Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir nýir íslandsmeistarar SKÁK íslandsmót kvcnna, drcngja, tclpna og í n c t s k á k SKÁKMIÐSTÖÐIN, FAXA- FENI 12 OG VÍÐAR. Guðfnður Lilja Grétarsdóttir er ís- landsmeistari kvenna, Sigurður Páll Stefánsson Islandsmeistari drengja, Ingibjörg Edda Birgisdóttir Islands- meistari telpna og Benedikt Jónasson varð íslandsmeistari í netskák. Níundi titill Guðfríðar Lilju MEÐ sigri sínum á íslandsmóti kvenna 1997 náði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þeim einstaka áfanga að verða íslandsmeistari kvenna í níunda sinn. Hún vann allar sjö skákir sínar á mótinu. Því lauk 12. nóvember. Keppendur voru átta tals- ins og í efstu sætunum urðu: 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 7 v. af 7 2. Anna Björg Þorgrímsdóttir 6 v. 3. -4. Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Harpa Ingólfsdóttir 4 'A v. Skákstjóri var Júlíus Friðjónsson. Benedikt Jónasson íslands- meistari í netskák íslandsmótið í netskák 1997 fór fram sunnudaginn 16. nóvember. Benedikt Jónasson, Hafnarfirði, tryggði sér Islandsmeistaratitilinn af miklu öryggi. Hann gerði jafn- tefli í fyrstu umferð, en vann síðan næstu átta skákir. Eins og aðrir skákmenn í mótinu tefldi Benedikt undir dulnefni og kaus að kalla sig „HBzimsen". Benedikt taldi greini- lega að upphafsstafir ráðherrans væru trygging fyrir háu vinnings- _*hlutfalli, enda varð sú raunin. Bestum árangri skákmanna með 1.800 Elo-stig eða minna náði Sverr- ir Unnarsson frá Breiðdalsvík og besti byrjandinn var Sigurgeir Hösk- uldsson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. 31 keppandi skráði sig til leiks. 24 skákmenn náðu að klára motið, en 7 urðu frá að hverfa vegna tæknilegra örðugleika. Þetta var í annað sinn sem Is- landsmótið í netskák var haldið, en í fyrra sigraði Þráinn Vigfússon. Að þessu sinni byijaði Þráinn vel og vann tvær fyrstu skákirnar. Eftir tap í þriðju.og fjórðu umferð var hins vegar ljóst að möguleikar hans á að halda titlinum voru litlir og hann endaði í 8.-12. sæti með 5 vinninga. Netskákmót hafa þann ótvíræða kost, að gefa íslenskum skákmönn- um um allt land jafna möguleika til þátttöku og meira að segja var einn keppenda staddur í Bandaríkjunum. Auk þess hafa margir gaman af því að geta rætt málin við alla viðstadda meðan mótið er í gangi, sama hvar þeir eru staddir á landinu. Mótið átti að heíjast klukkan 20, en vegna tæknilegra vandamála dróst það um hálftíma. Eftir það gekk framkvæmdin eins og í sögu og mótinu lauk um klukkan 11. Sérstakt forrit var notað til að raða saman í umferðir og um leið og síð- ustu skák hverrar umferðar lauk var röðun í næstu umferð tilbúin. Röðun- arforritið, sem kallast „Mamer“, á þó til að hegða sér undarlega eins og t.d. í síðustu umferðinni þegar efsti maður mótsins var paraður á móti þeim neðsta. Röð efstu manna varð sem hér segir. 1. Benedikt Jónasson (2.270), Hafnarf., 8'A v. 2. Hlíðar Þór Hreinsson (1.940), Kópav., 7'A v. 3. Arnar Þorsteinss. (2.200), Akureyri, 7 v. Áhugamenn (1.800 stig og minna) 1. Sverrir Unnarss. (1.700), Breiðdalsv., 5 v. 2. Sigurgeir Höskuldsson, Reykjavík, 5 v. 3. Aron Bjamason, Reykjavík, 5 v. Byrjendur (án stiga) 1. Sigurgeir Höskuldsson, Reykjavík, 5 v. 2. Aron Bjarnason, Reykjavík, 5 v. 3. Daníel F. Guðbjartsson, Bandaríkjunum, 4'A v. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Umhugsunartíminn var fjórar mínútur með tveggja sek- úndna viðbót við hvem leik. Teflt var á evrópska skákþjónin- um í Árósum, en Danir hafa verið mjög áhugasamir um samstarf við íslendinga á þessu sviði. Halldór Grétar Einarsson hafði veg og vanda að undirbúningi mótsins. Taflfélagið Hellir stóð fyrir mótinu í samvinnu við EJS hf. Skák á alnetinu breiðist hratt út og eru að jafnaði yfir eitt þúsund skákmenn úr öllum heimshornum að tafli í einu á vinsælustu skák- þjónunum. Intemet Chess Club (ICC) er vinsælasti skákþjónninn með yfir 10.000 notendur. Sam- kvæmt upplýsingum frá stjómend- um ICC voru 135 íslendingar skráð- ir í klúbbinn í vor. Signrður Páll íslandsmeistari í drengjaflokki Keppni í drengjaflokki (fæddir 1982 og síðar) á Skákþingi Islands 1997 var haldin dagana 15. og 16. nóvember. Tefldar vom 9 umferðir eftir Monrad kerfi og var umhugsun- artíminn 30 mínútur á skák fyrir keppanda. Sigurður Páll Steindórsson sigraði á mótinu og hlýtur því titilinn ís- landsmeistari drengja 1997. Röð efstu manna varð þessi: 1. Sigurður Páll Steindórsson, Rvík, 8'A v. 2. Hjalti Rúnar Ómarsson, Kópavogi, 7 v. 3. Guðni Stefán Pétursson, Rvík, 6'A v. 4. Ómar Þór Ómarsson, Rvík, 6 'A v. ÁGÚST Sindri Karlsson, for- seti SÍ, afhendir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur íslands- meistarabikarinn. 5. Eiríkur Garðar Einarsson, Rvík, 6 ‘A v. Ingibjörg Edda Islands- meistari í telpnaflokki Keppni í telpnaflokki á Skákþingi íslands 1997 var haldin samhliða keppninni í drengjaflokki. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Reykjavík, sigraði og er því íslands- meistari telpna 1997. í efstu sætum urðu: 1. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Rvík, 5'A v. 2. Anna Lilja Gísladóttir, Rvík, 4 v. 3. Ágústa Guðmundsdóttir, Rvík, 3 v. Davíð Kjartansson ungl- ingameistari Hellis Þriðja unglingameistaramót Hellis var haldið 3. og 10. nóvember. Ör- uggur sigurvegari og þar með þriðji unglingameistari Hellis varð Davíð Kjartansson með 6 'A vinning af sjö mögulegum. Um næstu sæti var hins vegar hörð barátta eins og mótstaflan vitnar um. Stefán Kristjánsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem átt- ust við í lokaumferðinni og skildu þar jafnir, urðu í öðru og þriðja sæti en Stefán var ofar á stigum. í mótinu röðuðust menn í sæti sem hér segir: 1. Davíð Kjartansson, 6'A v. af 7 2. Stefán Kristjánsson, 5'A v. 3. Guðjón Heiðar Valgarðsson, 5'A v. 4. Kristján Freyr Kristjánsson, 5 v. 5. Þórir Júlíusson, 5 v. 6. Hilmar Þorsteinsson, 5 v. 7. Birkir Öm Hreinsson, 5 v. 8. Andri H. Kristinsson, 4‘A v. 9. -16. Ómar Þór Ómarsson, Birgir Magnús Björnsson, Hjörtur Ingvi Jó- hannsson, Eiríkur Garðar Einarsson, Valtýr Njáll Birgisson, Davíð Ingi Ragn- arsson, Hjalti Freyr Halldórsson, Guð- mundur Kjartansson, 4v. Fjöldi þátttakenda var 32. Skák- stjóri var Vigfús Vigfússon. Atskákmót öðlinga Eftir þijár umferðir á Atskákmóti öðlinga (40 ára og eldri) hjá Taflfé- lagi Reykjavíkur er staðan sem hér segir: 1.-2. Júlíus Friðjónsson og Jóhann Örn Sig- uijónsson, 3 v. 3. Hörður Garðarsson, 2'A v. 4. -6. Guðbjöm Sigurmundsson, Sverrir Norðfjörð og Bjami Magnússon, 2 v. 5. -9. Ami H. Kristjánsson, Áskell Öm Kára- son og Siguijón Sigurbjömsson, 1 'A v. Bikarmót TR Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur stendur nú yfir. Teflt er einu sinni í viku á þriðjudagskvöldum í félags- heimili TR. Keppendur tefla uns einn stendur uppi en keppendur falla úr leik eftir 5 töp. Eftir 6 umferðir eru Stefán Kristjánsson og Ríkharður Sveinsson, formaður TR, einir tap- lausir: 1. Stefán Kristjánsson, 6 v. (0 töp) 2. Ríkharður Sveinsson, 5 v. (0 töp) 3. Páll A. Þórarinsson, 5 v. (1 tap) 4. Eiríkur Björnsson, 5 v. (1 tap) 5. Sigurður P. Steindórsson, 4 v. (1 tap) 6. -7. Bjarni Magnússon og Baldvin Jóhann- esson, 3 'A v. (2 'A tap) o.s.frv. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.