Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 47 MINNINGAR GARÐAR H. SVA VARSSON + Garðar H. Svav- arsson kaup- maður fæddist í Reykjavík 29. júni 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrimskirkju 18. nóvember. Undirritaður kynnt- ist Garðari Svavars- syni fyrir um hálfum öðrum áratug, á stað sem virtist henta okk- ur báðum ágætlega; við tókum tal saman á listsýningum um það sem fyrir augu bar, og ræddum verkin fram og aftur. Það var ekki fyrr en síðar að við vissum einhver deili hvor á öðrum, en það skipti minna en hitt, að ræða lifandi listina með verkin fyrir framan sig. Garðar var lítið fyrir að láta á sér bera á vettvangi listanna, en fylgdist vel með öllu sem var að gerast af þeim einstaka áhuga, sem einkennir sanna listunnendur. Listamenn og aðrir þeir sem kynnt- ust manninum vita því vel, að ís- lenskur listheimur hefur misst dyggan stuðningsmann þar sem •Garðar Svavarsson var. Það er einkum sárt þegar hugsað er til þeirrar lífsorku sem ætíð geislaði af honum, og smitaði svo út frá sér; margir fara þeir því miður of fljótt, sem mest hafa að gefa öðr- um. Garðar var alla tíð mikill stuðn- ingsmaður Kjarvalsstaða og tals- maður þess að listasafn borgarinn- ar yrði styrkt með öllum ráðum. Hlutur hans í tilkomu og eflingu Errósafnsins verður seint ofmetinn, og síðast á haustmánuðum var hann með hugann við það hvemig mætti auka veg þess enn frekar. Slíkur velvilji, sem fylgt var eftir með framkvæmdum, verð- ur seint fullþakkaður. Ég vil samt færa fram mínar fátæklegu þakkir fyrir stutt en góð kynni við mikinn listunnanda, sem og kveðjur frá öllu starfs- fólki Kjarvalsstaða, sem Garðar reyndist ætíð vel. Um leið vil ég senda Huldu og fjöl- skyldu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Eiríkur Þorláksson. Garðar, vinur okkar og veiðifé- lagi, er látinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við félagarnir horfum til baka og minnumst gleðistunda, bæði á árbakkanum og upp til fjalla. Garð- ar var veiðimaður af lífí og sál og þá sérstaklega fluguveiðimaður, sennilega einn sá besti sem ísland hefur alið. Ef Garðar kom fisklaus heim var ekki til fiskur í ánni. Garðar var ákaflega hjartahlýr maður og greiðvikinn en þó ákveð- inn og stefnufastur þegar á þurfti að halda. Margur útigangsmaður- inn fékk magafylli er Garðar stóð bak við kjötborðið í Kjötbúð Tómas- ar við Laugaveg en þá verslun rak Garðar ásamt eiginkonu sinni Huldu með miklum sóma í áratugi. Garðar seldi reksturinn fyrir nokkr- um árum og fluttu þau hjón sig um set austur að Vakursstöðum í Vopnafírði, þar sem þau dvöldu sumar og haust við veiðiskap og jarðrækt. Mikið var notalegt að heimsækja þau hjón að Vakurs- stöðum, sannkallaðir höfðingjar heim að sækja, matur góður og ekki sakaði að rifja upp gamlar veiðisögur með eftirréttinum. Með Garðari er genginn einstak- ur persónuleiki sem fáir gleyma. Élsku Hulda, Haukur, Geir, Heimir og Sigríður, hugur okkar félaganna er hjá ykkur í dag. Veiðiklúbburinn Landsliðið. Mig langar til að kveðja Garðar H. Svavarsson með fáum orðum. Þakklæti er það orð sem hæst ber þegar ég velti fyrir mér hvað segja skal. Það eru tuttugu ár síðan fundum okkar bar fyrst saman. Ég var þá að hefja störf á Morgunblaðinu, m.a. við skrif um stangaveiðimál. Garðar var þá löngu orðinn, og var æ síðan, meðal fremstu stangaveiði- manna landsins og annar ritstjóra blaðsins hafði í krafti vináttu þeirra beðið hann um að vera mér innan handar með fréttir. Það gerði Garð- ar dyggilega og sérstaklega er frá leið og áhugi á sportinu fór vax- andi hröðum skrefum. í júnílok 1988 bauð Garðar mér og Herdísi konu minni að veija með sér degi í Laxá í Leirársveit. Sá dagur líður seint úr minni. Undirrit- aður hefur séð til flestra snjöllustu stangaveiðimanna landsins, veitt með sumum og fylgst með öðrum úr fjarlægð og nálægð. Mér sýnist að þarna hafi ég notið þeirra for- réttinda að fylgjast með þeim snjall- asta. Og þá á ég ekki einungis við mesta magnveiðimanninn. Næmið og viðhorfm til íþróttarinnar voru yfir flest sem ég hef kynnst hafin. Garðar var einn af þeim sem vert var að læra af og fylgjast grannt með. Seinni árin heimsóttum við Her- dís Garðar og eiginkonu hans, Huldu, að Vakursstöðum í Vopna- fírði, nokkrum sinnum þegar færi gafst. Gestrisni þeirra hjóna var slík að það beinlínis skyggði á ferða- lagið ef ekki var hægt að koma því við að kíkja inn. Við Herdís þökkum Garðari fyrir kynnin. Og sendum Huldu og öðrum aðstandendum okkar hlýjustu kveðjur á þessari erfiðu stund. Guðmundur Guðjónsson. SIMON JONSSON + Símon Jónsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykavíkur 10. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. nóvem- ber. Á sjötta áratugnum var Kennara- skóli Islands enn lítill sérskóli með fámennum bekkjardeildum og oftar en ekki voru þær skipaðar fólki á mjög breytilegum aldri og eins fjöl- breyttu að uppruna og orðið getur á íslandi. Sá bekkur skólans, sem Símon Jónsson settist í haustið 1951, var þar engin undantekning. Lang- flest þessara 28 bekkjarsystkina voru héðan og þaðan af landsbyggð- inni; það voru ekki margir Reykvík- ingar í þeim bekk og enn færri, sem komu af heimilum gróinna athafna- manna í borginni. Hið fjölbreytta baksvið þessa hóps kom þó ekki í veg fyrir að hann samlagaðist, þvert á móti. í besta anda bjartsýnnar æsku deildi hann kjörum sínum svo sem stundirnar buðu, jafnt í starfi, leik og efnalegu tilliti. Sú félagslega reynsla, sem þannig var aflað, reyndist ómetan- legt veganesti síðar meir. Fáir voru fúsari veitendur en sá glaði og kyrrláti heiðursmaður, Sím- on Jónsson. Hann var sannur Vest- urbæingur, kom úr dæmigerðu um- hverfi vel bjargálna athafnamanna, fólks sem ýmist hafði alist upp á mölinni eða flutt úr dreifbýli með Crfisclrykkjur A Vcltiogohö/id GAPi-inn Sími 555-4477 lítið farteski og tekið til hendinni svo um munaði til sjós og lands sem vormenn hins nýfengna fullveldis og afrekað hvort tveggja, að leggja grunninn að efnahag lýðveldisins og íslenskri borgarastétt nútímans. Símon var uppruna sínum trúr og bar honum glöggt vitni, í fasi hans öllu mátti merkja gott uppeldi og áhrif samhentrar fjölskyldu. Sú manngæska og menningarlegu við- horf sem mótuðu heimili hans á Bræðraborgarstígnum lýstu af hon- um sjálfum. Hann var örlátur ungur maður og einkanlega ósínkur á sjálf- an sig, jafnan öruggur í þeirri vissu að hann ætti vísa bakhjarla heima fyrir. Það reyndist líka svo, að fyrir fjölmörg bekkjarsystkin hans varð Bræðraborgarstígurinn kærkomið og þýðingarmikið athvarf, vettvang- ur ómældrar gestrisni og umburðar- lyndis við ungt fólk. í augum for- eldra hans, Hannesínu og Jóns Sím- onarsonar, voru allir vinir Símonar sjálfgefnir fjölskylduvinir og komið fram við þá samkvæmt því. Bekkur Símonar lauk sinni þéttu samfylgd í Kennaraskólanum með kennaraprófí vorið 1954. Þá skildu að sjálfsögðu leiðir; flestir gerðu kennslu- og skólastörf með einhveij- um hætti að ævistarfi, en starfsvett- vangur Símonar varð í Landsbanka íslands, þar sem hann átti langan og farsælan feril. Símon Jónsson var fágaður maður og agaður í allri framgöngu sinni og allt fas hans og umhverfi bar vott um þá smekkvísi, sem hann hafði fengið í heimanfylgju og rækt- að með sér. Félagatengslin við hann í æsku og kynni æ síðan voru mann- bætandi og þýðingarmikil, og þau okkar sem áttu þess kost að kynn- ast heimilishögum á æskuheimili hans þakka þau kynni. Fjölskyldu Símonar og aðstand- endum sendum við einlægar samúð- arkveðjur. F.h. bekkjarfélagsins Neista, Hinrik Bjarnason. + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSBJÖRNS BJÖRNSSONAR, Klapparbergi 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks deildar B-6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, svo og starfsfólks Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega aðstoð á erfiðum tímum. Kolbrún Harðardóttir, Ásbjörn Ólafur Ásbjömsson, Árdis Árnadóttir, Heiða Björk Ásbjörnsdóttir, Arnar Þór Hafþórsson, Hörður Ásbjörnsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR JÓN JÓNSSON, Káholti 16, áður Stekkjarhvammi 15, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum að morgni mið- vikudagsins 19. nóvember. Margrét Kristjánsdóttir, Einar M. Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Jón Benedikt Einarsson, Þóra Kr. Einarsdóttir, Halldóra Sigr. Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Þórdís Stefánsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Guðmundína Hermannsdóttir, Áskell B. Fannberg, Ingimar Arndal Árnason, Gunnar Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN GÍSLl ÁRNASON, Jaðarsbraut 27, Akranesi, frá Hvammi, Dýrafirði, lést að kvöldi laugardagsins 15. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 21. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitina Hjálþina. Bjarney Hagalínsdóttir, Árni Ásbjöm Jónsson, Guðrún Sveina Jónsdóttir, Aðalheiður Ása Jónsdóttir, Baldur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSGEIR ÞORVALDSSON málari, Heiðargerði 16, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Torfadóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Guðný Styrmisdóttir, Snorri Ásgeirsson, Torfi Ásgeirsson, Liane Ásgeirsson, Óskar Ásgeirsson, Svanhildur Stella Júntrós Guðmundsd. og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar og bróðir, HAFSTEINN GUÐMUNDSSON prentari, Fannaborg 1, lést sunnudaginn 16. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Rannveig og Þórunn Hafsteinsdætur, Bjarni Bender, Guðbjörg G. Hornböl, Bragi H. Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson, Elísabet B. Guðmundsdóttir, Edda S. Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGRÍÐUR FÆRSETH frá Siglufirði, Mosabarði 14, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 21. nóvember kl. 13.30. Gunnlaugur Guðlaugsson, Svava Gunnlaugsdóttir, Kristinn Garðarsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir, Rúnar Þorvaldsson, Guðlaugur J. Gunnlaugsson, Susan A. Björnsdóttir, Hörður Gunnlaugsson, Jónfna Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.