Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 51 FRÉTTIR Mæðra- morgnar í Grensás- kirkju FYRSTI mæðramorgunninn verður haldinn í Grensás- kirkju í dag, fimmtudaginn 20. nóvember. Gengið er inn að norðanverðu á neðri hæð safnaðarheimilisins þar sem samverustundin hefst kl. 10 árdegis. Mæðramorgnar hafa um árabil verið starfræktir í ýms- um kirkjum en vegna aðstöðu- leysis hefur þeim ekki fyrr verið komið á í Grensáskirkju. Þeim er ætlað að mæta þörf- um foreldra ungra barna sem vilja njóta félagsskapar ann- arra á sama báti og leiða börn sín til kirkju, segir í fréttatil- kynningu. Helgistund í umsjá sóknar- prests verður fastur liður á mæðramorgnunum í Grensás- kirkju. Að öðru leyti er sam- veran óformleg. Alþýðubanda- lagið sam- þykkir próf- kjörsreglur STJÓRN kjördæmisráðs alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum 18. nóv- ember tillögu Samráðs um Reykja- víkurlistann um prófkjörsreglur Reykj avíkurlistans. „Stjórnin hefur falið uppstilling- arnefnd vegna prófkjörsins að auglýsa eftir áhugasömum ein- staklingum sem vilja taka þátt í opnu prófkjöri Reykjavíkurlistans á vegum Alþýðubandalagsins. Flokksbundnir alþýðubandalags- menn og óflokksbundnir einstakl- ingar, sem áhuga hafa á að taka þátt í prófkjörinu á vegum Alþýðu- bandalagsins, geta tilkynnt upp- stillingarnefnd um áhuga sinn og rennur frestur til þess út 30. nóv- ember nk. Framboð er þannig ekki bundið aðild að flokknum. Uppstillingarnefndin mun gera tillögur til kjördæmisráðsins sem mun formlega velja 7 einstaklinga til þátttöku af hálfu flokksins á fundi hinn 9. desember nk.,“ segir í fréttatilkynningu. FRÁ stofnfundi Félags íslenskra músíkþerapista. Félag íslenskra músík- þerapista stofnað FÉLAG íslenskra músíkþerap- ista var stofnað 14. ágúst sl. Markmið félagsins er að þróa notkun músíkþerapíu á Islandi og auka þar með veg hennar sem fullgilds meðferðarforms. Félag- inu er ætlað að stuðla að lög- verndun á starfsheiti og starfs- réttindum músíkþerapista, gæta hagsmuna þeirra og tryggja að þeir ræki starf sitt í samræmi við starfs- og siðareglur félags- ins. Félagið mun einnig standa fyr- ir kynningu á fræðigreininni og fræðslu um margþætt hlutverk tónlistar í hvers konar meðferð og greiningu. Full aðild að félag- inu er heimil þeim er lokið hafa námi í músíkþerapiu á háskóla- stigi frá viðurkenndri stofnun þ.e. stofnun er fullnægir starfs- réttindakröfum músíkþerapista í viðkomandi landi. Rétt til að sækja um fulla aðild hafa einnig þeir er lokið hafa réttindanámi í „listmeðferð" af öðru tagi s.s. myndþerapíu, dansþerapíu o.s.frv. Aukaaðild er heimild þeim er stunda nám í músík- þerapíu svo og einstaklingum, hópum félagasamtökum er áhuga hafa á starfi félagsins. Að stofnun Félags íslenskra músíkþerapista standa þær Kristín Björnsdóttir, Lilja Ósk Úlfarsdóttir og Valgerður Jóns- dóttir. Félagið er til húsa að Hátúni 12,105 Reykjavík. Músíkþerapía sem fræðigrein var fyrst kynnt á Islandi 197 0 af Eyjólfi Melsted. Átta íslend- ingar hafa lokið námi í músik- þerapíu frá fimm löndum og að því best er vitað eru nú þrír ís- lendingar við nám í Danmörku, Noregi og í Bandaríkjunum. Hér á landi hafa músíkþerapistar m.a. verið við Kópavogshælið, Safamýraskóla, Heyrnleysingja- skólanum, barna- og unglinga- geðdeild ríkisins, í Reykjadal, Tónstofu Valgerðar og Tón- menntaskóla Reykjavikur. Það sem einkum hefur hamlað vexti starfsgreinarinnar hér á landi eru sú staðreynd að nema þarf músíkþerapíu erlendis og þeir sem lokið hafa námi í faginu hafa ílengst í útlöndum. Jólakort MS-félags íslands JÓLAKORT MS-félags íslands er komið út. Myndin er gefin af listakonunni Erlu Sig- urðardóttur. Kortin eru seld á skrifstofu fé- lagsins að Sléttuvegi 5. Evrópuráð- stefna um tölvustutt tungumála- nám LANDSSKRIFSTOFA Leonardó heldur ráðstefnu að Hótel Loftleið- um dagana 21. og 22. nóvember nk. í samvinnu við Evrópusamband- ið. Um það bil 70 þátttakendur frá 18 löndum taka þátt í ráðstefn- unni, auk þeirra íslendinga sem tengjast verkefninu. „Ráðstefnan fjallar um tölvustutt tungumálanám og eru þátttakendur sérfræðingar í þessum málum sem bæði hafa unnið mikið að tölvuvæð- ingu tungumálanáms í sínu heima- landi og í samstarfi við önnur Evr- ópulönd. í tengslum við ráðstefnuna verð- ur haldin sýning á verkefnum sem unnin hafa verið með styrkjum frá Leonardo da Vinci starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins. Meðal þeirra verkefna er Mul- tiMill verkefnið sem íslenska fyrir- tækið Úrlausn Aðgengi stýrir. í þessu verkefni er leitast við að kenna fólki sem starfar að ákveð- inni iðngrein að tala erlend tungu- mál og læra þann orðaforða sem að iðngreininni snýr með aðstoð tölvutækni. Á ráðstefnunni munu fjórir vinnuhópar fjalla um tölvustutt tungumálanám, prófun og mat á náminu, menntun kennaranna og viðhorf, tungumál og menningu," segir í fréttatilkynningu. Brettabíó í Tjarnarbíói BRETTABÍÓ Týnda hlekksins verður í Tjarnarbíói fimmtudags- kvöldið 20. nóvember og hefst sýn- ingin kl. 20.30. Miðaverð er 400 kr. I brettabíóinu verður frumsýnd erlenda snjóbrettamyndin „Simple Pleasures“ og sýnt verður úr nýrri íslenskri hjólabrettamynd sem kem- ur út fyrir jól. Tónleikar Harðar Torfa SÖNGVASKÁLDIÐ Hörður Torfa- son heldur tónleika í Norræna hús- inu í kvöld, fimmtudajy, kl. 21. A fýrsta klukkutíma tón- leikanna mun hann leggja áherslu á flutn- ing úr textabók- inni YRK sem hann gaf út í haust. Á tónleik- um Harðar „hef- ur myndast sú hefð að hann ræður efnisskránni fyrir hlé en tónleika- gestir mega ráða vali laga og ljóða eftir hlé,“ segir í kynningu. LEIÐRÉTT í ljóma vonar VILLUR slæddust inn í umsögn um bók Maríu Kr. Einarsdóttur, Undir laufþaki, í biaðinu á þriðjudaginn. Tilvitnanir í ljóðin Sorgardagar á Súðavík og Þáttaskil eru réttar svona. „Gefðu þeim trú, sem trega nú og harma,/ taktu á móti þeim er burtu fóru“ og „Lít ég framtíð í ljóma vonar/ lífið fæðir nýja draurna." Beðist er velvirðingar á þessu. Háskólar á Suðurnesjum Við vinnslu greinar um banda- ríska háskóla sem birtist í Daglegu lífi sl. föstudag, féll niður eftirfar- andi málsgrein: Jim Rail var í mörg ár skólastjóri barnaskólans á Kefla- víkurflugvelli en undanfarin ár hefur hann verið_ fulltrúi Oklahoma Uni- versity á íslandi. Hann segir um fimmtán manns stunda nám við há- skólann að meðaltali en lítið hefur verið um íslendinga. „Líklegt er fólk almennt viti ekki af þessum mögu- leika. Nokkrir hafa þó sýnt því áhuga, aðallega þeir sem stefna á háskólanám í Bandaríkjunum eða hafa þurft að koma heim tímabund- ið. Einn íslendingur sótti hér nokkur námskeið en útskrifaðist síðan í Bandaríkjunum.“ Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kirkjustarf Landakirkja. Kl. 17. TTT (10-12 ára). Kl. 20.30 öldungadeild KFUM & K-fundur í húsi félaganna. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbæn- ir. Málsverður í safnaðarh. á eftir. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur í safnaðarh. kl. 15.30. Lesnir kaflar úr postulasög- unni. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.15-18.30. R A HÚSMÆOI ÓSKAST Húsnæðisnefnd Garðabæjar íbúðir óskast til kaups Húsnæðisnefnd Garðabæjar óskar eftir íbúðum til kaups í Garðabæ. Um er að ræða 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir. Hámarksstærð félagslegra íbúða er 130 m2 brúttó. Leitað er eftir íbúðum að einfaldri gerð og án bílskúrs. Um staðgreiðslu geturverið að ræða fyrir réttar eignir. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að senda nafn og símanúmer, ásamt nákvæmri lýsingu á íbúðinni og verðtilboði, á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, í umslagi merktu: „Húsnæðisnefnd Garðabæjar." Frekari upplýsingar veitir Edda Tryggvadóttir á milli kl. 10—12 á bæjarskrifstofum Garðabæj- ar, Garðatorgi 7, eða í síma 525 8500. Húsnæðisnefnd Garðabæjar. A U G LÝ S 1 N 1 G A R S IVI Á A U G 1 _ V S 1 IM G A FELA6SLIF I.O.O.F. 5 = 17811208 = ET 1 Adaldeild KFUM Holtavegi Fundurinn í kvöld verður í Breið- holtskirkju og hefst kl. 20.30. Biblíulestur: Sálmur 91. Umsjón: Sr. Gísli Jónasson. Upphafsorð: Flallbjörn Þórarins- son. Allir karlmenn velkomnir. Kletturinn Kristið samfélag Kl. 20.00 Lækningasamkoma Predikun, Jón Þór Eyjólfsson. „Jesús læknar sjúka" Landsst. 5997112019 VIII Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI568-2533 „Aðventu"- og fjölskylduferð í Þórsmörk 22.-23. nóvem- ber. Brottför laugardag kl. 08.00. Gönguferðir, jólaföndur, jóla- hlaðborð, kvöldvaka. Einstök að- ventustemmning í Skagfjörðs- skála. Fararstjóri: Ólafía Aðal- steinsdóttir. Miðar á skrifstofu, Mörkinni 6. Sunnudagsferð 23. nóvem- ber kl. 13.00: Hólmur — Lækjarbotnar — Selfjall. Skemmtileg ganga í skammdeginu. I.O.O.F. 11 = 17811208’/2 = E.T.1. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Dönsk samkoma í umsjá Karinu og Erik Petersen. DULSPEKI Ragnheiður Ólafsdóttir teiknimiðill starfar í Reykjavík dagana 21.—27. nóvember. Bókanir i síma 551 5322 eftir kl. 16.00. á daginn. Heilun Bergur Björnsson reikimeistari gefur ókeypis heilun í dag og á morgun frá kl. 13—18 í verslun- inni Betra lífi í Suður-Kringlu. EINKAMÁL Hvar er íslenska prinsessan mín? I Ég er aðlaðandi, 42 ára Bandaríkja- | maður (unglegur), 1.78, grannur og I dökkhærður. Vinn | sem tölvusérfræð- ingur hjá NASA. j Vinir minir lýsa mér sem heiðar- legum, tilfinninganæmum og lífsglöðum manni sem er ólækn- andi rómantíker. Hef gaman af ferðalögum, jassi, útivist og list- um. Ég er að leita að Ijóshærðri íslenskri prinsessu, 20-37 ára, sem reykir ekki og er með hjarta úr gulli með vináttu í huga og sjá- um svo til hvað gerist. Ef þú ert forvitin, sendu mér þá linu á ensku til afgreiðslu Mbl., merkta: "California Dreamer".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.