Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Búrhval rak á land í Steingrímsfírði Reynt að aflífa helsærðan hvalinn REYNT var að aflífa búrhval í gærkvöldi þar sem hann lá hel- særður á grynningum í landi Hrófbergs í Steingrímsfirði, en hvalinn hafði rekið þar á land í gærmorgun. Að sögn Höskuldar Erlingssonar yfirlögregluþjóns á Hólmavík var óvíst hvort tókst að aflífa hvalinn þar sem myrkur var skollið á þegar hann var skotinn nokkrum skotum af reyndum hrefnuveiðimanni með sérstakri hvalabyssu. Höskuldur varð vitni að því þegar hvaiinn rak upp í grynn- «gpngarnar í gærmorgun og sagði hann að þá þegar hefði verið ljóst að hvalurinn væri bæði átta- villtur og mikið særður. Hann hefði bæði verið skaddaður á maga og sporði og þótt vatnað hefði undir hann þar sem hann lá 20-30 metra frá landi hefði hann ekki sýnt neina tilburði í þá átt að koma sér á haf út. Höskuldur sagðist vona að skotið hefði banað skepnunni en óvíst hefði verið hvort hvalurinn hefði lifað til morguns þótt hann hefði ekki verið skotinn því hann hefði greinilega verið orðinn mjög máttfarinn áður en reynt var að lóga honum. Höskuldur sagði óvíst hvað gert yrði við hræið en samráð yrði haft við landeiganda sem ætti rétt á rek- anum samkvæmt ákvæðum í Jónsbók. Gísli Víkingsson líf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun sagði ómögulegt að segja til um hvað hefði valdið því að hvalinn rak upp í grynningar. SH opnar söluskrif- stofu í Shanghai í Kína SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hf. er nú að opna sölu- og inn- kaupaskrifstofu í Shanghai í Kína og er það jafnframt tíunda erlenda söluskrifstofan sem rekin er á veg- um SH. Að sögn Friðriks Pálsson- ar, forstjóra SH, hefur ekki orðið vart neikvæðra viðbragða af hálfu kínverskra stjórnvalda vegna þessa. Skrifað var undir leigu- samning vegna húsnæðis í fyrra- dag og er ætlunin að flytja inn um helgina. Forstöðumaður skrifstof- unnar hefur verið ráðinn Páll Jóns- son. Markaðurinn kortlagður Það sem SH hefur selt inn á Kínamarkað hefur nánast alfarið farið í gegnum erlend sölufyrir- tæki, að sögn Friðriks. „Eftir að Ekki vart nei- kvæðra viðbragða af hálfu kín- verskra yfirvalda við fórum að sinna þessu markaðs- starfí meira sjálfir beint eða í gegnum söluskrifstofu okkar í Jap- an, höfum við fundið fyrir miklum áhuga þarlendra fyrirtækja á að auka þessi viðskipti. Það sem af er þessu ári höfum við selt afurðir í Kína fyrir um fjórar milljónir doll- ara sem er að vísu ekki stór tala en nógu mikill vísir til þess að halda áfram. Við höfum okkar eigin áætl- anir um sölu sem ekki verða gefnar upp á þessu stigi.“ „Það er nokkuð um liðið síðan við fórum að fylgjast með og kort- leggja kínverska markaðinn. Salan á undanfömum mánuðum hefur verið það góð, sérstaklega í rækju og reyndar fleiri tegundum, að við sáum fram á að geta nýtt þann byr sem við fundum þarna,“ sagði Frið- rik. Kínverjar eru mesta fiskveiði- þjóð heims en að sögn Friðriks er litið á nýju skrifstofuna bæði sem sölu- og innkaupaskrifstofu. Auk sölu á afurðum til Kína yrði hrá- efni keypt af Kínverjum fyrir sölu- skrifstofur SH annars staðar. „Við seljum mikið af fiski út um allan heim og kaupum m.a. hráefni fyrir verksmiðjur okkar í Bandaríkjun- um og Bretlandi frá Kína,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/RAX ÞRAUTREYNDUR hrefnuveiðimaður var fenginn til að skjóta hvalinn sem velti sér helsærður um á grynningunum við Hrófberg í Steingrímsfirði. Sameiginleg stefna íslands og Noregs í samningaviðræðum um Schengen Vilja áfram þátttöku í öll- -um viðræðum og tillögurétt ÍSLENZK og norsk stjórnvöld hafa komið sér saman um sameig- inlega stefnu í samningaviðræðum við Evrópusambahdið um þátttöku ríkjanna í hinu breytta Schengen- vegabréfasamstarfi, en ákveðið hefur verið að Schengen-samning- urinn verði hluti af stofnsáttmála ESB og að stofnanir þess taki við framkvæmd hans. Sendiráð Nor- egs og íslands í Brussel hafa nú í vikunni kynnt fastafulltrúum aðild- >>pBrríkja ESB hjá stofnunum sam- bandsins áherzlur ríkjanna í við- ræðunum, sem framundan eru. Ríkin vilja meðal annars áfram eiga aðild að öllum viðræðum innan ESB sem snerta vegabréfasam- starfið og tillögurétt um nýjar Schengen-reglur. I þeim áherzlum, sem Island og ^N'oregur hafa komið sér saman um, er samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lögð áherzla á að ljúka megi samningaviðræðum með skjótum og einfóldum hætti. Ríkin vilja að sem allra fæstu verði breytt frá samstarfssamningi þeirra við Schengen-ríkin, sem skrifað var undir fyrir tæpu ári. Þau telja ekki þörf á að bíða eftir niðurstöðu nefndar ESB, sem vinnur að því að meta hvaða hluti Schengen-regln- anna eigi að tilheyra yfirþjóðlegri fyrstu stoð ESB og hvað milliríkja- samstarfmu í þriðju stoð. Viðurkenna frumkvæðisrétt framkvæmdastj órnar ísland og Noregur viðurkenna þann rétt framkvæmdastjórnar ESB að hafa ein frumkvæði að breytingum á þeim reglum Schengen, sem falla munu undir hina yfirþjóðlegu fyrstu stoð sam- bandsins. Hins vegar telja þau að afskipti landanna tveggja af þróun Schengen-reglnanna innan ESB falli undir milliríkjasamstarf og Is- lendingar og Norðmenn eigi því að hafa tillögurétt. Þá krefjast löndin þess að áfram verði viðhaldið þeirri skipan mála að ísland og Noregur taki fullan þátt í öllum viðræðum um vega- bréfasamstarfið. Það geti ekki kom- ið í staðinn að ESB sendi þeim skýrslur um gang viðræðna eftir á. Ríkin benda á að þau taki nú þegar þátt í Schengen-samstarfinu og engin sérstök vandamál hafi komið upp vegna sérstakrar stöðu íslands og Noregs. Þá ítreka löndin að sam- kvæmt samstarfssamningnum geti hvorugt ríkið orðið dragbítur á framþróun á sviði vegabréfasam- starfsins og sú verði raunin áfram, eftir að Schengen verður hluti af ESB. Verða ekki aðilar að neinum stofnunum ESB ísland og Noregur telja að bók- unin við Amsterdam-samninginn, þar sem kveðið er á um að Schengen verði innlimað í ESB, sé sjálfstæður lagagrundvöllur, sem stuðli að því að réttindum og skyld- um samkvæmt samstarfssamningn- um verði viðhaldið. Þetta komi í veg fyrir kröfur um að löndin tvö undir- gangist yfirþjóðlegt vald stofnana ESB. Ríkin taka fram að Island og Noregur verði ekki aðilar að nein- um stofnunum sambandsins og að ráðherraráðið og nefnd fastafull- trúa ESB-ríkja geti áfram haldið sjálfstæða fundi vegna formlegrar samþykktar ákvarðana um Schengen, þótt gert sé ráð fyrir að ísland og Noregur séu með í öllum viðræðum. Börðu lögreglu- mann með hjólabretti HÓPUR fimmtán ára unglinga í Garðabæ gerði aðsúg að tveim- ur lögreglumönnum í gær um kl. 17.30 þegar lögreglan hafði verið kvödd á vettvang við íþróttamiðstöðina þar sem ung- lingarnir höfðu veist að jafn- aldra sínum. Þegai- lögreglumenn komu drengnum til hjálpar og ætluðu að hafa hann á brott með sér réðust unglingarnir á lögreglu- mennina og upphófust þá mikil átök að sögn lögreglunnar. Annar lögreglumannanna var barinn í höfuðið með hjólabretti og bíll þeirra varð fyi-ir tals- verðu hnjaski. Áttu lögi-eglu- mennirnir fótum fjör að launa með þann sem fyrir árásinni hafði orðið. Félagsmálayíirvöldurn í Garðabæ var tilkynnt um athæfi unglinganna og er búist við að þau láti málið til sín taka í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.