveitna hefur þannig hækkað um nærfellt 5% á níu mánaða tímabili. ■ Heildsöluverð/l 1 Stjórnarþingflokkar samþykkja að frumvarp um smábátaveiðar verði lagt fram á Alþingi Skiptar skoðanir um samkomulagið FRUMVARPIÐ um breytingar á fiskveiðistjómun smábáta, sem byggt er á samkomulagi Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og forystumanna Félags smábátaeig- enda, var kynnt á þingflokksfund- um ríkisstjómarflokkanna í gær. Báðir þingflokkarnir samþykktu að framvarpið yrði lagt fram á Alþingi og var að mestu leyti samkomulag um efni þess þó skiptar skoðanir einstakra þingmanna kæmu fram við umræður á fundunum, skv. upplýsingum blaðsins. Einn þing- manna Framsóknarflokksins, Magnús Stefánsson, var með fyrir- vara við afgreiðslu framvarpsins og áskildi sér rétt til að skoða ákveðin atriði í þingnefnd. Formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja gagnrýnir sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir samkomulagið við smábátasjómenn. Þorsteinn Pálsson segir að því stefnt að framvarpið verði að lögum fyrir áramót. Aðspurður sagði Þor- steinn að alltaf væru skiptar skoðanir þegar gera ætti breytingar af þessu tagi, „en við kappkostuðum að reyna að hafa þetta í eins góðu jafnvægi og fbng vora á í þeim til- gangi að fá stuðning við framvarpið í þinginu. Ég vona að það muni takast,“ sagði hann. Þorsteinn segir breytingamar í framvarpinu vera innan ramma þess heildarsamkomulags sem gert var í fyrra. „Það var ljóst að það yrði mjög erfitt fyrir róðrardaga- bátana að aðlagast þeim breyting- um eins hratt og að var stefnt. Við opnum núna möguleika fyrir þá að fara inn í þorskaflahámarkið og að úrelda báta. Með því móti treystum við okkur til að hafa róðrardagana 40 fyrir handfærabátana og 32 fyrir línubátana. Síðan hefur lengi verið ljóst að smábátar á aflamarki hafa orðið nokkuð afskiptir í þróun undanfar- inna ára og til að koma til móts við þá var stærstum hluta af þeim potti sem Byggðastofnun hafði til ráðstöfunar varið til þess að bæta þeirra hlut,“ sagði Þorsteinn. Segir ráðherra hlaupa eftir dyntunum í trillukölluni Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og stjómarmaður í LÍÚ, segir að með fjölgun sóknardaga í framvarp- inu sé sjávarútvegsráðherra „enn einu sinni að hlaupa á eftir dyntunum í trilluköllum. A síðasta ári var reiknað með að þeir veiddu 5.000 tonn en þeir fóra upp í 20.000 tonn og enn og aftur á að líða þessa dellu. Við útgerðarmenn höfum verið á afla- marki með öll okkar skip og við foram nákvæmlega eftir settum leik- reglum og fóram alltaf eftir ráðlegg- ingum fiskifræðinga. En við þurfum hvað eftir annað að súpa seyðið af því að triiluköllum h'ðst að róa og róa óstöðvaðir," segir Magnús. „Á síðasta fískveiðiári tókst trilluköllum að ná 2-300% umfram það sem reiknað var með að þeir mundu veiða og hvað gerir sjáv- arútvegsráðherra? Hann kemur til þeirra með nýtt samkomulag ári eftir að hann gerði samkomulag við þá sem hann lýsti yfir að hann mundi ekki hrófla við. Nú eru þeim réttir á silfurfati helmingi fleiri dag- ar en reiknað var með að þeir myndu nota á þessu fiskveiðiári,“ segir Magnús. „Við útgerðarmenn vitum ekki hvaðan á okkur stendur veðrið í kringum þessa trillukalla; hvort þeir eigi alfarið að sjá landi og þjóð fyrir fæði og klæði um ókomin ár?“ segir Magnús. „Það er að minnsta kosti greinilegt af þessum breyting- um sem ráðherra er að gera með frumvörpum ár eftir ár að hann lít- ur svo á að þeir séu stoð og stytta þjóðarinnar.“ Viðunandi niðurstaða Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að frumvarpið sé lagt fram í fullri sátt við Landssambandið. „En það er skýrt tekið fram af okkar hálfu að við áskiljum okkur allan rétt til að berjast áfram fyrir lág- markssóknardagafjölda í sóknar- dagakerfinu," segir Örn. Örn segir að það hafi verið ljóst að smábátaeigendur gætu ekki unað við það að sóknardögum þeirra væri fækkað til frambúðar úr 84 í 20 eins og gerðist frá síðasta fiskveiðiári til þess fiskveiðiárs sem nú stendur yfír og gerðist vegna þess hve aflabrögð smábáta vora þá góð. „Við fórum til viðræðna með þá höfuðkröfu að þetta sóknardaga- kerfi yrði tryggt í sessi þannig að sett yrði ákveðið gólf varðandi fjölda daganna, þannig að þeim gæti aldrei fækkað niður fyrir visst lágmark," segir Örn. Berjast áfram fyrir lágmarks- fjölda súknardaga Hann segir að smábátamenn muni áfram berjast fyrir slíku lág- marki en telji niðurstöðuna um 40 daga viðunandi við núverandi aðstæður enda hafi komið í ljós að ráðherra hafí ekki verið til viðræðu um lágmarksdagafjölda. Ljóst hafí verið að slík breyting kæmist aldrei í gegn í andstöðu við ráðherra. Öm kvaðst eiga von á að um það bil.100 smábátar nýttu sér möguleika nýja frumvarpsins til að endurvelja á grandvelh fyrri aflareynslu og flytja sig úr sóknardagakerfi í aflahámark. Þetta væru þeir bátar sem besta hefðu veiðireynslu og myndu sækjast eftir þvi öryggi sem rekstraram- hverfi aflahámarksins býður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.