Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Af skattgreiðslum útgerðarfyrirtækja TALSMENN gjaf- akvótakerfisins sem svo hefur verið nefnt halda því gjarnan fram að ekki sé eðli- legt að leggja sér- tækt gjald á veiði- heimildir þar sem al- mannavaldið, ríkis- sjóður, hafi þegar, eða muni hafa, verulegar tekjur af útgerðarfyrirtækjum fyrir tilstilli hins al- menna skattakerfis. Því miður er þetta ekki rétt eins og með- fylgjandi dæmi ætti að sýna. Unnar á Gullkvörninni verður sextugur Við sölu á varanlegum afla- heimildum skai seljandi tekjufæra söluandvirðið. Setjum sem svo að ■«á næsta ári verði Unnar Ægisson sextugur og ákveði að hætta sjó- sókn og selji Útgerð hf. skip sitt sem gæti heitið Gullkvörn, og varanlegar aflaheimildir. Setjum sem svo að verðmæti aflaheimild- anna einna og sér sé 100 milljón- ir og að Unnar fái andvirðið greitt á 5 árum. Útgerð hf. tekur bankal- án fyrir andvirði kvótans (með veði í Gullkvörninni að gefinni yfirlýsingu um að aflaheimildir verði ekki fluttar af skipinu án vitundar og vilja lán- veitandans, viðskipta- banka Útgerðar hf.). Til að flækja málið ekki um of skal gert ráð fyrir að Útgerð hf. endurfjármagni lánið í hvert skipti sem til af- borgunar kemur. Tekjuskattar Unnars og Utgerðar Gerum ráð fyrir, til einföldunar, að Unnar greiði skatt af tekjun- um af kvótasölunni jafnóðum og þær falla til. Gerum einnig ráð fyrir að jaðarskattur Unnars sé 40% öll árin fimm. Við- bótarskattar Unnars vegna sölu aflaheimildanna verða þá 8 millj- ónir á ári í fimm ár. Útgerð hf. eignfærir hinn keypta kvóta og afskrifar á 5 árum. Gerum ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækja sé 30% öll árin. Afskriftirnar lækka tekjuskattstofn Útgerðar hf. um 20 milljónir á ári. Tekju- skattgreiðslur Útgerðar lækka því sem nemur 6 milljónum króna á ári þau 5 ár sem fyrirtækið er að afskrifa kvótann. Mismunurinn á viðbótartekju- skatti Unnars og tekjuskattslækk- un Útgerðar vegna kvótaviðskipt- anna er 2 milljónir á ári í fimm ár, eða samtals 10 milljónir. Nú nýtir Útgerð kvótann í rekstri sínum. Með hliðsjón af leiguverði þorskkvóta á kvóta- markaðnum þessa dagana má ætla að árlegar hreinar tekjur (fyrir utan fjármagnskostnað) af veiðum þessa kvóta yrði nálægt 13 milljónum. Árlegur vaxta- Það má með vissum sanni líta á skattgreiðsl- ur útgerðarmanna, seg- ir Þórólfur Matthías- son, sem dýra aðferð við að millifæra fjár- muni frá einu útgerðar- fyrirtæki til annars.“ kostnaður vegna bankalánsins sem Útgerð tók yrði hins vegar nálægt 10 milljónum. Tekjukatt- greiðslur fyrirtækisins mundu því nema 30% af 3 milljónum eða nálægt 900 þúsundum á ári, og er væntanlega nokkru lægri en sjómannaafsláttur sá sem kallarn- ir á Gullkvörninni nytu. Núvirði 900 þúsund króna árstekna eru einhveijar 10 milljónir. Núvirði allra tekjuskatta sem til féllu vegna 100 milijón króna Þórólfur Matthíasson kvótans er því innan við 20 millj- ónir króna og dygðu vart til að standa undir þeim útgerðarsér- tæku afsláttarákvæðum sem eru í gildandi skattalögum. Eignarskattar Þegar Unnar hefur fengið kvót- ann greiddan munu peningalegar eignir hans hafa aukist um 60 milljónir króna. Það mætti því ætla að hann myndi þurfa að greiða um 900 þúsund króna ár- lega í eignarskatt. En Unnar mun geta komið sér hjá því á fullkom- lega löglegan hátt með því að festa eign sína í húsbréfum eða spari- skírteinum eða öðrum eignar- skattsfijálsum pappírum. Unnar mun því aðeins greiða óverulegar upphæðir í eignarskatt. Lítum J)á til eignarskatts- greiðslna Útgerðar hf. Þegar Út- gerð hf. hefur lokið að afskrifa hinn keypta kvóta hefur eingar- skattsstofn fyrirtækisins lækkað um 100 milljónir króna! Ástæðan fyrir þessari furðulegu niðurstöðu er að Útgerð mun hafa í rekstri skip sem hæft verður til veðsetn- ingar langt umfram skattmat. Eignarskattsgreiðslur Útgerðar mundu því lækka um tæpa 1,5 milljónir króna á ári, eða um ríf- lega þá upphæð sem næmi tekju- skatti þeim sem Útgerð hf. greiddi skv. dæminu hér að ofan. Gerum nú ráð fyrir að svo ólík- lega fari að gjafakvótakerfið verði fest í sessi. Líða nú 20 til 30 ár. Þá má ætla að nánast öll útgerðar- fyrirtæki er þá myndu starfa sæktu afla á grundvelli keyptra veiðiheimilda og stæðu því í þeim sporum sem Útgerð hf. stæði í skv. dæminu hér að ofan. Eignar- skattsstofn útgerðarinnar væri þá einhveijum 100 til 200 milljörðum króna lægri þá en nú er! Það verð- ur því að teljast í hæsta máta ólík- legt að nokkurt útgerðarfyrirtæki greiði eignarskatta í framtíðinni verði gjafakvótakerfið fest í sess. Lokaorð Talsmenn gjafakvótakerfisins hafa haldið því fram að verði það fyrirkomulag fest í sessi muni hið almenna skattkerfí færa ríkissjóði og þar með almennum þegnum þessa lands, verulegar tekjur af hinni sameiginlegu auðlind, fiski- miðunum. Dæmið hér að ofan sýn- ir svo að ekki verður um villst að þetta er ekki rétt. Ætla verður að eigendur fyrirtækja í iðnaði og þjónustu vildu gjarnan búa við svipaða skattbyrði og virðist stefna í hvað útgerðina varðar. Dæmið sem hér er rakið sýnir að skattgreiðslur einstakra útgerð- armanna skila sér aftur til annarra útgerðarmanna í formi tekju- skattslækkunar eða niðurgreiðslu á launum starfsmanna. Það má með vissum sanni líta á skatt- greiðslur útgerðarmanna sem dýra aðferð við að millifæra fjármuni frá einu útgerðarfyrirtæki til ann- ars. Niðurstaða mín er þessi: Eigi almenningur að njóta arðsins af eign sinni, fiskimiðunum verður að gera sérstakar ráðstafanir. Þessar sérstöku ráðstafanir geta verið í formi veiðigjalds eða í því formi sem Pétur H. Blöndal hefur mælt með í tillöguflutningi á Al- þingi. Núverandi skattakerfi dugar engan veginn eitt og sér til að koma arðinum af fiskimiðunum til eigendanna. Höfundur er dósent í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. Meira um rétt launafólks ►». ÞORGRIMSSON &CÖ| í MORGUNBLAÐINU í dag, miðvikudaginn 12. nóvember 1997, birtist greinarkorn eftir Ernu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóra Sambands veitinga- og gistihúsa (SVG). Hún gagnrýnir skrif mín um réttleysi launafólks og segir að bæði starfsfólk og vinnuveitendur þess „eigi réttindi og hafi skyldur skv. kjarasamn- ••ingum“ o.s.frv. Það er rétt hjá Ernu að starfsfólk á réttindi. Það er einmitt grunnurinn að skrifum mínum. En það er langur vegur á milli þess að „eiga“ réttindi eða Glugginn Laugavegi 60 sími 551 2854 Guðbjörn Jónsson Peysuúrvalið er í Glugganum fá að njóta samnings- bundinna og lögboð- inna réttinda. Um það ijalla skrif mín. Ég vii taka fram að ég áfellist Ernu ekki fyrir þessi skrif, því hún er aðeins að gegna starfi sínu sem framkvæmdastjóri samtaka atvinnurek- enda, sem raunar er minnihluti þeirra fyr- irtækja sem gagn- rýnd voru. Ég ber fulla virðingu fyrir Ernu í sínu starfi og veit með vissu að hún er vel gerð mann- eskja og öll af vilja gerð að félags- menn samtakanna séu þeim til sóma. Því miður verður ekki sagt að félagsmenn samtakanna beri mikinn augljósan vilja til að upp- fylla sýn hennar á samtökin. Mér er þó ljúft að geta þess, þótt ég hafi einungis fjallað um veitinga- og skemmtistaði, að mér er kunn- ugt um góðan vilja eigenda og starfsmannastjóra Hótel Sögu til þess að gera vel við starfsfólk sitt. Einnig hef ég tilfinningu fyrir því að ástand sé ekki slæmt á veitinga- húsinu Argentínu. Báðir þessir aðilar eiga líka að vita, af ummæl- um mínum við þá, að ekki er átt við þá í skrifum mín- um. Þeir falla einungis, sem örlítill minnihluti, inn í hópumflöllun um afleitt ástand í at- vinnugrein þeirra. Samnefnari þar er umfjöllun um ungling- ana okkar. Ekki eru þeir allir slæmir þótt svo mætti oft ætla af umfjöllunum. Þótt töl- fræði sé ekki fyrir hendi, er ég viss um að hlutfall efnilegra ungmenna er hærra en hlutfall efnilegra stjórnenda veitinga- og skemmtistaða. Erna segist ekki kannast við lýsingar mínar, að þær eigi við félagsmenn SVG. Einnig segir hún: „Það eru hundruð veitinga- staða starfandi á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, umráðasvæði FSV. All- ur þorri þessara veitingastaða er rekinn af fagmennsku og skv. lög- um og reglum og farið að kjara- samningum og oft gott betur.“ Hér er stórt tekið upp í sig, þvert ofan í opinberar yfirlýsingar, t.d. skatt- rannsóknastjóra, sem lýsir heldur döpru ástandi í rekstrarmálum þessarar atvinnugreinar. Eftir að hafa um ævina tekið þátt í flestum sviðum atvinnulífs á hinum fijálsa markaði, auk þess að hafa um hríð starfað í hagdeild banka, séð þar um afurðalán til atvinnulífsins og tekið þátt í mati á lánshæfi fyrirtækja, og nú síðast, áður en ég hóf störf hjá FSV, sem ijár- málaráðgjafi sem endurskipulagði bókhald og fjármál margra smá- fyrirtækja, get ég fullyrt að það er rangt sem Erna segir. Nánast daglega verð ég var við hið gagn- stæða í starfi mínu. Það er óraveg- ur frá að þorri veitingastaða sé rekinn af fagmennsku og kjara- samningar eru virtir á allof fáum stöðum. Má þar t.d. nefna að nú íiur.c- 23 ara Hvítt Blátt Fílabein Klæðningin sem þolir íslenska veðráttu Leitið tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER ÞÞ &co ARMULA 29 • I08 REYKJAVIK SÍMAR 553 8640/568 6IOO,fax 588 8755. stendur yfir uppgjör vegna gjald- þrots eins af félagsmönnum SVG. Þar virðast Iaunamál hafa verið í ansi lausum reipum. Þriðjudags- kvöldið 11. nóv. ætlaði FSV að halda starfsmannafund hjá einum félagsmanna SVG þar sem u.þ.b. 30 félagsmenn FSV starfa. Tekið Það upplýsir hins vegar, segir Guðbjörn Jóns- son, að margir félags- menn SVG brjóti reglur af ásetningi en ekki af kunnáttuleysi. var á móti okkur með hálfum kaffi- bolla og okkur síðan vísað á fund- araðstöðuna sem var gangur í kjallara hússins, þar sem voru sæti fyrir 5 manns. Lítið borð var þarna en það var þétthlaðið tómum flöskum og drasli. Hjá þessum fé- lagsmanni SVG er greinilega mikið að í sambandi við laun og réttindi starfsfólks. Veitingastaður innan SVG í næsta nágrenni við skrif- stofu FSV krefst af hluta starfs- manna sinna að þeir séu verktakar og borgi skattana sína sjálfir. Það sem frést hefur af launakjörum þessa fólks stenst ekki starfskjara- lög. Þá vitum við Erna bæði um pizzastaðinn sem er innan SVG en hefur ekki farið að lögum í starf- semi sinni nú um nokkurra ára skeið. Svona upptalningu er hægt að halda lengi áfram en ekki er pláss fyrir slíkt í stuttri blaðagrein. Ég vildi gjarnan vera í þeirri fögru veröld sem Erna reynir að draga upp í skrifum sínum. Stað- reyndirnar hrekja mann hins vegar jafnharðan inn í raunveruleikann svo manni gefst enginn friður til að dvelja í slíku sæluríki. Fari það hins vegar svo að einhveijir veit- ingamenn séu tilbúnir að heimila FSV aðgang að starfsmannamál- um sínum og launabókhaldi, að sjálfsögðu á grundvelli 13. kafla kjarasamninga okkar, og að lok- inni skoðun á launakjörum og að- búnaði starfsmanna reynist þeir uppfylla ákvæði laga og kjara- samninga, skal ég opinberlega við- urkenna þá frammistöðu þeirra. Þar til það gerist er ég hræddur um að þeir verði að lúta lögmálun- um um hinn kúgaða minnihluta, geri þeir ekkert í málum atvinnu- greinar sinnar. Réttilega getur Erna þess að nokkur hundruð veitingastaðir séu á höfuðborgarsvæðinu. Félags- menn Ernu hjá SVG eru hins veg- ar ekki nema fáeinir tugir á þessu svæði og því í miklum minnihluta. Telji hún mig hafa tekið stórt upp í mig um reynslu mína innan míns verksviðs, verður vart annað sagt en hún bæti þar um betur, þar sem hún ábyrgist faglegan rekstur fjöl- margra aðila utan hennar samtaka og verksviðs. Að vísu er ánægju- legt að heyra að félagsmenn SVG séu vel upplýstir um ákvæði kjara- samninga, lög og reglur sem þessa starfsemi varðar, og þeir sæki námskeið og fræðslufundi um þau efni til SVG. Það upplýsir hins vegar að margir félagsmanna SVG séu að bijóta þessar reglur af ásetningi en ekki af kunnáttuleysi. Slík vitneskja gerir málið raunar enn verra en ég hafði hugsað það. Að lokum vil ég endurtaka að ég er ekki að beina þessum orðum að Ernu persónulega, heldur að framkvæmdastjóra SVG sem er að sinna skyldustarfi sínu. Ég hefði svo gjarnan viljað sjá svo elskulega manneskju sem Erna er, í skemmtilegra starfi en því sem hún gegnir nú. Ég ber ekki þá trú í bijósti að veitingamenn sjálfir geri henni starfið skemmtilegt en ég óska henni allrar farsældar í fram- tíðinni. Höfundur er starfsmaður Félags starfsfólks í veitingahúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.