Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNB L AÐIÐ Major Jeltsín vill sáttafund BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur kallað til sérstaks fundar til að reyna að lægja öldumar á rússneska þinginu. Jeltsín sagði í sjónvarpsviðtali að þótt nokkuð væri til í gagn- rýni kommúnista í neðri deild þingsins, Dúmunni, væri ann- að í gagnrýni þeirra hjátrú. Erfðamál Díönu undirbúið JOHN Major, fýrrverandi for- sætisráðherra Breta, hefur verið skipaður fjárhaldsmað- ur prinsanna Williams og Harrys. Maj- or hefur fall- ist á að gæta hagsmuna þeirra í erfða- máli móður þeirra, Díönu prinsessu. Hann var tilnefndur til starfsins þar sem hann var ráðgjafí konungsfjölskyldunn- ar í skilnaðarsáttmála Díönu og Karls. Sjöburamoðir útskrifuð MÓÐIR bandarísku sjöbur- anna var útskrifuð af sjúkra- húsi á sunnudag. Sama dag var minnsti sjöburinn sagður við ágæta heilsu miðað við aðstæð- ur en fimm barnanna eru enn þungt haldin. Stærsti sjöbur- inn, sem var tekinn úr öndun- arvél fyrir helgi, fékk brjósta- mjólk í fyrsta sinn í gær. Færeyingar vilja lána- breytingar ANFINN Kallsberg, fjármála- ráðherra Færeyja, hefur óskað eftir því við dönsku stjómina að gerður verði nýr samningur um afborganir á milljarða- skuld Færeyinga við Dani. Segir Kallsberg erfitt að gera framtíðaráætlanir þegar ekki er vitað hvemig greiðslum á lánunum verður háttað. Astæða þess að Færeyingar vilja semja að nýju eru lágir vextir en Færeyingar gera sér vonir um að afborganirnar lækki um 50-70 milljónir dkr., 540-750 milljónir ísl. kr. á ári. Kucan endurkjörinn MILAN Kucan var endurkjör- inn forseti Slóveníu á sunnu- dag. Fullyrða stjórnmála- skýrendur að kjör Kucans, sem var áður félagi í Kommún- istaflokknum, muni tryggja áframhaldandi framfarir í efnahagsmálum og aðild að Evrópusambandinu. Sjö fórust í jarðskjálfta AÐ MINNSTA kosti sjö manns fórust í hörðum jarð- skjálfta sem reið yfir Bangla- desh sl. föstudag en hann mældist 5,9 stig á Richter. Erfiðlega gekk að bjarga fólki úr rústum húsa en um 200 manns slösuðust í skjálftanum. Kosningar til þings Bosníu-Serba um helgina Harðlínumenn missa líklega þingmeirihluta Banja Luka. Reuters. HARÐLÍNUMENN töpuðu all- nokkru fylgi í þingkosningum á svæðum Bosníu-Serba samkvæmt fyrstu tölum úr kosningunum. Þær benda til þess að harðlínumönnum muni jafnvel mistakast að tryggja sér meirihluta á þingi Bosníu- Serba, að sögn vestrænna stjórnar- erindreka og fjölmiðla. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem fylgdist með kosningunum, sagði í gær að endanleg úrslit yrðu ekki birt fyrr en að tveimur vikum liðn- um. Flokkur Biljönu Plavsic, forseta Bosníu-Serba sem nýtur stuðnings Vesturlanda, hlaut meirihluta í borginni Banja Luka, um 38% at- kvæða, og jók auk þess fylgi sitt um 10-20% í nokkrum borgum í austurhlutanum, þar sem harðlínu- menn hafa hingað til verið í meiri- hluta. Kosningum flýtt að kröfu Vesturvelda Stjórnvöld í Bandaríkjunum og mörgum Evrópuríkjum þrýstu mjög á að kosningum til þings Bosníu-Serba yrði flýtt í von um að harðlínumenn misstu meirihluta sinn og að það myndi verða til þess að greiða fyrir því að ákvæði Dayton-friðarsamningsins verði virt. Kosningamar eru fyrsta vís- bendingin um stjórnmálaástandið á svæðum Bosníu-Serba frá því að harðlínumenn gerðu tilraun til að koma Plavsic frá í júní sl. Forsetinn hefur notið marghátt- aðs stuðnings Vesturlanda, sem hafa dælt fjármagni í uppbygging- arstarf í Banja Luka, helsta vígi Plavsic. Sjónvarpsstöð fylgismanna hennar hefur fengið tæknibúnað og kosningabarátta hennar var að miklu leyti kostuð af Vesturveldun- um, sem telja hana líklegasta Bosníu-Serba til að sjá til þess að ákvæði friðarsamkomulagsins verði virt. Reynist fyrstu tölur gefa rétta vísbendingu um úrslitin, missa harðlínumenn meirihluta sinn á þinginu, þar sem 83 þingmenn sitja. Það stendur þó afar tæpt, ekki síst vegna þess að enn á eftir að telja atkvæði frá afskekktustu svæðun- um og atkvæði flóttamanna sem búa utan svæðis Serba í Bosníu. SERBNESK kona gerir hróp að bandariskum hermönnum við kjörstað í Brcko í Bosníu. Reuters Hugsanleg aðild EFTA-ríkja að fastaráðstefnu Evrópusambandsins og væntanlegra aðildarrfkja Dræmar undirtektir meðal ESB-rfkja HUGMYNDIR einstakra ríkja Evr- ópusambandsins um að EFTA-ríkin fái aðild að væntanlegri fastaráð- stefnu Evrópusambandsins og vænt- anlegra aðildarríkja þess í Austur- Evrópu hafa fengið fremur dræmar undirtektir meðal ríkja ESB, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Deilur um hugsanlega aðild Tyrk- lands að ráðstefnunni hafa komið í veg fyrir að þessar hugmyndir hafi verið ræddar ýtarlega. Fastaráðstefnan á meðal annars að þjóna því hlutverki að halda þeim ríkjum Austur-Evrópu, sem ekki verður boðið til aðildarviðræðna strax á næsta ári, við efnið. Aformað er að á ráðstefnunni verði fjallað um aðgerðir þær, sem Austur-Evrópu- ríkin þurfa að ráðast í til að geta tek- izt á hendur þær skuldbindingar, sem felast í ESB-aðild. Þá er gert ráð fyrir að aðildarríki ráðstefnunn- ar hafi með sér samráð í utanríkis- og öryggismálum. ísland hefur sótzt eftir aðild að ráðstefnunni með einum eða öðrum hætti. Fulltrúar íslands hafa í sam- tölum við embættismenn stofnana ESB og aðildarríkjanna bent á að EFTA-ríkin, sem aðild eiga að samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði, séu aðilar að innri markaði ESB og aðild nýrra ríkja að sam- bandinu snerti hagsmuni þeirra því beint. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun ísland halda fram þessum rökum á reglubundnum fundi EES-ráðsins í Brussel í dag. Stuðningur í Austurríki, Dan- mörku og Þýzkalandi Austurríki hefur lagt til í ráð- herraráði ESB að EFTA-ríkjunum verði veitt aðild að ráðstefnunni. „Við höfum viljað að EFTA-ríkin gætu fengið aðild ef þau vildu. En það er augljóslega engin samstaða um þetta í ráðherraráðinu og við setjum þetta mál ekki á oddinn," segir hátt settur austurrískur emb- ættismaður, sem Morgunblaðið ræddi við. Að sögn embættismanns- ins er tilgangur austurrísku tillög- unnar ekki sízt sá að binda ná- grannaríkið Sviss Evrópusamband- inu nánari böndum. Hugsanleg aðild EFTA-ríkjanna að fastaráðstefnunni kom til umræðu á óformlegum fundi leiðtoga ESB- ríkjanna í Lúxemborg í síðustu viku. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Aftenposten að fundinum loknum að til greina kæmi að EFTA-ríkin yrðu höfð með. Málið yrði hins vegar ekki afgreitt fyrr en á ieiðtogafundi ESB í næsta mánuði. Þýzkir fjöl- miðlar hafa einnig greint frá því að stjórn Þýzkalands sé jákvæð í garð þessara hugmynda. Að sögn við- mælenda Morgunblaðsins er afar viðkvæmt mál hvort Tyrkland eigi að fá aðild að fastaráðstefnunni eður ei, en Tyrkland er í tollabandalagi við ESB og sækir fast að fá aðild að sambandinu. Sum ríki ESB, sem andvíg eru aðild Tyrklands, óttast að það myndi flækja málin að ræða um aðild EFTA-ríkjanna, að minnsta kosti þangað til afgreitt hefur verið hvort Tyrkir verði með eða ekki. Öldurnar að lægja í Likud-bandalaginu Samherji forsætis- ráðherrans hættir Jerúsalem. Reuters. EINN nánasti, pólitísld samstarfs- maður forsætisráðherra Israels sagði af sér embætti á sunnudag og segja fréttaskýrendur hann hafa verið fómarlamb í baráttu forsæt- isráðherrans, Benjamins Netan- yahus, við að halda völdum. Avigdor Lieberman var starfs- mannastjóri Netanyahus og á und- anfómum vikum hafa háttsettir menn í Likud-bandalaginu, flokki Netanyahus, borið Lieberman á brýn að vera potturinn og pannan í þvf sem virtist vera tilraun forsæt- isráðherrans til að öðlast enn frek- ari völd innan flokksins. Fyrr í mánuðinum ákvað mið- stjórn bandalagsins, sem styður forsætisráðherrann eindregið, að halda ekki prófkjör heldur velja sjálf frambjóðendur bandalagsins til þings. Varð ákvörðun miðstjórn- arinnar til þess að hávær mótmæli hófust meðal fólks í bandalaginu og var þess krafist að Netanyahu segði af sér. Prófkjör Andmælin í bandalaginu urðu til þess að forsætisráðherrann ákvað sl. fimmtudag að prófkjör skyldi haldið. Þá spáðu fréttaskýrendur því að stjómmálatíð Liebermans yrði brátt lokið. Michael Eitan, vís- indaráðherra í stjórn Netanyahus, segir að brottför Liebmans muni styrkja stöðu forsætisráðherrans, „að minnsta kosti meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því sem var að gerast í [bandalaginu] og spurðu hvers vegna sá sem átti alla sökina væri ekki látinn gjalda þess“. Eitan var meðal þeirra sem höfðu krafist þess að Lieberman yrði látinn víkja. Sagði Eitan að nú fengi forsætisráðherrann frið fyrir þeim öflum sem hafi næstum því velt honum úr sessi. Samkomulag um lág- marksverð á laxi brotið Norðmönn- um hótað refsitollum Ósltí.Morgunblaðið. FJÖLDI norskra fiskútflytjenda hefur brotið samkomulag Noregs við Evrópusambandið, ESB, um lágmarksverð á laxi að mati fram- kvæmdastjórnar ESB, og eiga Norðmenn nú á hættu að settir verði á þá 15% refsitollar. Þetta kemur fram í samtali Aftenposten við Magnor Nerheim, deildarstjóra í norska sjávanitvegsráðuneytinu. „Fulltrúum ESB þykir markaðs- verð á laxi vera of lágt miðað við lágmarksverð og hafa upplýsingar um að einhverjir [útflytjendur] hafi selt lax undir lágmarksverði. Haft verður samband við þá útflytjend- ur og komi í ljós að þeir hafi gerst sekir um samningsbrot, detta þeir út úr kerfinu. Þeir geta haldið út- flutningi áfram en þá með 15% ref.sitollum," segir Nerheim. Þá hefur stór hluti útflytjenda ekki skilað inn skýrslum sem þeim ber skylda til. Samkvæmt sam- komulagi ESB og Noregs eiga þeir að skila skýrslu fyrir hvern árs- fjórðung þar sem fram kemur sala, kaup og verð. Þeir sem ekki hafa sent inn skýrslur eiga einnig yfir höfði sér refsitolla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.