Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 49 MINNINGAR RAGNA G.G. RAGNARSDÓTTIR + Ragna G.G. Ragnarsdóttir fæddist á ísafirði 5. nóvember 1937. Hún andaðist á heimili sínu, Stíflu- seli 10, hinn 6. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selja- kirkju 17. nóvem- ber. Mig langar til að minnast Rögnu mág- konu minnar með fá- einum orðum. Ég hafði verið í sextugsafmæl- inu hennar 5. nóvember og þótt ég vissi þá að Ragna ætti við alvar- leg veikindi að stríða þá brá mér illa við og mig setti hljóða er Garð- ar bróðir minn hringdi í mig daginn eftir afmælið og til- kynnti mér andlát hennar, það var erfitt að trúa því að hún væri farin. Ragna var hlýleg og traust manneskja sem var alltaf boðin og búin að hjálpa þeim er leit- uðu til hennar og hlífði sjaldan sjálfri sér. Hún var fyrirmyndar hús- móðir, móðir og amma og bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili og bar hag hennar ætíð fyrir brjósti. Það var alltaf gott að koma til Rögnu og Garðars og því var oft mjög gestkvæmt á heimilinu og var sama þótt maður birtist fyrirvaralaust, þá töfraði Ragna fram veisluborð, hún var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. KRISTJÁN SIG URÐSSON + Kristján Stefán Sigurðsson fæddist í Hælavík á Horn- ströndum 14. nóvember 1924. Hann lést á Landspitalanum i Reykjavík 9. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 14. nóvem- ber. Kristján Sigurðsson fyrrverandi yfírlæknir Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs er látinn eftir erfiða sjúkrahússlegu. Kristján var yfír- læknir Sjúkrahússins í Keflavík frá árinu 1971 og fram til ársins 1992 er hann lét af störfum. Kristján varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk prófi í læknisfræði árið 1954. Hann starfaði um nokkur ár í Svíþjóð. Hann varð sérfræðingur í skurðlækningum og starfaði alla tíð sem skurðlæknir. Ég kynntist Kristjáni fyrst fljót- lega eftir að hann varð læknir við sjúkrahúsið í Keflavík. Þangað átti ég erindi eins og gengur. Ég tók fljótlega eftir því hve Kristján átti létta lund, bros hans og hlýja voru með þeim hætti að aldrei gleymist. Mér fannst hann síbrosandi. Hann var kvikur í hreyfingum og alltaf tilbúinn til að veita fólki aðstoð sína. Trúlega hefur hann verið á bakvakt öll sín fyrstu ár í Keflavík, mér er sagt að hann hafi ævinlega komið þegar á var kallað. Síðar kynntist ég Kristjáni á öðr- um vettvangi. Hann gekk til liðs við Lionsklúbb Keflavíkur árið 1973. Þar vorum við saman félagar yfir tvo áratugi. Það var trúlega í eðli Kristj- áns að ganga til liðs við Lionshreyf- inguna, hreyfingu sem hefur það að markmiði m.a. að líkna sjúkum og styðja við bak þeirra sem minna mega sín. Hann var góður félagi í klúbbnum okkar og tók að sér ábyrgðarstörf þegar eftir var leitað. Kristján Sigurðsson flutti til Það fór ávallt vel á með okkur Rögnu og oft leitaði ég til hennar með ýmis málefni og var gott að ræða við hana og sýndi hún mér ávallt skilning og vináttu. Rögnu var mikið í mun að efla tengsl milli Garðars bróður míns og okkar systranna en við systkinin misstum móður okkar ung að árum og fórum þá öll sitt í hvora áttina og voru lítil tengsl á milli okkar þar til nú seinustu árin og á Ragna stóran þátt í því. Ég sjálf hef búið um margra ára skeið suður með sjó en er nú að flytja til Reykjavíkur og höfðum við Ragna oft rætt um það að þá gætum við myndað enn sterk- ara samband og ýmislegt var ráð- gert, en allt fór á annan veg og nú ertu farin, elsku mágkona. Með þakklæti og söknuði kveð ég þig hinstu kveðju. Ég mun ætíð minnast þín sem yndislegrar konu. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin min. Elsku Garðar og börn, ég sendi ykkur og öllum aðstandendum mínar dýpstu samúðarveðjur. Hvíl í friði, kæra mágkona. Svanhvít Hallgrímsdóttir. Reykjavíkur er hann hætti störfum við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að sækja fundi hjá klúbbnum okkar í Keflavík. Hann ók þá suður til Keflavíkur og gaf sér tíma til að vera með okkur. Hann sat seinni fund klúbbsins í september og var það í síðasta skiptið. Nokkru síðar gekkst hann undir erfiðan hjartauppskurð. Við hjónin heimsóttum Kristján á sjúkrahúsið 21. október. Þar tjáði hann mér að hann væri á batavegi og trúlega gæti hann komið á fund til okkar í nóvember með syni sín- um, Halldóri, en hann er nú um- dæmisstjóri okkar svæðis. Það fór á annan veg. Nú er Kristján allur og við syrgjum góðan vin og félaga. Pyrir hönd Lionsklúbbs Keflavíkur vil ég þakka Kristjáni notalega og góða samfylgd í klúbbnum okkar. Kristján var okkur kær sem vinur og félagi. Sendum einlægar samúðar- kveðjur til Valgerðar, bama, bama- bama og allra ættingja. Guð blessi minningu Kristjáns Sigurðssonar. Gylfi Guðmundsson, formaður Lionsklúbbs Keflavíkur. KJARTAN ÞOR KJARTANSSON + Kjartan Þór Kjartansson var fæddur 6. mars 1967. Hann lést af slysförum 31. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Odda á Rangár- völlum 8. nóvember. Kvöldið 31. október ætluðu börn þín að dvelja eina nótt á heimili okkar, þú varst væntanlegur innan fárra tíma, því kvöldið átti að vera ykkar Hrafnhildar. Ætlunin var að fara í 30 ára afmæli hjá vinkonu ykkar, en það breyttist. Við fengum upphringingu um kl. 19 og þessa sorglegu frétt, að þú, kæri vinur, mágur og frændi eins og dætur okk- ar kölluðu þig, hefðir látist af slys- förum. Hið fyrsta sem flaug um huga okkar var, af hveiju hann sem var svo ungur og hress og átti lífið fram- undan með konu sinni og tveimur börnum? Þú sem birtist skælbrosandi kl. 7.45 heim til okkar sama dag og sagðir: „Jæja er Smári enn í bælinu, þetta gengur ekki, ég fer inn til hans og ræsi.“ Síðan þegar þú varst að fara snerir þú þér við og sagðir: „Svo þið ætlið að vaka í nótt og gæta Einars Arons (sem er bijósta- barn) og Elínar Huldar," og ég sagði: „Já ef við þurfum að vaka þessa nótt, þá sofum við bara næstu.“ „Já“, sagðir þú, „það er satt.“ Kvaddir okkur og fórst í vinnu. Kæri Kjartan, aldrei áttum við von á að þurfa að standa frammi fyrir því að þú svona orkumikill ungur maður værir farinn frá okkur og vökunæturnar yrðu miklu fleiri en þessa eina sem við töluðum um. Við trúum því að eitthvert annað starf hafi beðið þín fyrir handan, því þeir fara fyrstir sem eru bestir. Þegar við hugsum til þín elsku mágur, vin- ur, frændi, sjáum við þig fyrir okkur koma svífandi inn til okkar með þessa miklu orku og lífskraft sem því miður slokknaði allt of snemma. Alltaf varst þú fljótur til að hjálpa öllum sem þurftu aðstoð, alveg sama hvað það var, samt varst þú slæmur í baki en hættir aldrei fyrr en verk voru búin. Hrafnhildur, Elín Huld og Einar Aron voru alltaf efst í huga þér og ef dætur okkar voru hjá ykkur voru þær eins og ykkar börn. Einnig dætur Helga bróðir. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera með þér þessi ár sem því miður voru allt of fá, þú skilur eftir mikinn söknuð hjá okkur, sem við verðum að lifa með. Lóa Dagmar, Elín Huld og Freyja horfa til himins á kvöldin og skær- asta stjarnan er geisli frá þér, en engill ertu á daginn því sá sjást ekki stjörnur. Eitt kvöldið voru þær allar að ræða saman og þá sagði Lóa Dagmar að nú réði Kjartan veðrinu, Elín Huld sagði: „Þá verður alltaf sól“, en Freyja glotti og sagði: „Stundum stríðir hann okkur kannski og lætur rigna.“ Svo hlóu þær allar. Elsku Hrafnhildur systir, Elín Huld og Einar Aron, hafið hugfast í ykkar sorg að betra er að hafa átt og misst en ekki átt. Ella, Kjartan, Svenni, Sigga, Þór- ir, tengdaforeldrar, ættingjar og vin- ir, Guð veri með ykkur., Ingibjörg mágkona, Smári, Lóa Dagmar og Freyja. Skilafrestur minningar- greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Félag sagnfræðinema við Háskóla Islands Ráðstefna um Island og Austur- blokkina FÉLAG sagnfræðinema við Há- skóla íslands heldur ráðstefnu um ísland og Austurblokkina í Safnað- arheimili Fríkirkjunnar við Laufás- veg, föstudaginn 21. nóvember nk. kl. 20. í upphafi fundar mun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, kynna stuttlega umfjöllun íslenskra fjölmiðla um fall járntjaldsins. Framsögumenn á ráðstefnunni eru Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, sem mun flalla um stjórn- málaleg tengsl íslands og austan- tjaldslandanna. Valur Ingimundar- son, ságnfræðingur, ræðir á al- mennan hátt um samskipti íslands við Austur-Þýskaland, Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, ræðir um verkalýðsmál og Arni Berg- mann, blaðmaður, ræðir um mennta- og menningarmál, einkum út frá tengslum íslands og Sovét- ríkjanna. Að loknum erindum sem verða stutt eru almennar umræður. Fund- arstjóri er Gísli Gunnarsson, sagn- fræðingur. Aukið samstarf Vestnorræna ráðsinsog' Norðurlanda- ráðs FORSÆTISNEFND Vestnorræna ráðsins var meðal gesta á nýaf- stöðnu þingi Norðurlandaráðs sem haldið var í Helsinki dagana 10.—13. nóvember. Á þinginu fundaði forsætisnefnd- in með forseta Norðurlandaráðs og formönnum Norðurlandanefndar ráðsins en málefni vestnorræna svæðisins heyra undir þá nefnd. Á fundinum kom glögglega í ljós gagnkvæmur vilji fyrir því að auka samstarf Vestnorræna ráðsins og Norðurlandsráðs, segir í fréttatil- kynningu. Á fundi forsætisnefndar Vestnor- ræna ráðsins sem einnig var haldin í Helsinki samþykkti ráðið að vest- norræna æskulýðsráðstefnan færi fram í Reykjavík dagana 10.-12. júlí 1998. Reiknað er með að uip 150 ungmenni á aldrinum 18 til 23 ára taki þátt í ráðstefnunni. Þar er fyrirhugað að ræða ýmis sameig- inleg málefni ungs fólks í vestnor- rænu löndunum þremur, Græn- landi, Færeyjum og á íslandi. Einn- ig samþykkti forsætisnefndin að næsta árþing ráðsins yrði haldið í ■ Ilulissat á Grænlandi 2.-5. júní 1998. Jonathan Moztfeldt sem gegndi formennsku í Vestnorræna ráðinu lét af því starfi nú í haust þegar hann varð formaður grænlensku landstjórnarinnar. Nýr formaður Vestnorræna ráðsins er Anders ■ Andreassen, forseti grænlenska þingsins. Fyrri varaformaður er Svavar Gestsson alþingismaður og seinni varaformaður er Lisbeth Pet- ersen, þingmaður frá Færeyjum. Fyrirlestur um blóðmyndandi stofnfrumur KRISTBJÖRN Orri Guðmundsson heldur fyrirlestur föstudaginn 21. nóvember á vegum Líffræðistofn- unar Háskólans sem nefnist „Blóð- myndandi stofnfrumur". Blóðmyndandi stofnfrumur hafa, eins og nafn þeirra gefur til kynna, þann eiginleika að geta myndað allar frumugerðir í blóði. í fullorðn- um einstaklingi eiga þær sér aðal- lega aðsetur í beinmerg og skipta sér og sérhæfast eftir þörfum lík- amans. Lengi vel var stofnfruman mönnum hulin og afar erfitt að rannsaka blóðmyndun. Með upp- götvun sameindarinnar CD34, sem er helsta einkenni þessara frumna, hefur orðið gjörbylting á rannsókn- um á þessum/rumum, segir í frétta- tilkynningu. í fyrirlestrinum verður gefin örlítil innsýn í líffræði stofn- frumna og notagildi þeirra við ígræðslur. Erindið verður haldið í húsakynn- um Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, í stofu G-6 klukkan 12.20. Skammdegis- fundur móður- málskennara SAMTÖK móðurmálskennara boða til árlegs skammdegisfundar föstu- daginn 21. nóvember kl. 17 í Kenn- arahúsinu við Laufásveg. Fundurinn er að þessu sinni helg- aður barna- og unglingabókmennt- um og verða veitt þrenn verðlaun í smásagnakeppninni sem Samtök móðurmálskennara og Mál og menning eftidu til í sumar. Að auki verður tilkynnt um val á sögum í smásagnabók sem Mál og menning hyggst gefa út og lesið verður úr nýjum bókum. Eftirtaldir höftmdar lesa úr verkum sínum: Anna Heiða Pálsdóttir Galdrastafur og græn augu, Finnur Torfi Hjörleifs- son, Brúsi, Andrés Indriðason, Ævin- týralegt samband, Kristín Steinsdótt- ir, Vestur í bláinn, og Elías Snæland Jónsson, Törfradalurinn. + Móðir mín, fósturmóðir og tengdamóðir okkar, GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 16. nóvember. Minningarathöfn verður i Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 21. nóvember, kl. 13.30. Jarðsett verður á Isafirði. Dóra Jónsdóttir, Ólafía Aradóttir, Sigurður Sigurðsson, Kristinn Jón Jónsson. + SlMON HANNESSON, Hátúni 10, sem lést mánudaginn 10. nóvember, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Börn hins látna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.