Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Opin svæði erfiðust Aðgengi fyrir aila Þegar reynt er að ná tali af Birki Rúnari Gunnarssyni er hann ekki heima heldur í bíó. Birkir er tvítugur og blindur en lætur þá fötl- un ekki hamla sér. BIRKIR Rúnar varð þriðji hæsti á stúdentsprófi við Verzlunarskólann sl. vor og stundar nú nám í tölvun- arfræði við Háskóla íslands. Birkir hefur oft unnið gullverðlaun í sundi á ólympíumótum fatlaðra og er auk þess tónlistarmaður, spilar á gítar, trommur og píanó. Hann segist oft- ast vera í fylgd með einhverjum þegar hann er á ferli utanhúss og því sjaldan verða fyrir miklum óþægindum vegna lélegs aðgengis. Hjálparþörfin einstaklingsbundin „Einna erfiðust eru opin svæði þar sem ég hef ekki neitt til að styðjast við, engan vegg eða þess háttar til að fylgja,“ segir hann. „Það er líka mjög óþægilegt að eiga við lágar brúnir á gangstéttum, svona fjögurra til fimm sentímetra háar. Þær geta komið illilega á óvart. Ég nota ekki mikið staf, þyrfti líklega að nota hann meira til að venjast honum. Það er líka mjög vont þegar eitt- hvað hangir neðan úr lofti eins og oft er í þrekþjálfunarsölum, stangir og þannig hlutir. Þá veit maður ekki alveg hvar hlutirnir eru hveiju sinni og gætir þess ekki að veija höfuðið með höndunum. Það væri örugglega hægt að setja upp ein- hvers konar viðvörun." Hann er spurður um reynslu sína af framkomu almenn- ings hér á landi í garð blindra. „Hún er al- mennt mjög góð, ís- lendingar mega eiga það. Sumir eru jafnvel of duglegir að bjóða hjálp en mér finnst það betra en að fólk geri of lítið af því. Maður segir bara nei og það er allt í lagi. Það er betra að spyija en horfa á án þess að gera nokkuð en það getur verið svolítið erfitt fyr- ir fólk að átta sig á þörfinni. Það er líka einstaklingsbundið hvað fólk þarf mikla hjálp.“ Hann segist ekki hafa starfað mikið með samtökum blindra, hafi einfaldlega ekki gefið sér tíma til þess enda með nóg á sinni könnu og oft meira en það. Hann segist ekki heldur hafa áhuga á því að vera of mikið með öðrum blindum, þeir einangri sig of mikið að hans mati. Hann vilji sjálfur fremur umgangast fólk með fulla sjón. „Þetta er að þróast í þessa átt, það er víða verið leggja af blindraskóla í heiminum.“ Er blaðamaður reyndi fyrst að ná í Birki var hann í bíói með félögum sínum. Hann hefur í fimm ár spilað í hljómsveit og hefur ekki gefið tón- listina upp á bátinn þrátt fyrir erf- itt háskólanám. Meðal annars seg- ist hann nú semja sjálfur músík í hjáverkum og hún sé með klassísk- um brag. Hann á öflugt hljómborð sem hann getur notað til að full- vinna tónlistina. Birkir nýtur þess að hafa öruggt tóneyra, segist geta spilað lag fljótlega eftir að hafa heyrt það. Hann nýtir sér talsvert hljóð- snældur með bókmenntum og ekki síður geisladiska sem hann pantar þá erlendis með aðstoð alnetsins, hann hefur m.a. aðgang að banda- rísku bókasafni fyrir blinda. Disk- arnir séu mun betri en snældurnar þegar verið sé að nota námsbækur og leita þurfi aftur og aftur á sama staðnum. „í stað- inn fyrir að leita að spólu númer þijú og spóla síðan er nóg að klikka á réttan stað á skjánum.“ Birkir segir að nám- ið í tölvunarfræðinni gangi dálítið misjafn- lega enda sé hann ekki búinn að fá nærri því allar bækurnar enn þá þótt kominn sé nóvem- ber. Ákveðið var að kennararnir útveguðu Birki samantektir úr stærðfræðibókunum sem sumar eru þykkar og enginn vegur að koma þeim á blindraletur. Hann segir að einnig séu enn vandamál í sam- bandi við tölvukerfið og hann sé ekki búinn að fá aðgang og aðstöðu við háskólatölvuna. „Viljinn er fyrir hendi“ „Það er dálítið tæpt í einni grein hvort ég næ prófinu, mig vantar enn bókina en ég nýt félaga minna. Miðað við aðstæður gengur námið vel en það er erfitt að stunda þetta án bóka. Viljinn er fyrir hendi en fólk tekur oft of seint við sér.“ Hann segir að allir séu boðnir og búnir að hjálpa sér, tveir af nem- endunum fylgja honum í tíma og læra með honum. Ljóst er hins veg- ar að þar sem blindur nemandi hef- ur ekki áður reynt að stunda nám af þessu tagi í skólanum þarf að finna upp hjólið í mörgum efnum, finna nýjar lausnir. Birkir lýsir skilningi á þessum byijunarerfíð- leikum en viðurkennir þó að stund- um verði hann óþolinmóður og ergi- legur. Tímarnir nýtist sér oft lítið þar sem hann geti ekki glósað. Hann segir metnaðargirni ávallt hafa fleytt sér áfram. „Og ég er ekkert að gefast upp, það hef ég aldrei gert og fer ekki að byija á því núna.“ Birkir Rúnar Gunnarsson Prestsvígsla í Dómkirkjunni • • ALVORU HÖFUNDUR —o--- GLÆSILEGIR RITDÓMAR •*- J Góða nótt, Silja ★ ★★ (Dagur 18. nóv.1997) Arteð Góða nótt, Silja hefur Sigurjón Artagnús- son skapað sérlega goft verk. Þegar best lætur er saga hans glæsileg. Hún er ætíð óhugaverð, um margt óvenjuleg og gleymist ekki svo auðveldlega. Sigurjón AAagnússon stígur hér fram með magnaða skóldsögu sem ber þess merki að vera vel unnin og þaulhugsuð. (RÚV 17. nóv 1997) GOÐA NOTT, SILJA Sigurjón Magnússon Góða nótt, Silja ★ ★★ (Dagsljós) Bókin er óskaplega vel skrifuð... Þetta er mjög mögnuð saga. Eg las hana þrisvar__mér fannst hún verða betri í hvert sinn. Og hún situr ennþó í mér. ... Hann er feikilega góður stílisti, hefur eitthvert sálfræðilegt innsæi. ...Artenn sem skrifa svona vel eiga bara að skrifa. BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði sunnudaginn 9. nóvember þrjá presta. Á myndinni eru þeir ásamt vígsluvottum og biskupi: Frá vinstri séra Örn Friðriksson, fyrrum prestur á Skútustöðum og prófastur Þingeyinga, og við hlið hans stendur eftirmað- ur hans, sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson. Milli þeirra er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sem annaðist þjálfun prestsefn- anna fyrir embættistökuna, þá sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur, sem þjónaði fyr- ir altari ásamt biskupi, við hlið sr. Hjalta er sr. Árni Sigurðs- son, fyrrum sóknarprestur á Blönduósi, og eftirmaður hans stendur fyrir framan hann, sr. Sveinbjörn R. Einarsson. Lengst til hægri er sr. Bryndís Malla Elísdóttir en maður hennar, sr. Baldur Gautur Baldursson, stendur við lilið hennar. Tekur sr. Baldur við af sr. Bjarna Guðmundssyni, sóknarpresti á Valþjófsstað, en hann gat ekki verið vígsluvott- ur á þessum degi þar sem þá héldu sóknarbörn hans honum og fjölskyldu hans kveðjuhóf. BJARTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.