Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Lagenmál eru okkar sérgnein
Þjonusta - þekking - ráðgjöf. Áratuga reynsla.
þýsk gæðavara
beurer beurer
1.. ..i______i 1
^Beurer) rafmagnshitapúðar
Yfir 40 ára reynsla hér á landi.
Fæst í apótekum, kaupfélögum og
raftækjaverslunum um allt land.
75 ára reynsla feeeurer)
á framleiðslu.
TILBOÐ
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305
FÓLK í FRÉTTUM
Nýja myndastofan
Laugavegi 18,
sími 551 5125
SÖNGKONAN og leikkonan
Courtney Love sem kvikmynda-
stjarnan Jean Harlow.
Bjóöum allskonar lager- og hillukerfi
fyrir vélvædd vörugeymsluhús
sem minni lagera.
Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar.
Aðeins vönduð vara
úr sænsku gæðastáli.
Mjög gott verð.
Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki.
Leitið ráöa við skipulagningu
og byggingu lagerrýma.
MECAUJX
KYIKMYNDIR/Sambíóin frumsýna á morgun
spennumyndina Incognito með þeim Jason Patrick og
Iréne Jacob 1 aðalhlutverkum. Myndin fjallar um
listaverkafalsara sem verður að koma upp um sjálfan sig til
að losna við ákæru um þjófnað og morð.
Svindlari í
kröppum dansi
Fegurð
er vald
HARRY hyggst snúa við blaðinu og snúa sér að löglegri listsköpun
undir eigin nafni.
ISABELLA Rossellini förðuð
sem átrúnaðargoð Aucions,
Barbra Streisand.
HARRY Donovan (Jason Patrick)
er myndlistarmaður sem hlotið
hefur sérstaka náðargáfu í vöggu-
gjöf og eru málverk hans í háveg-
um höfð á heimilum margra þekkt-
ustu listaverkasafnara heims og
jafnframt hanga þau í flestum
helstu listasöfnunum. Hæfileikai-
hans, ástríða og lífsstarf hans felst
eingöngu í því að mála myndir, en
samt er engum kunnugt um nafn
listamannsins. Hann ritar ekki
nafn sitt á verkin, og ef hann
merkir þau á annað borð er það
með nöfnum helstu myndlistar-
manna sögunnar. Harry Donovan
er því óþekktur í heimi listanna og
þannig vill hann einmitt hafa það
því hann er listaverkafalsari að at-
vinnu. En hann hyggst engu að
síður snúa við blaðinu og snúa sér
að löglegri listsköpun undir eigin
nafni. Til að standa skil á hálfrar
milljónar dala skuld ákveður hann
þó að takast á við erfiðasta verk-
efni sitt til þessa, en það er að gera
portrett í anda sjálfs Rembrandts.
Þetta verður mesta snilldarverk
hans og flestir helstu sérfræðingar
heims láta blekkjast. En skyndi-
lega skipast veður í lofti og Harry
er grunaður og efth'lýstur fyrir að
hafa stolið þessum nýuppgötvaða
Rembrandt og jafnframt er hann
eftirlýstur fyrir morð. Eina von
hans til að leiða sannleikann í ljós
er listfræðingurinn Marieke van
der Brock (Iréne Jacob), sem alla
tíð hefur efast um að Rembrandt-
inn sé ekta. Ófús verður Mai'ieke
félagi Harrys á flóttanum undan
réttvísinni og í tilraun hans til að
sýna fram á að hann sé höfundur
málverksins. Þau verða að forðast
handtöku um leið og þau reyna að
sanna að Harry málaði myndina og
eftir að hafa starfað í nafnleynd
verður Harry að svipta af sér hul-
unni til að bjarga lífi sínu.
Leikstjóri Incognito er John
Badham sem fyrst sló í gegn þegar
hann leikstýrði metaðsóknannynd-
inni Saturday Night Fever með
John Travolta í aðalhlutverki, en
áður hafði hann leikstýrt einni
kvikmynd. Meðal mynda sem Bad-
ham hefur síðan leikstýrt eru Blue
Thunder, Stakeout, The Hard
Way, Point of No Return og
Another Stakeout. Þá gerði hann
nýlega myndimar Nick of Time
HARRY Donovan (Jason Pat-
rick) leggur síðustu hönd á
„Rembrandtinn" sem á að
verða lykill hans að heiðvirðu
listamannslífi.
með Johnny Depp í aðalhlutverki
og Drop Zone með Wesley Snipes.
Framleiðandi Incognito er James
G. Robinson, sem m.a. á að baki
myndirnar Young Guns, Dead Rin-
gers, Robin Hood: Prince of Thi-
eves, The Crush, True Romance og
Ace Ventura-myndirnar. Þegar
hann las handritið að Incognito sá
hann strax að morðsaga sem gerist
í völundarhúsi listaverkafalsana
byggi yfir miklum möguleikum, og
evrópskt sögusviðið og þéttofin
sagan um baksvið falsana ætti fullt
erindi á hvíta tjaldið. Þrjár evr-
ópskar stórborgir leika stóran þátt
í myndinni og fór kvikmyndatakan
fram á mörgum vinsælustu stöðum
ÞAU Harry og listfræðingur-
inn Marieke van der Brock
(Iréne Jacob) reyna að sanna
að Harry hafi málað myndina
og sé því saklaus af morð-
ákæru og þjófnaði.
Evrópu. Þar á meðal eru listasöfnin
og síkin í Amsterdam, Notre Dame
og Signa í Pan's og Thamesá og
þinghúsið í London, en þar í borg
koma t.d. Victoria lestarstöðin og
ýmsir staðir í West End við sögu.
Jason Patrick sem leikm- lista-
verkafalsarann Harry Donovan
sást síðast í Speed 2: Cruise
Control með Söndru Bullock, en
þar á undan lék hann í Sleepers.
Patrick er fæddur í New York en
16 ára gamall flutti hann til Los
Angeles. Fyrsta hlutverkið fékk
hann í sjónvarpsmyndinni Toug-
hlove með þeim Lee Remick og
Bruce Dem i aðalhlutverkum. I
kjölfarið fylgdu svo hlutverk í Lost
Boys, The Beast, After Dark My
Sweet, Rush og Geronimo: An
American Legend. Næsta mynd
hans verður The Gipp, sem Francis
Ford Coppola leikstýrir.
Iréne Jacob er fædd í Sviss og
sló hún á sínum tíma í gegn í
myndinni Au Revoir Les Enfants
sem Lois Malle leikstýrði, en hún á
orðið að baki fjöida mynda. Alþjóð-
lega frægð hlaut hún efir að hafa
leikið í myndinni Tvöfalt líf
Veróníku sem Krzysztof
Kieslowski gerði, og fyrir það hlut-
verk hlaut hún verðlaunin sem
besta leikkonan á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes árið 1991. Næst lék
hún í Rauðum sem Kieslowski
gerði og hlaut sú mynd tvær til-
nefningar til óskarsverðlauna, og
síðast sást hún í Othello þar sem
hún lék á móti þeim Kenneth
Branagh og Laurenee Fishburne.
Fleiri þekktir leikarar koma
fram í Incognito og meðal þeirra
eru Rod Steiger og breski leikarinn
Ian Richardson sem sennilega er
þekktastur fyri að leika stjómmála-
manninn Francis Urquart í sjón-
varpsþáttaröðinni House of Cards.
►í BÓKINNI „Making Faces“
gefur förðunarmeistarinn
Kevyn Aucoin ráðleggingar um
snyrtingu, segir gamansögur
frá ferli sínum sem einn eftir-
sóttasti maðurinn á sínu sviði í
BandaiTkjunum og sýnir
hæfni sína með því að
mála andlit þekktra
kvenna þannig að þær
líkjast ekki sjálfum sér
heldur öðrum þekktum
konum. Aucion breytir
t.d. Lisu Mariu Presley í
Marilyn Monroe og Co-
urtney Love í Jean Har-
low.
Árið 1995 hlaut
Aucion verðlaun Council of Fas-
hion Designers of America og
er hann eini förðunarmeistar-
inn sem hefur hlotið þann heið-
ur. Aucion er samt ekki stolt-
astur af þeim áfanga í ferli sín-
um heldur því að Vogue fékk
hann til að farða dívuna sjálfa,
Barbra Streisand. Að sögn
Aucion var hrifning hans á
söngkonunni, leikkonunni og
leiksljóranum svo yfirþyrmandi
að hann þurfti að fara nokkrum
sinnum fram á bað til þess að
gráta.
Aucion fann köllun sína
snemma. Ellefu ára gamall tók
hann til við að mála yngri syst-
ur sína svo að hún liti út eins og
fyrirsætur Vogue. Hjónin sem
höfðu ættleidd drenginn urðu
skelfingu lostin yfir þessari
undarlegu hegðun hans. Kyn-
hneigð Aucion þótti heldur ekki
viðeigandi í smábæ í Louisiana
á áttunda áratugnum og segir
hann afrek lífs síns að komast
lifandi frá því fylki og finna
sinn eigin Iífsstíl. I dag er
Aucion einn af mest áberandi
talsmönnum homma í Banda-
ríkjunum.
FEGURÐ er vald, samkvæmt
förðunarmeistaranum Aucion.
Lisa Maria Presley sem Marilyn
Monroe.
Hjá okkur færðu yfir 90 gerðir
af brjóstahöldum/settum
í___1 lym paía.
Laugavegi 26, sími 551 3300, Kringlunni 8-12, sími 553 3600.
LÍMMIÐAPRENT
Pegar þig vantar límmiðal
Skemmuvegi 14 • 200 Kópavogur
Sími: 587 0980 • Fax: 557 4243
Farsími: 898 9500
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
Frumsýning