Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 17 I ) \ Leikskólinn fullskipað- ur á einu og hálfu ári Hellu - Fyrir stuttu var opið hús hjá Leikskólanum á Laugalandi sem rekinn er í samvinnu Ása- hrepps og Holta- og Landsveitar. Var verið að fagna endurbótum og stækkun skólans, en aðeins er um eitt og hálft ár síðan ákveðið var að setja af stað tilraunaverkefni um rekstur skólans af áðurnefnd- um sveitarfélögum. Að sögn Guðrúnar Þorleifsdótt- ur, leikskólastjóra á Laugalandi, var ákveðið að gera þessa tilraun þar sem vart hafði orðið við tölu- verða þörf fyrir einhveijar úrlausn- ir í dagvistarmálum barna á svæð- inu. „Sveitarfélögin komu myndar- lega að málinu með því að leggja okkur til fjármagn og aðstöðu, en leikskólanum var valinn staður á tilraunastiginu í kennaraíbúð í par- húsi á Laugalandi. Viðbrögð íbú- anna voru svo góð að á nokkrum mánuðum voru öll dagvistarrými orðin fullnýtt og við búin að sprengja utan af okkur húsnæðið. Við erum með börn af stóru svæði sem nær allt frá Þjórsá, langt upp í Landsveit og austur að Hellu. Fólk skiptist á um að aka börnun- um, en flest eru í heilsdagsvistun. Þau koma auðvitað flest úr bænda- fjölskyldum, en það hefur aukist að bændur stundi aðra atvinnu frá heimilinu. Einnig er ungum foreldr- um til sveita ljóst að þeirra börn þurfa eins og önnur að umgangast jafnaldra sína og þroskast í leik og starfi eins og fram fer innan leikskólans. Eins og samfélagið er í dag, eru þessi börn annars oft einangruð heima á bæjunum, þann- ig að leikskólinn kemur sem góður valkostur til móts við þarfir þess- ara fjölskyldna. Það er af sem áður var, að margar kynslóðir bjuggu saman og amman og afinn gegndu hlutverki barnapíunnar á stórum og barnmörgum heimilum." „í ljósi þessarar góðu reynslu var ákveðið að stækka ieikskólann og var tekin undir hann hin íbúðin í parhúsinu, auk þess sem húsnæðið var lagað að þörfum starfseminn- ar. Þá var garðurinn stækkaður og útileiksvæðið endurbætt og fegr- að,“ sagði Guðrún. Við leikskólann á Laugalandi starfa sjö manns í hlutastarfi, börnin eru tuttugu og fjögur og foreldrar hafa þegar stofnað Foreldrafélagið Hans og Grétu. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRÁ opnu húsi á Leikskólanum á Laugalandi, gestir þáðu kaffi og kökur sem börnin bökuðu. Industrial Hinar þekktu og þrautseigu vinnuvélar frá MF industrial hafa nú skipt um nafn og heita nú FERMEC Fermec býður uppá breiða línu vinnuvéla frá 1,4 tonna - 4,5 tonna smágröfur, öflugar hjólastýrðar smávélar með lyftigetu 400 - 1300 kg. Ásamt hinum þrautreyndu traktorsgröfum sem eru fáanlegar fjórhjóladrifnar og fjórhjólastýrðar. Úrvalið er gífurlegt af aukahlutum s.s. brothamrar, stauraborar, ýmsar stærðir af skóflum, sópum, gripklóm ofl. ofl. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum véladeildar að Sævarhöfða 2 eða í síma 525 8070. Scevarhöfda 2 Sími 525 8000 Véladeild Holta- og Landsveit Þingeyraklausturs- prestakall Séra Svein- björn settur í embætti Blönduósi - Séra Sveinbjörn Reynir Einarsson var settur í emb- ætti sóknarprests í Þingeyra- klaustursprestakalli í Blönduós- kirkju sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Það var séra Guðni Þór Olafsson prófastur sem setti séra Sveinbjörn í embættið. Prestakall það sem séra Sveinbjöm mun þjóna nær yfir Blönduós, Þingeyrasókn og Undirfellssókn í Vatnsdal. Fysta verk hins nýja prests í Blönduóskirkju var að skíra stúlku- barn. Séra Árni Sigurðsson sem gegnt hefur prestþjónusu í presta- kallinu í 30 ár gat ekki verið við- staddur þessa athöfn en séra Sveinbjörn þakkaði honum góð kynni og óskaði honum farsældar. Séra Sveinbjöm R. Einarsson sagðist hlakka til að þjóna söfnuð- inum, starfíð legðist vel í sig og hann vænti góðs samstarfs við sóknarbörnin. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FYRSTA verk hins nýja prests í Blönduóskirkju var að skíra stúlkubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.