Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ OLOF ARNBJORG JÓNSDÓTTIR + Ólöf Arnbjörg Jónsdóttir fæddist á Vestra Skagnesi í Mýrdal, Vestur-Skaftafells- sýslu, hinn 11. sept- ember 1908. Hún lést á Landspítalan- um 12. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Ófeigs- dóttir frá Vestra- Skagnesi, f. 12. mars 1871, d. 29. október 1942, og Jón Jónsson frá Skammadal, síðar bóndi á Vestra-Skagnesi, f. 3L ágúst 1860, d. 10. júni 1929. Ólöf var tíunda í röðinni af tólf systkin- um sem öll eru látin nema yngsta systkinið, Aðalheiður, f. 21. júní 1913. Dóttir Ólafar: Sigríður Jóna Clausen, f. 29. ágúst 1942. Maki: Gunnlaugur Jónsson, f. 28. maí 1931. Börn Sigríðar af fyrra hjónabandi: 1) Eyjólfur Þórður Þórðarson, f. 14. ágúst 1962. Maki: Jóna Ingunn Pálsdóttir. Börn: Eyj- ólfur Aðalsteinn, f. 29. júní 1988, og ída Bjamey, f. 22. febrúar 1990. 2) Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, f. 15. október 1964. Maki: Pétur Ragnar Pét- ursson. Börn: Björn Hlynur, f. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu Gjörðu svo vel og geymdu mig guð i faðmi þínum. Elsku hjartans mamma mín, núna ertu farin frá mér um stundar- sakir. Þetta er sú stund sem ég hef kviðið síðan ég var lítii, en ég trúi því sem þú sagðir mér alltaf, að þú myndir taka á móti mér þegar minn tími kæmi. Elsku mamma mín, þó árin þín væru mörg þá fannst mér þú aldrei gömul því þú varst svo ung I hugs- unum. Ég man þegar ég var lítil og sat við saumavélina þína, því þú af miklum dugnaði stofnaðir þitt eigið fyrirtæki og rakst það af miklum myndarskap, en það kost- aði mikla vinnu og útsjónarsemi. Ég man Iitla stúlku sem svaf hjá ^mömmu sinni og vildi hvergi sofa annars staðar. Ég get verið þíðan þín þegar allt er frosið því sólin hún er systir mín sagði litla brosið. (Höf. ókunnur) Mér finnst eins og þetta gæti verið ort um hana mömmu mina því þetta á svo vel við hana því hún gat sorg í gleði breytt. Mamma og Heiða voru nú ekki lengi að sauma föt á öll börnin mín fimm, og mig líka, og alltaf voru þau fallegustu 14. nóvember 1987, og Alexander Glói, f. 17. júlí 1995. 3) Aðalheiður Elín Þórðardóttir, f. 7. desember 1965. Maki: Halldór Haf- steinsson. Börn: El- ísabet, f. 8. júlí 1983, og Gunnlaug- ur Steinar, f. 18. mars 1991. Börn Sigríðar og Gunn- laugs: 1) Jóhanna Jóna Gunnlaugs- dóttir, f. 10. janúar 1968. Maki: Einar Þráinsson. Börn: Sigríður Jóna, f. 31. desember 1989, og Þráinn Freyr, f. 29. apríl 1994. 2) Jón Hlynur Gunnlaugsson, f. 16. desember 1968. Sambýliskona: Karen Ósk Hrafnsdóttir. Barn: Hlynur Freyr, f. 8. september 1993, stjúpdóttir Sigrún Maria, f. 3. júlí 1992. Ólöf stofnaði Drengjafata- stofuna 1939 sem síðar varð Fatabreytinga- og viðgerða- þjónustan á Klapparstíg 11 sem hún rak ásamt systur sinni síð- ustu áratugina. Ólöf hætti rekstri í apríl 1996 þá 87 ára gömul. Útför Ólafar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. fötin okkar. En sagan endurtekur sig - svo eignaðist ég lítinn Öbbu- dreng, en hann kallaði ömmu sína svo á vissu tímabili, og hvergi svaf hann nema hjá Öbbu sinni á meðan við bjuggum hjá henni og Heiðu. Mamma og Heiða systir hennar héldu heimili saman í yfir þijátíu ár svo missir hennar er sár. Án hennar hefði elsku mamma mín ekki geta verið heima þar til viku áður en kallið kom. Mamma og Heiða voru mjög samrýndar og meiri kærleika hef ég ekki séð en var á milli þeirra. Þær voru sem ein enda alltaf nefndar báðar í einu. Þegar við komum til þeirra var allt- af veisla og aldrei neitt nógu gott fyrir fólkið þeirra. Mamma var ekki há í loftinu þegar hún þurfti að vinna, því hún var ein af tólf systkinum og pabbi heilsulaus, sá mæti maður. Og aldr- ei féll henni verk úr hendi, enda vann hún í fyrirtæki þeirra systra þar til í apríl 1996. Mamma var mjög kát og hafði gaman af gríni og gat hlegið dátt. Hún hafði ákveðnar skoðanir á landsmálum og enginn gat breytt hennar póli- tísku skoðunum. Hún hafði mikla greind og víðsýni og gat manna best metið sínar eigin skoðanir. Mamma elskaði mig meira en lífið í bijósti sér og börnin mín og barna- börn fóru ekki varhluta af ást henn- ar sem hún átti takmarkalausa. Ef allir væru jafn góðir og hún mamma mín, þá væri ekki mikið að í heimin- um. Elsku mamma mín, ég fæ aldrei fullþakkað þér fyrir að fá að vera dóttir þín, betri mömmu var ekki hægt að eiga. Þú varst sú stoð sem maður gat alltaf reitt sig á hvort sem var í gleði eða sorg. Guð almáttugur geymi þig, elsku mamma mín, og fari um þig mildum höndum, elskan mín. Þótt ég sé hrygg, gleymi ég ekki að þakka guði fyrir að við fengum að vera svona lengi saman og eiga þig fyr- ir móður og bestu vinkonu. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Þín elskandi dóttir, Sigríður. Hinn 12. nóvember sl. gerðist það sem við höfðum öll búist við, hetja var fallin. Hetjan var amma mín hún Ólöf Jónsdóttir. Amma var mikil baráttukona sem barðist fyrir sínu, hún stofnaði Drengjafatastof- una upp úr 1940 og starfaði við hana ásamt Heiðu systur sinni fram í apríl 1996. Amma var kletturinn og fyrirmyndin í mínu lífí, ekkert var henni ómögulegt. Alltaf hugs- aði hún fyrst um mömmu og okkur systkinin að við hefðum það nógu gott áður en hún hugsaði um sig. Við Einar, Sigga Jóna og Þráinn Freyr þökkum allar samverustund- irnar með þér og vil ég kveðja þig með bæninni sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma, öll börnin þín, svo blundi rótt. Elsku amma, ég sakna þín sárt. Jóhanna. í dag kveð ég hana ömmu mína hinstu kveðju. Þó að amma hafí verið orðin 89 ára gömul þá var hún ung í anda og bar aldurinn vel, enda ekki nema rúmt ár síðan hún og Heiða frænka hættu að vinna í fyrirtæki sínu, Fatabreyt- ingum, á Klapparstíg, sem áður hét Drengjafatastofan. Mínar fyrstu minningar um ömmu mína eru ein- mitt tengdar saumaskapnum þegar ég sem lítið kríli sat á borðinu og var að „hjálpa“ ömmu við sauma- skapinn sem slðar varð úr alvöru- hjálp. Tengsl mín við ömmu voru allt annars eðlis heldur en bara að hún væri amma, hún var frábær vinur og ég vildi helst alltaf vera hjá ömmu og gisti mikið hjá henni í Dvergabakkanum sem barn og unglingur og án hennar væri ég ekki sú sem ég er í dag. í nokkur ár bjó ég í risinu á Kaplaskjólsveg- inum með eiginmanni mínum og barni og var það hreint frábær tími sem gerði okkur að enn betri vin- konum en við vorum fyrir. Það var alltaf hægt að tala við ömmu um allt og hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og var hún þess fullviss að eftir þetta líf hæf- ist nýtt, við kölluðum það milli- færslu á milli heima og að þar biðu okkar allir þeir sem farnir væru á undan. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir öll okkar góðu ár saman og hversu mikið þú varst alltaf tilbúin að gefa af þér til handa okkur og þá sérstaklega litlu lönkubömunum þínum og ég veit að Bjöm Hlynur og Glói eiga éftir að sakna mikið. Elsku mamma, Heiða og krakkar, okkar missir er mikill en við stönd- um saman nú sem endranær. Elsku amma mín, ég mun sakna þín sárt en vil þakka fyrir að fá að hafa verið hjá þér til síðustu stundar og ég er þess fullviss að við sjáumst síðar. Þín Ólöf. Vertu yfir og allt um kring með eilííri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Þakka þér fyrir allt, elsku amma mín, þú munt ávallt lifa með okkur vegna allra minninganna. Guð geymi þig. Þinn Eyjólfur og fjölskylda. Elsku lánka, ég man þegar ég átti heima hjá þér og Heiðu, það var gaman. Ég fékk alltaf eitthvað gott að borða hjá þér og mátti allt- af horfa á sjónvarpið. Þú og Heiða frænka voruð alltaf góðar vinkonur og systur og áttuð heima saman á Kaplaskjólsveginum. Élsku lánka mín, ég mun sakna þín mjög mikið og mér þótti svo vænt um þig, þú varst svo góð við okkur bamabarnabörnin. Og allir eru svo leiðir af því að þú ert dáin. Við mamma og pabbi og Glói ætlum í kirkjuna og biðja bænir og kveðja þig. Við setjum blóm og myndir á kistuna þína og munum alltaf minnast þín, elsku lánka mín. Björn Hlynur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vemd í nótt. Æ vist mig að þér taka mér yfír lát þú vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (S. Egilsson.) Elsku systir mín, hér sit ég og horfi út í tómið. Allt er svo autt og tómt síðan þú varst kölluð burt. Alltaf var það svo þegar mig vant- aði styrk, þá varst þú komin mér til bjargar. Það var alltaf eins og þú gætir veitt það sem mig vant- aði, frá því fyrsta til hins síðasta. Nú er ég orðin ein eftir. í Dvergabakkanum bjuggum við saman þrjú systkini og mikið ieið okkur vel saman. Mikiil var söknuð- ur okkar þegar Eyvi dó, en við stóð- um þá saman sem endranær. Nú síðastliðin fímmtán ár áttum við heima á Kaplaskjólsveginum og áttum notalegt og fallegt heimili saman, en nú fínnst mér eins og ekkert heimili síðan þú fórst. Elsku Óla mín, þú kunnir vel að meta góðar bækur og falleg ljóð. Elsku Óla mín, ég þakka þér öll góðu árin okkar saman og í full- vissu þess að við mætumst þegar minn tími kemur. Nú veit ég að vinir hafa beðið í varpa, því von var á gesti. Almáttugur guð umvefji þig ljósi og dýrð himinsins á hinum ýmsu brautum. Guð blessi þig og alla elsku vinina okkar sem á undan eru farnir í guðsfriði. Þín systir, Heiða. Alltaf erum við jafn óundirbúin því að kallið komi. Eftir stutta en erfíða baráttu lést Ólöf Jónsdóttir á Landspítalanum 12. nóvember sl. Fyrstu kynni mín af Ólöfu urðu upphafíð að áralangri vináttu ungs pilts og roskinnar konu. Ólöf bar árin ung í anda og var nútímalegri í háttum og hugsun en margir af yngri kynslóðinni. Góðmennska og ósérhlífni Ólafar var engu lík. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru henni sem lífskraftur sem hún nærðist á. Ólöf og systir hennar Aðalheiður Jónsdóttir ráku sauma- stofu saman til margra ára. Oft kom ég til þeirra á Klapparstíginn þar sem þær báru gesti og gangandi á höndum sér. Kaffí og meðlæti, spjall og spurningar léttu manni lífíð á _ líðandi stund. Framsýni og nútíma- leg hugsun Ólafar gerði það að verkum að ég sem ungur maður þroskaðist í návist hennar og skildi gildi lífsins betur en áður. Sögurnar af erfiðum tímum fyrri ára og hve létt henni tókst að láta allt leika í höndum sér voru hennar ráð fyrir unga fólkið að fóta sig í lífinu. Réttsýni, trygglyndi, blíðleiki og góðmennska einkenndu Ólöfu sem persónu. Það sem oft virtist erfítt að yfírstíga varð létt verk eftir að hafa rætt málið við Ólöfu og sýnir það hversu þægilegt var að hafa hana með í ráðum. Þegar við Ólöf, barnabarn Ólafar heit- innar, kynntumst bjuggum við fyrsta árið á Kaplaskjólsveginum hjá Ólöfu og Heiðu systur hennar. Oftar en ekki komu vinir okkar í heimsókn og var þá oft kátt á hjalla þegar spjallað var og skeggrætt um málefni líðandi stundar. Man ég sérstaklega hversu gaman henni þótti að gefa Árna frænda mínum að borða og þótti honum matseld hennar með eindæmum góð. Pönns- urnar, grjónagrauturinn með rúsín- unum og allt það sem borið ’var á borð fyrir vini og vandamenn var allt af bestu gerð og alltaf mátti sjá að hugur fylgdi máli. Gjafmildi hennar og lifandi áhugi hennar á því að við börnin fengjum aðeins það besta setti í mann keppnishug I að standa sig og ná árangri. Að því sem ég lærði af kynnum mínum við Ólöfu bý ég alla tíð. Krafturinn og heilbrigð sál í hraustum líkama er það sem gildir. Mér fínnst einsog ákveðið tóma- rúm hafi nú myndast þegar svo góð manneskja er fallin frá. Það er hins- vegar staðföst trú mín að þeir sem Ólöf kynnist nú á nýjum stað séu heppnir að fá hana í lið með sér. Elsku Sigga mín og Heiða, ég veit hve stórt skarð missir ykkar heggur og megi allar góðar vættir styrkja ykkur í því að fylla upp í það með góðum og gjörvilegum minningum um góða konu. Elsku Ólöf mín - nú kveð ég þig I bili og óska þér góðs gengis á nýjum stað. Pétur. Elsku amma mín, með þessum orðum langar mig að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Margar góðar stundir rifjast upp í huga mér á þessarri stundu, einkum þó þær stundir er ég, Ólöf og Eyjólf- ur áttum hjá ykkur Heiðu í Dverga- bakkanum hér áður fyrr og eru þær mér ógleymanlegar. Lífið á eftir að vera tómt án þín en ég trúi því að nú hafír þú fengið hvíld, elsku amma mín, og þjáist ekki meir. Elsku Heiða mín og mamma, miss- ir ykkar er mikill og bið ég guð að hjálpa okkur öllum í þessari miklu sorg. í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þin, Guð, leiddu mig. Og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú, æ Drottinn minn. Ég sakna þín mikið, elsku amma mín, minning þín mun ávallt lifa með mér. Þín Aðalheiður. Elsku lanka, nú ertu komin til himna og vemdar okkur statt og stöðugt, guð blessi þig og verndi, elsku lanka okkar, þú hefur alltaf verið okkur svo góð. Elsku lanka, lífíð kallar, leiðir okkar skilja í dag. Góðar vættir vaki allar, vemdi og blessi æ þinn hag. Hvíldu í friði, elsku lanka okkar. Þín langömmubörn, Elísabet og Gunnlaugur Steinar Halldórsbörn. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, Hærra til þín. Alltaf var yndislegt að vera hjá henni ömmu því hún var jákvæð, gestrisin með eindæmum og elsku- leg á allan hátt. Ég vil þakka henni ástkæru ömmu minni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og son minn, við munum aldrei gleyma þér. Þínir drengir Jón Hlynur Gunnlaugsson, Hlynur Freyr Jónsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.