Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 24
Filialnetz Wettbewerb ja — aber nicht i mil unseren I Verteilanlagen Joely Richardson HÁSKÓLABÍÓ 24 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ Event Horizon við endimörk alheimsins ERLENT Um borð í Event Horizon Þekktu ótta þinn Iatvinnuleysisskrám aðildar- ríkja Evrópusambandsins (ESB) er nú að finna nöfn 18 milljóna manna. Stjórnmála- leiðtogar í álfunni eru sammála um að í þessari staðreynd birtist alvar- legasti vandi sambandsins og sumir þeiiTa telja að trúverðugleiki þess gagnvart almenningi sé í húfi. Til að undirstrika þessa afstöðu munu leið- togar aðildarríkjanna 15 koma sam- an í dag til sérstaks fundar í Lúxem- borg um atvinnuleysisvandann. Há- leit markmið voru kynnt fyrir þenn- an fund en þess er ekki að vænta að hann marki þáttaskil þó svo trúlega verði gengið lengra en nokkru sinni fyrr í lokasamþykkt leiðtoganna einkum hvað varðar sköpun starfa fyrir ungt fólk og ráð við langtíma- atvinnuleysi. Opinberir textar frá Evrópusam- bandinu verða seint taldir til skemmtiefnis. Hið sama á við þegar rýnt er í skýrslur og plögg um at- vinnuleysisbölið: 18 milljónir manna eru án vinnu í aðildarríkjunum, það eru um 10,7% vinnufærra manna sem þar búa. Tæpar sex milljónir manna hafa þurft að sjá sér farborða með öðrum hætti í meira en tvö ár. Innan við þriðjungur þeirra karla sem ekki voru í vinnu árið 1995 höfðu fengið starf árið 1996. Tölfræðin hvað konur varðar er enn verri: aðeins um fjórð- ungur kvenna hafði komist inn á vinnumarkaðinn á ný. Dapurlegastar eru þó trúlega töl- urnar um atvinnuleysi unga fólksins. Atvinnuleysið í aldurshópnum frá 15-24 ára er að meðaltali 21.8% í að- ildarríkjunum. Og víða innan ESB eru þessar tölur lyginni líkastar: á Spáni voru í fyrra 41.9% fólks á aldr- inum 15-24 ára atvinnulaus. í Grikk- landi var þetta hlutfall rúmur þriðj- ungur, í Frakklandi 28,9%, á Italíu 33,5%, í Finnlandi 38,2%. Og ástand- ið hefur ekkert batnað, öðru nær. Árið 1992 voru 18,2% ungs fólks í ESB-ríkjum á þessum aldri án at- vinnu. Arið 1993, 21,4%, árið 1994, 22,2% og 21,6% fyrir tveimur árum. í mörgum löndum Suður-Evrópu gerir atvinnuleysið að verkum að fólk sem komið er fram undir miðjan ald- ur er enn öldungis háð foreldrum sín- um eða ættingjum og fær því ekki lif- að sjálfstæðu lífi. Þetta hefur síðan margvíslegar efnahagslegar og fé; Iagslegar afleiðingar í for með sér. Á Spáni hafa menn t.a.m. verulegar áhyggjur af fólksfækkun sem kemur til af því að ungt fólk getur ekki geng- ið í hjónaband og lifað fjölskyldulífi sökum fátæktar og atvinnuleysis. Þessar upplýsingar geyma engin ný sannindi. Og það gera ráð þau sem Evrópusambandið grípur til ekki heldur. Skýrslur eru teknar saman um vandann og fundir eru haldnir. Jakkafataklæddu sendinefndirnar sæta háði og spotti og spurt er hvers vegna lausnin hafi enn ekki verið dregin upp úr skjalatöskunum. Áætlun um atvinnusköpun Ráðamenn innan ESB hafa skynj- að að þrýstingurinn fer vaxandi vegna þess að tölurnar haldast óbreyttar. Til að létta á honum lagði framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins fram skýr markmið í glímunni við atvinnuleysið í byrjun októbermánaðar. Þetta var sú áætl- un sem leggja átti fyrir leiðtogafund- inn sem hefst í dag. Þessi plögg þóttu á margan hátt merkileg og metnaðarfull. Hins vegar kom ekki á óvart þegar þessum markmiðum var hafnað. í þessum skjölum fr amkvæmdastj órnar- innar er víða komið við. __________ Lagt er til að aðildarrík- in sameinist um margvisleg markmið sem verði að veruleika á næstu fimm árum. Meðal annars skuli stefnt að því að skapa 12 milljónir nýrra starfa á þessu tímabili þannig að atvinnu- leysið innan ESB fari niður í 7%. Þessari áætlun, sem er í fjórum liðum, höfnuðu fjármálaráðherrar aðildaiTÍkjanna á sérstökum fundi í Brussel í byrjun mánaðarins. Text- amir voru sendir aftur fram- kvæmdastjórninni með þeim fyrir- mælum að vinna þyrfti málið betur. Verða því umorðaðar ályktanir lagð- ar fyrir fundinn í dag. Þessi niðurstaða var hins vegar 1 FRÁ mótmælagöngu þýskra póstburðarmanna. Evrópa atvinnuleit Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins koma saman til sérstaks fundar um atvinnuleys- isbölið í dag. Ásgeir Sverrisson fjallar um fundinn og þau ólíku viðhorf sem móta til- raunir til að vinna bug á þessum vanda. Átján milljónir án atvinnu í aðildarríkjunum aðeins eitt kraftbirtingarform ágreinings um algjör grundvallarat- riði innan ESB: þótt samstaða ríki um að atvinnuleysisvandinn sé gífur- lega alvarlegur ríkir hins vegar ekki samstaða um hvort raunverulegar aðgerðir gegn honum - í þessu tilfelli samræmd markmið varðandi sköpun atvinnutækifæra - skuli teljast mál sem heyri undir ESB. Á ráðherrafundinum í Brussel var það Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sem lagðist af mestum þunga gegn þessum tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar. Auk hans hefur Rodrigo Rato, fjármálaráð- herra Spánar, hafnað öllum hug- myndum í þessa veru enda eru þeir tveir einu fulltrúar réttnefndra „hægri stjóma“ innan ESB um þess- ar mundir. Þjóðverjar líta svo á að atvinnu- sköpun sé fyrirbrigði sem heyra eigi undir stjórnvöld í hverju aðildarríki fyrir sig en ekki Evrópusambandið sem slíkt. Þetta sjónar- mið þýsku stjómarinn- ar ítrekaði Helmut Kohl í þingræðu á fimmtudag __________ í síðustu viku. Þrátt fyrir að bæði Þjóðverjar og Spánveijar hafi gefið nokkuð eftir á lokasprettinum gaf Kohl ótvírætt til kynna með þessari yfirlýsingu að leiðtogafundurinn myndi ekki skila af sér samræmdri áætlun gegn atvinnuleysisvandan- um. Trúlega verður þó kveðið á um það í lokayfirlýsingunni að ESB-rík- in muni „hafa í huga“ tillögur og við- mið framkvæmdastjómarinnar. Þjóðverjar hafa lengi staðið í vegi þess að baráttan við atvinnuskortinn innan ESB verði færð á hið yfirþjóð- lega svið. Fyrir þessu era ýmsar ástæður en nefna má að atvinnuleysi heldur enn áfram að aukast í Þýska- landi auk þess sem slík áætlun um atvinnusköpun væri ekki til þess fall- in að greiða fyrir stofnaðild Þýska- lands að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópusambandsins (EMU) þar eð hallarekstur ríkissjóðs myndi trauðla minnka við þetta. Og án Þýskalands verður EMU ekki að veruleika og þar með ekki heldur stærsti draumur Helmuts Kohls kanslara um einingu Evrópuþjóða. Atvinnuleysi og hlutverk ríkisvaldsins En ágreiningsefnin era fleiri og djúpstæðari þegar atvinnuleysið er til umræðu innan ESB. í þunga- miðjuríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, eykst vandinn heldur en hitt á meðan tekist hefur að draga veralega úr atvinnuleysi í nokkrum öðrum ríkjum, sérstaldega Bretlandi auk Hollands og Danmerkur. Deilan snýst um aðferðir en í henni birtast viðtekin en ólík viðhorf Evrópuþjóða til samfélagsins og hlut- verks ríkisvaldins. Sósíalistar, sem nú halda um valdataumana í Frakklandi og kröfð- ___________ ust þess að Lúxemborg- arfundurinn yrði haldinn, hafa lofað kostnaðarsömum atvinnuskapandi aðgerðum enda era 12,6% vinnu- færra manna þar án atvinnu. í Þýskalandi geyma opinberar skrár nöfn 4,3 milljóna atvinnuleysingja, sem svarar til rúmlega 11% vinnu- aflsins og pólitískan vilja skortir fyr- ir því að grípa til þeirra róttæku að- gerða sem þörf er talin á enda Þjóð- verjar ekki þjóð snöggra umskipta. Fálmkenndar tilraunir þýskra stjómvalda til að losna úr þessari spennutreyju hafa engum árangri skilað og stjórnarandstaðan hefur lagst gegn tillögum þeim sem fram hafa komið um breytingar á eftir- launa- og skattalöggjöfinni, sem aft- ur era forsenda aukinnar fjárfesting- ar í Þýskalandi. Á leiðtogafundinum verður borinn saman sá árangur sem aðildarríkin hafa náð á sviði atvinnusköpunar í þeim tilgangi að leiða í ljós nákvæm- lega hvaða aðgerðir skila árangri og hveijar hafa reynst breyta litlu. Má því ætla að árangur Breta verði tek- inn til sérstakrar skoðunar en þar ríkja allt önnur viðhorf en á megin- landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur hríðfallið á undanförnum árum og mælist nú um 5,3%. Ástæður þessa era skýrar og óumdeilanlegar. Þar hefur efnahagslífið verið losað úr fjötram reglugerða með skilvirkum hætti auk þess sem skattar hafa ver- ið lækkaðir, dregið hefúr verið úr ríkisútgjöldum og bótagreiðslur vel- ferðarkerfisins skomar niður. Þar er litið svo á að markaðurinn skapi störfin en það eigi ríkisvaldið ekki að gera. Bretar hafa sótt fyrirmyndir sínar til Bandaríkjanna þar sem at- vinnuleysi er lítið, líkt og starfsör- yggið og vinnumarkaðurinn einkenn- ist af miklum sveigjanleika. Ekki er lengur deilt um að slíkar aðgerðir geti orðið til þess að auka snögglega framboð á störfum. Þessi hugmyndafræði gengur hins vegai- í ýmsum grunnþáttum gegn hefð- bundnum viðhorfum víða á megin- landi Evrópu þar sem ekki kemur til álita að lækka lágmarkslaun, lækka skatta og létta á kostnaði fyrirtækja vegna launatengdra gjalda. Á megin- landinu er ekki óalgengt að slík gjöld auki kostnað fyrirtækja á hvem starfsmann um 45 til 60% eftir að laun viðkomandi hafa verið greidd. Hvatt til niðurskurðar og kerfisbreytinga í textum þeim sem frá Evrópu- sambandinu koma er jafnan lögð þung áhersla á samvinnu og samráð hinna margfrægu „aðila“ þ.e. ríkis- valds, vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga. Þessi hugsun er rótfóst víða á meginlandinu Hkt og glögglega hefur komið í Ijós í Frakklandi á síðustu vikum og við henni verður tæpast hróflað. í áliti sem nefnd á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins lét frá sér fara um atvinnuleysið í Evrópu nú í septem- bermánuði era aðildarríkin hvött til þess að takast á við „rætur atvinnu- leysisvandans" til að unnt reynist að tryggja að stöðugleiki ríki innan Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) þegar það verður að veru- leika. í þessari skýrslu segir um- búðalaust að þörf sé á: „ákveðnari tilraunum til að auka skilvirkni og sveigjanleika á vinnumarkaðinum“ og hvatt er til umbóta á skattakerf- inu auk þess sem gera beri breyting- ar á viðteknum bótakerfum velferð- arþjóðfélagsins. Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, Michael Camdessus, hefur sagt að ESB-ríkin verði að einbeita sér að því að skera niður atvinnuleysisbæt- ur og draga úr félagslegum útgjöld- um. Hugsunin að baki þessu er sú að háar bætur og félagsleg aðstoð verði ásamt öðru til þess að viðhalda at- vinnuleysinu. Þessi rök era kunnug- leg og margir era sannfærðir um að þessi greining sé rétt. Á hinn bóginn vaknar sú spurning hvort þessi al- hæfing fái staðist. Bótakerfin í ríkj- um Evrópusambandsins eru ákaf- lega mismunandi- Þannig njóta fjölmennir hópar þjóðfélagsþegna í ríýum Suður-Evrópu engrar aðstoðar þar eð þeir hafa aldrei verið í fastri vinnu og því aldrei komist inn í bóta- og trygg- ingakerfið. Þetta á ekki síst við um yngra fólkið. Hagvöxtur og atvinnustig Ráðamenn innan ESB eru al- mennt þeirrar hyggju að at- vinnustigið haldist í hendur við hag- vöxt. Hægt hafi gengið að vinna bug á þessum vanda vegna þess hve hag- vöxtur í aðildarríkjunum hafi verið lítill á umliðnum áram. Þessi rök- semdarfærsla er óneitanlega sann- færandi. Stenst hún skoðun? Um það verður ekki villst að efna- hagslífið í Evrópu er nú á uppleið Þjóðverjar eru andsnúnir samvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.