Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 23
ERLENT
Deilt um
lesbískan
prest
Ósló. Reuters.
LESBÍSKUR prestur í Noregi,
sem giftist ástkonu sinni í and-
stöðu við reglur kirkjunnar, varð
tilefni deilu og hvassra orðaskipta
á norska þinginu í gær.
Nokkrir stjórnarandstæðingar
gagnrýndu ummæli Jons Lilletuns
kirkjumálaráðherra, sem sagði um
helgina að presturinn, Siri Sunde,
ætti að segja af sér. Kjeil Magne
Bondevik forsætisráðherra, sem
hefur sjálfur verið vígður prestur
í norsku þjóðkirkjunni, varði um-
mæli ráðherrans.
„Ég tel ekki að það sé ótilhlýði-
legt að ráðherrann bregðist við
núna,“ sagði Bondevik og bætti
við að Lilletun hefði einnig tekið
„skýrt fram að kirkjan sjálf myndi
taka á málinu“. Hann benti enn-
fremur á að Rosemarie Kohn,
fyrsta konan sem hefur verið vígð
biskup í Noregi, teldi að Sunde
hefði gengið á bak orða sinna með
því að ganga að eiga ástkonu sína
fyrr á árinu.
Sunde hefur verið leyst frá
störfum tímabundið og búist er
við að biskupar kirkjunnar ákveði
í næsta mánuði hvort hún verði
svipt hempunni. Vinstrisinnar á
þinginu gagnrýndu Lilletun fyrir
að leggja blessun sína yfir að kirkj-
an meini hommum og lesbíum að
gegna preststörfum þótt lög lands-
ins banni að þeim sé neitað um
ráðningu eða vikið frá vegna kyn-
hneigðar sinnar.
Líklegt talið að Benjamin Netanyahu standist
atlögu flokksbræðra sinna
Stuðningsmenn segja
andstöðuna „lúalega44
Jerúsalem. Reuters.
STUÐNINGSMENN Benjamins
Netanyahus, forsætisráðherra
ísraels, létu til sín taka í gær og
gagnrýndu harðlega andstæðinga
hans innan flokksins, er vilja bola
honum frá völdum. Tzahi Hanegbi,
dómsmálaráðherra, sagði „valda-
ránstilraunina" vera „lúalega,
óheiðarlega niðurrifsstarfsemi".
Netanyahu kom til ísraels í gær
úr för til Bandaríkjanna og Bret-
lands.
Andstæðingar Netanyahus í
Likudbandalaginu segjast ekki
geta sætt sig við yfirráð forsætis-
ráðherrans í flokknum og í síðustu
viku hvöttu þeir til að hann yrði
settur af. „Það er óviðeigandi að
fólk með pólitískan metnað ijúfi
pólitískar hefðir og tefli þjóðar-
hagsmunum í tvísýnu," sagði Net-
anyahu er hann var á leið heim í
gær.
Fundur með
Jórdaníukonungi
Skrifstofa forsætisráðherrans
beindi í gær athyglinni að för ráð-
herrans og fundi er hann átti með
Hússein Jórdaníukonungi. Hefði
náðst „alger sátt“ milli leiðtog-
anna. Samskipti ríkjanna versnuðu
til muna er upp komst um mis-
heppnaða tilraun útsendara ísra-
elsku leyniþjónustunnar til að ráða
stjórnmálaleiðtoga Hamas sam-
takanna af dögum í Amman, höf-
uðborg Jórdaníu, í september.
Fréttaskýrendur segjast flestir
telja líklegt að Netanyahu muni
standa þetta veður af sér. Þeir
sögðu þó að vegna veikrar stöðu
forsætisráðherrans í Likud væri
ólíklegt að hann yrði við völd út
kiörtímabilið, en því á að ljúka
árið 2000.
„Netanyahu er í mjög erfiðri
aðstöðu og hún fer síversnandi,"
skrifaði blaðamaðurinn Amnon
Denkner. Annar fréttaskýrandi,
Yaron Dekel, sagði að Netanyahu
hefði aldrei staðið frammi fyrir
jafn erfiðu vandamáli frá því hann
varð forsætisráðherra.
Netanyahu bar sigurorð af
Shimon Peres, þáverandi forsætis-
ráðherra og leiðtoga Verkamanna-
flokksins, í fyrstu almennu kosn-
ingunum til forsætisráðherraemb-
ættisins á liðnu ári. Samkvæmt
nýju kosningalöggjöfinni þurfa
a.m.k. 80 þingmenn af 120 að
samþykkja nýjar forsætisráðherra-
kosningar án þess að kjósa þurfi
nýtt þing.
Mjög ólíklegt þykir að svo fari.
Líklegra er hins vegar að van-
trauststillaga, sem þarf stuðning
61 þingmanns, verði stjórninni að
falli einhvern tíma síðar á kjör-
tímabilinu, hugsanlega vegna
deilna um fjárlög eða friðarumleit-
anir ísraela og araba. Silvan Shal-
on aðstoðarvarnarmálaráðherra
spáði því að Ehud Barak, leiðtogi
Verkamannaflokksins, kæmist til
valda ef efnt yrði til nýrra forsætis-
ráðherrakosninga.
Ef marka má skoðanakannanir
nýtur Barak nú meira fylgis en
Netanyahu.
Snýst ekki um
hugmyndafræði
Þótt ósveigjanleg afstaða Net-
anyahus í friðarumleitunum hafi
valdið mikilli gremju meðal araba
snýst valdabaráttan í Likudbanda-
laginu ekki um hugmyndafræði.
Tveir af helstu andstæðingum
hans í Likud, Benny Begin, fyrr-
verandi ráðherra, og Limor Livnat
fjarskiptaráðherra, þykja standa
lengra til hægri í ísraelskum
stjórnmálum en forsætisráðherr-
ann.
Tveir aðrir af andstæðingum
Netanyahus tilheyra hins vegar
vinstri væng flokksins, en það eru
Dan Meridor, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, og Roni Milo, borg-
arstjóri Tel Aviv.
Sá sem þykir líklegastur til að
verða eftirmaður Netanyahus verði
hann hrakinn frá völdum er Ehud
Olmert, borgarstjóri Jerúsalem,
sem hefur reynt að höfða til beggja
fylkinganna.
MeXlkÓskir lampar,
afrískir púðar og dúkar,
húsgögn & gjafavara
Nýbýlavegi 30. Sími 554 6300.
Opið sunnudag 13-17
KitchenAid
DRAUMAVÉL
HEIMILANNA!
KM90:
Verð frá kr. 29.830 stgr.
m/hakkavél.
Margir litir.
Fæst um land allt.
50 ára frábær reynsla.
///*
Einar
Farestveit&Co. hf.
Borgartúni 28 'S 562 2901 og 562 2900
STAKIR
JAKKAR
BATISTINI
SKYRTUR
ÁÐUR 2.9,
«EASY CARE’
BUXUR
SPARI
SKOR
Ath Sendum í póstkröfu.
Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730
Fax 562-9731
DRESS
MANN
LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK