Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 55 BREF TIL BLAÐSIIMS Undirmönnun á leikskóla Er barnið þitt öruggt? Frá Baldri Rafnssyni: EG VAR búinn að vinna eina og hálfa viku við gersamlega óviðunandi skil- yrði, þegar ég fékk nóg. Nú var kom- ið að því að hringja í verka- lýðsféiagið Sókn og leita réttar míns. Varla hafði ég lagt símann á aftur þegar leik- skólastjórinn kom askvaðandi og bauð mér ákveðna upphæð fyrir að láta málið kyrrt liggja og halda áfram að vinna við sömu ólög- legu aðstæðurnar. Ég var búinn að segja upp og átti bara eina og hálfa viku eftir fram að starfslokum, þann- ig að ég ákvað að láta gott heita. Þiggja peningana og þrauka. Þessir peningar áttu að greiðast í eftirvinnutímum. Þegar ég fékk síðan eftirvinnutímana greidda, mánuði síð- ar, kom í ljós að leikskólastjóri hafði gengjð bak orða sinna. Einn þriðji af þeim tímum, sem hún hafði lofað mér, var á dularfullan hátt dottinn út. Þegar ég hringdi í konuna og krafðist svara, sagði hún mér að ég yrði að sætta mig við þetta vegna þess að allir hinir hefðu líka mátt þola þennan niðurskurð. Glæsileg rök. Virkilega djúphugsuð. Þessi tiltekni leikskóli hefur það markmið með starfí sínu að efla sjálfsmynd einstakl- ingsins. Eins og sést á því sem ég hef skrifað hér að ofan, virðist þetta markmið leikskólans einungis vera á yfírborðinu. Leikskólastjóri sem virki- lega stefnir að því að gera hvern ein- stakling sjálfstæðan kemur ekki svona fram, hvorki gagnvart starfs- fólki né börnum. En aðalmálið með þessum skrifum mínum er ekki útlistun á deilum mín- um við leikskólastjóra. Aðalmálið er þetta. Samkvæmt reglugerð um starf- semi leikskóla (III kafli, 6. gr.) skulu ekki vera fleiri en átta bamgildi á hvem starfsmann. Þessar reglur vom gróflega brotnar á kostnað öryggis bamanna. Það er að sjálfsögðu mikil- vægt að leikskólastjóri reyni að fylgja þessum reglum. Langvarandi undir- mönnun gerir hvorki starfsmönnum né bömum gott, fyrir utan það hve hættulegar kringumstæður geta skapast. Einn og einn dagur við þessi skilyrði er kannski óhjákvæmilegur t.d. vegna veikinda, en þegar undir- mönnun er farin að vara vikum sam- an eru aðstæður orðnar óviðunandi. Þess vegna vil ég hvetja foreldra, sem koma á leikskólana og sækja bömin sín, til þess að vera vakandi gagnvart þessu. Ef þú, kæra for- eldri, kemur á leikskólann og það eru einn eða tveir starfsmenn á deildinni að vinna með kannski 20-25 bömum, er það réttur þinn að fara til leikskóla- stjóra og krefjast svara. Foreldrar eru ekki að borga leikskólagjöld til þess að láta börnin á stofnanir þar sem aðstæður eru eða geta verið hættuleg- ar. Þessum reglum þarf að koma á hreint. Ég tel það vera mjög brýnt mál, ekki einungis vegna þess sem snýr að bömunum heldur líka vegna starfsmanna. Vinna við langvarandi undirmönnun kemur hrottalega niður á starfsanda leikskólans, en góður starfsandi er einmitt eitt af því mikil- vægasta sem leikskóli getur öðlast. Að síðustu vil ég geta þess að þrátt fyrir þann stóra hóp sóknarstarfs- manna sem vinna við leikskólastörf, eru engar reglur í því stéttarfélagi sem snúa að þessu. Þetta þýðir að starfsmaður sem telur að brotið sé á rétti sínum hvað þetta varðar, verður að snúa sér að þeim sem borgar hon- um launin þ.e. Dagvist bama. Ég er í rauninni orðlaus yfir þessu. Hvað er hægt að segja? Þið sem sjáið um stjóm þessa félags, náið ykkur í orða- bók og flettið upp á orðinu Sókn. Ég býst við að_ nafninu verði síðan breytt eftir það. Ég leyfí mér að stinga upp á nafninu Flótti, sem mér fínnst ein- hvemvegin eiga miklu betur við starf- semi þessa félags. Undirritaður vill taka það fram að í gagnrýni á leikskólann er í engu átt við starfsmenn deilda. Starfsfólk á deildum þessa tiltekna leikskóla á heiður skilinn fyrir gott starf við erfíð skilyrði. BALDUR RAFNSSON, nemi, baldur@earthling.is Hreyfið ekki við þeim átta efstu á lista sjálfstæðis- manna eftir prófkjör Frá Rannveigu Tryggvadóttur: í DEGI hinn 29. okt. er það haft eft- ir Margréti K. Sigurðardóttir, for- manni Hvatar, félags Sjálfstæð- iskvenna, að hún muni leggja til við kjömefnd að kon- um verði fjölgað í vonarsætum á lista Sjálfstæðis- manna í kosning- um til borgar- stjómar á vori komanda, ég mundi kalla það baráttusæti. _ Þessu er ég al- gjörlega ósammála. í átta efstu sæt- unum em sex karlmenn og tvær kon- ur og er listinn einstaklega vel skipað- ur að mínu mati. Ungu mennimir Rannveig Tryggvadóttir tveir í sjöunda og áttunda sæti, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon, leggja á það áherslu, nái Sjálfstæðisflokkurinn aftur forystu í borginni, að gætt verði svo sem kost- ur er aðhalds og spamaðar í rekstri borgarinnar og skattar lækkaðir. Þetta þrennt, aðhald, spamaður og lækkun skatta, er mun brýnna en það að ná í einhverjar konur úti í bæ og láta þessa ágætu pilta rýma fyrir þeim. Nei, þökk fyrir. Konur með ung börn heima eiga ekkert erindi í borgarstjórn, þeirra skylda er við börn sín. Seta í borgar- stjóm krefst langs vinnutíma sem ekkert bam þolir. Hugsið um það. Ég er fyrir löngu hætt að þola það hvernig ungum konum á barneignar- aldri er ýtt út á vinnumarkaðinn frí bömum sínum. oí < LANCOME Nú loksins fáanleg Glæsileg förðunaraskja frá LANCÖME 8 augnskuggar 2 kinnalitir 1 steinpúður 2 varagloss 1 varapensill J 1 kohl blýantur 1 maskari 1 skuggabursti 1 kinnalitabursti. Verð aðeins kr. 3.300 Sérfræðingur frá LANCÖMEÍ verður í versluninni í dag og á morgun. 6ara snyrtivöruverslun Bankastræti 8, sími 551 3140. Núverandi meirihluti í borgar- stjórn, fimm konur og þrír karlar, hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að reka fleyg milli mæðra og ung- barna. Þau buðust tii að styrkja móður sex mánaða barns fjárhags- lega til að hún gæti komið því fyrir hjá dagmóður á meðan hún ynni úti. Mæðurnar hafa ekki mátt nota féð til að vera sjálfar heima hjá litla barninu sínu. Þær hafa sumar reynt að vera á atvinnuleysisskrá til að geta verið lengur heima en mánuðina sex sem fæðingarorlofíð varir en ég held að amast sé við því. Einhveijir þurfa að skammast sín. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Nýtt frá MARBERT Húðin hefur mismunandi þarfir, þess vegna hefur MARBERT hannað nýja kremlínu fyrir þig. «Rlch Cream* og .Extra Rlch Cream' fyrir þurra og mjög þurra húð. 24 tíma nœrandi og endurnýjandi krem. Húðin fœr rétt jafnvcegi, verður teygjanlegri og frískari. H Y G E A tnyrtivöruverjlun Laugavegi, s. 511 4553. BRA Lauqavegi, s. 551 2170 10% kynningarafsláttur og kaupauki fimmtudag 20. nóv í Brá, og föstudag, 21. nóv í Hygeu, Laugavegi. Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf. D-in þijú Frá Kristjáni Bersa Ólafssyni VEGNA uppruna míns hef ég alltaf litið á mig sem Vestfírðing. Mér hef- ur verið hlýtt til Vestfjarða og fund- ist þeir vera mitt annað heimili. Ég hef ekkí aðeins viljað trúa því að þar væri betri ilmur úr jörðu og gjöfulli sjór en annars staðar, heldur líka talið mér trú um að meðal fólks þar mætti fínna í ríkari mæli en annars staðar d-in þrjú sem ég kalla svo: dugnað, dómgreind og drengskap. En nú hefur síðari liðurinn í þess- ari trú orðið fyrir alvarlegum hnekki. Astæðan er ótrúleg ákvörðun sveitar- stjómarinnar í Vesturbyggð að ætla að troða niður í þorpinu á Patreks- fírði minnismerki um sjóslysin frægu við Látrabjarg og Hafnarmúla. Egill Ólafsson á Hnjóti á hugmyndina að þessu minnismerki og hann hefur unnið af atorku að því að gera hug- myndina framkvæmanlega. Ætlun hans hefur alltaf verið sú að minnis- merkið risi á Hnjóti, enda vandséð að það eigi betur heima á nokkrum öðrum stað. Hnjótur er í næsta ná- grenni við annan slysstaðinn (Hafnar- múla) og á þjóðleiðinni til hins (Látra- bjargs), auk þess sem það er að fínna einhver merkilegustu minjasöfn á landinu sem Egill hefur komið upp með fádæma elju og þrautseigju um áratuga skeið. Breskir aðilar voru fengnir til sam- starfs um verkefnið á þeim forsendum að minnismerkið risi á Hnjóti. Þeii munu nú fyrir kurteisis sakir hafa Iagt samþykki sitt við breyttu staðarvali enda hefur þeim sjálfsagt ekki komið annað til hugar en ákvörðunin um það væri tekin í fullu samráði við upphafs- manninn. í augum allra siðaðra manna væri annað nefnilega meiri dónaskap- ur en hægt er að ætla neinum ac sýna að óreyndu. Ef ég á eftirleiðis að reyna að haldí í einhvers konar trú á d-in þijú verc ég greinilega að fínna önnur orð í stac þeirra sem ég nefndi hér í upphafi Nýju orðin eru reyndar tiltölulega auð- fundin. Eitt þeirra kemur fyrir í lol málsgreinarinnar hér að framan. Hir læt ég lesendum eftir að finna sjál: um svo að ég fari ekki að bijóta meið yrðalöggjöfina með þessum línum. KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.