Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 27 Bókaversl- un á netinu að aukast EIN rósa Toon Michiels. Rósir í Ing’ólfs- stræti 8 SÝNING á verkum Toon Michiels í gallerí Ingólfsstræti 8 verður opnuð í dag, fimmtudag. Toon Michiels er fæddur í Boxt- el 1950 og hefur starfað sem ljós- myndari og grafískur hönnuður. Hann hefur kennt grafíska hönnun og ljósmyndun við nokkra þekkta listaskóla í Hollandi. Toon hefur hannað plaköt og annað efni fyrir hollensku Óperuna og hollenska útvarpið og hlotið fjölda verðlauna fyrir störf sín . Hann hefur m.a. sýnt í Van Gogh safninu í Amsterdam, Noord Brabants safninu í Hertogenbosch, Beyerd í Breda ásamt Stedeljik safninu í Amsterdam. 011 þessi söfn hafa keypt verk eftir hánn. Nýjustu ljósmyndaverk hans, „Rósir 1997“ sem hann sýnir í Ingólfsstræti 8, voru gerð í Eng- landi. Listamaðurinn verður viðstadd- ur opnun sýningar sinnar. TVÆR íslenskar bókaverslanir hafa boðið upp á verslun á alnetinu um nokkurt skeið, Bóksala stúd- enta og Bókabúð Máls og menning- ar. Notendum þessarar þjónustu fer sífellt fjölgandi og um leið eru bókaverslanirnar að auka hana og bæta. Um áramótin eru liðin þtjú ár síðan Bóksala stúdenta opnaði vef- síðu sína á netinu og að sögn Rein- harðs Reinharðssonar, umsjónar- manns hennar, hafa viðtökur verið framar vonum. „í fyrstu voru aðal- lega keyptar tölvubækur með þess- um hætti enda tölvuáhugamenn fyrstir til þess að átta sig á þessari þjónustu. Við erum aðallega með erlendar bækur en titlarnir eru í allt á milli 15. og 17. þúsund." Notkun vefsíðu einföld Reinharð segir notkun vefsíðunn- ar einfalda. Hægt er að slá inn efn- isorð, svo sem Shakespeare, og birt- ast þá allir titlar sem til eru í búð- inni tengdir því, bæði bækur eftir viðkomandi og um hann. Um hvern titil birtast upplýsingar um höfund, útgefanda, útgáfuár, efnisflokk, hvort bókin sé til í búðinni og verð hennar. Einnig eru myndir af bók- arkápu allra bókanna á skránni. Hægt er að senda inn fyrirspurnir um bækur og pantanir. Slóð vefsíðu Bóksölu stúdenta er www.ss.is/unibooks. Mál og menning opnaði vefsíðu sína fyrir þremur mánuðum og seg- ir Árni Einarsson verslunarstjóri að viðtökur hafi verið góðar. „Við erum með um 46 þúsund titla inni á síð- unni sem stendur og það eru allar þær bækur sem eru á vöruskrá okkar, það er að segja allar þær bækur sem einhvern tímann hafa verið í búðinni. Þetta þýðir að við eigum ekki allar þessar bækur á lager hjá okkur en við getum hins vegar útvegað þær í flestum tilvik- um ef fólk óskar þess. Á síðunni koma fram allar helstu bókfræði- upplýsingar og ætlunin er að setja inn stuttar lýsingar á hvetjum titli og myndir af bókarkápum. Enn er ekki hægt að leita eftir höfundar- nöfnum á síðunni en það stendur til bóta snemma á næsta ári.“ Bókatíðindin á vefsíðu Að sögn Árna verður hægt að skoða bókatíðindi Félags bókaút- gefenda á vefsíðu Máls og menning- ar fyrir jólin og útgáfuskrá Máls og menningar. Einnig stendur til von bráðar að tengjast erlendri síðu sem mun hafa upplýsingar um 130 þúsund erlenda titla, með bæði stuttum lýsingum og myndum. Notendur geta þá fengið aðgang að þessari síðu á vefsíðu Máls og menningar. Slóð vefsíðu Máls og menningar er http://www.mm.is/ Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Renoir verk selt á met- verði hjá Sotheby’s Vötn þín og vængnr og Þorvaldur víðförli TILKYNNT verður á fundi dómnefndar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 27. janúar nk. hver hlýtur verð- launin fyrir árið 1998. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur og verða af- hent í Óperuhúsinu í Gautaborg 26. febr- úar í tengslum við umhverfisráðstefnu Norðurlandaráðs. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðs- ins leggur íslenska dómnefndin fram ljóðabók Matthíasar Johannessen Vötn þín og vængur (1996) og skáldsögu Arna Bergmanns Þor- valdur víðförli (1994). Dómnefndarmennirnir íslensku eru rithöfundarnir Jóhann Hjálm- Árni Bergmann arsson og Sigurður A. Magnússon og varamaður Þórður Helgason cand. mag. Opinber fréttatilkynn- ing um tilnefndar bækur verður að venju gefin út í Stokkhólmi 1. des- ember. Matthías Johannessen MÁLVERK eftir Auguste Renoir af konu í baði seldist á um 20,9 milljónir dala, um 1,5 milljarða ísl. kr. á uppboði hjá Sotheby’s nýlega og er það tvöfalt hærra verð en gert hafði verið ráð fyrir að fengist fyrir verkið. Það var málað árið 1888 og nefnist „Baigneuse". Fjöldi verka eftir franska impressjónista var boðinn upp hjá Sotheby’s og fengust alls um 155 milljónir dala fyrir þau, um 11,16 milljarðar ísl. kr. Auk verka eftir Renoir má nefna tíu málverk eftir Paul Cézanne úr safni franska iðnjöfursins Augustes Pellerins sem var talinn hafa átt besta safn Cezanne-verka í heimi, yfir 100 verk. PÓR HF T0LVUDEILD Ármúla 1*1 - Sími 568-1500 Tæknival Skeifunni 17 Reykjavíkurvegi 64 S(ml 550 4000 S(ml 550 4020 www.taeknival.iswww.taeknival.is EPSON* Ljósmyndaprentun auðveldari en nokkru sinni fyrr með nýja Epson Stylus Photo bleksprautuprentaranum Stafræn myndavél frá Epson eða Epson filmuskanni, ásamt tölvunni þinni og Epson Stylus prentara, mynda hið fullkomna Epson myndastúdíó. Gæði prentunarinnar í Epson Stylus Photo prentaranum eru hreint út sagt frábær, þökk sé hinni nýju Epson PRQ tækni (Photo Reproduction Quality). Nú getur þú notið þess að fylgjast með Ijósmynd- unum þínum verða að veruleika heima hjá þér. Með því að taka myndirnar á stafræna myndavél frá Epson, vista þær inn á tölv- una þína og prenta út með Epson Stylus Photo bleksprautuprentaranum, losnarðu við hið hefðbundna framköllunarferli. Auk þess getur þú lagfært og breytt eigin myndum eftir smekk og prentað út eins mörg eintök og þú þarft, allt upp í A4 stærð. Ljósmyndaprentun hefur aldrei verið auðveldari en einmitt núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.