Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Maður lýg^ur engu í músík Sinfóníuhljómsveit íslands frumflytur aðra sinfóníu Leifs Þórarinssonar á tónleikum í Háskólabíói í kvöld, 34 árum eftir að hún frumflutti þá fyrstu. Orri Páll Ormarsson kom að máli við Leif sem hefur í mörg horn að líta um þessar mundir - er meðal annars að ljúka við óperu, sem frumflytja á með vorinu, auk þess sem kammerverk eftir hann verða gefin út á geisla- plötu í Bandaríkjunum á næstunni. LEIFUR Þórarinsson tón- skáld hugsar stórt þessa dagana. I kvöld mun hann hlýða á frumflutning ann- arrar sinfóníu sinnar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói, á næstu vikum mun hann reka smiðshöggið á nýja óperu, sem fyrirhugað er að frumflytja í mars á næsta ári, og fijótlega eftir nýárið fær hann í hendur geislaplötu með fimm kammerverkum sínum sem bandarískt útgáfufyrirtæki setur á markað. Ekki nóg með það - tón- skáldið á þriðju sinfóníuna tilbúna í „blýantshandriti". „Sinfónía nr. 2 er búin að vera í deiglunni býsna lengi, ásamt öðrum verkum, en ég velti jafnan fyrir mér sama efninu í fleiri en einu tón- verki, jafnvel mörgum, þótt sam- hengið og_ hljóðfæraskipanin séu breytileg. Ég rauk svo til að ljúka við hana í sumar af þeirri einföldu ástæðu að ég var orðinn leiður á að velkjast með þetta tiltekna efni - mér fannst ég verða að klára það í eitt skipti fyrir öll,“ segir Leifur. En hvert er viðfangsefni hans í Sinfóníu nr. 2? „Samhengi hlutanna í tilverunni,“ svarar tónskáldið und- anbragðalaust en gerir svo hlé á máli sínu, hugsi. „Verkið speglar upplifanir sem ég varð að koma frá mér. Þetta er persónulegt verk, eins og allt sem ég skrifa. Maður lýsir alltaf einhverri reynslu í verkum sín- um og sennilega gæti enginn hafa skrifað þetta verk nema ég - maður lýgur engu í músík!“ Eins og að drekka vatn Leifur segir tónleikana leggjast vel í sig enda beri hann fullt traust til Sinfóníuhljómsveitar íslands og hljómsveitarstjórans Petris Sakaris - fyrir það góða fólk verði flutning- urinn eins og að drekka vatn. „Sinf- óníuhljómsveit Islands er mér afar kær og hefur verið allar götur síðan ég starfaði í þijú ár sem fiðluleikari við hana snemma á sjötta áratugn- um, skömmu eftir að hún tók til starfa. Og þótt ég hafi ekki leikið með hljómsveitinni í annan tíma hef ég alltaf haldið góðum tengslum við hana; hún hefur meðal annars nokk- uð reglubundið flutt eftir mig verk, stór og smá, á tónleikum í gegnum tíðina, þótt hlé hafi verið þar á und- anfarin ár. Síðasta verkið sem hún flutti var, að mig minnir, Mót árið 1990.“ Þótt SÍ hafi ekki spreytt sig opin- berlega á verkum Leifs í nokkur ár, hefur hún ekki alfarið látið þau af- skiptalaus, því í vor sem leið hljóðrit- aði hljómsveitin Fiðlukonsert hans, með Sigrúnu Eðvaldsdóttur í fylking- arbijósti. Að sögn Leifs hefur út- gáfufyrirtækið GM Recordings í Bos- ton hug á að gefa verkið út á geisla- plötu, ásamt fleira efni, jafnvel Sinfó- níu nr. 2. Ekkert hafi þó verið ákveð- ið í þeim efnum. Á hinn bóginn er frágengið að sama fyrirtæki gefi út í Bandaríkj- unum fimm kammerverk eftir Leif í flutningi Caput-hópsins fljótlega upp úr áramótum. Fiðlukonsertinn skrifaði Leifur um miðjan áttunda áratuginn og frum- flutti Einar Sveinbjörnsson hann_ á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands árið 1976. Kom konsertinn út á hljómplötu í kjölfarið. „Einar flutti verkið listavel en ég skrifaði það sérstaklega með hann í huga. Sigrún var hins vegar ekki síðri þegar hún lék konsertinn á tónleikum BBC- hljómsveitarinnar í Glasgow vorið 1993 - flutningur hennar var æðis- genginn!" Ópera í smíðum En þar með eru járnin sem Leifur hefur í eldinum þessa dagana ekki upp talin. Hann er að skrifa óperu, Maríuglerið, sem frumsýna á í ís- lensku óperunni í mars á næsta ári. Fyrsti samlestur er þegar að baki en áformað er að æfingar hefjist að fullum kraftí í janúar. Það er Hvundagsleikhúsið, leikhús Leifs og konu hans Ingu Bjarnason, sem stendur að sýningunni í sam- vinnu við íslensku óperuna en með sönghlutverkin fjögur, sem ráð er fyrir gert í handriti, fara að öllu óbreyttu Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Sverrir Guðjónsson og Jóhanna Þórhallsdóttir. Leikmynd mun Siguijón Jóhannsson hanna, Ásdís Leifsdóttir hefur verið fengin til að sjá um þúninga og danshöfund- ur verður Ólöf Ingólfsdóttir, sem jafnframt mun dansa í sýningunni. Leikstjórn mun Inga annast. íslenskar óperur eru ekki færðar upp á hveijum degi - einkum og sér í lagi vegna þess að framkvæmdin er fjárfrek. „Við í Hvundagsleikhús- inu höfum haft allar klær úti til að afla fjár að undanförnu," segir Leif- ur, „og hefur það gengið ágætlega. íslenska óperan hefur til að mynda samþykkt að leggja okkur til hús- næði sem er ómetanlegur stuðningur og nú höfum við hafið sölu ákaflega fallegra handunninna jólakorta í fjár- öflunarskyni. En betur má ef duga skal! Vonandi gengur þetta þó upp.“ Leifur segir að óperan hafí verið í vinnslu í nokkurn tíma en tekið miklum breytingum á sköpunarferl- Morgunblaðið/Golli LEIFUR Þórarinsson fjallar um samhengi hiutanna í tilverunni í Sinfóníu nr. 2. „Verkið speglar upplifanir sem ég varð að koma frá mér.“ inu. „í upphafi ætlaði ég að skrifa kammeróperu, fyrir tvo söngvara, tríó og dansara, byggða á ljóðum og sögum Gyrðis Elíassonar. Ég var kominn áleiðis með þá hugmynd þeg- ar mér snerist, einhverra hluta vegna, alveg hugur. Ég skrifaði þá nýtt líbrettó og nú er óperan orðin að sviðsverki með fjórum söngvurum, hljómsveit og dansara." Að sögn Leifs ljallar óperan um par sem komið hefur ser fyrir í húsi nokkru í innsveitum Islands til að skrifa óperu. Hvorki gengur né rekur fyrr en draugar, tveir Trójumenn, blanda sér í málið. Eru þar á ferð maður og kona, sem orðið hafa inn- lyksa í húsinu eftir að hafa þvælst í aldir um eilífðina. Leiðbeina draug- arnir parinu ekki einungis „út úr verkinu", heldur jafnframt út úr húsinu eftir að það hefur fennt í kaf. Óperan er leikhús „Þetta er kómísk ópera,“ segir höfundurinn, „en óperan er að mínu viti fyrst og fremst leikhús, ekki myndræn sinfónía sem menn eiga að flytja standandi í sömu sporunum frá upphafi til enda. Því miður virð- ast allt of margir vera sannfærðir um að svo sé, hér á landi sem ann- ars staðar, og fyrir vikið er hver óperan af annarri sett upp á þessum forsendum. í þessu felst vandi óper- unnar í heiminum í dag - hún er einfaldlega ekki nógu skemmtileg." Að áliti Leifs er þessi vandi ástæðulaus og bendir hann á upp- „Fegursti klarínettukonsertinn“ Á EFNISSKRÁ tónleika SÍ í kvöld er jafnframt að finna Klarinettu- konsert Wolfgangs Amadeusar Mozarts og kemur einleikarinn, Sigurður Ingvi Snorrason, úr röð- um hljómsveitarinnar sjálfrar. Lýsir hann verkinu sem ástsæl- asta verki klarínettubókmennt- anna - „þetta er tvímælalaust feg- ursti klarínettukonsert sem til er“. Mozart samdi verkið einungis tveimur mánuðum fyrir andlát sitt og segir Sigurður að menn hafi viljað sjá „tragískan undirtón" í því. „I minum huga er konsertinn aftur á móti mjög glaðlegt verk og mér finnst að spila eigi hann í þeim anda.“ Frumritið af tónsmíð þessari mun aldrei hafa fundist og komst hún ekki á prent fyrr en um ára- tug eftir dauða Mozarts. Fyrir vikið segir Sigurður að fram hafi komið ýmsar útgáfur af henni, þar sem skortur á frumheimild leiði, eðli málsins samkvæmt, til aukins frelsis í túlkun. Því fer fjarri að Sigurður sé að koma að Klarínettukonsert Moz- arts í fyrsta sinn. „Ég hef þekkt þetta verk frá því ég byijaði að læra á klarínettu, svo að segja, og hef verið með það meira eða minna í vinnslu síðan, eins og allir sem hafa klarínettuleik að atvinnu. Síð- Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Ingri Snorrason klarínettuleikari og Petri Sakari hljómsveitarstjóri á æfingu. an hef ég ítrekað farið í gegnum verkið sem kennari með þeim nem- endum mínum sem lengst eru komnir í námi. Þannig að ég þekki það Iíka frá þeirri hlið.“ Sigurður hefur einu sinni áður flutt konsertinn á tónleikum SÍ. Var það í Bústaðakirkju um miðj- an áttunda áratuginn. „Þann flutning bar reyndar brátt að. Tónleikar hljómsveitarinnar, sem halda átti í Háskólabíói þennan dag, féllu niður vegna verkfalla í þjóðfélaginu. Hljómsveitarstjóri og einleikari komust ekki til lands- ins, auk þess sem húsið var lokað. Hljómsveitin, með Pál Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóra í broddi fylkingar, setti því saman efnisskrá í snarhasti og var mér falið að leika Klarínettukonsert Mozarts, sem ég hafði hljóðritað með hljómsveitinni nokkrum árum áður, í tilefni af norrænni keppni sem ég tók þátt í.“ Á þeim tveimur áratugum rúm- um sem Sigurður hefur starfað við SÍ hefur hann nokkrum sinn- um komið fram sem einleikari. Segir hann það alltaf jafn góða tilfinningu að færa sig framar á sviðinu. „Það er injög hollt fyrir okkur hljómsveitarmeðlimi að fá endrum og eins tækifæri til að spreyta okkur sem einleikarar. Það eflir okkur og um leið hljóm- sveitina í heiid, alveg eins og starf okkar á vettvangi kammertónlist- ar kemur henni til góða.“ Hljómsveitarstjóri á tónleikun- um í kvöld verður Petri Sakari, aðalstjórnandi SÍ, en svo skemmti- lega vill til að Sigurður var ein- mitt einleikari á fyrstu tónleikun- um sem Finninn stjórn<aði hér á iandi í október 1986. „É_g var fyrsti íslenski einleikarinn sem vann með Petri og nú er ég einn af þeim síðustu," segir Sigurður en sem kunnugt er lætur Sakari af starfi aóalhljórnsveiLarstjóra á vori komanda. Á efnisskrá tónleikanna i kvöld verður ennfremur fjórða sinfónía Jeans Sibeliusar. færslu íslensku óperunnar á Cosi fan tutte eftir Mozart á þessu hausti máli sínu til stuðnings. „Sú sýning hefur gengið vonum framar. Og hvers vegna? Leikstjórinn [Ástralinn David Freeman] kemur verkinu til skila sem leikriti. Og hvers vegna ætti hann svo sem ekki að gera það - ópera er ekkert annað en sunginn leiktexti. Fyrir vikið er sýningin lífleg og bráðskemmtileg, án þess að vera „poppuð" upp, Mozart er þarna í öllu sínu veldi - þeir sem efast um það eru á villigötum! Freeman bætir engu við - sýningin sprettur öll úr músík- inni.“ Til samanburðar rifjar Leifur upp síðustu uppfærsluna á Cosi fan tutte sem hann sá áður en hann fór í ís- lensku óperuna. „Það var í Deutsche Oper í Berlín fyrir fáeinum árum. Þetta var uppfærsla í hæsta gæða- flokki, í þeim skilningi að frábærir söngvarar voru í öllum hlutverkum. Sýningin var hins vegar svo „stöð“ og hugmyndasnauð að mér hund- leiddist. Ég gafst því upp í hléi, yfir- gaf óperuna og skellti mér í bíó. Það bjargaði kvöldinu!" Áhrif myndlistar Að áliti Leifs staðfesta sýningar sem þessi „að eitthvað er að“ og „svo fer maður í íslensku óperuna, sér sama verk, og langar að fara aftur strax daginn eftir.“ „Óperu- heimurinn þarf bersýnilega á fleiri mönnum á borð við David Freeman að halda og ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að láta til sín taka - fyrr en síðar!“ Leifur segir að þessi „myndræna sýn“ á óperuna stafi að verulegu leyti af áhuga hans á myndlist - listformi sem hafi haft gríðarleg áhrif á tón- sköpun hans í gegnum árin, „Tón- sköpun mín hefur verið einskonar „för í gegnum hið myndræna lands- lag“. Allar götur frá því ég fór að sækja sýningar September-hópsins sem ungur drengur á fimmta ára- tugnum hefur myndlistin mótað verk mín að talsverðu leyti. Sjálfur fór ég meira að segja að mála á sínum tíma - málaði eins og vitlaus maður í eitt ár áður en ég sneri mér alfarið að tónlistinni." Leifur kynntist á þessum tíma verkum fólks á borð við Þorvald Skúlason, Kristján Davíðsson, Snorra Arinbjamar, Karl Kvaran og Nínu Tryggvadóttur - málurum sem hann hefur haft dálæti á síðan. En það var fleira sem gerði upplifun September- sýninganna ógleymanlega. „Málar- arnir höfðu komið með kynstrin öll af hljómplötum með sér frá útlöndum, þar sem þeir höfðu lagt stund á nám, og voru þær leiknar á sýningunum. Þama heyrði ég í fyrsta sinn verk fjölmargra tónskálda, sem ekki vora leikin í útvarpinu á þessum tíma - Stravinsky, Debussy, Ravel og Bart- ók, svo einhvetjir séu nefndir. Kynni mín af lykiltónlist tuttugustu aldar- innar hófust með öðram orðum á myndlistarsýningum September- hópsins í Reykjavík."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.