Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 25
eftir erfítt samdráttarskeið. Hag-
vöxtur í aðildaríkjunum verður að
meðaltali um 2,5% á þessu ári og á
því næsta er þess vænst að hann
liggi nærri 3%. Þrátt fyrir þetta eiga
hagfræðingar og aðrir fjármálaspek-
ingar ekki von á því að atvinnuleysið
minnki innan ESB á næstu árum.
Bent er á að efnahagsbatinn hvíli
mjög á auknum útflutningi sem þýði
að dragast muni að aukinnar neyslu
gæti í Evrópu til að viðhalda hag-
vextinum. Þá eru fyi-irsjáanlegai-
ijöldauppsagnir á næstu mánuðum í
þjónustugreinum og eru þá bankar
og tryggingafyrirtæki einkum nefnd
til sögunnar þar eð þau muni nú
þurfa að aðlaga sig að aukinni sam-
keppni líkt og gerðist í Bandarikjun-
um fyrir nokkrum árum. Sú stefna
stjórnvalda á Ítalíu og í Frakklandi
að stytta vinnuvikuna niður í 35
stundir þykir ekki til þess fallin að
greiða fyrir fjárfestingum í Vestur-
Evrópu. Og loks er nefnt að skuld-
bindingar ríkisvaldsins vegna at-
vinnuleysisbóta komi í veg fyrir upp-
byggingu á öðrum sviðum auk þess
sem hátt hlutfall atvinnulausra vinni
gegn aukinni neyslu þar eð fólk ótt-
ist um afkomuöryggi sitt og haldi að
sér höndunum.
Niðurstaða margi-a sérfræðinga
og ráðamanna í atvinnulífinu er því
sú að þessi viðtekna greining á vand-
anum sé röng. Því megi áfram búast
við því að atvinnuleysi innan ESB
verði um 10% næstu þrjú til fimm
árin en vænta megi einhvers bata
eftir það, reynist hagvöxturinn við-
varandi. Stjórnmálamenn skorti
hugrekki til að beita sér fyrir þeim
djúpstæðu kerfísbreytingum sem
nauðsynlegai' séu. Vandinn verði
aldrei leystur til langframa nema
með því að lækka launatengd gjöld
og annan kostnað fyrirtækja. Lækka
beri skatta og skera þurfi niður vel-
ferðargreiðslur á sama tíma og
sveigjanleiki á vinnumarkaði verði
aukinn með lagabreytingum.
Mótsagnir
Þessar hugmyndir myndu með
öðrum orðum jafngilda stríðsyfírlýs-
ingu við verkalýðshreyfinguna og
skapa mikla þjóðfélagsólgu víða.
Enn og aftur birtast þær mótsagnir
sem Evrópusambandið stendur
frammi fyrir hvað varðar atvinnu-
leysisvandann. Miðstýrðum aðgerð-
um til að auka atvinnustigið, t.a.m.
að hætti Frakka, verður aðeins hrint
í framkvæmd með því að auka ríkis-
útgjöld sem aftur hefur þá hættu í
for með sér að ekki reynist unnt að
uppfylla skilyrði vegna EMU. Verði
engil-saxneska leiðin farin þýðir það
átök við verkalýðshreyfinguna og
uppgjör við rótgrónar hugmyndir
mai'gra meginlandsbúa um sjálfa
þjóðfélagsgerðina, hlutverk ríkis-
valdsins og réttindi þegnanna, sem
almenningur í aðildamkjunum er
ekki tilbúinn til að láta af hendi bar-
áttulaust.
Ríki á borð við Þýskaland, sem
hefur ásamt Frökkum barist hvað
ákafast fyrir samruna ESB-ríkjanna
á sem flestum sviðum, er ekki tilbúið
til að gangast undh yfirþjóðlegt vald
hvað atvinnuleysisvandann varðar,
sem á hinn bóginn er það svið sem
almenningur er í einna mestum
tengslum við. Sú staðreynd kann síð-
an aftur að ráða miklu um framtíðar-
afstöðu kjósenda í ríkjum ESB til
sambandsins og þeiiTa samrunaá-
ætlana sem þar eru á kreiki.
Jean-Claude Juncker, forsætis-
ráðherra Lúxemborgar, sagði fyrir
skemmstu að leiðtogar ESB yrðu að
ná sáttum um ákveðnar og sam-
ræmdar leiðir sem fara bæri í
glímunni við atvinnuleysið á fundi
sínum í dag því ella yrði ESB fyrir
þungu höggi sem sambandið mætti
ekki við. Jaques Santer, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, vék
einnig að tiltrú almennings á Evr-
ópusambandinu í ræðu sem hann
hélt á dögunum og taldi ástæðu til að
óttast að hún myndi enn fara minnk-
andi næðist ekki samkomulag um
raunverulegar aðgerðir í þessu
skyni: „Maðurinn á götunni skilur
ekki hvers vegna þessu hnattræna
efnahagsveldi hefur ekki tekist að ná
tökum á atvinnuleysisvandanum.“
Hætt er við að sá hinn sami verði
litlu nær eftir Lúxemborgarfundinn.
Morðingi á flótta tekur fímm
í gíslingu á Tævan
„Eg á skilið
að deyja“
x Reuters
LÖGREGLUMENN með alvæpni sátu um sendiráðið í Taipei í fyrrinðtt.
Taipei. Reuters.
EFTIRLÝSTUR flóttamaður á
Tævan lét í gær lausa gísla sína og
gafst upp fyrir lögreglu eftir að
hafa haldið fólkinu í sólarhring. At-
burðurinn átti sér stað í sendiráði
Suður-Afríku í Taipei á Tævan, þar
sem Chen Chin-hsing hélt suður-
afríska stjórnarerindrekanum Mac
Alexander, eiginkonu hans og
þrem bömum.
Chen kom út úr sendiráðinu
handjárnaður í fylgd lögreglu og
eiginkonu sinnar, sem hafði tekið
þátt í samningaviðræðum um lausn
gíslanna. „Það sem ég gerði var
rangt og ég biðst fyrirgefningar,"
sagði hann í viðtali við sjónvarps-
fréttamann rétt áður en hann gafst
upp. A meðan á umsátrinu stóð
veitti Chen símaviðtöl sem sjón-
varpað var beint.
Chen hafði verið á flótta í hálft
ár og var grunaður um aðild að
ráni og morði á táningsstúlku,
lækni og tveimur hjúkranarkonum.
Hann réðst inn í sendiráðið á
þriðjudagskvöld, hneppti fólkið í
gíslingu og krafðist þess að eigin-
kona sín, sem granuð var um að
hafa átt þátt í morðunum með
manni sínum, yrði látin laus úr
fangelsi.
Lögregla, fjöldi fréttamanna og
Heimsókn Albright
til Suður-Asíu
Fordæmir
meðferð
Talebana
á konum
Peshawar. Reuters.
MADELEINE Albright, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, gagn-
rýndi mannréttindabrot íslömsku
hreyfingarinnar Taleban í
Afganistan þegar hún kynnti sér
aðstæður afganskra flóttamanna í
Pakistan í fyrradag. Hún sakaði
hreyfinguna um „auvirðilega með-
ferð“ á konum og bömum.
Albright lét þessi orð falla í
Pakistan þegar hún skoðaði flótta-
mannabæinn Nasir Bagh, sem var
reistur fyrir útlaga frá Afganistan
fyrir 17 árum. Þar búa um 80.000
af 1,2 milljónum Afgana sem hafa
flúið til Pakistans vegna stríðsins í
heimalandinu síðustu tvo áratugi.
„Taleban-hreyfingin hefur eink-
um verið afturhaldssöm og grimm í
garð kvenna með því að neita þeim
um heilbrigðisþjónustu... og
hreyfingin hefur neitað þeim um
tækifæri til atvinnu og stúlkum um
tækifæri til menntunar,“ sagði Al-
bright.
Utanríkisráðherrann kvað
Bandaríkjastjórn vera andvíga Ta-
leban-mönnum „vegna afstöðu
þeima til mannréttinda, auvirði-
legi'ar meðferðar þeirra á konum
og skorts á virðingu fyrir mann-
legri reisn.“
Albright hélt síðan til Indlands
og ræddi við þarlenda ráðamenn í
gær en fór þaðan íyrr en ráðgert
var til að ræða við utanríkisráð-
herra, Rússlands, Bretlands og
Frakklands í Genf um lausn deil-
unnar um vppnaeftirlit Sameinuðu
þjóðanna í Irak. Þetta var fyrsta
heimsókn bandarísks utanríkisráð-
herra til Suður-Asíu í fjórtán ár.
forvitinna vegfarenda sat um
sendiráðið, sem er í útborg Taipei.
Chen veitti tævanska sjónvarpinu
viðtöl og viðurkenndi þar að hafa
átt þátt í ráni, og síðar morði, á Pai
Hsiao-yen, sautján ára stúlku,
dóttur vinsællar sjónvarpsstjörnu,
Pai Ping-ping. Chen sagði að kona
sín og mágur væra saklaus. I sjón-
varpsviðtali sagði hann meðal ann-
ars að hann væri fullur iðrunar
vegna þess sem hann hefði gert og
ætti skilið að deyja. „Ég sakna
bamsins míns. En ég veit að ég á
líka skilið að deyja. Þjóðfélagið
mun aldrei taka mig í sátt.“
Tuttugu og fjögurra
klukkustunda umsátur
Alexander og 22 ára dóttir hans
urðu fyrir byssukúlum er Chen
réðst inn i sendiráðið og lét hann
þau fljótlega laus og voru þau flutt
á sjúkrahús. I sextán klukkustund-
ir gekk hvorki né rak. Þegar lög-
regla lofaði að taka aftur upp rann-
sókn á þætti konu Chens og mágs
hans í ráninu og morðinu á Pai
leysti Chen úr haldi tævanskt ung-
barn er verið hafði í umsjá Alex-
anderhjónanna. í gærmorgun var
eiginkona Chens flutt að sendiráð-
inu til þess að aðstoða við lausn
DÓTTIR sendiráðsmannsins
flutt í sjúkrabíl.
gíslanna. Lögmaður Chens og tvö
börn hans fóra einnig til fundar við
hann.
Annar maður, Kao Tien-min, var
einnig granaður í mörðmálinu, en
er lögregla settist um nuddstofu er
hann var staddur í á mánudag og
til skotbardaga kom, fyrirfór mað-
urinn sér.
Eftir tuttugu klukkustunda um-
sátur lét Chen lausa 12 ára dóttur
Alexanders, og fjóram klukku-
stundum síðar komst eiginkona
hans af sjálfsdáðum út úr sendiráð-
inu, og lögregla handtók Chen.
V