Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 31 Gengnar slóðir BOKMENNTIR Prósaljóð VEGURINN TIL HÓLMAVÍKUR eftir Óskar Ama Óskarsson. Bjartur 1997 - 77 síður, 1.980 kr. SÉ MAÐUR staddur á íslenska hringveginum má segja að leiðin liggi ævinlega hjá veginum til Hólmavíkur, þótt ekki sé ferðinni heitið þangað, fremur en ferð ljóð- mælandans í ný- útgefinni bók sem ber heitið Vegurinn til Hólmavíkur. Óskar Árni Óskarsson hefur áður gefið út ljóðabækur og -þýðingar við ágætar undir- tektir, og þótt hann kjósi sjálfur að nefna þetta verk „ferðaskissur" eins og segir í undirtitli bókarinnar, er hér á ferð- inni safn ljóðrænna minninga- og myndbrota - prósaljóð sem standa vel undir nafni. Bókin er í fimm hlutum sem allir greina frá einhvers konar ferðalagi um lendur hugar og heims; einkum fáfarnar, jafnvel gleymdar, slóðir. Fyrstu tveir hlutarnir, „Útjaðrar" og „Þtjár lóur á _ Landakotstúni" gerast í Reykjavík. í þriðja og fjórða hluta „Vegurinn til Hólmavíkur" og „Skuggi af snúrustaur“ færist sögu- sviðið út á land, en í síðasta hlutan- um „Muldur í símalínum" er höfund- ur á sömu slóðum og þegar leiðang- urinn hófst, í Reykjavík. En þótt hringnum sé þar með lokað heldur ferðin áfram eins og síðasta ljóð bókarinnar vottar glöggt: „Við Vatnsveituveginn eru sjö ljósastaur- ar, tvö gömul hús og skógarlundur niðri við ána. Stíflan og síðasti staurinn að baki. Og stjörnubjart myrkrið strýkur mér um kinn þegar ég geng eftir ljóslausum veginum" (77). I fyrsta ljóði bókarinnar ríkir vet- ur og það „hefur verið rafmagns- laust á febrúarhimninum í hálfan mánuð. Skýin yfir borginni eins og logandi gufur upp úr kraumandi glösum gullgerðarmanns" (9). Ljóð- mælandinn ferðast um í blautu og hráslagalegu borgarumhverfi sem ber misgreinileg merki hrörnunar; bílapartahaugar, ryðgað bárujárn og sölnað haustlauf. Flest eru ljóðin kyrrmyndir, oft magnaðar kynngi og dul. Engu að síður er ljóð- mælandinn á sífelldri hreyfingu og alltaf á leiðinni eitthvert, eða öllu heldur „áleiðinni ekkert“ (76). Sam- spili kyrrðar og hreyfingar er teflt fram með ýmsum hætti, þó leynir sér sjaldnast að hið manngerða umhverfi felur í sér kyrrstöðu, nátt- úran með sín lifandi mögn er hreyf- ing - máttugast þeirra er ósýnileg og sívinnandi hönd tímans: „ . .. týndur bernskuheimur á auðu svæði milli húsanna. Rúllugardínur dregn- ar niður til hálfs, hönd að vökva rykfallin blóm“ (15). Einsemd, myrkur og kuldi ein- kenna þennan hluta bókarinnar, enda „kýrnar komnar í aðra haga“ (9). Ljóðmælandinn er svo ger- sneyddur mannlegu samfélagi á köflum að mynd hans rennur saman við tunglið sem þó nær að krækja sér í stjörnu þegar höfundurinn smeygir góðri bók undir handarkrik- ann og arkar heim (13). Um síðir hlýnar þó og lifnar yfir fylgsnum hugar og umhverfís; „sinueldar loga um allt borgarlandið" (17), ljóðmæl- andinn fær ofbirtu í augun „eins og blindur stjörnuglópur í sólskin- inu“ (14) og þar að kemur að eitt kvöldið bíður hans kúmenkaffí í húsi við Nethyl (20). I miðbiki bókarinnar færist sjón- arhornið út fyrir borgarmörkin um afskekktar sveitir og fáfarna staði landsins. íslenskt sumar gengur í garð með skúrum, skini og óræðum fyrirheitum. Hér rignir mikið líkt og í fyrri hluta bókarinnar, en rofar til inni á milli: „Sól í Hrútafirði, varðskip lónar inni á þröngum firð- inum og vegurinn til Hólmavíkur angar af ævintýrum eins og ilmvatn á fögrum konuhálsi. En þangað er ég víst ekki að fara“ (44). „Vegur- inn til Hólmavíkur" og „Skuggi af snúrustaur" eru óður til deyjandi byggðar, tregablandin minning um horfna tíma. Segja má að fortíðar- þráin hér og næm tilfinning fyrir sögu landsins séu einhverskonar ómur af Áföngum Jóns Helgasonar. Jafnhliða greinir lesandinn söknuð og depurð. Tilfinningar skáldsins renna saman við ímyndaðar tilfínn- ingar landsins; annars vegar sam- samar ljóðmælandinn sig afskekktu stöðum og yfirgefnu húsum - „Fuglakliðurinn þagnaður, aftur- ljósin horfin í þokumökkinn" (58) - hins vegar sýnir hann inn í hugar- fylgsni sín - „Brýt dauða tijágrein, hugsa um ekkert“ (37). Vegurinn til Hólmavíkur er gef- andi bók og vel skrifuð. Ljóðmálið yfirleitt fágað, myndmál sterkt og lýsandi, að mestu laust við klisjur þó á stöku stað sé gengið í smiðju forvera á skáldabekk (t.d. 18, 48). Vísanir eru nokkrar frumlegar og óvæntar (53, 68). Þó dimmt sé yfir, blautt og kalt öriar einatt á óræðri kímni og sólarglætu í súldinni. Sjálf- ur hefur höfundur valið þessum verkum sínum nafngiftirnar „brot“, „skissur" og „myndir" og má til sanns vegar færa. Líkt og myndirn- ar sem sagt er frá í ljóðinu „Hljóðir turnar" (61) eru þessi prósaljóð lif- andi og „sérkennileg ljósmyndasýn- ing [...] Horfin augnablik hand- sömuð og fest á gljáandi pappír .. .“ Ólína Þorvarðardóttir Helena Rubinstein AHRIFARIK „ANDLITSLYFTIN ÁN SKURÐAÐGERÐAR Kynning í dag og á morgun. Kaupauki sem virkilega munar um. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. / Æ5 Öelena l'UBlNsrelN llpTOR u Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. En í dag nálgumst við það með Face Sculptor serumi og kremi. Pro-Phosphor örvar náttúrulegan fosfór likamans til að styrkja grunn húðarinnar. Samtimis strekkja mótandi efni á yfirborði húðarinnar. Árangur. Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi verða útlínur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum Laugavegi 50, simi 561 1330. Þjónusta og fagmennska í fyrirrúmi LEIKARAR í barnaævintýrinu Trítill. Barnaævintýri frum- sýnt á Sauðárkróki LEIKFÉLAG Sauðárkróks frum- sýnir barnaleikritið Trítill föstudag- inn 21. nóvember. Leikfélagið fékk þau hjón, Huldu Jónsdóttur og Hilmi Jóhannesson, til að skrifa fyrir sig barnaleikrit, en þau skrif- uðu m.a. leikritið Sláturhúsið hrað- ar hendur. Sonur þeirra, Eiríkur, semur lögin í leikritinu. Leikstjórn er í höndum Ingunnar Ásdísardóttur og um tónlistina sér Rögnvaldur Valbergsson kirkjuorg- anisti. í sýningunni eru 36 manns á sviðinu, leikarar og hljómsveit, auk þess sem annar eins hópur tek- ur átt í sýningunni á einn eða ann- an hátt. Leikritið er ævintýri með söngv- um byggt á persónum úr sögunni um Alfinn álfakóng. Eins og í öllum góðum ævintýrum takast á tvö öfl; það góða og það illa, og þetta ævin- týri endar eins og öll önnur, það góða sigrar að lokum. Matthías Johannessen í Gerðarsafni RITLISTARHÓPUR Kópavogs efnir að venju til fimmtudagsupp- lestrar í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Að þessu sinni les Matthías Jo- hannessen, skáld og rithöfundur, úr verkum sínum. Gylfi Gröndal kynnir skáldið í inngangi, félagar úr Ritlistarhópnum lesa ljóð að eig- in vali eftir Matthías, en hann hef- ur sent frá sér fjölda bóka. Dagskráin stendur frá kl. 17-18. Aðgangur er ókeypis. -----» ♦ ♦---- • UÓÐABÓKIN Öldurer eftir Eyþór Rafn Gissurarson: Öldur er önnur ljóðabók höfundar, fyrri bókin kom út 1994 og heitir Hvítu ský. Pjaxi ehf. gefur Öldur út oghúnfæsthjá Máli ogmenn- ingu. Bókin er 50 bls. Kápa er eftir Sigur- björgu Hall- grímsdóttur. Svartlist prentaði, Flatey batt inn. Verð: 1.000 kr. Eyþór Rafn Gissurarson TEIKNING Árna Elfars af húsum í Hafnarfirði. Sýningum lýkur Hafnarborg SÝNINGU Rebekku Ránar Sampers lýkur mánudaginn 24. nóvember. Sýningin er opin milli kl. 12 og 18 alla daga fram til 24. nóvember. Gallerí Jörð Reykjavíkurvegi 66 Sýningu Árna Elfars lýkur laug- ardaginn 22. nóvember. Á fimmtu- dag og föstudag teiknar Árni and- litsmyndir af þeim sem þess óska milli kl. 15—18 báða dagana. Listasafn Árnesinga, Selfossi Sýningunni á verkum Jóhanns Briem lýkur á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga. Nýlistasafnið Birgir Andrésson, Ralf Samens, BHK Gautman, SAM & BEN, Ragna Hermannsdóttir, Hannes Lárusson og Sigríður Björnsdóttir ljúka sýningum sínum sunnudag- inn 23. nóvember. Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sjöundi fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norrœna húsinu í dag l. 17.1$: / ttj — cr. Ur bók í mynd - Guðný Halldórsdóttir rceðir um gerð kvi\mynda eftir verfum Halldórs Laxness Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður heldur í dag fyrirlestur á vegum Fyrirlestur i Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist Úr bók í mynd. Þar fjallar hún um það hvernig er að kvikmynda verk Nóbelsskáldsins. Erindið hefst klukkan 17:15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Guðný Halldórsdóttir hefur leikstýrt bíómynd eftir einni af skáldsögum hans, Kristnihaldi undir Jökli, sem frumsýnd var 1988. Hún vinnur nú að gerð kvikmyndar eftir annarri sögu hans, Úngfrúnni góðu og húsinu, en Guðný er sem kunnugt er dóttir Halldórs Laxness. í erindi sínu mun hún fjalla um gerð þessara kvikmynda og sýna m.a. dæmi úr Kristnihaldinu. Guðný Halldórsdóttir lauk prófi í almennri kvikmyndagerð frá London International Filmschool árið 1981 og liggja eftir hana fjölmörg verk á því sviði. Hún hlaut Lúbecker-filmulinsuna árið 1989. Norræna húsinu VAKA HELCAFELL ÍDAG KL. 17.15 Laxnessklúbburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.