Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA er nú aldeilis áfangi á réttu leiðinni Dóri. Miklu betra skjól fyrir norðangarranum . . . Málþing í geðheilbrigðisfræðum Bæta þarf almennt geðheilbrigði HALLDÓRA Ólafsdóttir, formaður Geðlæknafélags íslands, segir að ein meginniðurstaða málþings í geðheil- brigðisfræðum, sem haldið var um síðustu helgi, sé mikilvægi þess að hefjast sem fyrst handa við að bæta almennt geðheilbrigði fólks og geð- heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Málþingið var haldið til heiðurs Tómasi Helgasyni prófessor og var dr. David Goldberg frá Maudsley Hospital í London meðal fyrirlesara. í erindi Goidbergs kom fram að hann teldi það forgangsmál í heilbrigðis- og geðheiibrigðismálum að bæta ai- mennt þjóðféiagsiegt umhverfi fólks. Sagði hann að langflestir geðsjúk- dómar og fíkniefnavandamál væru nátengd því þjóðfélagi sem lifað er stjórnbúnaður Þú finnur | varla betri j lausn. í E HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 við að undanskildum alvarlegri geð- sjúkdómum eins og geðhvörfum, geð- klofa og alvariegu þunglyndi. Árang- ursríkustu fyrirbyggjandi aðgerðirn- ar fælust í að tryggja að sem flestir fengju grunnþörfum sínum fullnægt í þjóðfélaginu svo sem tryggu hús- næði, afkomu, vinnu og þjóðfélags- legu öryggi. Til að draga úr tíðni geðsjúkdóma sagði hann að kenna þyrfti uppeld- isaðferðir í skólum, sem skyldugrein. Þeir sem þyrftu nauðsynlega að iæra slíkt í gegnum skólakerfið væru þeir sem síst hefðu haft tækifæri til að læra góðar uppeldisaðferðir hjá for- eldrum sínum. Lagði hann ríka áherslu á að þjóðfélagið styddi vel við bakið á fjölskyldum til að draga úr tíðni hjónaskilnaða. Það væri mjög vanmetið hvað hjónaskilnaðir hefðu slæm áhrif á böm. Tekið á hegðunarvandamálum James C. Anthony, prófessor við John Hopkins-háskólann í Baltimore, tók í sama streng en hann talaði eink-. um um forvarnir gegn vímuefnum. Sagði hann að í Bandaríkjunum væri unnið að rannsókn, þar sem kennur- um væri kennt að taka betur á hegð- unarvandamálum barna á aldrinum sex til sjö ára og að kenna þeim góða hegðun. Benti hann á að of seint væri að kenna góða hegðun eftir að unglingsaldri væri náð og ætti það einkum við um drengi. Sagði hann að foreldrar og kennarar þyrftu að gera sér grein fyrir að halda þyrfti betur utan um stráka heldur en gert væri og kenna þeim betri hegðun. Munk-Jörgensen, faraldsfræðing- ur frá Árósum, benti á í erindi sínu að þegar samdráttur yrði í geðheil- brigðiskerfinu eins og raunin hafi verið í Danmörku á síðari árum þá fengju þeir sem eiga við vægari geðraskanir að stríða síður meðferð þegar athyglin færi að beinast nær eingöngu að þeim sem væru mest veikir. Um stóran hóp einstaklinga væri að ræða, eða 10% á hverjum tíma sem þjáðust af vægum geðsjúk- dómum. Hans Háfner, geðlæknir frá Mannheim, gerði grein fyrir lang- tímarannsókn á geðklofasjúklingum. Áður fyrr var því haldið fram að geðklofi væri sjúkdómur sem leiddi til meiri hnignunar eftir því sem árin liðu en með nútíma lækningaað- ferðum hafi komið í ijós að svo er ekki. Erfiðustu tímabilin væru oft fyrstu fímm árin en síðan er ferill sjúkdómsins mjög stöðugur. Benti Háfner á i erindi sínu að sjúklingar hafi oft borið forstigseinkenni sjúk- dómsins í fimm ár áður en sjúkdóm- urinn er greindur en að talið sé mjög mikilvægt að greina sjúkdóminn snemma til að bæta batahorfur sjúkl- inganna. Vímuefni og geðkvillar Kristinn Tómasson geðlæknir kynnti faraldsfræðilega rannsókn á vímuefnaneytendum sem þjást af öðrum kvillum án þess að íjallað væri um hvort geðkvillar eða sjúk- dómar orsökuðust af vímuefna- neyslu eða ekki en þeir hefðu umtals- verða þýðingu fyrir gang veikind- anna og horfur sjúklinganna. Sagði hann það gífurlega mikilvægt að meðhöndla báða sjúkdómana, bæði þunglyndi og þá kvilla sem væru langalgengastir samhliða vímuefna- misnotkuninni. Ef það væri ekki gert væri meiri hætta á að fólk gæfist upp og leitaði á ný í vímuefni. I erindi Jóns Stefánssonar, yfir- læknis á geðdeild Landspítalans, kom fram að með nútíma greining- artækjum í geðlækningum hefði tek- ist að skoða feril geðsjúkdóma betur en áður. Tekist hefði að ná miklum gæðum og sagði hann að gerðar hefðu verið athyglisverðar rann- sóknir hér á landi en auk þess væru tækifæri til að vinna að enn frekari rannsóknum sem væru sambærileg- ar erlendum rannsóknum. Málþing um hávaða og heyrnarskaða Hávaði er vaxandi um- hverfismengun FÉLAGIÐ Heyrnar- hjálp, sem er lands- samtök heyrnar- skertra, á 60 ára afmæli í nóvember. í tilefni afmælis- ins stendur félagið fyrir málþingi um hávaða og heymarskaða í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudaginn, hinn 21. nóvember, og er það öllum opið. „Við veltum því fyrir okk- ur á þessu málþingi hvað hávaði sé, hvenær hann telj- ist skaðlegur og hvaða regl- ur eru í gildi um hávaðavam- ir, hver annist eftirlit með hávaða og hvar,“ segir Jó- hanna S. Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heyrnarhjálp- ar. „Þá verður rætt um há- vaða sem vaxandi umhverf- ismengun og ógn við fólk í borg. Að lokum ræðum við um starfsumhverfi tónlistar- manna og áhrif þess á heyrnina." - Hvað eru margir heyrnar- skertir einstaklingar á íslandi? „Líklegt er að þeir séu nálægt 26.000 talsins eða einn af hveij- um tíu hér á landi,“ segir hún. Jóhanna bendir á að stór hluti þessa fólks sé einmitt heyrnar- skertur vegna umhverfishávaða. - Hvers konar hávaði veldur heyrnarskaða? „Allur skaðlegur hávaði í um- hverfi okkar er hættulegur heilsu okkar. Hávaði snertir okkur öll til dæmis á vinnustað, af völdum tónlistarflutnings, hann er í kvik- myndahúsum, á íþróttakappleikj- um og síbyljan fer illa með tauga- kerfið. Þeir sem búa í miðbæ Reykjavíkur og nálægt flugvellin- um búa við mikinn hávaða en stærsta vandamálið við það að búa í borg er sá hávaði sem myndast vegna umferðar. Það er talið að með viðeigandi forvörn- um megi koma í veg fyrir 90% alls heyrnarskaða af völdum há- vaða.“ Mun félagið gera eitthvað fleira í tilefni afmælisins? „Já, við gáfum út sérstakt af- mælisrit um málefni heyrnar- skertra fyrir skömmu og í októ- ber gáfum við út bækling sem heitir. Hefur þú skerta heyrn? Þeim bæklingi höfum við þegar dreift vítt og breitt um landið." Hvernig hefur starf Heyrnar- hjálpar þróast á sextíu árum? „Þetta er merkilegt félag. Upp- runalega kom að stofnun félags- ins dugmikið fólk. Þá þekktust hvorki heyrnartæki né heyrnar- mælingar. Heyrnarhjálp sendi Iækna og tækjafræðinga út um land allt til að mæla heyrn fólks og útvega því heyrn- ___________ artæki. Til margra ára sá Heyrnarhjálp Jóhanna S. Einarsdóttir ►Jóhanna S. Einarsdóttir fæddist í Stykkishólmi 18. jan- úar árið 1957. Hún var stúdent frá MT árið 1977 og stundaði nám í Kennaraháskóla íslands. Jóhanna var framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna í sjö ár og hefur verið framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar sl. fjögur ár. Eiginmaður Jóhönnu er Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri og eiga þau tvær dætur. munagæsluaðila fyrir þennan stóra hóp heyrnarskertra." - Hver eru helstu haráttumál ykkar? „Eitt mikilvægasta baráttumál okkar er að hvetja til heyrnar- vemdar og í því skyni höldum við einmitt þetta málþing. Annað baráttumál er að allt íslenskt sjónvarpsefni verði textað.“ Þá segir Jóhanna að Heyrnar- hjálp berjist fyrir bættu aðgengi fyrir heyrnarskerta og það felst m.a. í því að komið verði upp tónmöskvum í flestum opinberum byggingum. Heymarhjálp merkir alla þá staði sérstaklega sem eru með aðgengi fyrir heyrnarskerta. „Við viljum einnig tryggja þjónustu til handa heyrnarskert- um nemendum. Eftir að sveitar- félögin tóku yfir rekstur grunn- skólanna fá heyrnarskert ung- menni enga þjónustu. Þetta þýðir að hér ríkir ekki jafnrétti til menntunar.“ Jóhanna bendir á að félagið sé mjög óhresst með að Heyrnar- og talmeinastöð íslands skuli ekki standa sig í stykkinu með ferðir út á land. „Hún hefur þar að ___________________ auki ekki getað sinnt u , nægilega vel því hlut- Heyrn tonlist- verki sínu að stunda alfarið um þessa þjón- ermanna er I vinnustaðamælingar. ustu við heyrnar- haettu Það er einnig óviðunandi skerta.“ .■— að fólk skuli þurfa að Jóhanna segir að árið 1978 hafi lög verið sett um Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands. „Þá tók ríkið að sér að hafa yfirumsjón með allri þjón- ustu við heyrnarskerta í landinu og þar undir féll úthlutun heyrn- artækja og heymarmælingar." Heymarhjálp hafði engu að síður með að gera umsýslan hjálpartækjabúnaðar og sá um félagslega þjónustu við heyrnar- skerta. „Á síðustu árum höfum við í vaxandi mæli reynt að byggja félagið upp sem hags- bíða mánuðum saman eftir heyrnartækjum. Allt snýst þetta auðvitað um fjármagn og við höfum talað fyr- ir daufum eyrum hjá heilbrigðis- ráðuneytinu þegar farið hefur verið fram á aukið fjármagn til Heyrnar- og talmeinastöðvarinn- ar. Heyrnarskerðing er fötlun sem sker ekki í augu og það hefur oft reynst erfitt að fá viðurkenn- ingu samfélagsins á henni. Til að ná fram okkar baráttumálum þurfum við að standa saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.