Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20 . NÓVEMBER 1997
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Námskeið og
fyrirlestrar
um sjónlistir
FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og
handíðaskóla Islands tók til starfa
haustið 1995. Fræðsludeild hefur
með höndum kynningu á starfsemi
skólans og skipulagningu fræðslu-
starfs fyrir almenning á hans veg-
um. Á vegum deildarinnar er boðið
upp á fyrirlestra og námskeið á
sviði sjónlista sem er ætlað að
stuðla að sí- og endurmenntun og
fjarkennslu fyi-ir þær starfsstéttir
sem vinna við myndlist, hönnun,
listiðnað og myndlistarkennslu.
Sólveig Eggertsdóttir er
forstöðumaður fræðsludeildar
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands. Hún segir það hafa sýnt sig á
þeim tveimur árum sem deildin
hefur verið starfrækt að þörf fyrii-
símenntun á sérhæfðu sviði
sjónlista er mikil. Mesta aðsókn
hljóta námskeið á sviði tölvutækni
og grundvallar verkþátta innan af-
mai’kaðra greina myndlistar, hönn-
unar og listiðnaðar. „Eitt markmið
fræðsludeildar er að nýta þá
sérþekkingu sem er fyrir hendi
hérlendis. Par með getur fólk bætt
við þekkingu sína í viðkomandi fagi
eða komist í kynni við ákveðna
tækni og áttað sig betur á því hvort
fagið höfði til þess áður en haldið er
í dýrt sérnám erlendis,“ segir
Sólveig. „Við reynum að halda
kostnaði við námskeiðin í lágmarki
því fólk sem starfar á sviði sjónlista
á síður kost á styrkjum frá atvinnu-
rekendum eða fagfélögum en aðrar
starfsstéttir atvinnulífsins.“
Samstarf við fagfélögin
Fyrirlestrar á vegum íræðslu-
deildar eru haldnir í október og
nóvember og í febrúar og mars.
Evrópusambandið styrkti und-
irbúningsvinnu að námskeiðahaldi
skólans og á fundum með ýmsum
fagfélög sjónlista voru mótaðar
hugmyndir um námskeiðin. Nám-
skeið sem í boði hafa verið í haust
ei-u þrjú; í glerungsgerð fyi'ir ker-
amik, um tölvuna sem verkfæri í
myndlist og íýrirlestararöð um
hönnunarsögu 20. aldar í umsjón
dr. Ásdísar Ólafsdóttur list-
fræðings. Sólveig segir að fyrir-
lestrar í hönnunarsögu hafi verið
sérlega vel þegnh’ innan skólans því
þó að helmingur deilda skólans sé
hönnunardeildir er hönnunai’saga
ekki enn orðin hluti af fastri
námskrá skólans.
Námskeiðin sem fræðsludeild
skipuleggur eru því bæði hugsuð
sem viðbót við fasta námskrá
myndlistarnema, sem og símenntun
myndlistarmanna og fræðslu til alls
almennings. Þessum markmiðum
vinnur deildin að í samvinnu við
þrjá aðila; aðrar deildir innan MHI,
erlenda lista- og listiðnaðarskóla,
fagfélög og aðila atvinnulífsins sem
og aðrar menntastofnanir og list-
asöfn. „Við reynum að grípa alla þá
erlendu listamenn sem hingað
koma og kynna myndlist frá sem
flestum sjónarhornum,“ segir Sól-
veig. Leitað er til erlendra og inn-
lendra listamanna, gestakennara,
kennara skólans, listfræðinga og
hönnuða um að halda fyrh’lestra
um list sína eða afmörkuð sérsvið
sjónlista. Petta er þriðja árið sem
skólinn býður upp á slíka fyrir-
lestra tvisvar í viku, á mánudögum
kl. 12.30 í Málstofu í húsnæði
skólans í Laugarnesi, og á mið-
vikudögum kl. 12.30 í Barmahlíð, í
húsnæði skólans í Skipholti.
I samvinnu Sumarskóla
Háskóla Islands, fræðsludeildar
MHI og þriggja einstaklinga,
þeirra Hannesar Lárussonar og
Helga Þorgils Friðjónssonar mynd-
listarmanna og Ölafs Gíslasonai’
listfræðings var staðið fyrir
fjölþjóðlegu námskeiði um nútíma-
myndlist, On the Borderline, sl.
ágúst. Námskeiðið þótti takast vel
og hafmn er undirbúningur að öðru
alþjóðlegu námskeiði sem haldið
verður á íslandi næsta sumar. Yfir-
skrift þess verður Listin í
náttúrunni - Náttúran í listinni og
Ljósmynd/Guðmundur Oddur Magnússon
MYNDLISTA- og handiðaskóli íslands er til húsa á tveimur stöðum
í borginni. I Skipholti 1 eru fomáms-, keramik-, grafík-, textfldeild
og deild grafískrar hönnunar, ásamt skrifstofu, gagnasafni, list-
fræðiskor og fræðslu- og upplýsingadeild. í húsnæði skólans í
Laugarnesi eru íjöltækni-, skúlptúr- og málaradeild.
kennarar koma frá Bandaríkjun-
um, Kanada, Ítalíu, Pýskalandi og
Islandi.
Markaðssetning
myndlistar
Á vorönn er fyrirhugað námskeið
sem ber vinnuheitið Markaðssetn-
ing myndlistar. Þar verður m.a.
kynnt þjónusta Upplýsinga-
miðstöðvar myndlistar, sem Sam-
band íslenskra listamanna, SÍM, og
menntamálaráðuneytið eru að
koma á laggirnar, og myndlist-
armönnum kennt að vinna gögn til
kynningar á eigin myndlist og til
þátttöku í samkeppnum. Þá verður
fjallað um myndlistarmarkaðinn og
höfundarrétt og sögu markaðssetn-
ingar. Námskeiðið verður viða-
mikið og með þátttöku fjölda aðila.
„Góð markaðssetning tilheyrir því
að vera myndlistarmaður og hvort
sem listamönnum líkar betur eða
veiT þurfa þeir að getað komið
sjálfum sér á framfæri, því alls ekki
má reikna með því að aðrir geri það
fyrir mann. Námskeiðið verður það
fyrsta sem beinist að þessum þætti
listsköpunar en skólinn mun leggja
ríkari áherslu á að gera mark-
aðsmálum myndlistar skil í fram-
tíðinni," segir Sólveig. Halldór
Björn Runólfsson listfræðingur
verður með fyrirlestraröð um sam-
tímamyndlist og tölvunotkun við
listsköpun verða áfram gerð skil á
námskeiðum Leifs Þorsteinssonar,
umsjónarmanns tölvuvers MHÍ,
John Hopkins frá Bandaríkjunum
verður með námskeið um netið sem
nefnist Internetið sem miðill í
listrænum samskiptum og Þór Elís
Pálsson kvikmyndagerðarmaður
verður með námskeið um notkun
myndbanda í myndlist. Af nám-
skeiðum í sérhæfðum tækni-
brögðum myndlistar má nefna
námskeið í silkiþrykki á leir, grafik-
myndagerð, eldsmíði, freskugerð,
ljósmyndun, vatnslitamálun og
steinhöggi. Undir vor verður svo
haldið námskeið í hleðslutækni á
Hólum í Hjaltadal í samvinnu við
Hólaskóla. „Námskeiðin og fyrir-
lestramir eru öllum opnir og við
viljum að sem flestir viti af skólan-
um og hagnýti sér þá sérþekkingu
á sjónlistum sem hér er að finna,“
segir Sólveig.
I upphafi var
Ólafía Hrönn Tömas R.
Jónsdóttir Einarsson
Ölafía Hrönn
og Tómas R. á
Hvammstanga
OLAFIA Hrönn Jónsdóttir, söng- og
gamanleikkona, ásamt Tríói Tómas-
ar R. Einarssonar, halda tónleika á
Hótel Seli, fimmtudaginn 20. nóvem-
ber kl. 21.
Með Tómasi eru þeir Þórir Bald-
ursson á píanó og Pétur Grétarsson
á trommur.
Tónleikarniar eni á vegum
Tónlistarfélags Vestur-Húnvetn-
inga.
--------------
Kammer-
tónleikar
Tdnlistarskóla
Reykjavíkur
KAMMERTÓNLEIKAR Tónlist-
arskólans I Reykjavík verða haldnir í
Grensáskirkju föstudaginn 21.
nóvember kl. 20.30.
Á efnisskrá eru þættir úr eft-
irtöldum verkum: Strengjakvartett
op. 77, nr. 1 eftir J. Haydn; Strengja-
kvartett op. 18 nr. 4, eftir L.v. Beet-
hoven; Klarínettukvintett op. 115 og
Tríó fyiir píanó, fiðlu og horn op. 40
eftir J. Brahms og Strengjakvintett
op. 163 eftir F. Schubert.
Aðgangur er ókeypis.
--------------
16 daga draumur
í Galleríi Geysi
EINKASÝNING Maríu Pétursdótt-
ur í Gallerí Geysi í Hinu húsinu við
Ingólfstorg verður opnuð fimmtu-
daginn 20. nóvember. Sýningin ber
yfirskriftina „16 daga draumur".
María stundar nám á þriðja ári í
fjöltæknideild MHÍ og hefur tekið
þátt í ýmsum samsýningum og
gjörningum.
Sýningin stendur yfir í sextán
daga og lýkur henni 5. desember.
BðKMEJMJVTlR
Sk;íl(ls;io;i
FLÓTTINN
eftir Terry Pratchett í þýðingu
Þorgerðar Jörundsdúttur. 201 bls.
Mál og menning.
SAMKVÆMT skilgreiningu
bókmenntafræðinnar er þjóðsaga
saga sem hefur til orðið án sér-
stakrar beitingar ritlistar og
geymst í munnmælum. Þær eiga
sér engan ákveðinn höfund eða fast
form, ef svo má segja, heldur taka
þær sífelldum breytingum með tím-
anum. Af þessu má sjá að ekki er
hægt að setjast niður og skrifa
þjóðsögu.
Ævintýri eru talin önnur
höfuðgrein þjóðsagna (skv.
Grimmsbræðrum, hin er sagnir).
Ekki er ætlast til að fólk trúi atb-
urðarás ævintýra, frekar en það
vill; öllum er jú í sjálfsvald sett
hverju þeir trúa. Þó ævintýri séu,
strangt til tekið, þjóðsögur eru þau
samin enn þann dag í dag. Terry
Pratchett er brezkur rithöfundur,
þekktastur íyrir Discworld-sögur
sínar. Hann skrifar bækur sem ger-
ast allar í heimum óaðgengilegum
venjulegu, lifandi fólki, þ.e. í
ævintýraheimum. Aðeins ein af um
þrjátíu bókum hans hefur verið
þýdd á íslenzku; Truckers. Sú er
fyrst í þríleik hans um ævintýri
nálfanna (e. the nomes), í þýðingu
Þorgerðar Jörundsdóttur. Bókin
kallast Flóttinn á ylhýrunni.
Vindum okkur þá í Flóttann.
Hver ætli viðbrögð okkar yrðu ef
við myndum frétta að heimsmyndin
sem við höfum lifað með, eftir og
samkvæmt gegnum tíðina væri
röng?
Sennilega einhvern veginn í lík-
ingu við viðbrögð nálfanna þegar
þeir heyrðu að ætti að rífa
stórmarkað A. Amalds, þeirra al-
heim; tregir til að trúa í fyrstu, svo
enn tregari til að fylgja einhverjum
utangarðsnálfi, Magna, út. Þessi
tregða er skiljanleg ef haft er í
huga að það er ekkert „fyrir utan“.
í sjálfu sér er „fyrir utan“ bara
merkingarlaus goðsögn í huga inn-
anbúðamálfanna, svipað ódáinsvöll-
um, með örlitlum Hadesar-
heimskeim, í huga okkar mann-
anna.
Magni þessi er sérlega skemmti-
legur karakter, sem alla sína tíð
hefur þurft að hugsa um aðra, jafn-
vel fyrir aðra, í það minnsta fyrir
öðmm. Sjónarhomið er hans mest-
alla söguna, nema á blaðsíðu 19,
þegar refurinn varð fyrir tíu tonn-
um af stáli. Einnig eru engu líkara
en Pratchett sjálfur skoppi fram,
þegar Magni kemur fyrst í verzlun-
ina, og lýsi útliti nálfa; „- líktist
helst múrsteini með fætur. Nálfar
em svo stubbaralegir að japanskur
súmóglímukappi virðist aðeins
skinn og bein í samanburði við þá
(bls. 23). Á blaðsíðu 13 er hæð
nálfanna sögð vera um tíu sentí-
metrar. Af þessu má sjá að líkams-
bygging nálfa er eilítið önnur en
manna. Magni er ekki viðstaddur
samtal ábótans og Gripsins (bls. 86-
88), og getur þar því ekki verið um
hans sjónarhorn að ræða.
Sagan heldur sér vel þó hún sé
„svipt“ frammáli sínu, þó sumt mis-
farist, t.d. þegar nálfarnir misskilja
ný orð. Persónur em óvenju lifandi
og þýðingin lífrænir þær ekki,
nema síður sé. Engu er líkara en
þær viti ekki að þær era aðeins
sögupersónur, og tala þvi og láta
sem þær séu raunveralegar; sem
þær kannski eru. Það er aldrei að
vita.
Það er sagt að vagga siðmenn-
ingarinnar hafi verið í fijósama
hálfmánanum, við Miðjarðarhafið.
En hvernig í ósköpunum datt
mönnum í hug að byrja að halda
dýr og vinna málma úr mýram? Ef
marka má orð Gripsins kenndu
nálfarnir mönnum málmvinnslu og
„- hitt sem þú sagðir að við
hefðum kennt þeim? Það sem
byrjaði á L. [—] Landbúnaður?
sagði hann [Gripurinn]. [—] Mik-
ilvægur, er það ekki? Hann er
grandvöllur siðmenningar“(bls. 87).
Fleiri skemmtilegar skýringar
og heilabrot eru í bókinni, t.d. á því
hvers vegna lyftur fara stundum
niður þó ýtt hafi verið á upp. Það er
vitanlega vegna þess að nálfur, að
nafni Völundur úr sælkerabúðum,
er búinn að tengja framhjá öllu
saman og er sjálfur að ferðast með
lyftunni. Og skilningur Magna á
vindinum er sá að „- hann stafaði
af öllum þessum trjám sem hreyfðu
sig til og frá“ (bls. 83). Það er í
sjálfu sér mun raunsærri skýring
en sú sem segir að loftþrýstings-
munur sé orsökin, þ.e.a.s. ef maður
býr á stað með mörgum og stóram
trjám. Þeir sem búa á Hveravöllum
eða við Grímsvötn verða að
sjálfsögðu að halla sér að Snorra-
Eddu; að hann sé kominn undan
vængjum arnarhams Hræsvelgs.
Og þó; kannski er vafasamt að
trúa slíkum sögnum um eitthvað
sem lýtur náttúrulögmálum. Þá
gæti maður staðið sig að því að
vera að leita að flösku sem á stæði
„Drekktu mig“, einsog Lísa í
Undralandi gerði, til að gera sig
stóran (þessi hugmynd er komin
frá Nabba Uggasyni, járnvöra-
mangara, bls. 137).
Hugleiðingar Völundar um hvers
vegna sólin er bjartari en tunglið
(bls.55) er nokkuð heillandi - ef
maður missir sig ekki út í of
gagnrýna hugsun. Að sjálfsögðu
væri betra að hafa það öfugt, það er
hvort eð er svo bjart á daginn.
En gagnrýnin hugsun er nokkuð
sem fólk verður að segja skilið við
ætli það að lesa ævintýri. Með
henni er kannski hægt að guða á
glugga ævintýraheimsins, en
ómögulegt að ganga inn.
Myndin á kápu íslenzku þýðing-
arinnar gæti hugsanlega verið ögn
villandi. Þar er hópur nálfa saman-
kominn kringum banana; Magni
með spjótið sitt, Engilbert með
Bóbó, amma Morka, Völundur o.fl.
Þetta er reyndar sama mynd og er
á ensku kiljunni, en mun dekkri,
sem gerir það að verkum að
nálfamir virka sem einhver
leiðinda meindýr, svipuðum jarðálf-
um. Kannski væri réttara að segja
að litasamsetning kápunnar væri
ögn villandi.
Annað sem er ögn villandi er að
aftan á bókinni er gefið í skyn að
Flóttinn sé barnabók. Því vil ég
leyfa mér að mótmæla og segja
frekar að hún sé bók fyrir börn á
öllum aldri. Einsog ég minntist á í
upphafi er þessi bók aðeins sú
fyrsta í nálfaþríleiknum. Islenzkun
Flóttans er einfaldlega of góð til að
lála hinar tvær (Diggers og Wings)
liggja óþýddar í erlendu kiljudeild-
inni.
Heimir Viðarsson