Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 33 Nýjar bækur • HERKÚLES er í mjúku bandi en hún er byggð á nýrri samnefndri teiknimynd frá Walt Disney. Herkúles er gæddur ofurkröftum frá fæð- ingu, enda sonur guðanna. A unga aldri er honum rænt úr goðheimum og þarf hann að leysa ýmsar þrautir áður en hann kemst aftur heim. Soffiíi Ófeigsdóttir þýddi. Bókin er prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 495 krón- ur. • HERKÚLES er bók í flokkn- um Litlu ævintýrabækurnar en það eru innbundnar bækur frá Walt Disney fyrir yngri lesend- ur. Herkúlesi er rænt úr goð- heimum og breytt í mannlega veru. Til að komast aftur til goðheima þarf hann að sýna fram á að hann sé hetja. Sigi-ún Árnadóttir þýddi. Bókin erprentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 395 krón- ur. Utgefandi bókanna er Vaka-Helgafell. • SKÁLDSAGAN Minnisbók- in er eftir Nicholas Sparks. Minnisbókin er saga Noah Calhoun og Allie Nelson. Þegar Noah kemur heim úr síðari heimsstyrjöldinni nær hann ekki að festa sig við neitt af því að æskuástin hans víkur ekki úr huga hans. Hann getur hins vegar hvergi haft upp á henni. Dag einn skýtur hún upp koll- inum í heimabæ þeirra beggja, nýtrúlofuð, en það er aðeins upphafið að sögu þeirra. I kynningu segir: „Minnis- bókin er ein eftirminnilegasta og óvenjulegasta ástarsaga síð- ari ára. Höfundurinn var óþekktur þegar bókin kom út en hún hefur nú setið heilt ár á metsölulistum vestan hafs og fer nú sigurför um heiminn. Þetta er ljúfsár saga sem hrífur sérhvern lesanda." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Minnisbókin er 190 bls. Sigríð- ur Halldórsdóttir þýddi söguna. Bókin var brotin um hjá Vöku- Helgafell og þar var kápan einnig hönnuð. Minnisbókin var prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Odda. Leiðbeinandi verð bókarinnar er 3.480 krón- ur. • AF RAÐNUM hug er eftir Danielle Steel í þýðingu Skúla Jenssonar. í kynningu segir: „Danielle Steel er meðal vinsælustu höf- unda Bandaríkjanna, enda hafa bækur hennar selst í yfir 300 milljónum eintaka. Af ráðnum hug er átjánda bók hennar sem birst hefur á íslensku. Þetta er saga um stúlku sem verður fyr- ir hryllilegri reynslu á uppvaxt- arárum sínum og ævilanga bar- áttu hennar við að sigrast á af- leiðingum þess og nýjum áfóll- um. Eftir mikinn reynslutíma eignast hún eiginmann og börn og virðist hafa höndlað ham- ingjuna, þegar gamlir draugar rísa upp á ný og reynir þá mjög á styrk og samheldni fjölskyld- unnar.“ Útgefandi er Setberg. Bókin er 219 bls. að stærð. Verð án vsk.kr. 1.956. • LEIÐIN til hamingjunnar er eftir L. Ron Hubbard í ís- lenskri þýðingu Atla Magnús- sonar. Þetta er fyrsta bókin sem út kemur á íslensku eftir Hubbard. Talið er að bækur eftir hann hafi verið prentaðar í 83 milljónum eintaka og hafa þær komið út í 53 löndum. Leiðin til hamingjunnar er alþýðuheimspeki og siðfræði, byggð á trúarlegum grunni og almennri skynsemi. Höfundur setur fram lífsreglur sem hann telur grunn mannlegrar ham- ingju og framfara. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 189 bls. Ljósmyndir eftir Gísla Egil Hrafnsson sem einnig tók kápumynd hókarinn- ar en hana hannaði Ómar Örn Sigurðsson. Bókin er prentunn- in og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Verð kr. 2.490 m/vsk. LISTIR Stórgóð lúðrasveit TÖNLIST 111 júindiskar LÚÐRASVEIT ÆSKUNNAR Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. SISL, Samtök íslenskra skólalúðra- sveita. Framkvæmdasljórn: Kári H. Einarsson og Karen Sturlaugsson. Hljóðritað í gamla sal íþróttahúss Selljarnarness í mars 1997. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. AF ofanskráðu vitum við hvað SISL stendur fyrir, en hver var til- urðin og hvað hafa samtökin verið að sýsla...? Svo segir í bæklingi: „Mót barna og unglingalúðrasveita hafa verið haldin frá árinu 1969. I fyrstu voru þau ekki eiginleg landsmót heldur samvinna stjórnenda um að hittast með sína hópa. Þegar hljóm- sveitunum fjölgaði kom að því að stofna Samtök íslenski-a skólalúðra- sveita (SÍSL). Nú eru um 40 starf- andi skólalúðrasveitir á Islandi. Samtökin hafa beitt sér fyrii’ því að láta útsetja og gefa út nótur fyrir unga hljóðfæraleikara, auk fjölda annarra verkefna. Fyrir landsmótið 1989 á Seltjarn- arnesi vaknaði sú hugmynd að kalla saman þann hóp félaga skólalúðra- sveitanna, sem lengst væru komnir í námi á sín hljóðfæri. Eftir könnun meðal hljómsveitanna voru valin um 70 ungmenni til þátttöku.“ Og til að gera of langa sögu nógu stutta má minna á tónleika (1995) í Ráðhúsi Reykjavíkur undh- stjórn Kjartans Oskarssonar og um vorið sama ár á sama stað og einnig á landsmótinu í Neskaupstað undir stjórn Roberts Darling. Hópurinn hefur verið í stöðugri endurnýjun þau átta ár sem sveitin hefur starfað og hafa þau Karen St- urlaugsson og Kári Einarsson verið í forustu fyi’ir því mikla átaki að hljóð- rita leik hljómsveitarinnar, sem nú er búið og gert með stórum ágætum undir stjórn Bernarðs Wilkinsonar. Landsmótsgestir í Grafarvogi fengu að njóta árangursins í vor og hefði ég ekkert haft á móti því að vera þar viðstaddur. Hljómsveitin (ekki undir 60 manns) er stórgóð - eiginlega alveg lygilega! Gera verður ráð fyrir að sá vandaði tónlistai’maður og reyndi stjórnandi, B.W., eigi ekki lítinn hlut (að öðrum ólöstuðum) í þeim árangi’i sem birtist á þessum skemmtilega hljómdiski; verkin ágætlega valin. Og það er nú eitthvað annað en að þau séu auðveld viðfangs, hér höfum við m.a. Perpetuum mobile eftir J. Strauss jun., mars úr Pathétique- sinfóníu Tsjækovskís og Toccata for a New Age eftir Frank Erickson. Einnig má nefna lög úr The Lion King eftir Elton John og Jurassic Park eftir John Williams - og svo rúsínuna í pylsuendanum: syrpu úr vinsælum lögum Sigfúsar Halldórs- sonar og Reykjavíkurlög eftir ýmsa höfunda - í skemmtilegum útsetn- ingum. Upptökur eru með miklum ágæt- um, Halldór Víkingsson er einn þeirra sem verðskulda rós í hnappa- gatið! Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.