Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 64
* 64 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ' 'i HÁSKÓLABÍÓ # * HASKOLABIO Hagatorgi, símí 552 2140 Sýnd kl. 7, 9.15 og 11. BJ ieára. Leikstjóri: Kenneth I Aðalhlutverk: Kennet Julie Christie, Rich. Sýnd kl. 6. Siðustu Sýnd kl. 7, 9 og 11. Sýnd kl 5. mpýmíM -JJ J Alfabnkka Ö, simi S07 8900 og 507 8905 nns i GONöFIRACY THEORY Tveir af fyndnustu mönnum heims, Robin Williams og Billy Crystal, eru hér í fyrsta sinn saman í sprenghlægilegri grínmynd í leikstjórn Ivan Reitman (Ghostbuster, Twins). Þá kemur einn heitasti karlleikarinn í dag fram í skemmtilegu ges- tahlutverki. Hver? ROBIN MYND Allt sem hí sagði var: „Þú átt hann ...en sagði þi WILUAMSs“ BILLY CRYSTAL EFTIR IVAN REITMAN Isún tmlflicrakki. Tveirpobbar. Stór Ipurning! Sýnd kl. 5, 6.45, 9 og 11 . B.i. 14 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÖDQDIGFTAL , , , Sýnd kl. 9.05 og breakdown 11.20. Sýnd kl. 9. FACE/OFF B.I16. fnim ví Sýndkl. 5. UMEENNBIGÍM fi I IM u. taii Periur og Svm sý7n^kl9 5 I 35.000 fctuni tekur , stefnn forset- hryðju- verka- málum óvænta stefnuí www.pepsi.com/peacemaker www.samfilm.is Send- " ing frá Eyjum TÓrVIJST Geisladiskur ÞJÓÐFLOKKURINN Geisladiskur „E1 Puerco"; Elíasar Bjarnhéðinssonar frá Vcstmannaeyj- um. Lög eru eftir Elias, utan nokkur eftir Hlöðver S. Guðnason. Hljóðmaður var Addi 800. Útgefandi Stöðin. 1.999 kr. 50 min. UNDIRRITAÐUR tekur starf sitt sem tónlistargagnrýnandi alvar- lega. Full ástæða er til, þar sem því fylgir mikil ábyrgð að fjalla um hug- arfóstur manna; oft ávöxt mikillar vinnu; í blaði allra landsmanna. Sá sem þetta ritar reynir að hlýða á misjafnar afurðir íslenskra tónlistar- manna með opnum hug og hlusta fímm til sex sinnum á „fórnar- lambið" áður en dómur er upp kveðinn. Því fylgir vandamál, þar sem sum- ar plötur eru þess eðlis að ekki er ljúft, stundum jafnvel kvöl og pína, á þær að hlýða. Þannig er mál með vexti um Þjóðflokkinn, plötu Elíasar Bjarnhéðinssonar sem kallar sig E1 Puerco. Best er hægt að.lýsa tónlist Elías- ar með því að kalla hana leiðinlega, því það er hún sannarlega. Lögin eru fábreytileg og ófrumleg; byggjast að miklu leyti á endurtekningu, þai1 sem síðasta lína erindis er endurtekin hlustandanum til takmarkaðrar ánægju. Hljómurinn er dæmigerður og ís- lenskur, minnir mjög á níunda ára- tuginn með gervilegu hljómborði, u dauðum trommuhljómi og „iðnaðar“- gítarleik. Hljóðfæraleikur er hins vegar ágætur miðað við að hann er beinn, platan er tekin upp „live“ á einum degi. Digurbarkaleg rödd Elí- asar er afar leiðigjörn og gítar er falskur á köflum. Textar Elíasar eru skömminni skárri en tónlistin; bera vott um sér- visku og eru margir hverjir „smelln- ir“ ef svo má að orði komast: „En þarna var maður með „moonface" / þekktur fyrir konupett. / Hann var yfirmaður „in this place“ / hann káfaði á konum alveg pottþétt.“ Hrein snilld. Geislaplatan Þjóðflokkurinn átti ekki erindi á markað. Nær hefði verið fyrir Elías að dreifa upptökum til skyldmenna og vina, því ég get ekki ímyndað mér að nokkur annar hafi minnsta áhuga á að hlýða á þessi ósköp. ívar Páll Jónsson SÓLDÖGG leikur á afmælishátið Gauksins á fimmtudagskvöld ásamt hljómsveitinni Skítamóral, föstudagskvöld á Langasandi, Akranesi og á laugardagskvöldinu í Stapanum Njarðvík. Skemmtanír ■ TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í sfðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal til- kynningum til Kolbrúnar, í bréfsima 569 1181 eða á netfang frett(a>mbl.is. ■ NAUSTKJALLARINN er opinn fostudags- og Iaugardagskvöld. Lif- andi tónlist bæði kvöldin. Hilmar Sverrisson og félagar sjá um fjörið fostudagskvöld og Gammeldansk frá Borgarnesi laugardagskvöld. ■ RE YK J AVÍKURSTOFAN við Vest- urgötu er opin föstudag og laugardag til kl. 3. ■ NAUSTIÐ er opið fimmtudags- og sunnudagskvöld til kl. 1. Föstudag og laugardag til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Marion Herrera frá Frakklandi leikur matartónlist á hörpu. ■ GULLÖLDIN, Grafarvogi Gömlu brýnin Svensen & Hallfunkel leika fóstudags- og laugardagskvöld. ■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugar- dagskvöld opið frá kl. 19-3. Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson leika fyrir gesti. I Súlnasai á laugardagskvöld er lokasýning á skemmtun vetrarins Allabaddarf og dansleikur með hljómsveitinni Saga Klass frá kl. 23.30-3. ■ SIR OLIVER Á föstudagskvöldum í nóvember verður haldið Halla og Ladda kvöld og hefst það kl. 23. A þessum kvöldum verður gríntilboð á öli auk þess sem konur fá glaðning til kl. 23. Þess má geta að aðgangur er ókeypis til kl. 22 en eftir það kostar 500 kr. inn. ■ KÁNTRÝKLÚBBURINN KÚREKINN, Kársnesbraut 106, Kóp. Dansæfing föstudagskvöld ki. 21. Kúrekinn er með sýningarhóp. ■ VÍKURBÆR ' BOLUNGARVÍK Hljómsveitin Sixties leikur laugar- dagskvöld frá kl. 23-3. ■ LEKKERT er nafn á tríói sem fer nokkuð óhefðbundnar leiðir. Þeir fé- iagarnir leika mest gamla rokk- og popptónlist td. frá Pink Floyd, David Bowie, Tom Waits, REM og fleirum, en það sem er óvenjulegt er hljóðfæra- skipanin; tveir kassagítarar og kontra- bassi! Eins og nærri má geta hafa þau lög sem Lekkert flytur nokkuð sér- stakan blæ, en fólk getur kynnt sér það nánar á Fógetanum fimmtu- dagskvöld. Lekkert skipa: Orri Harðarson, söngur og gítar, Ragnar Emilsson, gítar og söngur og Jón Ingóifsson, kontrabassi og söngur. ■ VESTANHAFS leikur á Ránni Keflavík föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi stendur fyrir afmælistónleikum skólans fóstu- dagskvöld, en skóiinn varð 20 ára fyrir nokkru. Fram munu koma margir frægir tónlistarmenn hvort sem eru gamlir nemendur úr skólanum eða núverandi nemendur skólans, sem dæmi má nefna hljómveitirnar GOS, Tíbrá, Frímann, Abbababb, Mr. Moon, Bróðir Darwins, Soul De Luxe, Fresh, Þykkt og Orra Harðar, Halla Melló og Önnu Halldórsdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á sal skólans. ■ CAFÉ ROMANCE Breski pí- anóleikarinn Liz Gammon leikur þriðjudags- til sunnudagskvöld frá kl. 22 fyrir gesti veitingahússins. í til- kynningu frá Romance segir að Liz þyki ein af þeim bestu í sínu fagi í dag. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún A fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Gunnar Páll fyrir matargesti frá kl. 19-23. ■ GREIFARNIR halda útgáfupaití fimmtudagskvöld á Hótel Borg frá kl. 21 í tilefni af útkomu geisladisksins í ljósaskiptunum. Á fostudagskvöld leikur hljómsveitin á Hótel íslandi og á laugardagskvöld á Inghóli, Selfossi. ■ ASTRÓ Á fímmtudagskvöld halda hljómsveitirnar Maus og Soðin fiðla tónleika frá kl. 22. ■ HITT HÚSIÐ heldur síðdeg- istónleika á föstudag þar sem tónlist- armaðurinn Ölli Þeramfn kemur fram á Kakóbarnum. Þetta eru fyrstu Þeramín tónleikarnir sem haldnir eru hér á landi en reyndar nýtur hljómsveitin Soðin fiðla aðstoðar Öiia á nýju plötunni. ■ SÓLDÖGG leikur á afmælishátíð Gauksins á fimmtudagskvöld ásamt hljómsveitinni Skítamóral. Þar mun hljómsveitin kynna efni af væntanleg- um geisladiski sínum sem hefur fengið nafnið Breyt’um lit. Á föstudagskvöld leikur Sóldögg á Langasandi, Aki-a- nesi og á laugardagskvöldinu í Stapan- um Njarðvík ásamt Helga Björnssyni. ■ FEITI DVERGURINN Á fóstu- dags- og laugardagskvöld leikur Einar Jónsson. ■ SKÍTAMÓRALL leikur fimmtu- dagskvöld á Gauknum ásamt hljómsveitinni Sóldögg. Á fóstu- dagskvöld verður Skítamórall í Sjall- aiium, Akureyri. Sérstakur gestur kvöldsins er Helgi Björnsson en hann flytur lög af nýjum geisladiski sínum. Á laugardagskvöldinu leikur hljómsveitin í Víkurröst á Dalvík. ■ NÆTURGALINN Á fimmtu- dagskvöld heldur Tríó Björns Thoroddsen tónleika en ásamt Birni koma fram þeir Ásgeir Óskarsson, Gunnar Ilrafnsson og Egill Olafsson. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Hljómsveit Önnu Villvjálms og á sunnudagskvöldinu leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs nýju og gömlu dansana. ■ INGÓLFSCAFÉ Á fóstudagskvöld ætlar Páll Óskar að koma út úr plötuskápnum og leika stofutónlist eft- ir eigin smekk á efri hæð frá kl. 23-3. DJ Thomas sér um danstónlistina á neðri hæð. Opið til ki. 3. Á laugar- dagskvöld leikur lyftutónlist- arstórsveitin Casino á efri hæð frá kl. 24-3 eða eftir að Páll Óskar hefur lokið sínum leik í afmæli hjá konunni hans Gumma Alberts. DJ Thömas heldur áfram á neðri hæð til 3 með danstónlist. Aldurstakmark 23 ára. ■ HÓTEL ÍSLAND Á fímmtu- dagskvöld verða tónleikar með þeim einu og sönnu Commitments. Húsið opnar kl. 21, tónleikarnir byrjar kl. 22. Miðasala er hafin á Hótel Isiandi. Á föstudagskvöld heldur stórsýning Björgvins Halldórssonar í útvarpinu heyrði ég lag áfram. Sérstakur gestur Björgvins það kvöld verður Bjarni Arason. Á eftir verður stórdansleikur með Greifunum tii kl. 3. Á laugar- dagskvöld heldur Blaðamannafélag Islands upp á 100 ára afmælishátíð sína. Dansleikur til kl. 3, hljómsveit Björgvins Halldórssonar skemmtir. ■ STOLÍA heldur útgáfutónleika sína í Þjóðleikhúskjallaranum fímmtu- dagskvöld og hefjast þeir kl. 22. Þar mun hljómsveitin kynna nýútkominn geisiadisk sinn Flýtur vatn. Aðgangs- eyrir er 500 kr. ■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld leikur tríóið Lekkert og á fóstudags- og laugardagskvöld leikm- dúettinn Hálfköflóttir en þetta eru írskættaðir gleðipinnar. Á sunnudagskvöld leikur Halli Reynis trúbador og á miðviku- dagskvöld leika þeir Maggi Einars og Tommi Tomm. ■ RÓSENBERG Á flmmtudagskvöld heldur hljómsveitin Croisztans sína fyrstu tónleika hér á landi frá ki. 21.30. Hljómsveitin var stofnuð í Danmörku í ársbyrjun og hefur starfað víða um Evrópu í sumar. Hana skipa fjórir íslendingar, einn Frakki og einn Dani. Auk Croisztants munu koma fram hljómsveitirnar The Bag of Joys og PPPönk. Vcitingar verða í boði Karls J. Karlssonar og er aðgangseyrir 1000 kr. ■ KAFFI AKUREYRI Ástralski söngvarinn og hljómborðsleikarinn Glen Valentine skemmtir gestum fimmtudags- og föstudagskvöld. Á laugardagskvöld er dansleikur með Siggu Beinteins og Grétari Örvars. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fimmtudagksvöld verður Stolía með útgáfutónieika. Húsið opnar ki. 22. Á föstudagskvöld verður Stjórnin með stórdansleik og á laugardagskvöld verðm- diskótek með Sigga Hlö í búrinu. ■ ÁRTÚN Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Dansbandið gömlu dansana. Húsið opnar kl. 22. Á laugar- dagskvöld leikur Keflavíkur- hljómsveitin Suðurnesjamenn frá kl. 23-3. ■ CATALÍNA KÓPAVOGI Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Viðar Jónsson. ■ BLUES EXPRESS ieika á 2. hæð Dubliners föstudagskvöld frá kl. 24 en fyrir þann tíma er einkasamkvæmi. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin á Blúsbarnum. ■ GOS leikur fimmtudags- og föstu- dagskvöld á Gjánni, Selfossi og á iaug- ardagskvöld á Gauki á Stöng. ■ KAFFI REYKJAVÍK Efnt verður til sérstaki’ar Grolsch viku og hefst hún fimmtudaginn 20. nóv. Meðan á þessai’i viku stendur verður margt gert til skemmtunar m.a. boðið upp á hollenska osta, hollenska smárétti og gestir fá tækifæri til að taka þátt í leik. Hljómsveitin Yfir Strikið ieikur fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitina skipa: Sig- urður Hrafn Guðmundsson, gítar, Árni Björnsson, bassi, Tómas Malm- berg, söngur, Ingvi Rafn Ingvason, trommur og Karl Olgeir Olgeirsson, hljómborð. ■ DUBLINER Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Spuni BB, föstu- dagskvöld Bjarni T. og laugar- dagskvöld hljómsveitin Sangría. ■ RAUÐA LJÓNIÐ Dúettinn Klappað og klárt sem skipaður er þeim Garðari Karlssyni, gítar og hljómborðsleikara og Kristbjörgu Löve söngkonu, skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. ■ KK er á ferð um landið til að kynna nýútkomna plötu sína. KK leikur fimmtudagskvöld á veitingahúsinu Við Pollinn, Akureyri, kl. 21, föstu- dagskvöld kl. 21 á Hótel Reynihlíð, Reykjahlíð, laugardagskvöld kl. 21 í Samkomuhúsinu á Húsavík, sunnu- dagskvöld kl. 21 í Grunnskólanum Kópaskeri, mánudagskvöld ki. 21 í Félagsheimilinu Hnitbjörg, Rauf- arhöfn, þriðjudagskvöld kl. 21 í Fé- lagsheimilinu Þórshöfn og miðviku- daginn 26. nóv. kl. 21 á Hótel Tanga, Vopnafirði. ■ FJÖRUGARÐURINN er opinn um helgina. Veislur haldnar að hætti Vík- inga. Magnús Kjartansson og Rúnar Júhusson leika fyrir dansi. Fjaran er opin öll kvöld og í hádeginu fimmtu- dag til sunnudags. Jón Möller leikur píanótónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ DEAD SEA APPLE heldur miðnæturtónleika í Rósenberg. Tii- efni tónleikanna er að útsendari útgáfufyrirtækisins BMG er að koma til landsins til að hlusta á ný og eldri lög frá hljómsveitinni. Þessi heimsókn kemur í kjölfar útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar Crush. Tónleikarnir hefj- ast stundvíslega kl. 24. Þess má geta að frumflutt verða nokkur ný lög. ■ ÍRLAND Hljómsveitin 8-vilIt leik- ur föstudags- og laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.