Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Framtíðarsýn fiskútflutningsfyrirtækja lofar góðu Alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja er á fleygiferð AF tíu kvótahæstu fyrirtækjum landsins eru fimm þeirra komin að meira eða minna leyti í verk- efni og samstarf erlendis. „Fyrir- tækin Samherji, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa, Grandi og Síldar- vinnslan, eru komin á kaf í alþjóða- væðingu og flest þau sjávarútvegs- fyrirtæki, sem tengjast okkur, hafa gert það á einhvern hátt með okk- ur eða við með þeim, og er ég sannfærður um að þetta er aðeins byijunin á frekari þróun í þessa átt. Þetta er á fleygiferð og von- andi verður mikill vöxtur í þessu áfram,“ sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, á hádegisverðarfundi ÍMARK, Félags íslensks markaðs- fólks, í gær. í máli Friðriks kom fram að mikill áhugi erlendra aðila væri á samstarfi við íslendinga og mörg fyrirtæki væru í skoðun bæði hjá SH og öðrum. „Ég vil ieggja áherslu á að mikilvægt er að huga að hvetju verkefni fyrir sig. Langt er síðan íslendingar fóru af stað, en því miður fóru mörg verkefni illa. Það skiptir því gífurlegu máli að fara varlega í hlutina því það er enginn vandi að misstíga sig í þessum efnum.“ Hörð samkeppni Friðrik sagði að kjúklingaiðnað- urinn í heild sinni væri stærsti keppinautur sjávarútvegsins og í samkeppninni ættu íslenskir út- flytjendur gjaman í samkeppni við stórar alþjóðakeðjur. Sölusamtök á borð við SH væru þar með lítil. Við erum lítil á alþjóða mæli- kvarða, en nógu stór til að standa undir væntingum margra kaup- enda. „Við erum fyrst og fremst að selja gæði, áreiðanleika, fjöl- breytni og stöðugleika. Um það bil 60% af afurðum bolfiskvinnslu okkar húsa er svoköliuð neytenda- vara, þ.e.a.s. vara sem endar ann- aðhvort beint á pönnu veitingahúsa eða heimila. Margir keppinautar okkar á markaðnum selja mat- væli, en huga of lítið að gæðum, áreiðanleika, fjölbreytni og stöðug- leika. Oftast vinna þeir líka á lægra verði en við, með minni tilkostnaði og skynjum við umhverfið þannig að þeir hjálpa okkur ekki við að halda uppi góðu markaðsstarfi." Tækifæri alls staðar Að mati Friðriks liggja ný tæki- færi allt í kringum okkur í heimi, sem er stöðugt að minnka í mark- aðslegu tilliti. Um framtíðarhorfur sagði hann að búast mætti við auknum kröfum í umhverfismálum þar sem nýir tímar væru að fara í hönd: færra fólk í heimili, vax- andi áhersla á svokallaðar þæg- indavörur, tilhneiging til heilbrigð- ara lífemis og aukin samþjöppun neytenda svo eitthvað sé nefnt. Ekki mætti svo gleyma þeirri bylt- ingu, sem nú ætti sér stað í sam- skiptatækni sem kæmi til með að hafa gríðarleg áhrif á allt markaðs- starf. Hann nefndi sem dæmi að nú væri söluskrifstofa SH komin í fjögurra stafa innanhúss símkerfi SH í Reykjavík. Um væri að ræða tilraun í samstarfí við Póst og síma, en ef hún lofaði góðu, yrði farið eins að með aðrar söluskrifstofur víðs vegar um heim. Þetta kæmi vissulega til með að stytta boðleið- irnir. Hnattrænn markaður Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs íslands, sagðist ekki hafa trú á því að heimurinn væri að verða of lítill fyrir íslensk fisksölufyrirtæki. Aft- ur á móti kallaði framtíðin á að komast sem næst hinum endan- lega neytanda. íslendingar ættu nú orðið í fjölda erlendra fyrir- tækja og kæmu nálægt rekstri um 50 erlendra togara. Að mati Jóns er æskilegt að fisksölufyrirtækin stækki til að eiga mótleik gegn vaxandi samþjöppun fískkaup- enda, hnattrænum markaði og til að ná betri kostnaðamýtingu. Mikil keppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi og físksölu, að sögn Jóns, sem vitnaði í kennisetningar hagfræðingsins Michael Porter, sem heldur því m.a. fram að til þess að ná árangri í alþjóða við- skiptum, sé kröfuharður heima- markaður og virk samkeppni helstu forsendur. ísland félli undir það. Við ættum hinsvegar enn mörg ónýtt tækifæri, örugglega mun fleiri en við gerðum okkur grein fyrir. Við yrðum að líta á veiðar, vinnslu, viðskipti, vélar og vísindi í einu samhengi og mjólka þessi fimm svið eins og kostur væri. „Möguleikarnir felast m.a. í því að þau markaðskerfi, sem fyr- irtækin hafa komið upp, vekja undrun og kannski öfund annarra. Það eru ekki margir aðilar, sem eiga jafn víðfeðm markaðskerfi og við Islendingar," sagði Jón Ás- bergsson. 56. Fiskiþing hefst í dag FISKIÞING verður haldið í Reykja- vík í dag, fimmtudag, og föstudag. Það er í 56. sinn sem Fiskiþing er haldið. Umhverfismál, fiskifræði og stjórnun fískveiða verða helztu við- fangsefni þingsins. Fiskiþing verður haldið að Grand Hótel við Sigtún og hefst það klukk- an 13.15 með þingsetningu for- manns Fiskifélags Islands, Einars K. Guðfinnssonar. Að því loknu flytja ávörp Bjami Grímsson fiski- málastjóri og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Að loknu kaffihléi fjallar Gunnar Stefánsson, tölfræðingur á Hafrannsóknastofn- un, um fjölstofnarannsóknir og áhrif þorsks á rækju og loðnu; Níels Einarsson fjallar um umhverfissam- tök, aðferðir þeirra og nýja áherzlur og Baldvin Jónsson ræðir um sjáv- arútveg á lífrænan máta. Fyrir- spurnir verða að loknu hverju er- indi. Að loknum erindum verður skýrsla fiskimálastjóra flutt og lagðar fram til fyrri umræðu tillög- ur og ályktanir fiskideilda og tillög- ur frá þingfulltrúum og hagsmuna- aðilum. Að því loknu hefjast nefnd- arstörf og standa þau fram eftir kvöldi og til hádegis á föstudag. Klukkan 13.30 hefst síðari umræða og afgreiðsla mála. Þinginu lýkur svo með kosningu til stjómar Fiski- félags íslands. ★ Við höfixm í 40 ár framleitt falleg og vönduð rúm. ★ Við bjóðum vandaðar vörur á verði fyrir alla. ★ Komið og sjáið úrvalið í verslun okkar á Grensásvegi 3. Grensásvegi 3, 108 Reykjavík, s. 5681144. Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson SÍLDIN veiðist nú aðeins í flottroll fyrir austan. Smásfld við Eldey FUNDIST hefur töluvert af síld við Eldey og Eldeyjarboða en að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Haf- rannsóknastofnunar, er um að ræða unga síld, 26-27 sm langa. Getur hún komið inn í veiðina á næsta ári. Var Árni Friðriksson við rann- sóknir á þessu svæði og í gær var hann við síldarleit í Jökuldjúpi. Jakob sagði, að þeir leggðu mikla áherslu á að kanna síldina við Suð- vesturlandið, ekki síst vegna þess hve illa hefði gengið fyrir austan. Kvaðst hann ekki hafa nógu góða skýringu á ástandinu þar en þegar Bjami Sæmundsson hefði verið þar fýrir skömmu, hefði yfirborðssjór- inn verið mjög hlýr og síldin haldið sig í kaldari djúpsjó. Hefðu menn þá talað um, að vetrarástandið Jakob sagði, að sjómenn töluðu um, að minna væri nú af síldinni fyrir austan en á síðustu árum en hins vegar hefði fengist þar mjög góð mæling fyrir ári, sem gaf til kynna, að þar væri gömul síld og stygg og töluvert af henni. Sagði hann, að það væri hins vegar gott að vita af því, að allmikið af síld væri að vaxa upp suðvestanlands. Árni Friðriksson verður við síld- arleit við Vesturlandið í einn eða tvo daga enn en mun síðan verða með Bjarna Sæmundssyni við loðnuleit. Bjarni var í gær á Horn- banka en gat lítið verið að vegna norðaustanhvassviðris á Græn- landssundi. Námskeið í þurrkun fiskafurða Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heldur námskeið föstudaginn 21. nóvember um þurrkun fískafurða. Þetta er þriðja árið sem námskeiðið er haldið en strax á því fyrsta var augljóst að eftirspumin væri mikil. Árlega höfum við því boðið upp á tvö til þrjú námskeið þar sem farið er yfír undirstöðuatriði þess að þurrka saltfisk, harðfisk, skreið og þorskhausa. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við þurrkun fiskafurða og þeim sem hafa áhuga á að hefja slíku vinnslu. Meðal þess sem fjallað er um em eðliseiginleikar lofts, uppbygging þurrkbúnaðar, orku- og massavægi, gæða- og örveru- breytingar við þurrkun, hráefnisval og geymsluþol. Námskeiðið stendur yfir frá klukkan 10:00-16:00 í Borgartúni 6. Þátttökugjald er 11.500, innifalið í verði em veitingar á meðan á námskeiðinu stendur auk góðra námsgagna. Nánari upplýsingar má fá á Int- ernetinu, http://www.rfisk.is/ut- gafa/namskeid/thurrkun.htm, og á Rannsóknastofnun fiskiðanðarins. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Flutningi Stýri- mannaskólans hafnað STJÓRN Skipstjóra- og stýri- mannafélags íslands (SKSÍ) hefur með samþykkt sinni hafnað flutn- ingi Stýrimannaskólans i Reykjavík og Vélskóla íslands úr Sjómanna- skólanum að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Vegna þessarar hug- myndar menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, samþykkti fundur stjórnar SKSÍ eftirfarandi: Stjórn SKSÍ hafnar, fyrir sitt leyti, hugmynd menntamálaráð- herrans þess efnis að flytja starf- semi Stýrimannaskólans í Reykja- vík og metur hana sem óraunhæfa og metnaðarlausa og undrar að hún skuli vera fram komin þar sem • að óskir frá skólanum hafa ekki verið settar fram um flutning skól- anna í annað húsnæði, • að hugmyndin að þessari tillögu er ekki byggð á forsendum skól- anna, • að nýlega hefír verið samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið þar sem Sjómannaskólanum er ætlaður staður til frambúðar, jafnframt því sem þar eru gerðar myndarlegar áætlanir um frekari uppbyggingu ' skólanna, sem nægja muni þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Rétt er að hafa í huga að svæðið sem Sjó- mannaskólanum var úthlutað í upp- hafí hefur verið stórlega skert, • að Sjómannaskólinn var byggður vegna áralangrar baráttu stéttar- samtaka sjómanna og gefinn sjó- mannastéttinni sem aðsetur höfuð- I menntastofnunar hennar. Stjórn- | völdum er því óheimilt, siðferðis- i lega, að ráðstafa þessari byggingu ’ til annarra nota án samþykkis sjó- manna, • að tilfinningabönd, sem gamlir og nýir nemendur og starfsfólk skólanna eru bundnir skólunum í því umhverfí sem þeir hafa starfað í, og sannað á merkum tímamótum með gjöfum, sem ekki hæfa ann- , arri byggingu en Sjómannaskólan- I um á Rauðarárholti, eru svo sterk | að ekki er sæmandi að kasta rýrð j á þau með svo fáránlegri ráðstöf- un.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.