Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Sameining sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu Fjölmennur kynningarfundur Hvammstanga - Vestur-Hún- vetningar fjölmenntu á kynning- arfund um sameiningu sveitarfé- laganna í héraðinu en fundurinn var í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga á mánudagskvöldið 17. nóv- ember. Á þriðja hundrað manns kom á fundinn og hlýddu á rök með og á móti sameiningu. Haldnir hafa verið kynningar- fundir í öllum sveitarfélögum og var þessi fundur hinn síðasti sem slíkur. Framsögumenn voru Jón Magn- ússon, forstöðumaður Byggða- stofnunar á Sauðárkróki og Har- aldur Líndal, sérlega ráðinn starfsmaður sameiningarnefndar- innar. Einnig sat undirbúnings- nefndin fyrir svörum. Fram kom hjá Jóni að Vestur-Húnavatns- sýsla væri skilgreind í úttekt Byggðastofnunar sem svæði í áhættu vegna fólksfækkunar. Svo er reyndar um ijölmörg svæði á landsbyggðinni. Margir fundargesta tóku til máls og reifuðu hina ýmsu mála- flokka. Af máli fundarmanna virðist mega ráða að verulegur vilji væri fyrir sameiningu. Þótt leitað væri eftir ókostum á sam- einingunni kom ekkert sérstakt atriði fram. Ljóst er að erfið mál bíða úrlausnar í héraðinu hvort sem gengið er til sameiningar eða ekki. Má nefna atvinnumál og skólamál. Nokkrir fundarmenn gáfu sér þá niðurstöðu að sameining yrði samþykkt og vörpuðu fram heiti á hið nýja sveitarfélag, Húna- byggð og Húnaþing. Formaður undirbúningsnefndarinnar, Þor- valdur Böðvarsson, lýsti í fundar- lok þeirri skoðun sinni að ef hérað- ið yrði sameinað í eitt sveitarfélag gæti það orðið að forystuafli í byggðum við Húnaflóa. Kosið verður á laugardaginn 29. nóvem- ber og stendur utankjörfundar- kosning yfir. Dagur íslenskrar tungu Húsavík - Safnahúsið á Húsa- vík minntist dags íslenskrar tungu með því að fá dr. Hös- kuld Þráinsson, prófessor við Háskóla íslands, til að flytja fyrirlestur er hann nefndi: Hvað geta Færeyingar kennt okkur um íslensku? Rakti Höskuldur þróun mál- ræktar hjá Færeyingum með samanburði við það sem gerst hefur á íslandi. rAðstefnuröð SAMGÖNeURÁÐUNEYTlSINS OG R.H.A. 22. nóvember nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð. Fundarstjóri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, RHA. Önnur ráðstefnan í ráðstefnuröð Samgönguráðuneytisins og Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram í síma 463 0900, fax 463 0999, netfang maria@unakis. Samgönguráðuneytið Háskólans á Akureyri úfpuni ^njóbi^ajrríI n=í!t.SB. irm )/eiwab/iéir Afsláttur m-3D% m og Sport Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555-2887 og 555-4487 Morgunblaðið/Davíð Pétursson AFMÆLISHÁTÍÐIN hófst með því að gestir gengu inn í vélasal í Andakílsárvirkjun, en í honum var óvenju hljótt, því slökkt var á öllum vélum. 50 ára afmæli Andakílsár- virkjunar AFMÆLISHÁTÍÐIN Andakíls- árvirkjunar nýlega hófst með því að gestir gengu inn í vélasal en í honum var óvenju hljótt, þvi slökkt var á öllum vélum, veit- ingamenn í óða önn að leggja á borð og hlaða þau veisluföngum. Harmoníkuleikarar frá Tónlist- arskóla Akraness léku fyrir gesti. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- formaður Andakílsárvirkjunar, flutti stutt ávarp en síðan tók Magnús Oddsson, veitustjóri Akranessveitu, til máls, og rakti sögu Andakílsárvirkjunar sl. 50 ár ásamt undirbúningstímanum, áður en virlgað var. Saga virkj- unarinnar var skráð af Óskari Eggertssyni, fyrrum stöðvar- stjóra Andakílsárvirkjunar, og ber nafnið ;,Ljósið kemur langt og mjótt“. I máli Magnúsar kom fram að fyrstu árin hefði virkjunin verið rekin með halla, en halli hefur ekki sést hjá fyrir- SVAVA Kristjánsdóttir tók á móti tölvunum og borðunum fyrir hönd Andakíls- og Kleppjárnsreykjaskóla. tækinu síðan 1950 eða í 47 ár. Magnús Guðmundsson, stjórn- arformaður Andakílsárvirkjun- ar í nokkra áratugi, flutti minn- ingarbrot og sagði frá afskipt- um sínum af Andakílsárvirkjun. Nú eru fastráðnir starfsmenn 3 auk veitustjórans, en þeir eru Sverrir Hallgrímsson yfirvél- fræðingur, Guðbjörn Tryggva- son rafvirki og Ingimar Stein- þórsson húsasmiður. Stjórnar- formenn hafa aðeins verið 3 í þessi 50 ár. Fyrstur var Haraldur Böðvarsson, síðan Magnús Guð- mundsson og nú síðustu 2 árin eða síðan Akraneskaupstaður varð einkaeigandi hefur Gunnar Sigurðsson verið stjórnarfor- maður. Síðasti liður dagskrárinnar var afhending gjafa, í stað þess að fá gjafir voru gjafir gefnar af „afmælisbarninu". Gunnar stjórnarformaður afhenti skóla- stjórum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi sína margmiðlunartölvuna hvorum, ásamt tölvuborðum. Fyrir hönd grunnskólanna, Andakílsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla tók Svava Kristjánsdóttir skóla- nefndarmaður á móti tölvunum og borðunum. Nýr verslunar- og þjónustukjarni Selfossi - Nýr verslunar- og þjónustukjarni var formlega tekinn í notkun á Selfossi nú nýverið. Húsnæðið er í miðbæ Selfoss og stendur við hliðina á Bæjar- og héraðsbóka- safni Árnessýslu. Þrjú þjónustufyrirtæki hafa tekið til starfa í þessu nýja húsnæði en þau eru Gleraugnaverslun Suðurlands, Filmverk og Rakarastofa Bjöms Gíslasonar, þau tvö síðamefndu eru rótgróin fyrirtæki á Selfossi, Filmverk í eigu Gunnars Sigur- geirssonar og konu hans, Gerðar Óskarsdóttur, og Rakara- stofa Bjöms Gíslasonar í eigu feðganna Bjöms Gíslasonar og Kjartans Bjömssonar. Gleraugnaverslun Suðurlands er ný verslun á Selfossi í eigu sjóntækjafræðinganna Sigþórs Sigurðssonar, Guðrúnar Guðjónsdóttur og Benedikts Þórs- Morgunblaðið/Sig. Fannar sonar. GUNNAR Sigurgeirsson og Gerður Oskars- Fyrirhugað er að fleiri þjónustufyrirtæki taki til starfa í dóttir ánægð í nýju húsnæði Filmverks. húsnæðinu en ennþá standa eftir laus pláss til útleigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.