Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN GUÐLEIFS- DÓTTIR ÓLAFSSON + Kristín Guð- leifsdóttir Ól- afsson fæddist 21. desember 1931 í Hafnarfirði. Hún andaðist á heimili sínu í Kaupmanna- höfn 12. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Kristínar voru Guðleifur Kristinn Bjarna- son, símvirki, og eiginkona hans, Sigurborg Eyjólfs- dóttir, sem bæði eru látin. Börn Sig- urborgar og Guðleifs voru fimm og var Kristín þeirra elst. Systkini hennar eru: Anna, Bjarni Eyjólfur, Fjóla og Hanna Lilja. Hinn 1. nóvember 1952 gift- ist Kristín Felixi Ólafssyni, verðandi kristniboða. Þau áttu því 45 ára brúðkaupsafmæli 1. nóvember síðastliðinn. Kristín og Felix eignuðust þrjú börn: Kristinn Friðrik, f. 1954 í Add- is Abeba, Eþíópiu, sjúkraliði i Kaupmannahöfn. Hann á tvo syni. Ólafur, f. 1956 í Gidole, Eþíópíu, sóknarprestur á Jót- landi. Hann á tvær dætur. Kristín Guðleifsdóttir er látin. Fregnin kemur ekki á óvart, því hún var búin að berjast lengi við erfiðan sjúkdóm. Anna, f. 1964 í Reykjavík, túlkur og skjalaþýðandi í Kaupmannahöfn. Hún á eina dóttur. Kristín ólst upp í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík. A sín- um yngri árum var hún virkur meðlim- ur í starfl KFUM og K. Hún stundaði nám við Kennara- skóla íslands og síð- ar á biblíuskóla á Fjellhaug í Noregi. Felix var þá við nám á kristniboðsskólanum á sama stað. Þau voru vígð til kristni- boðs í desember 1952 og í jan- úar 1953 fóru þau utan tál undir- búnings og starfs sem kristni- boðar. Þau voru brautryðjend- ur íslenska kristniboðsins í Eþí- ópíu. Felix hefur starfað sem sóknarprestur í 34 ár, fyrst á íslandi, síðan í Noregi og Dan- mörku, þar sem hann hefur starfað í 25 ár. Kristín tók virk- an þátt í starfí manns síns bæði í Eþíópíu og síðar. Utför Kristínar fer fram í dag frá Sankt Lukas Stiftelsen í Kaupmannahöfn. Hún og maður hennar, sr. Felix Ólafsson, voru fyrstu kristniboð- amir sem komu til Konsó í Suður- Eþíópíu. Þau voru fyrstu íslensku + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, RÚNA ADOLFSDÓTTIR, Borgarhrauni 13, Grindavlk, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstu- daginn 21. nóvember kl. 13.30. Sigurjón Petersen Magnússon, Magnús Þór Sigurjónsson, Þórdís Bragadóttir, Bjarni Þór Sigurjónsson, Þuríður Svava Sigurjónsdóttir, Arnbjörg Sæbjörnsdóttir, Bjami Olsen, Þuríður H. Sigurjónsdóttir, Magnús Þ. Sverrisson. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andiát og útför JÓHÖNNU SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Ásfelli. Guð biessi ykkur öll. Ágúst Hjálmarsson, Jóhann Ragnar Ágústsson, Sunna Davíðsdóttir, Sunneva, Hanna Bára og Sæunn Jódfs Jóhannsdætur, Elísabet Jóhannsdóttir, Theódór Lúðvfksson og dætur. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMANNS ADOLFS GUÐMUNDSSONAR vélstjóra, Sandprýði, Vestmannaeyjum. Guðfinnur Guðmannsson, Eyrún Sæmundsdóttir, Fjóla Guðmannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. kristniboðarnir sem fóm til Eþíóp- íu, árið 1953, og unnu brautryðj- endastarf sem seinni kynslóðir munu ávallt minnast í undrun og aðdáun. Allt starf Kristínar var unnið í svo náinni samvinnu við Felix að erfítt er að skrifa aðeins um annað þeirra. Við sem lifum á tímum allsnægta og tækniframfara nútímans eigum erfítt með að skilja þær aðstæður sem þau hjón hófu starf sitt við í Konsó árið 1954. Þau voru einnig brautryðjendur í Grensássöfnuði sem fyrstu prests- hjónin þar. Þau hafa komið víða við en aðrir kunna að rekja það betur en ég. Mig langar aðeins að fjalla um hið ómetanlega starf þeirra í Konsó og þýðinu þess. Eftir málanám í Addis Abeba hófust þau handa í Konsó. Vegir þangað voru mjög slæmir og sums staðar engir. Þau fóru þangað án þess að hafa bíl til umráða, ferðuð- ust með bílum annarra, oft lélegum. Þar hófu þau störf án símasam- bands við umheiminn. Næsta póst- hús var í órafjarlægð. í upphafí bjuggu þau í moldarkofa í Konsó sem þau leigðu. Koma útlending- anna vakti mikla athygli og þegar á fyrsta degi streymdi fólk til þeirra til að fá hjálp í veikindum og bindi á sár. Þetta lenti að mestu á Krist- ínu. Fljótlega hófu þau hjón að halda samkomur og starfrækja bamaskóla. Eftir fjögurra mánaða starf fengu þau loks bíl. Er þau komu heim með hann frá Addis Abeba hafði óveður svipt þakinu af bústað þeirra og rignt hafði yfír eigur þeirra. Forvitnir nágrannar höfðu notað tækifærið og skoðað hluti hvíta fólksins og ýmislegt var horf- ið. Um síðir gátu þau flutt í eigið húsnæði á kristniboðslóðinni í Konsó. Frístundir vom án efa fáar á þessum tíma og einkalíf lítið, þar sem þau vom einu kristniboðarnir á staðnum og allt lenti á þeim. Margir komu í heimsókn til að for- vitnast um nýja fólkið og virða þau og hluti þeirra fyrir sér og jafnvel í gegnum gluggana. Andstreymið var mikið á stundum og lífíð stöðug barátta við menn og myrkur heiðni. Margur hefði gefist upp en Kristín og Felix höfðu köllun frá Guði til að vera þarna og vissu að hann var í verki með þeim. Að baki þeim stóð hópur fólks á íslandi sem bað stöðuglega og trúfastlega fyrir þeim og starfí þeirra. Þess vegna héldu þau út og gátu haldið starf- inu áfram. Vinnuálagið var án efa stundum ómanneskjulegt. í gömlu bréfi frá Kristínu frá upphafi starfsins í Konsó segir m.a.: „Við höfum haft svo mikið að gera í „klinik“-starf- inu, að það er alveg að fara með okkur. Daglega er hér fullt af fólki, sem vill fá hjálp. Hvern morgun, er við vöknum, situr hér fullt af fólki og bíður. Ég get ekki talið allar þær sprautur, sem ég hefí orðið að gefa síðan við komum hingað til Konsó. Það er svo margt, sem maður neyðist til að gera hér, sem maður myndi aldrei láta sér detta í hug að gera heima. Það er áreiðanlegt, að mörgum mannslíf- um hefur verið bjargað síðan við komum hingað." Við þessar aðstæður slitu tveir elstu synir þeirra hjóna bamsskón- um. Kristinn Friðrik var aðeins tveggja mánaða þegar þau komu til Konsó og Ólafur sem kom í heim- inn 1956. Núlifandi íslendingar eiga erfítt með að gera sér i hugarlund aðstæður húsmóðurinnar með tvö smáböm og vatn af skomum M H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H M Sími 562 0200 iniiiiiir skammti sem varð oft að bera lang- ar leiðir. Ofan á þetta kom svo umfangsmikið og krefjandi kristni- boðsstarf. Það tekur tíma að ávinna sér traust framandi þjóðar sem lifir við gjörólíka^ menningu og siði og þekkjast á íslandi. Hver sem er getur það ekki, en Felix og Kristínu tókst það ásamt Ingunni Gísladóttur hjúkrunarkonu sem fór út árið 1955 og síðar Benedikt Jasónarsyni og Margréti Hróbjartsdóttur. Eftir að virtur seiðmaður kom til Felix og sagðist vilja verða kristinn fóm margir að dæmi hans og undrið í Konsó hófst, vakning sem hefur staðið meira og minna síðan. Það var með trega sem þau hjón fóru frá Eþíópíu til íslands árið 1958. Það hlýtur að vera stórkostlegt að geta horft til baka yfír farinn veg og virt fyrir sér árangurinn sem hið litla en erfíða upphaf starfsins í Konsó bar. Nú hafa um 86 söfnuð- ir verið stofnaðir þar og um 13.000 manns eru í kirkjunni þar. Henni hefur vaxið svo fískur um hrygg að hún getur staðið á eigin fótum um flest. Kirkjan er hluti af samfé- lagi þjóðflokksins. Kristindómurinn hefur haft mikil áhrif á fólkið og ýmsir lífsfjandsamlegir siðir hafa orðið að láta undan síga vegna áhrifa kristins náungakærleika og gildismats. Frá Konsó hefur starf verið hafíð á mörgum stöðum í hin- um heita Voito dal fyrir sunnan og vestan Konsó og síðar suður við landamæri Kenýa í Ómó Rate. Tvisvar hefur stórum hluta þjóð- flokksins verið bjargað í hungurs- neyð vegna nærveru íslenskra kristniboða. Þau hjón hafa verið yngri krisniboðum fyrirmynd á margan hátt með fómfýsi sinni og trúfesti við köllun Guðs. Við, kristniboðsvinir í Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga, þökk- um Guði fyrir Kristínu, hlýðnina við köllunina og brautryðjendastörf hennar. Við heiðrum minningu hennar og vottum sr. Felix, börnum þeirra og bamabörnum og öllum öðmm ástvinum hennar innilega samúð okkar í sorg og söknuði. Fyrir hönd Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Kjartan Jónsson. „Lofaður sé Drottinn, er ber oss dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort.“ (Sálm 68,20.) Um miðjan september síðastlið- inn naut ég þeirra forréttinda að fá að dvelja á heimili Kristínar og Felix í Kaupmannahöfn í rúma tvo sólarhringa. Þau höfðu fallist á að rifja upp með mér árin sem þau dvöldu í Konsó í Suður-Eþíópíu sem fyrstu kristniboðar íslendinga þar. Ög þrátt fyrir alvarleg veikindi buðu þau mér að gista á heimili sinu. Ég var ekki fæddur þegar þau héldu út í óvissuna í fjarlægu landi árið 1953 til að segja frá frelsara sínum. Guð hafði kallað þau og þau gátu ekki annað en hlýtt og farið. Ráðgert hafði verið að þau fæm til Kína þar sem Ólafur Ölafsson og Jóhann Hannesson höfðu starfað með fjölskyldum sínum. En áður en til þess kom að þau héldu þangað urðu stjómarskipti í Kína og kristni- boðum var meinað að starfa þar. Þau hjón urðu því brautryðjend- ur á nýju starfssvæði á meðal þjóð- ar sem enginn á íslandi hafði heyrt um áður, Konsóþjóðarinnar. Og enginn vafí er á að árin þar hafa verið erfið um leið og þau hafa verið gleðileg. Kristín var stoð og stytta manni sínum þegar þau stóðu ein án nokkurs sambands við umheiminn fyrstu mánuðina í Konsó. Lélegir vegir, enginn bíll, hvorki sími né talstöð og fímmtíu £\aK5skom v/ Fossvogskii-kjMgai-S Sími, 554 0500 kílómetrar voru til næstu kristni- boðsstöðvar sem Norðmenn ráku. Bíl fengu þau þó eftir nokkurra mánaða starf og breytti hann miklu. Heimamenn voru bundnir af heiðnum siðum og venjum og fullir ótta við illa anda sem höfðu örlög þeirra í hendi sér. Það var þeim Kristínu og Felix því til mikillar gleði þegar fyrsti Konsómaðurinn kom og bað um hjálp til að verða kristinn. Þá höfðu þau verið í Konsó í um eitt og hálft ár. í kjölfarið komu margir og hefur trúarvakn- ingin haldið áfram síðan. Starfstími Kristínar og Felix í Konsó varð styttri en þau höfðu búist við. Árið 1958 héldu þau heim í frí og áttu ekki afturkvæmt til Eþíópíu. Það varð þeim erfítt. En Guð hafði ekki gleymt þeim. Hann fól þeim ný verkefni. Fyrst á ís- landi og síðan, undanfarin 25 ár, í Danmörku þar sem Felix hefur starfað sem prestur bæði á sjúkra- húsi St. Lukasstiftelsen í Kaup- mannahöfn og sem sóknarprestur í nokkrum prestaköllum. I öllum þessum störfum hefur Kristín verið við hlið manns síns, stutt hann og uppörvað og verið ómetanleg. Miss- ir hans er því mikill núna þegar frelsarinn Jesús Kristur hefur kall- að bam sitt heim til hvíldar. Börnin þeirra, Kristinn Friðrik, Ólafur og Anna, tengdabörnin og barnabörnin hafa líka misst yndis- lega móður, tengdamóður og ömmu og systkini Kristínar hér heima góða systur. Persónuleg kynni mín af þeim hjónum hófust í raun ekki fyrr en fýrir réttu ári þegar þau komu hingað heim til að vera við vígslu nýrrar Grensáskirkju þar sem Felix hafði verið fyrsti sóknarpresturinn. En ég hafði þó fylgst með starfí þeirra því allt frá barnæsku hef ég notið þess að fylgjast með kristni- boðsstarfinu. Fyrst sem bam á samkomum í KFUM og KFUK og Betaníu þar sem kristniboðsfélögin í Reykjavík höfðu aðsetur og síðar sem starfsmaður Kristniboðssam- bandsins. Meðan ég dvaldi á heimili þeirra hjóna í september ræddum við margt og þau rifjuðu upp atburði og persónur sem urðu á vegi þeirra í Konsó. Kristín minntist gleði- stundanna og erfíðleikanna með þakklæti til Guðs í huga. Hún hafði gaman af að segja mér frá drengj- unum sínum eða „bojunum" eins og þeir voru alltaf kallaðir. Það voru strákar sem unnu fyrir þau Felix og fengu svolítil laun fyrir. Hún hló við þegar hún minntist þess hvernig hún kenndi þeim að vera alltaf hreinir og snyrtilegir. Það var þeim nýlunda. En Kristín lét þá ekki komast upp með neitt hálfkák. Ef þeir mættu óhreinir eða í óþvegnum fötum að morgni var þeim snúið heim til að bæta fyrir gleymskuna. Einn þessara „boja“ var Barisha Húnde sem síðar varð forseti Suðvestur-Sýnódu Mekane Jesús kirkjunnar í Eþíópíu. Hann hefur aldrei farið dult með hvaða áhrif Kristín hafði á hann í æsku. Dagarnir í Kaupmannahöfn nú í haust verða mér ógleymanlegir. Mér fannst ég vera á helgum stað þegar ég sat með Kristínu hvort sem var við rúmið hennar eða hvíld- arstólinn. Hún vissi hvert stefndi en var róleg og glöð því hún kveið engu. Jesús kæmi að taka hana til sín á hverri stundu. Það var ekkert að óttast. Og nú er hún heima og laus við hinn illvíga sjúkdóm. Hún hefur mætt frelsaranum sem bar hana allt lífíð. Nú hefur hann borið hana heim. Blessuð sé minning Kristínar Guðleifsdóttur og ég veit að hann mun hugga ykkur sem syrgið. Ég þakka Guði að ég fékk að kynnast Kristínu persónulega áður en hún lést. Það var mér mikils virði. „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfíði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ (Opinberun Jóh. 14,13). Friðrik Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.