Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 16

Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Sameining sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu Fjölmennur kynningarfundur Hvammstanga - Vestur-Hún- vetningar fjölmenntu á kynning- arfund um sameiningu sveitarfé- laganna í héraðinu en fundurinn var í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga á mánudagskvöldið 17. nóv- ember. Á þriðja hundrað manns kom á fundinn og hlýddu á rök með og á móti sameiningu. Haldnir hafa verið kynningar- fundir í öllum sveitarfélögum og var þessi fundur hinn síðasti sem slíkur. Framsögumenn voru Jón Magn- ússon, forstöðumaður Byggða- stofnunar á Sauðárkróki og Har- aldur Líndal, sérlega ráðinn starfsmaður sameiningarnefndar- innar. Einnig sat undirbúnings- nefndin fyrir svörum. Fram kom hjá Jóni að Vestur-Húnavatns- sýsla væri skilgreind í úttekt Byggðastofnunar sem svæði í áhættu vegna fólksfækkunar. Svo er reyndar um ijölmörg svæði á landsbyggðinni. Margir fundargesta tóku til máls og reifuðu hina ýmsu mála- flokka. Af máli fundarmanna virðist mega ráða að verulegur vilji væri fyrir sameiningu. Þótt leitað væri eftir ókostum á sam- einingunni kom ekkert sérstakt atriði fram. Ljóst er að erfið mál bíða úrlausnar í héraðinu hvort sem gengið er til sameiningar eða ekki. Má nefna atvinnumál og skólamál. Nokkrir fundarmenn gáfu sér þá niðurstöðu að sameining yrði samþykkt og vörpuðu fram heiti á hið nýja sveitarfélag, Húna- byggð og Húnaþing. Formaður undirbúningsnefndarinnar, Þor- valdur Böðvarsson, lýsti í fundar- lok þeirri skoðun sinni að ef hérað- ið yrði sameinað í eitt sveitarfélag gæti það orðið að forystuafli í byggðum við Húnaflóa. Kosið verður á laugardaginn 29. nóvem- ber og stendur utankjörfundar- kosning yfir. Dagur íslenskrar tungu Húsavík - Safnahúsið á Húsa- vík minntist dags íslenskrar tungu með því að fá dr. Hös- kuld Þráinsson, prófessor við Háskóla íslands, til að flytja fyrirlestur er hann nefndi: Hvað geta Færeyingar kennt okkur um íslensku? Rakti Höskuldur þróun mál- ræktar hjá Færeyingum með samanburði við það sem gerst hefur á íslandi. rAðstefnuröð SAMGÖNeURÁÐUNEYTlSINS OG R.H.A. 22. nóvember nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð. Fundarstjóri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, RHA. Önnur ráðstefnan í ráðstefnuröð Samgönguráðuneytisins og Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram í síma 463 0900, fax 463 0999, netfang maria@unakis. Samgönguráðuneytið Háskólans á Akureyri úfpuni ^njóbi^ajrríI n=í!t.SB. irm )/eiwab/iéir Afsláttur m-3D% m og Sport Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555-2887 og 555-4487 Morgunblaðið/Davíð Pétursson AFMÆLISHÁTÍÐIN hófst með því að gestir gengu inn í vélasal í Andakílsárvirkjun, en í honum var óvenju hljótt, því slökkt var á öllum vélum. 50 ára afmæli Andakílsár- virkjunar AFMÆLISHÁTÍÐIN Andakíls- árvirkjunar nýlega hófst með því að gestir gengu inn í vélasal en í honum var óvenju hljótt, þvi slökkt var á öllum vélum, veit- ingamenn í óða önn að leggja á borð og hlaða þau veisluföngum. Harmoníkuleikarar frá Tónlist- arskóla Akraness léku fyrir gesti. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- formaður Andakílsárvirkjunar, flutti stutt ávarp en síðan tók Magnús Oddsson, veitustjóri Akranessveitu, til máls, og rakti sögu Andakílsárvirkjunar sl. 50 ár ásamt undirbúningstímanum, áður en virlgað var. Saga virkj- unarinnar var skráð af Óskari Eggertssyni, fyrrum stöðvar- stjóra Andakílsárvirkjunar, og ber nafnið ;,Ljósið kemur langt og mjótt“. I máli Magnúsar kom fram að fyrstu árin hefði virkjunin verið rekin með halla, en halli hefur ekki sést hjá fyrir- SVAVA Kristjánsdóttir tók á móti tölvunum og borðunum fyrir hönd Andakíls- og Kleppjárnsreykjaskóla. tækinu síðan 1950 eða í 47 ár. Magnús Guðmundsson, stjórn- arformaður Andakílsárvirkjun- ar í nokkra áratugi, flutti minn- ingarbrot og sagði frá afskipt- um sínum af Andakílsárvirkjun. Nú eru fastráðnir starfsmenn 3 auk veitustjórans, en þeir eru Sverrir Hallgrímsson yfirvél- fræðingur, Guðbjörn Tryggva- son rafvirki og Ingimar Stein- þórsson húsasmiður. Stjórnar- formenn hafa aðeins verið 3 í þessi 50 ár. Fyrstur var Haraldur Böðvarsson, síðan Magnús Guð- mundsson og nú síðustu 2 árin eða síðan Akraneskaupstaður varð einkaeigandi hefur Gunnar Sigurðsson verið stjórnarfor- maður. Síðasti liður dagskrárinnar var afhending gjafa, í stað þess að fá gjafir voru gjafir gefnar af „afmælisbarninu". Gunnar stjórnarformaður afhenti skóla- stjórum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi sína margmiðlunartölvuna hvorum, ásamt tölvuborðum. Fyrir hönd grunnskólanna, Andakílsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla tók Svava Kristjánsdóttir skóla- nefndarmaður á móti tölvunum og borðunum. Nýr verslunar- og þjónustukjarni Selfossi - Nýr verslunar- og þjónustukjarni var formlega tekinn í notkun á Selfossi nú nýverið. Húsnæðið er í miðbæ Selfoss og stendur við hliðina á Bæjar- og héraðsbóka- safni Árnessýslu. Þrjú þjónustufyrirtæki hafa tekið til starfa í þessu nýja húsnæði en þau eru Gleraugnaverslun Suðurlands, Filmverk og Rakarastofa Bjöms Gíslasonar, þau tvö síðamefndu eru rótgróin fyrirtæki á Selfossi, Filmverk í eigu Gunnars Sigur- geirssonar og konu hans, Gerðar Óskarsdóttur, og Rakara- stofa Bjöms Gíslasonar í eigu feðganna Bjöms Gíslasonar og Kjartans Bjömssonar. Gleraugnaverslun Suðurlands er ný verslun á Selfossi í eigu sjóntækjafræðinganna Sigþórs Sigurðssonar, Guðrúnar Guðjónsdóttur og Benedikts Þórs- Morgunblaðið/Sig. Fannar sonar. GUNNAR Sigurgeirsson og Gerður Oskars- Fyrirhugað er að fleiri þjónustufyrirtæki taki til starfa í dóttir ánægð í nýju húsnæði Filmverks. húsnæðinu en ennþá standa eftir laus pláss til útleigu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.