Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 30
Lo 30 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Straumurinn ligg- ur til Reykjavíkur FOTSPOR á himnum er skáldsaga eftir Ein- ar Má Guðmundsson. „Á Spáni er maður sem heitir Franco. Ég hef hugsað mér að skjóta hann. Síðan kem ég aftur og elska þig jafn heitt og áður." Þannig kveður Olli Spánarfari Unni fögru áður en hann heldur af stað í borga- rastyrjölsina á Spáni ásamt vini sínum, risanum Ragnari." í kynningu segir: „Fjölskylda Ragnars er í forgrunni þessarar sögu sem fjallar um líf og örlög íslendinga sem vaxa úr grasi á fyrstu áratugum aldarinnar. Þetta er í senn saga stoltra einstaklinga og þjóðarsaga, þar sem lýst er mörgum litríkum persónum og les- andinn sogast inn í andrúmsloft horfinna tíma í sögu okkar. Þetta eru tímar kreppu og fá- Einar Már Guðmundsson tæktar, upplausnar og söknuðar eftir horfnu sveitalífi þegar straumurinn liggur til Reykjavíkur, en sumir finna haldreipi sitt í trú eða kommún- isma." Fótspor á himnum er sjötta skáldsaga Einars Más Guð- mundssonar og sú fyrsta sem hann send- ir frá sér eftir met- sölubókina Engla al- heimsins. Einar Már Guð- mundsson hefur feng- ið fjöimargar viður- kenningar fyrir ritstörf sín. Hann fékk Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir Engla alheimsins ártö 1995. Útgefandi er Mál og menning. Fótspor á himnum er 216 bls., unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Margrét E. Lax- ness. Verð: 3.680 kr. Barnabókarhandrit eftir Mary Shelly HANDRIT að barnabók eftir Mary Shelley, höfund Frankensteins, fannst fyrir skömmu í skjalasafni ítalskrar fjölskyldu í Toscana, þar sem það hefur legið óhreyft í hálfa aðra öld. Sagan nefnist „Maurice, eða kofi sjómannsins" og er á 39 þéttskrifuðum síðum. Gerist hún á ströndinni í Devon árið 1820, að því er segir í The Times. Tveir sérfræðingar í verkum Shelleys hafa skoðað handritið og staðfest að ekki sé um fölsun að ræða. Shelley nefnir í dagbók sinni að hún hafi samið barnasögu en handritið var talið glatað. Segir Claire Tomalin, sem m.a. hefur sett upp sýningu um Shelley, að fundur sögunnar sé ákaflega spennandi og að hún auki skilning manna á hugarheimi Shelleys, sem er þekktust fyrir að vera höfundur Frankensteins. Sagan var skrifuð handa Lauru, ellefu ára gamalli dóttur lafði Mountcashell. Var lafðin náin vinkona Mary og eiginmanns hennar, skáldsins Percys Bysshes Shelleys, en þau kynntust á ítalíu er hjónin dvöldust þar. Lafði Mountcashell var í sjálfskipaðri útlegð en hún hafði yfirgefið eig- inmann sinn og haldið til Italíu með elskhuga sínum. Það voru afkomendur hennar sem reyndust eiga handritið. Shelley var aðeins 22 ára er hún skrifaði söguna handa Lauru sem fjallar um dreng sem hleypst á brott frá foreldrum sínum og er ættleiddur af gömlum sjómanni. í dagbók Shelleys 20. ágúst 1820 segir: „Skrifa sögu handa Laurette. Ganga í fjöllunum. Veðr- ið er gott og hlýtt." Mary Shelley sýndi föður sínum söguna en hann taldi hana of stutta til að gefa ætti hana út. Morgunblaðið/Þórarinn ATTA ára nemendur í öðrum bekk barnaskóla í Hamborg ásamt kennara sínum og Sigrúnu Val- bergsdóttur og Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfundi. Myndirnar bak við þau unnu þau undir handleiðslu Áslaugar og Sigrúnar. Nonna-bókunum íylgt eftir Hannover. Morgunblaðið. FY RIR um ári var gerð könnun á íslandi á því hversu margar bækur börn og unglingar fengju í jólagjöf og hversu margar af þeim bókum væru lesnar. Niður- staðan var sú að íslensk ung- menni lásu að meðaltali rúmlega tvær bækur yfir jólin. Stúlka ein, sem tók þátt í könnuninni, var hins vegar talsvert yfir meðallag því hún sagðist hafa fengið fjórt- án bækur í jólagjöf og lesið þær allar spjaldanna á milli og haft gaman af - nema með einni und- antekningu viðurkenndi hún, og það var íslensk-dönsk orðabók. Gestum á fyrirlestrum og um- ræðufundum um íslenskar barnabækur og myndskreyting- ar í tengslum við sýningu á sama efni sem nú stendur yfir í Ham- borg fannst mikið til um þessa sögu og almennt um útgáfu og lestur íslenskra barnabóka. „Meira er tróll, ís og eldur" er yfirskrift sýningarinnar í Ka- þólsku akademíunni en þar eru til sýnis um þrjú hundruð íslensk- ar barnabækur og myndskreyt- ingar allt frá fyrstu útgáfu Nonna-bókanna til dagsins í dag. Áhugi Hamborgara á íslenskri barnamenningu er greinilega mikill því dagskrárliðir voru allir vel sóttir og spurningum ringdi yfir íslensku gestina. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra opnaði sýninguna við hátíðlega athöfn en á eftir fylgdu fjölmörg ávörp auk þess sem Kristín Steinsdóttir og Guðrún Helgadóttir lásu úr verkum sín- um. SiHa Aðalsteinsdóttir flutti erindi um íslenskar barnabækur og Björg Vilhjálmsdóttir talaði um barnastarf í Gerðubergi. Þá söng Olga Guðrún Árnadóttir nokkur lög svo eitthvað sé nefnt. Þó að íslensk börn hef ðu hvorki sótt sýninguna né um- ræðurnar í Hamborg var menn- ingu þeirra gerð góð skil( ekki síst meðal jafnaldranna. Is- lensku barnabókahöfundarnir sem áður voru nefndir auk Olgu Guðrúnar, Áslaugar Jónsdóttur og Sigrúnar Valbergsdóttur heimsóttu skóla vítt og breitt um Hamborg og sögðu frá ís- Iandi og lásu fyrir og unnu með börnum allt frá fyrstu bekkjum til framhaldsskóla. Sigrún Valbergsdóttir leik- stjóri sá um skipulag sýningar- innar fyrir hönd menntamála- ráðuneytisins semjafnframt var styrktaraðili en framkvæmd var í höndum Hans-Gerds Schwandts á vegum Kaþólsku akademiunnar. Schwandt sagði að áhugi kennara og nemenda skólanna sem heimsóttir voru væri mikill og að margir bekkir hefðu þegar skoðað sýninguna og enn fleiri boðað komu sína. Tildrögin að íslandi var boðin þátttaka að þessu sinni má rekja til ársins 1988 þegar Vigdís Finnbogadóttir þáverandi for- seti íslands var í opinberri heim- sókn í Hamborg. Hún heimsótti þá ásamt Arthúr Björgvin Bolla- syni Kaþólsku akademíuna og kynntist starfsemi hennar. Tengsl hafa síðan haldist við Arthúr Björgvin sem leiddu til þess að sýningin gat átt sér stað. Frá árinu 1989 hefur árlega einu landi verið boðið að kynna barnamenningu sína á vegum Kaþólsku akademiunnar. Schwandt sagði einnig að heil kynslóð hafi alist upp í Þýska- landi með Nonna-bókunum og margir hafi spurt sjálfan sig hvað hefði gerst í barnabókum á íslandi eftir þar. Svarið er að finna á sýningunni sem stendur til tuttugasta janúar. mmm y Fjarstynngu eoa laimioa? WMaricort Visa 09 Hngteða gefa þér punMa 09 nyja ferðamöguleika Ekki sitja heima og ferðast í sófanum. Farðu alla leið og fáðu þér Vildarkort Visa og Flugleiða. Með rétta kortið upp á vasann áttu margt gott í vændum! ^ Þú safnar punktum sem um munar. flugleiðir^ j^mfHsffí. Frábær ferðatílboð og margvísleg íríðindi. immmmM Jí^SSl^Lm^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.