Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Bessastaðahreppi Æ 22. nóv. 1997 'jp Samtals atkvæði í sæti Samtals greidd atkvæði 1. Guðmundur Gunnarsson 121 140 2. Snorri Finnlaugsson 59 109 3. Soffía Sæmundsdóttir 95 129 4. Jón G. Gunnlaugsson 78 111 5. Þórólfur Árnason 68 97 6. Bjarni Berg Elvarsson 79 97 7. Hervör Poulsen 82 90 8. Hallgrímur Sigurbjörnsson 81 81 9. Salbjörg Bjarnadóttir 76 76 Samtals greidd atkvæði: 149 / Gild atkvæði: 146 / Auö og ógild atkvæði: 3 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Bessastaðahreppi Guðmundur efstur í bindandi kosningu Sameiningarkosningar kærðar á Sauðárkróki Ágreiningur um kjörskrá og kjördeild á sjúkrahúsi GUÐMUNDUR Gunnarsson varð í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Bessastaðahreppi. Hann fékk 121 atkvæði í fyrsta sæti og samtals 140 atkvæði. 149 kusu og voru 3 atkvæði auð og ógild. Kosning í fjögur efstu sætin er bindandi og er Snorri Finnlaugs- son í öðru sæti með 59 atkvæði í það sæti en samtals 109 atkvæði. í þriðja sæti er Soffía Sæmundsdótt- ir með 95 atkvæði í það sæti en samtals 129 atkvæði og Jón G. Gunnlaugsson er í fjórða sæti með 78 atkvæði í það sæti en samtals 111 atkvæði. Að sögn Katrínar Gunnarsdóttur formanns Sjálfstæðisfélags Bessa- staðahrepps, var kosningaþátttaka góð með þátttöku um 70% félags- manna og um 30 nýrra félags- manna en auk þess kusu nokkrir sem lýst höfðu yfir stuðningi við flokkinn. TVEIR fyrrverandi bæjarfulltrúar á Sauðárkróki hafa kært fram- kvæmd sameiningarkosninganna í Skagafirði og krafist þess að þær verði dæmdar ógildar og látnar fara fram að nýju. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki telur að kæran sé á misskilningi byggð. Bæjarfulltrúarnir fyrrverandi, Erlendur Hansen og Hörður Ingi- marsson, sem báðir voru í forystu- sveit andstæðinga sameiningar Sauðárkróks við sveitarfélögin tíu nefna tvær meginástæður í kæru sinni. í fyrsta lagi telja þeir fram- lagningu kjörskrár á Sauðárkróki ólöglega vegna þess að bæjarstjóri einn hafi ritað undir hana en ekki öll bæjarstjórnin. Af þessu tilefni telja þeir nauðsynlegt að kanna lögmæti og framlagningu kjör- skráa í öðrum sveitarfélögum Skagafjarðar. Þá telja þeir að framkvæmdaað- ilar kosninganna hafi haft heftandi áhrif á að kjósendur á Sjúkrahósi Skagfirðinga gætu neytt kosninga- réttar síns. Benda þeir á að við kosningar í tugi ára hafi verið opn- uð kjördeild, hluta úr degi, á sjúkrahúsinu. Fyi'irfram hafi því verið lýst yfir að svo yrði nú en það hafi svo ekki verið gert. „Vitað var um nokkra einstaklinga á stofnun- inni sem vildu neyta kosningarétt- ar síns, helgasta réttar í lýðræðis- þjóðfélagi. Hefðu þeir fengið að nota rétt sinn eru yfirgnæfandi lík- ur á því að úrslit kosninga hefðu orðið með öðrum hætti í Lýtings- staðahreppi, sem hefði þá sjálf- krafa leitt til endurtekinna kosn- inga um sameiningu sveitarfélag- anna,“ segir í kærubréfi Erlendar og Harðar. Á misskilningi byggt Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki, telur að kæra tvímenninganna sé á misskilningi byggð. Fullyrðir hann að eftir breytingar á kosningalögum sé ekki ætlast til að öll bæjarstjórn undirriti kjörskrá, heldur einungis framkvæmdastjóri sveitarfélagsins eða oddviti. Kjörskrá komi nú að- eins til umfjöllunai' í bæjarstjórn ef við hana hafi verið gerðar athuga- semdir en um það hafi ekki verið að ræða að þessu sinni. Um kjördeild á sjúkrahúsinu segir Snorri Björn að vissulega hafi oft verið opnuð þar kjördeild á árum áður. En það hafi verið fyrir bæjarbúa eingöngu og geti því ekki á nokkurn hátt snert úrslit kosn- inganna í Lýtingsstaðahreppi. Með breytingum á kosningalögum hafi verið opnað fyrir þann möguleika að sýslumaður leyfði sjúklingum að kjósa heima, ef fólkið léti þá ósk tímanlega í ljósi við embættið. Þeg- ai' þetta hafi komið til hafi verið talið ástæðulaust að opna kjördeild á sjúkrahúsinu og þvf hafi það ekki verið gert í kosningum síðustu ára. Bjarni Egilsson, formaður sam- einingarnefndar, segir að tveir menn hafi verið sendir í félags- málaráðuneytið í Reykjavík til að fara yfir öll atriði varðandi fram- kvæmd kosninganna og reynt hafi verið að fara eftir leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins í öllum at- riðum. „Ég held að framkvæmd þessara kosninga hafi ekki verið síðri en annarra kosninga til sveit- arstjórna og jafnvel Alþingis, frek- ar að meira hafi verið til þeirra vandað. Félagsmálaráðuneytið sá til dæmis sjálft um sameiningar- kosningar hér 1993 en ég tel að kosningarnar nú hafi verið mun betur undirbúnar,“ segir Bjami. Segir Bjami að málið verði bara að ganga sína leið til réttra úrskurð- araðila. Sýslumaður skipar nú úr- skurðamefnd til að meta kæmna, síðan hafa aðilai' rétt til að kæra þá niðurstöðu til félagsmálaráðuneytis- ins og ef þeir ekki una þeim úr- skurði er dómstólaleiðin eftir. Full afköst með seinni vél Kröflu Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði ^ Æ 22. nóv. 1997 /i Samtals Samtals greidd atkvæði í sæti atkvæði 1. Magnús Gunnarsson 502 817 2. Valgerður Sigurðardóttir 521 857 3. Þorgils Óttar Mathiesen 723 895 4. Gissur Guðmundsson 313 651 5. Steinunn Guðnadóttir 338 619 6. Skarphéðinn Orri Björnsson 390 565 7. Ágúst Sindri Karlsson 431 513 8. Halla Snorradóttir 431 453 9. Sigurður Einarsson 435 435 Samtals greidd atkvæði: 927 / Gild atkvæði: 908 / Auð og ógild atkvæði: 19 Magnús Gunnarsson efstur í /m ••• • profkiori Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfírði Sameiningarmál og einsetning ofarlega á baugi SEINNI vélasamstæða Kröflu- virkjunar verður gangsett form- lega í lok vikunnar. Um síðustu helgi fór fram prófun á henni og er ráðgert að gera fleiri prófanir fram að gangsetningu. Vélin er um tveggja áratuga gömul eins og sú sem fyrir er og hefur verið ósam- sett í kössum við Kröfluvirkjun allt frá 1977. Bjarni Már Júlíusson, stöðvar- stjóri Kröfluvirkjunar, segir að stefnt sé að formlegri gangsetn- ingu í vikulokin. Um síðustu helgi var fyrsti snúningur settur á vélina og margvíslegar prófanir verða gerðar í framhaldi af því. Ráðgert var að fyrsta tenging vélarinnar við raforkunetið yrði í gær. Bjami Már segir að ágætlega hafi gengið að afla gufu fyrir seinni vélasamstæðuna. Búið sé að nú- tímavæða vélasamstæðuna með nýjum stjórnbúnaði og rafbúnaði. Hverfillinn sjálfur sé hins vegar enn í fullu gildi. Eldgos við Leirhnjúk Bygging Kröfluvirkjunar var formlega heimiluð með lögum frá Alþingi í apríl 1974. Orku- og iðn- aðarráðherra skipaði fimm manna nefnd, Kröflunefnd, í júní 1974 til undirbúnings og umsjár með fram- kvæmdum. Formaður nefndarinn- ar var Jón G. Sólnes alþingismað- ur. Framkvæmdirnar hófust síðan sumarið 1974 með borun tveggja 1.000 m djúpra tilraunaholna. Sum- arið eftir hófst boran á vinnsluhol- um og bygging orkuversins. Þá hófst einnig vinna við lagningu 132 kV línu til Akureyrar. Keyptar vora tvær 30 MW vélasamstæður af Mitsubishi Heavy Industries Ltd. og var sú fyrri gangsett í ágúst 1977. Vegna yfirvofandi orkuskorts á Norðurlandi var lögð Loks 23 árum eftir að framkvæmdir við Kröfluvirkjun hófust hefur seinni vélasamstæða virkj- unarinnar verið sett upp. Saga virkj- unarinnar er þyrnum stráð og hafa náttúru- öflin leikið þar stórt hlutverk. mikil áhersla á að bygging Kröflu- virkjunar gengi hratt fyrir sig og að orkuverið kæmist í notkun fyrir árslok 1976. Ráðagerðum um að setja upp seinni vélina var hins vegar frestað vegna jarðhræringa á svæðinu. Islenska ríkið lét hanna og reisa stöðina og var reksturinn í upphafi í höndum Kröflunefndar. 1978 var Kröflunefnd lögð niður en Raf- magnsveitur ríkisins tóku við rekstrinum 1. janúar 1979 og ráku stöðina til ársloka 1985. Lands- virkjun keypti Kröfluvirkjun af ríkinu og tók við rekstrinum í byrj- un árs 1986. Lagt til að framkvæmdum yrði hætt Á ýmsu gekk við gufuöflun og boranir í upphafi framkvæmdanna. Eldgos hofst við Leirhnjúk, um þrjá km frá Kröflu, í desember 1975 og hafði það miklar tafir í fór með sér fyrir virkjunina. Kvikugas og jarðvarmi streymdi inn í jarð- hitakerfið með þeim afleiðingum að fóðringar í borholum tærðust. Sprungur og hverir mynduðust í svonefndu Gjástykki og mælingar leiddu í ljós að stöðvarhúsið við Kröflu seig lítils háttar að norðan- verðu en reis aðeins að sunnan- verðu. Alls urðu kvikuhlaup íleiri en 20 talsins og þeim fylgdu níu gos. Hraunið frá þeim þekur 36 ferkflómetra. Fjórir sérfræðingar í jarðvísind- um, Sigurður Þórarinsson prófess- or, Þorleifur Einarsson prófessor, Eysteinn Tryggvason jarðskjálfta- fræðingur og Sigurður Steinþórs- son jarðfræðingur, rituðu iðnaðar- ráðherra bréf snemma árs 1976 og lýstu þeirri skoðun sinni að óráð- legt væri að halda áfram fram- kvæmdum við Kröflu öðrum en þeim sem stuðluðu að verndun mannvirkja sem fyrir væra. Kröfluvirkjun er á virku sprangubelti. Eldgos hafa orðið á svæðinu á 250-1.000 ára fresti og hver umbrotahrina staðið yfir í 10-20 ár. Síðast varð eldgos á svæðinu í september 1984. Ostöðugleiki jarðhitasvæðisins hefur valdið því að Ki'öfluvirkjun er talin með vandasömustu verk- efnum við virkjun jarðvarma til raforkuframleiðslu. 31 hola boruð Frá því ákvörðun um Kröflu- virkjun lá fyrir hefur verið borað 31 hola dýpri en 980 metrar. Til- gangurinn með boranum að undan- fömu var að ná svokallaðri há- þrýstigufu inn á hverfla seinni vélasamstæðu Kröfluvirkjunar. Hiti á svæðinu hefur mælst um 350 gráður á celsíus á 2.000 metra dýpi. Rafmagnsframleiðsla í virkjun- inni er nú um 30 MW með einni vél. Stefnt er að 15 MW aukningu með gangsetningunni í lok vikunn- ar og um 15 MW til viðbótar á næsta ári. MAGNÚS Gunnarsson varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en hann hlaut 502 at- kvæði í fyrsta sæti og samtals 817 atkvæði. Meðal þeirra mála sem Magnús hyggst beita sér fyrir er að teknar verið upp viðræður við Garðabæ og Bessastaðahrepp um sameiningu sveitarfélaganna. I öðru sæti varð Valgerður Sig- urðardóttir með 521 í það sæti og samtals 857 atkvæði og í þriðja sæti varð Þorgils Óttar Mathiesen með 723 atkvæði í það sæti og sam- tals 895 atkvæði. Innan við 50% fé- lagsmanna eða 927 tóku átt í próf- kjörinu og er kosningin því ekki bindandi. Kjörnefnd mun koma saman á næstu dögum og fjalla um prófkjörið. „Mér líst mjög vel á listann og tel hann sigurstranglegan,“ sagði Magnús. Vakti hann athygli á að mikið væri um ungt fólk á listanum og að þrjár konur væra í fyrstu átta sætunum. Meðal þein*a verk- efna sem Magnús telur brýn er einsetning grunnskólanna í Hafn- arfirði og á því að vera lokið árið 2003 en enginn skóli í Hafnarfirði er einsetinn. Þá sagði hann að tími væri til kominn að kalla saman sveitarstjórnaimenn í Bessastaða- hreppi og í Garðabæ til að ræða hugsanlega sameiningu sveitarfé- laganna þriggja. „Þetta er mál sem við þurfum að fara að huga að í nánustu fram- tíð,“ sagði hann. „Landfræðilega og sögulega er allt sem mælir með að málin séu rækilega skoð- uð. Reykjavík er að verða nokkuð stór borg og þar liggur valdið. Borgin er að byggjast í norður og við viljum horfa til þess hvort ekki sé rétt að styrkja suðvestur- svæðið og það gerum við með aukinn samvinnu og sem enda mun í sameiningu þessara sveitar- félaga.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.