Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 265. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS imiiimitritiiiiiiKi! Ill I IHP.W J»A |MM» l • • •* » llfM ,1111111111 f Reuters EGYPSKUR lögreglumaöur, vopnaður AK-47 riffli, stendur vörð við hof Hatshepsut drottningar í Lúxor. Egypsk yfirvöld hafa boðað herta öryggisgæslu í kjölfar morða á tæplega 60 ferðamönnum á mánudag. Tsjúbajs verður af ráðherrastól Moskvu. Reuters. DUMAN, neðri deild rússneska þingsins, skoraði í gær á Borís Jeltsín Rússlandsforseta að víkja Anatolí Tsjúbajs aðstoðarforsætis- ráðherra og fjármálaráðherra úr stjórninni. Forsetinn hefur ákveðið að enginn aðstoðarforsætisráðherr- anna geti gegnt öðrum ráðherra- embættum og það þýðir að Tsjúbajs verður af fjármálaráðuneytinu. Talsmaður Jeltsíns, Sergej Jastrzhembskí, sagði að forsetinn hefði samþykkt tillögu um að ráð- herrarnir gegndu aðeins einu emb- ætti og lagði áherslu á að það ætti ekki aðeins við um Tsjúbajs. Búist er við að tilkynnt verði formlega um þessa breytingu eftir fund Jeltsíns með Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra í dag. Ákvörðun Jeltsíns gerir Tsjúbajs kleift að hverfa með reisn úr fjár- málai'áðuneytinu eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa þegið greiðslu fyrir bók um einkavæðing- una í Rússlandi. Fjórir aðrir aðstoðarforsætisráð- herrai- gegna öðrum ráðherraemb- ættum, þeir Borís Nemtsov orku- málaráðherra, Anatolí Kúlíkov inn- anríldsráðherra, Oleg Sysujev vinnu- málaráðherra og Viktor Khlystun landbúnaðarráðherra. Kommúnistar ekki sáttir Flest bendir til að Tsjúbajs haldi embætti aðstoðarforsætisráðherra og geti tryggt að ekki verði miklar breytingar á efnahagsstefnu stjóm- arinnar þótt hann hverfi úr fjármála- ráðuneytinu. Gennadí Seleznjov, for- seti Dúmunnar, sagði að stjórnar- andstaðan gæti ekki sætt sig við að Tsjúbajs yrði aðeins af öðru embætt- anna. CIA leitar arkar Nóa Washington. The Daily Telegraph. BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, hyggst á næstunni birta myndir sem teknar hafa verið yfir Ararat-fjalli í Tyrklandi. Par leitaði CIA arkarinnar hans Nóa, sem sagt er frá í Gamla testamentinu. A myndunum, sem voru teknar úr ryósnaflug- vélum og njósnahnöttum, má sjá skipslaga far í hlíðum íjallsins en það er huhð snjó. Myndirnar voru teknar í njósnaleiðöngrum fyrir árið 1976. Þegar farið kom í Ijós á myndunum var CIA veitt fé til að hefja rannsókn á því. Sérfræðingar við Virginíuhá- skóla, sem séð hafa hluta myndanna, segja þær sýna leif- ar skips sem hafi skemmst mik- ið undir íshettunni á fjallinu. Það sé þó ekki eins stórt og sagt er frá í Biblíunni, en þar segir að örk Nóa hafi verið 300 alina löng, um 150 metrar. Mubarak boðar hertar aðgerðir Utanríkisráðherrar funduðu í nótt í Genf um deilu fraka og Sameinuðu þjoðanna „Míkíl hætta“ sögð af efna- vopnaframleiðslu Iraka Kaíró, Tókýó. Reuters. RÍKISSTJÓRN Egyptalands hefur gefið út fyrirmæli um að hert verði á öryggisráðstöfunum við ferðamanna- staði eftir að öfgamenn réðust á ferðamenn í Hatshepsut hofinu í Lúxor á mánudag og urðu 58 erlend- um ferðamönnum að bana. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hóf herferð fyrir bættu öryggi með því að vikja Hassan el-Alfi úr embætti innanríkisráðherra á þriðju- dag. Þá gaf hann Kamal Ganzouri, forsætisráðherra fyrirmæli um að setja saman „skothelda" áætlun um það hvernig standa eigi vörð um ör- yggi útlendinga í landinu. Varað við ferðum til Egyptalands Genf, New York, Kaíró. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna, Rússlands, Bret- lands og Frakklands áttu í nótt fund í Genf, sem boðað var til í skyndingu til að reyna að finna lausn á deilu Iraka og Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Fundurinn var hald- inn að frumkvæði Rússa, sem kváð- ust myndu leggja fram friðaráætl- un. Þeir og Frakkar vildu að rætt yrði hvernig frakar gætu fengið SÞ til að aflétta viðskiptabanni á landið, svo og hvemig leysa ætti deiluna um brottvísun bandarískra starfs- manna vopnaeftirlits SÞ frá írak í síðpstu viku. í gær gáfu starfsmennirnir ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu um vopnaframleiðslu íraka og sagði Bill Richardson, sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ, að gereyðingarvopn íraka sköpuðu „mikla hættu“. Sagt er að vopnaeft- irlitið telji íraka geta framleitt ban- vænt sinnepsgas á nokkrum dögum. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins lýsti því yfir í gær að tilgangurinn með Genfarfundinum væri að reyna að „sjá ljósið við enda ganganna ... takist samvinna verð- ur það verðlaunað. Bundinn verður endi á viðskiptabannið.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti ítrekaði að engin eftirgjöf kæmi til greina, frakar yrðu að hlíta eftirliti SÞ. Bandaríski og breski herinn hafa aukið viðbúnað sinn á Miðjarð- arhafi og Kúveit, komi til átaka. Héldu sex F-117A bandarískar stealth-þotur áleiðis til Kúveit í gærkvöldi. Hins vegar leggja utan- rflásráðherrarnir, þeirra á meðal Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, áherslu á að friðsamleg lausn náist. Prímakov gerir sér góðar vonir Taretj Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks, fundaði í gær og á þriðjudag með stjómvöldum í Moskvu um lausn deilunnar og við komuna til Genfar í gærkvöldi lýsti Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússa, því yfir að hann „byggist við miklum árangri". Fundur vopnaeftirlitsmanna með öryggisráði SÞ var lokaður en í skjölum sem Rcuters-fréttastofan sá, kemur fram að eftirlitsmenn telja að ekkert takmarki getu fraka til að þróa og framleiða efnavopn. Auk sinnepsgass er nefndur miltis- brandssýkill, sem koma má fyrir í kjarnaoddum með litlum fyrirvara. Fundurinn hjá Oryggisráðinu var eins og Genfarfundurinn haldinn að fmmkvæði Rússa sem hafa gagn- rýnt harðlega þá ákvörðun Rich- ards Butler, yfirmanns vopnaeftir- litsins, að kalla eftirlitsmennina heim frá írak. Undanfarna daga hafa margar ríkisstjórnir varað þegna sína við ferðum til Egyptalands og hundmð ferðamanna hætt við ferðir sínar þangað. Þá hafa erlendar ríkisstjórnir lagt að stjórnvöldum í Egyptalandi að grípa til hertra aðgerða til að tryggja öryggi ferðamanna. Klaus Kinkel, utam’fldsráðherra Þýska- lands, sagði að þótt það væri allt að því ómögulegt að stöðva „öfgasinn- aða hryðjuverkamenn" yrði Egypta- land að gera betur en hingað til. ----------------------- Sjöburar í heiminn Des Moins. Reuters. FYRSTU sjöburarnir, sem allir hafa lifað fæðinguna af, komu í heiminn í Iowa í Bandaríkjunum í gær. Börnin em frá 0,9 kg og upp í 1,5 kg, fjórir drengir og þrjár stúlkur. Móðh þeirra tók frjósemislyf en hún er babtisti og neitaði að láta eyða hluta fóstranna til að auka lífslíkur hinna. Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, Þorsteinn Már Baldvinsson, forsljóri Samheija, og Gerhard Schröder í brúnni á Guðbjörginni. Schröder í Guðbjörgu GERHARD Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands, hóf í gær þriggja daga íslandsheimsókn sína á móttöku um borð í Guðbjörgu, einu skipa Samherja, sem liggur við bryggju á Akureyri. Samheiji átti nýlega í viðræðum við stjóm- völd í Neðra-Saxlandi um kaup á hlut þeirra í útgerðarfyrirtækinu Deutsche Fischfang Union GmbH. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, ávarpaði gcsti í brúnni á Guðbjörgu. Bauð hann Schröder að setjast í skipstjóra- stólinn með þeim orðum að í stjómmálum væri Schröder í sæti skipstjórans. I dag mun Schröder eiga viðræð- ur við utanrikisráðherra, þiggja há- degisverðarboð forsætisráðherra, eiga fund með sjávarútvegsráð- herra og heimsækja forseta íslands. ■ Sterk tengsl milli/35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.