Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 56
‘ÖQiSwwwan 56 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS ÍDAG I Fóstbræðralag Svar til Elínar Skeggjadóttur Frá Guðnýju Sigurðardóttur: EG LAS grein þína í laugardags- blaðinu hinn 15. þessa mánaðar og vakti hún óneitanlega athygli mína, þó ekki af þeirri ástæðu sem þú sennilega hefur kosið! Það vill i nefnilega svo til að ég er fullkom- | lega ósammála þér. Þú segist í grein þinni hafa „í ógáti“ skipt yfir á Stöð 2 meðan ■ beðið var eftir Stöðvarmönnum og i.orðið felmtri slegin yfir þeim ’„ósóma“ sem þar blasti við (þar ,sem þú átt væntanlega við þáttinn him Fóstbræður), svo ég vitni í 'grein þína. Þú talar einnig um menn sem eru subbulegir í munnin- um sem best eigi heima í sorpinu og sakar Stöð 2 um að óvirða áskrifendur með sýningu þessa þáttar. í framhaldi af þessari ágætu umfjöllun þinni ferð þú að [ minnast á klámauglýsingar í DV, sem ég get reyndar ekki séð að eigi nokkuð skylt við fyrrgreinda þætti! í niðurlagi greinarinnar | varpar þú fram þeirri spumingu ? hvar eigi að draga mörkin, „eða : hafið þið kannske engin mörk frek- « ar en þeir sem enga sjálfsvirðingu | hafa?“ eins og þú segir orðrétt. En kæra frú Elín. Hefur þú t heyrt talað um „frelsi til að velja“, ? „þröngsýni" eða „ofstæki"? Að ? Stöðvarmönnum ólöstuðum vil ég j leggja áherslu á að tilbreyting og ný sjónarmið geta verið kærkomin. Og í mínum augum em Fóstbræð- ur hrein himnasending fyrir fólk eins og mig sem hef alist upp við skopstælingar á Davíð Oddssyni, Steingrími Hermannssyni og öllum þessum þreyttu stjómmálaköllum Isem ég satt að segja fæ alveg nóg af í hinu daglega lífí. En að sjálf- sögðu er til nóg af fólki sem er þér sammála; ein stefna,_ einn brandari, engar breytingar! Eg við- urkenni fúslega að Fóstbræður taka fyrir málefni sem fólk er ekki vant í íslensku sjónvarpefni, s.s. kynlíf og þess háttar „sora“ eins og þú kallar það. En einmitt það gerir þá svo fmmlega og ferska að jafnast á við hreina opinberan! Og má ég spytja: Er kynlíf ekki hluti af hjónabandinu? Svo segir Biblían allavega. En hvers vegna í ósköpunum má þá ekki tala um það? Hvað er svona ljótt? Fyrir koma nokkur nýyrði sem þú sjálf- sagt þekkir ekki, nema þá í nei- kvæðri merkingu, svo sem orð yfir samlíf fólksins, æxlunarfæri þeirra og athafnir tengdar samlífínu. En það að tengja það klámi fínnst mér fjarstæða. Ef þú myndir horfa á þættina meira en 3 mínútur áður en þú rýkur til og „getur ekki þagað lengur" myndir þú sjá að ekkert er sýnt sem ekki hefur áður birst á sjónvarpsskjánum (jafnvel á gömlu Gufunni)! Ég man ekki betur en að Spaugstofumenn hafí á sínum tíma verið teknir á teppið fyrir svokallað „klám“ og heljar mikið mál gert úr þessum eina þætti þeirra sem kom svo við kaun- in á landanum. En ég segi: Ekki er ráð nema í tíma sé_ tekið. Hingað og ekki lengra. íslendingar em þokkalega þróuð þjóð á hinum ýmsu sviðum, s.s. læknavísindum og tölvutækni svo ég sé enga ástæðu til að staðna á því sviði sem ætti að vera okkur í blóð borið, en það er nefnilega að halda við mannkyninu. Börnin koma ekki með storkinum og það vita meira segja þau sjálf frá unga aldri. Er ekki kominn tími til að koma úr moldarkofunum og viður- kenna fyrir okkur sjálfum og öðr- um hvernig börnin verða til og leyfa þeim sem vilja að gera góðlát- legt grín að þeirri athöfn sem óneitanlega fylgir barneignum! Þú getur þá alltaf ef þér misbýður „bara skrúfað fyrir“ eins og þú orðar það. Og lokaorð mín til þín, Elín, em þessi: Fólk sem er þokkalega sátt við sjálft sig og hefur sjálfsvirðingu kann að líta á málin frá fleiri en einu sjónarhomi og dæmir ekki aðra harðar en það dæmir sjálft sig! GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Grandavegi 3, Reykjavík. HVAO MED ÞIG? - KOMDU STRAX! ppOKinOriiMKI SYND I REGNBOGANUM SYNINGARTIMAR AUGLYSTIR f DAGBLOÐUM VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar frá Pósti og síma PÓSTI og síma hefur bor- ist bréf frá OK samskipt- um dagsett 5. nóvember 1997, sem jafnframt birt- ist í Morgunblaðinu 16. nóvember 1997, þar sem óskað er eftir svðrum við nokkrum spurningum. Spurt var um (1) mismun- andi afnotagjald hjá heim- ilum og fyrirtækjum, (2) hvort internetfyrirtæki ættu að eiga kost á síma- línum þar sem engin skref væru innifalin og (3) hvers vegna það standi ekki til boða. Að lokum (4) var spurt hvers vegna skref væru innifalin í ársfjórð- ungsgjaldi venjulegra síma en ekki í samnetssímum. 1) Það er gömul hefð fyrir því að halda ársfjórð- ungsgjaldi fyrir heimilis- síma í lágmarki. Þetta hef- ur fyrst og fremst verið gert til þess að flest heim- ili sjái sér fært að hafa síma sem öryggistæki. í gjaldskrá og reglum fyrir símaþjónustu í einkarétti er ársfjórðungsgjald fyrir númer í símstöð og línu kr. 1.600 fyrir heimili en kr. 3.200 fyrir verslunar- og atvinnusíma. Samsvar- andi mismunur er á árs- fjórðungsgjaldi fyrir grunntengingu í samnet- inu (ISDN) fyrir heimili annars vegar og fyrirtæki hins vegar. Það þekkist einnig í öðrum löndum að taka hærra gjald af at- vinnusímum. I nágranna- löndum okkar er hins vegar algengt verð fyrir heimilis- síma jafnhátt og hér tíðk- ast fyrir atvinnusíma. Hærri gjaldtaka af fyrir- tækjum hefur m.a. verið rökstudd með því að at- vinnufyrirtæki njóti víð- tækari og skjótari þjónustu en einstakiingar, sem m.a. felst í því að þau hafa ákveðinn forgang við teng- ingar og í viðgerðaþjón- ustu. Auk þess gefst þeim kostur á meiri skráningu í símaskrá, þau fá t.d. ókeypis skráningu í gulu síðurnar, og hafa auk þess meira val um símanúmer við úthlutun þeirra. 2) Sami flöldi skrefa er innifalinn hjá öllum símnot- endum. Allir fá símaþjón- ustu í formi símanúmers og línu sem þeir geta notað að vild og er ekki gerður greinarmunur á því hvemig notkunin er, hvort sem þar er flutt tal eða gögn, né heldur hvort hringingar eru meiri í eða úr viðkomandi númeri. Fyrirtæki sem þurfa margar símalínur inn til sín geta nú valið að taka svokallaða stofntengingu sem er hlutfallslega ódýrari í rekstri. Stofntenging er ígildi 30 símalína og árs- fjórðungsgjald hennar er kr. 69.098. Hins vegar er ársfjórðungsgjald 30 hefð- bundinna atvinnusímalína kr. 96.000. Frá og með 1. nóvember hefur verið hægt að leggja hefðbundnar símalínur upp í stofnteng- ingu og minnka þar stofn- kostnað hennar allt að þremur fjórðu hlutum. Með þessari breytingu er m.a. verið að reyna að koma til móts við þarfír intemets- fyrirtækja, sem geta með breytingu yfír í stofnteng- ingar lækkað rekstrar- kostnað sinn af símalínum vemlega. 3) Þessi hugmynd er góð og er til skoðunar hjá Pósti og síma hf. 4) Samnetið er nýtt staf- rænt símakerfi sem að nokkru lýtur öðrum lög- málum en hefðbundið hlið- rænt símkerfi. Samnetið er fullkomnari og afkasta- meiri þjónusta sem felur í sér aukið hagræði fyrir notandann miðað við hefð- bundinn talsíma enda er ársfjórðungsgjald þar hærra en af venjulegum símum. Þegar verð fyrir samnetsþjónustuna var ákveðið þótti ekki rétt að hækka ársfjórðungsgjaldið um það sem nam innifal- inni notkun. Önnur sjónar- mið hafa hins vegar spilað inn í þegar ákveðið hefur verið að halda 200 skrefum inn í ársfjórðungsgjald venjulegra síma. Má þar t.d. benda á að hópar eins og aldraðir og öryrkjar hafa fengið fastagjaldið og þar með gjöld fyrir inni- falda notkun niðurfelld. Með vinsemd, Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltr. Pósts og sima. Tapað/fundið Giftingarhringur týndist Giftingarhringur týndist laugardaginn 8. nóvember frá Laugavegi - Miðbær. Inni í hringnum stendur þín Valdís. Þeir sem hafa orðið varir við hringinn hafí samband í síma 581-1214. Barnahjól í óskilum BARNAHJÓL, (telpna) er í óskilum við Frostaskjól. Uppl. í síma 551-9038. SKÁK llmsjön Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti um Tsjígórin sem haldið var í Sánkti Péturs- borg í Rússlandi í haust. V. Ne- verov (2.560) var með hvítt og átti leik, en Karpes- hov (2.430) hafði svart. 17. Bxf7+! - Dxf7 18. Rf6+! og svartur gafst upp, því drottn- ingin fellur óbætt. Röð efstu manna á minn- ingarmótinu um Tsjígórin varð þessi: 1. Sakajev 7 ‘/z v. af 9 mögu- legum, 2.-8. Svesjnikov, Búrmakín, Ibragimov, Shipov, allir Rússlandi, Brodskí, Úkraínu, Zagre- belny, Úsbekistan og Asrian, Armeníu 6 ‘A v. Þekktari stórmeistarar, eins og þeir Júdasín, ísrael og Morosje- vitsj, Rússlandi, máttu sætta sig við að fá sex vinninga. Hlutaveltur ÞESSI duglegu börn söfnuðu með tombólu kr. 938 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita: Agnes Björk Clausen, Benedikt Clausen og Unnur Tryggvadóttir. Yíkveiji skrifar... STUNDUM hefur verið rætt um þjónustu Pósts og síma í Vík- vetja og oft vegna slælegrar þjón- ustu. Nú bregður svo við að Vík- verji getur sagt sögu af góðri þjón- ustu og gerir það með mikilli ánægju. Þannig er mál með vexti að kunn- ingi Víkverja þurfti á dögunum að senda vörur til Austurlands og kom þeim fyrir í tveimur nokkuð stórum pappakössum. í einfeldni sinni hélt kunninginn að ódýrast væri að senda þá með vöruflutningabíl og hélt því niður á Vöruflutningamið- stöð. Þar var honum tjáð að það kostaði 750 krónur undir hvorn kassa, eða samtals 1.500 krónur. Þetta fannst kunningjanum nokkuð dýrt og hætti við enda taldi hann að ódýrara væri að senda kassana í pósti. Sú varð einnig raunin því á næsta pósthúsi þurfti hann aðeins að reiða fram 800 krónur til að koma köss- unum báðum á áfangastað. Gjald- skrá Pósts og síma er því hagstæð fyrir þá sem þurfa að senda nokkuð stóra pakka, en það skal tekið fram að þeir vom léttir, hvor um sig vó aðeins um 7 kíló. Þetta ætti fólk að athuga fyrir jólin. XXX VÍKVERJI dagsins í dag er ekki með áskrift að Stöð 2 og hef- ur því ekki getað séð grínþáttinn Fóstbræður, sem er á laugardags- kvöldum í samkeppni við Spaug- stofuna í Ríkissjónvarpinu. En Víkveiji verður þess var í sínum vinahópi, að æ fleiri taka Fóstbræður fram yfir þá Stöðvar- menn. Byrjunin er venjulega sú að unglingarnir á heimilinu heimta Fóstbræður og þeir fullorðnu fylgja með nauðugir/viljugir. Þeir sem Víkveiji hefur rætt við um málið telja Fóstbræður með húmor nú- tímans en Stöðvarmenn séu menn fortíðarinnar. Eflaust eru um þetta skiptar skoðanir og Víkveiji er alla jafna sáttur við sína menn á Stöð- inni. XXX AUK þess að vera með skyldu- áskrift að Ríkissjónvarpinu er Víkveiji áskrifandi að Sýn og þar með Fjölvarpinu. Mikill fengur er af þeim fréttarásum erlendu, sem þar er boðið uppá. Dagskrá Sýnar er góð fyrir íþróttafíkla en annað dagskrárefni þykir Víkveija fremur rýrt í roðinu, svo sem framhalds- þættir og kvikmyndir. Ef Sýn réði bót á þessu væri hún fyrirtaks stöð. XXX AÐ hefur alltaf verið keppi- kefli útvarpsstöðvanna að vera með gott morgunútvarp. Að mati Víkvetja hefur Rás 2 vinning- inn um þessar mundir. Umsjónar- maðurinn Björn Þór Sigbjörnsson fylgist greinilega mjög vel með og er fundvís á áhugavert efni til um- fjöllunar. Geta skal þess sem vel er gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.