Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1997 FRÉTTIR Umræður á Alþingi um rekstrargrundvöll landvinnslu í samkeppni við sjóvinnslu um borð í frystiskipum Eftirlit með full- vinnsluskipum aukið FRÁ og með næstu áramótum verður allt eftirlit með fullvinnslu- skipum aukið verulega og verða ráðnir sérstakir eftirlitsmenn til að fylgjast með skipunum. Eiga þeir að fara að minnsta kosti einu sinni á ári um borð í hvert skip. Þá verður í frekari mæli vakað yfir gögnum þannig að unnt sé að athuga þau skip sem skera sig úr, auk þess sem eftirlit verður aukið með sýnatöku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær um rekstrargrundvöll landvinnslu í samkeppni við sjóvinnslu um borð í frystiskipum. Málshefjandi umræðunnar var Guðni Ágústsson, Framsóknar- flokki, sem sagði að óvissa væri nú í störfum og mannlífi í margri sjávarbyggð vegna þess að land- vinnslan ætti í rekstrarerfiðleikum og á hana hallaði miðað við frysti- togaravæðingu seinni ára. Sagði hann að margt væri hægt að gera til að rétta hlut hennar og jafna hana miðað við sjóvinnsi- una, t.d. með því að gera sjóvinnsl- unni skylt að vigta upp úr sjó eins og landvinnslunni, eða að land- vinnslan fengi að vigta eftir á þegar aflinn hefði verið unninn. Þá mætti jafna aðstöðumuninn með því að veita ísfiskskipum sem landa óunnum fiski til vinnslu inn- anlands ívilnun þannig að einungis t.d. 80% af aflanum teldust til notaðs aflamarks. Réttar aðferðir við mælingu skipta miklu máli Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞINGMENN hlusta á umræður: Frá vinstri Guðjón Guðmunds- son, Guðmundur Hallvarðsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Einar K. Guðfinnsson. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra benti á að árið 1992 hefðu verið sett sérstök lög á Al- þingi um fullvinnsluskip og hluti af þeirri löggjöf hefði falið í sér að frá og með september 1996 hefði átt að gera kröfur til þess að þau ynnu allan aflann um borð. Þetta ákvæði laganna hefði verið gagnrýnt af ýmsum sem töldu ófært að skylda menn til að vinna afla með tapi. Við endurskoðun laganna hefði verið lagt til að fail- ið yrði frá þessari kröfu og sú breyting á lögunum hefði verið gerð í einu hljóði á Alþingi vorið 1996. Sagði Þorsteinn að sjávarút- vegsráðuneytið hefði hins vegar ákveðið að skipa sérstakan starfs- hóp til þess að kanna og meta hvort munur væri á raunnýtingu um borð í fullvinnsluskipum og þeirri nýtingu sem mælist við reglubundna sýnatöku og lögð er til grundvallar við útreikninga á nýtingu aflaheimilda fullvinnslu- skipanna. Sagði hann það skipta mjög miklu máli að þær aðferðir sem notaðar væru við að mæla afla fiskiskipanna væru réttar, því ef annað kæmi á daginn væri óeðlilegur mismunur á milli sjó- vinnslu og landvinnslu. Sagði Þorsteinn að starfshópur- inn hefði skilaði niðurstöðu nú í haust og þar væri lagt til að áfram yrði byggt á þeim nýtingarstuðlum sem stuðst hefur verið við fram til þessa en allt eftirlit stórkostlega aukið. „Ráðuneytið hefur gefið Fiski- stofu fyrirmæli um að auka eftir- jX/. .... A .. . T-: "... l \''t. ' Í ' i 'M-i 3ÍudT;j:;|l>| M ið| ALÞINGI litið og er að því stefnt að eftirlits- menn verði að minnsta kosti í 1-2 veiðiferðum í hveiju einasta skipi og að vinnu við vigtunarreglugerð sem verið hefur í endurskoðun verði hraðað, en sérstaklega verði tekinn út í þeirri vinnu sá kafli sem lýtur að vigtun afla og reikn- iaðferðum um borð í fullvinnslu- skipum og að endurskoðaðar verði reglur um ísingarstuðla sem hafa verið notaðir við bakreikning á afla frystiskipanna," sagði Þor- steinn. Sagði hann að stefnt væri að því að þetta aukna eftirlit kæmi til framkvæmda um næstu ára- mót. Hlutur fullvinnsluskipa lítið breyst síðustu ár í máli Þorsteins kom fram að hlutur vinnsluskipa í lönduðum afla af íslandsmiðum hefði aukist úr 12,8% í þorskvinnslunni árið 1990 í 14,9% árið 1996. í ýsu hefði aukningin verið úr 13,8% í 19,8%, ufsavinnsla hefði minnkað úr 17,4% í 11,6%, karfavinnsla aukist úr 19,2% í 32% og grálúðu- vinnslan úr 33% í 59%. Megin- breytingarnar hefðu orðið á árun- um 1990-1993, en síðan hefðu orðið tiltölulega litlar breytingar. Einbýli - staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi á Reykjavíkursvæðinu. Óskastaðsetning vesturbær, austurbær, Garðabær, Hamra- eða Foldahverfi. Verðhugmynd 15-20 milljónir. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Nánari upplýsingar veita Bárður, Ingólfur eða Þórarinn. 2ja herb. — staðgreiðsla Óskum eftir fyrir eldri konu 2ja herb. íbúð á verð- bilinu 5 til 6 millj., í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar veita Bárður, Ingólfur eða Þórarinn. Valhöll fasteignasala, Mörkinni 3, Reykjavík, sími 588 4477. MORGUNBLAÐIÐ Alþingi Tilkoma hitaveitunnar dró úr losun koldíoxíðs LEIÐA má að því líkur, að með tilkomu hitaveitu og húshitun- ar með rafmagni hér á landi í stað oliu- og kolakyndingar, hafi losun koldioxíðs út í andrúmsloftið dregist saman um eina milljón tonna á ári, frá árinu 1950 fram til ársins 1992, miðað við upplýsingar frá Orkustofnun. Til samanburðar er talið að heildarlosun koldíoxíðs hér á landi hafi á seinasta ári verið um 2,7 milljónir tonna. Þriðjungur þess kom frá samgöngum, þriðj- ungur frá fiskveiðiflotanum og þriðjungur frá stóriðju og ann- arri starfsemi. Þetta kom m.a. fram í svari Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokks, um losun koldíoxíðs í andrúms- loftið. ítrekaði ráðherra við þetta tækifæri hve staða íslands væri sérstæð á alþjóðlegum vettvangi að þessu leyti, því hér á landi hefði þegar verið tekist á við mikið af þeim vandamálum og verkefnum sem aðrar þjóðir ættu eftir að takast á við. „Það er að segja þeim verkefnum að nýta endurnýjanlega orkugjafa til þess að draga úr mengun andrúmsloftsins og losun gróður- húsalofttegundanna." Hjálmar Árnason sagði að í svari ráðherra kæmu fram athygl- isverðar tölur um það hversu mikilvægt skref Islendingar hefðu stigið með því að nýta hitaveitu í stað kola og olíu. Sagði hann að næstu skref væru að ráðast á „syndir okkar þar sem þær væru verstar,“ og vísaði þar til útblásturs frá bílum annars vegar og frá fiskiskipum hins vegar. Hvatti hann ríkisstjórnina til að stíga jafndjörf skref við vetnisvæðinguna og við hitaveitu- væðinguna. Efnahagslegar skýringar á fjölgun bótaþega ÖRORKUBÓTAÞEGUM fjölgaði um rúm 30% milli áranna 1980 og 1995 og hlutfall örorkulífeyrisþega af heildarfjöldanum jókst úr 51% í 80%. Telur heilbrigðisráðuneytið að þessi fjölgun eigi sér frekar efnahagslegar skýringar en læknisfræðilegar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Árið 1980 fengu alls 6.695 manns örorkubætur, þar af fengu 3.391 örorkulífeyri og 3.304 örorkustyrk. Árið 1995 fengu alls 8.680 manns örorkulíf- eyri, þar af fengu 6.897 ororkulífeyri og 1.783 örorkustyrk. Segir í svarinu að ekki sé unnt að fullyrða að ein skýring ráði mestu um þessa fjölgun. Mestu skipti, að atvinnuleysi jókst mjög á tímabilinu, sem varð til þess að öryrkjar áttu erfiðara með að fá vinnu og ýmsir misstu vinnu sína. Við það jókst ásókn í örorku- bætur, m.a. vegna fyrirkomulags á greiðslu atvinnuleysisbóta, biðtíma og fleira. Þessu til viðbótar megi benda á fjölgun slysa á tímabilinu, aukna vitund almennings um rétt sinn og aukna ráð- gjöf og fræðslu um hvaða rétt einstaklingar eigi og hvernig hann náist fram. 55 milljónirtil hrossaútflutnings FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbúnaðarins hefur veitt rúmlega 55 miiljónir króna í lán eða styrki vegna hrossaútflutnings eða kynningar á íslenska hestinum erlendis á árunum 1990 til 1997. Alls er um 54 styrki eða lán að ræða til ýmissa aðila svo sem Félags hrossabænda og Hestaíþróttasambands íslands. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, þingflokki jafnaðarmanna. í svarinu má jafnframt sjá að stærsta upphæðin hefur farið til Bændaskólans á Hólum eða alls 17 milljónir króna. Mun henni verða varið til uPPbyggingar á aðstöðu til rannsókna og kennslu í hrossarækt við skólann. Endurskoðun áfengislaganna að Ijúka STEFNT er að því að endurskoðun áfengislaga Ijúki í næsta mánuði og að frumvarp til breytinga á áfengislögum verði lagt fram á Alþingi fyrir jól eða i byijun þings eftir áramót. Þetta kom m.a. fram í svari Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Svavar Gestssonar, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra, um áfengislög. Aðspurður sagðist Þorsteinn ekki geta fjallað um efnisatriði þeirrar endurskoðun- ar sem nú færi fram vegna þess að henni væri ekki lokið. Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur verði lögfest LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um samein- ingu Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar. Er frumvarpið lagt fram með vísan til þess að hinn 21. júní sl. var tillaga um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar samþykkt í báðum sveitarfélögunum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að lögin öðlist þegar gildi og hafi ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar. Alþingi Dagskrá Dagskrá Alþingis ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Heilbrigðisþjónusta. 1. umræða 2. Framtíðarskipan raforkumála. Fyrri umræða 3. Starfsemi kauphallar. 1. umr. 4. Verðbréfaviðskipti. 1. umr. 5. Fangelsi og fangavist. 1. umr. (Ef leyft verður) 6. Úttekt á fjárhagsvanda Háskóla íslands. Fyrri umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.