Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 11 FRÉTTIR Fjórar úrsagnir úr Kvennalistanum Stofnendur hætta í samtökunum TVÆR af frumkvöðlum Kvennalist- ans, þær Anna Ólafsdóttir Bjöms- son, fyrrverandi þingkona, og María Jóhanna Lámsdóttir, sem skipaði flórða sæti á lista samtakanna í Reykjavík í síðustu alþingiskosning- um, sögðu sig úr Kvennalistanum í gær. Samtals hafa fjórar konur gengið úr Kvennalistanum frá því að lands- fundur samtakanna samþykkti að ganga til samfylkingarviðræðna við A-flokkana. Önnur þeirra sem yfir- gáfu Kvennalistann á mánudag var Sigríður Lillý Baldursdóttir, formað- ur Kvenréttindafélags íslands. Að sögn Áslaugar Thorlacius, fram- kvæmdastýru Kvennalistans, hafa á sama tíma fimm konur gengið til liðs við hann. Búast má við fleiri úrsögnum í fréttatilkynningu sem María Jóhanna Lárusdóttir sendi íjolmiðl- um segir að hún treysti sér ekki leng- ur til að vera máisvari samtakanna. „Sú sérstaða Kvennalistakvenna að geta gengið léttstígar um póiitísk landsvæði án þess að lokast inn í björgum staðnaðra kerfa er horfin og Kvennalistinn hefur gengið til liðs við þau öfi sem við gerðumst andófsafl við fyrir um það bil fimm- tán árum. Hugsjónir Kvennalistans, vinnubrögð og markmið verða hins vegar ekki færð inn í hefbundið flokkakerfi og því er það trú mín að það verði nafnið tómt sem kon- urnar taka upp úr farangrinum þeg- ar þær koma til viðræðna við félags- hyggjuflokkana." Fjórtán konur stóðu að baki ávarpi til landsfundarfulltrúa þar sem því var hafnað að Kvennalistinn sem heild tæki þátt í samfylkingar- viðræðunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þessar konur ræðst við síðustu daga og íhugað framhaldið. í ofannefndu ávarpi voru viðraðar hugmyndir um að „kalla saman konur úr ýmsum áttum, byggja upp öflugt kvennanet og finna nýjan farveg fyrir samtöðu kvenna." Anna Ólafsdóttir Björnsson vildi ekkert segja um það hvað konurnar ijórtán myndu aðhafast næst, en sagði þó að hún væri langt í frá hætt í kvennabaráttu. Elín G. Ólafsdóttir sem var í sama hópi á landsfundinum segir að búast megi við fleiri úrsögnum á næstu dögum. Hún segir það líklega tíma- spursmál hvenær hún yfirgefi sam- tökin sjálf. Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, Guðrún Agnarsdóttir og fjórir aðrir landsfundarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðslu um samfylkingarviðræður og hörmuðu að til atkvæðagreiðslu hefði þurft að koma. Kristín segist þó ekki sjá neina ástæðu til að segja sig úr Kvennalistanum og ætlar að sitja sem fulltrúi hans á þingi fram til loka kjörtímabilsins. Morgunblaðið/Ásdís V arð ekki háltá svellinu ÞÓTT víðast hvar á Suðurlandi hafi tíðin verið ljúf og frost lít- ið látið á sér kræla hefur á stöku stað raátt stunda skauta- hlaup. Það gerðu þær Dröfn Hilmarsdóttir og Bryndís Jóns- dóttir á Selfossi að minnsta kosti á dögunum og varð þeim ekki hált á svellinu. Samgöngriráðuneyt- ið opnar heimasíðu SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur opnað heimasíðu á alnetinu og er þar að finna ýmsar upplýs- ingar um ráðuneytið. Á heimasíðunni eru m.a. upp- lýsingar um starfsemi ráðuneyt- isins og hlutverk og stofnanir sem undir það heyra. Einnig er þar skrá yfir starfsmenn ráðuneytis- ins, vinnusíma þeirra og netföng. Nú hafa átta ráðuneyti opnað heimasíðu á alnetinu, forsætis- ráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Hagstofan, menntamálaráðu- neytið, samgönguráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið, um- hverfisráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið. Slóðir ráðuneytanna er að finna á heimasíðu Stjórnarráðs íslands, en slóðin þangað er http://www.stjr.is. Heildsöluverð Landsvirkjunar á rafmagni til almenningsveitna hækkar um 1,7% um næstu áramót 5% hækkun á níu mánaða tímabili Gjaldskrá Landsvirkjunar hefur hækkað um 17% frá árínu 1993 að meðtalinni boðaðri 1,7% hækkun á heildsöluverði raf- magns til almenningsveitna um áramótin. Hjálmar Jónsson og Omar Friðriksson kynntu sér málið. STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á rafmagni til almenningsveitna um 1,7% frá næstu áramótum og kem- ur þessi hækkun til viðbótar 3,2% hækkun á rafmagni 1. apríl síðast- liðinn. Verð á heildsölurafmagni frá Landsvirkjun til almenningsveitna hefur þannig hækkað um nærfellt 5% á níu mánaða tímabili og má áætla að það skapi fyrirtækinu um 300 milljónir króna í auknar tekjur á ársgrundvelli. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að með hækkuninni nú sé verið að mæta auknum kostnaði við rekstur fyrirtækisins vegna verðlagshækk- ana á þessu ári. Það sé í samræmi við stefnumörkun eigenda fyrirtæk- isins sem komi fram í endurskoðuð- um sameignarsamningi sem gerður hafi verið um síðustu áramót. Þar sé sú stefna mótuð að halda óbreyttu raunverði á rafmagni fram til aldamóta og síðan lækka það um 2-3% árlega að raunvirði á árabilinu 2001-2010. Þorsteinn segir að raunverðið sé miðað við breytingar á byggingar- vísitölu sem endurspegli rekstrar- kostnað Landsvirkjunar. Hann seg- ir að engin raunverðshækkun hafi orðið á rafmagni frá Landsvirkjun á undanförnum árum. Eingöngu hafi verið brugðist við auknum til- kostnaði vegna verðlagsbreytinga. Hækkun byggingarvísitölu endur- spegli betur tilkostnað fyrirtækisins en til dæmis hækkun vísitölu neysluverðs. Arðgjöf 5-6% Eigendur Landsvirkjunar eru rík- ið, Reykjavíkurborg og Akureyrar- bær. Samkvæmt sameignarsamn- ingnum sem endurskoðaður var í fyrrahaust settu eigendurnir fyrir- tækinu markmið um arðgjöf sem að jafnaði skyldi nema 5-6% af eigin fé á ári, en það nam tæpum 28 milljörðum króna um síðustu áramót. Þá höfðu framlög eigenda til Landsvirkjunar verið endurmetin sem 14 milljarðar króna og miðast útreikningur arðs við þann stofn. Hluti útgreidds arðs á hveijum tíma skal vera frá 25% og upp í 60% eftir skuldastöðu Landsvirkjunar á hveijum tíma. Við sama tækifæri mótuðu eigendurnir einnig þá stefnu að gjaldskrárverð Lands- virkjunar haldist óbreytt að raun- gildi til ársins 2000 en lækki síðan árlega um 2-3% frá 2001 til 2010. Vísitala byggingarkostnaðar hef- ur hækkað talsvert meira en vísi- tala neysluverðs undanfarin miss- eri, bæði vegna þeirra launahækk- ana sem hafa orðið, en laun vega þungt í vísitölu byggingarkostnaðar og eins vegna þess að breytt var reglum um endurgreiðslu virðis- aukaskatts vegna vinnu á bygging- arstað. Þorsteinn sagði að þar sem sú breyting hefði engin áhrif á af- komu Landsvirkjunar hefði ekki verið tekið tillit til þeirrar hækkun- ar á vísitölunni við verðlagsákvarð- anir fyrirtækisins. Vísitala byggingarkostnaðar hef- ur hækkað um 3,8% síðastliðið ár, þ.e. frá nóvember í fýrra til jafn- lengdar í ár, og um 19,3% sé litið yfir síðustu fimm ár. Til saman- burðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% síðasta árið og um 12,6% sé litið fimm ár aftur í tímann. Ef eingöngu er litið á raf- magnslið vísitölunnar, þ.e. hvað rafmagn til lýsingar og húshitunar frá almenningsveitum hefur hækk- að að meðaltali hjá vísitölufjölskyld- unni, kemur fram að rafmagnið hefur hækkað um 2,7% síðastliðið ár og um 8,6% síðustu fimm árin. 3% hækkun í fyrra Gjaldskrá Landsvirkjunar hækk- aði einnig á síðasta ári eða um 3% 1. apríl 1996 og hafði þá ekki hækk- að tvö árin þar á undan frá árinu 1994. Frá árinu 1993 hefur gjald- skráin hækkað um 17% að meðtal- inni hækkuninni um áramótin. Á sama tíma eða frá meðalverðlagi ársins 1993 hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 17,8%. Eftir hækkunina nú verður með- alverð á forgangsorku frá Lands- virkjun 3,13 kr. fyrir kílówattstund- ina. Samsvarandi verð á árinu 1996 var 3,03 kr. og á árinu 1995 2,94 kr. kílówattstundin. Meðalverð for- gangsorku og ótryggðs rafmagns verður 2,71 kr. fyrir kílówattstund- ina frá áramótum. Sala Landsvirkjunar á raforku til almenningsveitna nam tæpum 5,3 milljörðum króna á síðasta ári og sala til stóriðju rúmum 2,4 millj- örðum króna. Sérstakir samningar gilda um rafmagnssölu til stóriðju, þar sem meðal annars er miðað við markaðsverð framleiðslu fyrirtækj- anna og afkomu. Samanlagðar tekj- ur fyrirtækisins á síðasta ári námu rúmum 7,3 milljörðum króna og var hagnaðurinn í fyrra, sem var besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins, 1.740 milljónir króna. Hins vegar var tap á fyrirtækinu á árinu 1995 upp á 628 milljónir og á árinu 1994 var tapið enn meira eða 1.490 millj- ónir króna. RARIK mun hækka Samkvæmt ársskýrslu Lands- virkjunar i fyrra má einkum rekja hagnað ársins til lágra raunvaxta vegna hagstæðrar gengisþróunar. Þannig nam hreinn fjármagns- kostnaður á árinu 640 milljónum króna samanborið við 3 milljarða króna árið áður. Þá eru afskriftir langstærsti kostnaðarliðurinn þeg- ar litið er á rekstrarkostnað fyrir- tækisins og námu rúmum 3,1 millj- arði króna hvort árið 1995 og 1996. Stjórn Rafmagnsveitna ríkisins ræddi gjaldskrárhækkunina á fundi sínum á þriðjudaginn. Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, segist reikna með að RARIK muni hækka gjaldskrá sína um sama hlutfall um næstu áramót. Raforkuverð not- enda á landsbyggðinni muni því hækka á næsta ári. Verður iðnaðar- ráðherra sent erindi um það efni innan skamms. Rafmagnsveita Reykjavíkur hef- ur samþykkt að taka hækkunina á gjaldskrá Landsvirkjunar á sig í stað þess að láta hana fara út í verðlagið, að sögn Alfreðs Þor- steinssonar, formanns stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar. Jafnframt mun Rafmagnsveita Reykjavíkur standa við fyrirheit sitt um 2% lækkun raforkuverðs í borg- inni um næstu áramót, að hans sögn. Alfreð sagði að hækka hefði þurft gjaldskrá Rafmagnsveitunnar um 1% til að mæta gjaldskrárhækk- un Landsvirkjunar og kostnaðar- auki Rafmagnsveitunnar af því að taka hækkunina á sig sé um 40 milljónir kr. Kristján Jónsson segir að á síðustu fimm árum hafi gjald- skrá Landsvirkjunar hækkað um 17% í samræmi við hækkun bygg- ingarvísitölu en gjaidskrá RARIK hafi á sama tíma hækkað um 9,5%. „Nú er komið að því að við verðum að hækka lítillega. Afleidd hækkun af gjaldskrárhækkun Landsvirkjun- ar er um 1%, þannig að sú hækkun sem við ákveðum vegna annarra verðlagshækkana er um 0,7%,“ sagði hann. BISKUP ÍSLANDS Biskupsstofa Laugavegi 31 nefur fengið nýtt símanúmer 5351500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.