Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURÐUR Svavarsson, framkvæmdastjóri Máls og menningar, ásamt þeim Úlfari Harra Elíassyni, Ingi- björgu Helgadóttur, fyrir hönd Emilíu Baldursdóttur, og Brynhildi Þórarinsdóttur verðlaunahöfum. f&Útihurðirl |Wgluggar I 05678 100 Fox 567 9080 Bíldshöfða 18 N BIODROGA 140 sögur bárust í smásagnasamkeppni SKAMMDEGISFUNDUR Sam- taka móðurmálskennara var hald- inn í Kennarahúsinu við Laufás- veg föstudaginn 21. nóvember. Fundurinn var að þessu sinni helgaður barna- og unglingabók- menntum. Veitt voru þrenn verð- laun í smásagnasamkeppni sem Samtök móðurmálskennara og Mál og menning efndu til í sumar. Fyrstu verðlaun hlaut Brynhild- ur Þórarinsdóttir fyrir söguna Áfram Óli. Önnur verðlaun hlaut Emelía Baldursdóttir fyrir söguna Grímsi bróðir og þriðju verðlaun hlaut Úlfar Harri Eiiasson fyrir söguna Græni frakkinn. Alls bárust um 140 sögur í keppnina, en dómnefnd skipuðu þeir Þórður Helgason, lektor í KHÍ, formaður, Kristín Jónsdóttir kennslukona og Hildur Hermóðs- dóttir, barnabókaritstjóri hjá Máli og menningu. Á fundinum var einnig tilkynnt um val á sögum í smásagnabók sem Mál og menn- ing hyggst gefa út. Brynhildur las sögu sína Áfram Óli og Anna Heiða Pálsdóttir, Finnur Torfi Hjörleifsson, Andrés Indriðason, Kristín Steinsdóttir og Elías Snæland Jónsson lásu úr nýjum barna- og unglingabókum sínum við góðar undirtektir móð- urmálskennara á þessum árlega skammdegisfundi samtakanna. Smári vígður NÝTT viðbótarhúsnæði Söng- skólans í Reykjavík á Veghúsa- stíg 7 var vígt við hátíðlega at- höfn siðastiiðinn sunnudag. Var húsinu gefið nafnið Smári í minn- ingu Ragnars í Smára sem lengi starfaði í húsinu og kenndur var við það. I Smára er tónleikasalur fyrir rúmlega eitt hundrað gesti, fimm kennsluherbergi og and- dyri með aðstöðu til veitinga. Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, sagði í ávarpi sínu við þetta tækifæri að það væri von sín að húsið, „sem á sér svo mikla og í raun falda sögu, muni um alla framtíð halda minningu Ragnars á lofti í virðingarskyni við hans framlag til íslenskra lista og listamanna." „Að hér megi aftur ríkja það menningar- lega umhverfi og sá menningar- legi andi sem honum var svo kær.“ Við athöfnina sungu nokkrir nemendur við Söngskólann, með- al annars lög eftir kennara við íor! skólann, Jórunni Viðar, Jón Ás- geirsson og nafna hans Þórarins- son. Smári var byggður árið 1920 ljí: og hefur meðal annars hýst smjörlíkisgerð, bókaútgáfu og prentsmiðju. Arkitekt að breyt- ingunum nú er Finnur P. Fróða- son. Söngskólinn mun bjóða hús- næðið til leigu, svo sem fyrir tón- leikahald, námskeiðahald og ráð- stefnur. GARÐAR Cortes, skólastjóri Söngskólans, og Jón Kristinn Cortez kennari halda hér á merki skólans en sá síðarnefndi færði skólanum að gjöf ræðupúlt sem hann smíðaði úr innviðuin þeim er rifnir voru innan úr Smára áður en uppbyggingin hófst. snyrtivörur cS>lella Bankastræti 3, sími 551 3635. r PRIMAVERA RISTORANTE ItÍM.ISI Listasafn íslands KAMMERTÓNLEIKAR Schubert: Oktett í F-dúr fyrir blásara og strengi Op. 166 (D803). Ármann Helgason, klar.; Emil Friðfinnsson, horn; Brjánn Ingason, fagott; Sigur- laug Eðvaldsdóttir og Bryndís Páls- dóttir, fiðlur; Junah Chung, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Hávarð- ur Tryggvason, kontrabassi. Lista- safni Islands, sunnudaginn 23. nóv- ember kl. 20.30. Ójöfn sam keppni MEGINVANDINN við lifandi flutning á verkum eins og Oktetti Schuberts (1824), hinni liðlega 20 ára eldri fyrirmynd hans, þ.e. Sept- ett Beethovens, og Nonettu Spohrs er jafnvægið á milli strengja og blásara. Því þegar á hljómburðar- hólminn er komið, er „piano“ í t.a.m. homrödd allt annað og meira en sama styrkmerking í fiðlu. A þessu flöskuðu flytjendur á tón- leikunum í Listasafninu sl. sunnu- dagskvöld í að öðru leyti oft ágætum flutningi, því um nánast alla 6 þætti verksins gilti, að blástur (einkum hom og klarínett) var gegnumgang- andi of sterkur og strengjaleikur of veikur - kannski burtséð frá kontrabassanum, sem kom hlutfalls- lega bezt í gegn. Og það var synd, því Schubert kastaði svo sannarlega ekki til höndum í hinu oft þéttriðna víravirki strengjaraddanna, þó að verkið sé að ytri gerð dívertimentó og því undir formerkjum skemmtitónlistar. Þó fer fjarri að þeir áttamenn- ingar séu einir um að hafa dottið í téða gryfju. Vandamálið deilist víð- ar en svo, og er alls ekki auðleyst í framkvæmd. Til að auka á vandann virðist strengjaritháttur Oktettsins í þokkabót iðulega viðkvæmari en hinna verkanna tveggja, og því enn erfiðara að halda í við blásturinn. En vonandi gæta menn sín betur næst, enda engin ástæða til að sniðganga jafn yndislegt „Haus- musik“-verk og Oktettinn er, sem raunar heyrist óþarflega sjaldan á okkar litla kammertónleikamark- aði, og þarafleiðandi í sjálfu sér AUSTURSTRÆTI 9 - SIM I 561 8555 þakkarvert að koma honum á framfæri. Segja má, að flestir agnúar (í því sem heyrðist a.m.k.) tengdust fyrr- getnum vanda, auk þess sem Lista- safnssalurinn, þrátt fyrir „þvers- um“ sætauppröðun sem líklega er til bóta fyrir áheyrendur, glymur einum of mikið við sterkan leik. Undir slíkum kringumstæðum gætu upphækkaður hljómsveitar- pallur og einhvers konar inndrag- anleg veggtjöld hugsanlega gert gæfumuninn. Alltjent hvarflaði að manni, að hljómlistarmennimir hefðu getað grætt á fyrirkomulag- inu sem tíðkast á rokktónleikum, þar sem hver flytjandi er með svo- kallaðan „mónítor,“ lítinn hátalara sem tryggir að hann heyri hæfilega mikið í sjálfum sér og öðrum, auk þess sem hljóðblöndunarmaður sit- ur við magnaramixpúlt og sér um Munið að allar raddir séu í réttu jafnvægi. í Oktetti Schuberts, líkt og í Beethovenseptettinum, mæðir mest á klarínettröddinni og þó enn meir á 1. fiðlu, sem útheimtir sums staðar hartnær paganíníska fimi. Báðar þessar raddir voru í góðum höndum, en eins og fyrr var að ýj- , að, munaði verulegu á því hvemig| hljóðfærin skiluðu sér. I verki seml þessu þarf fiðlan í raun að breiða; úr sér sem mest hún má; of mikil. fágun er ávísun á glötun í þeirri s ójöfnu samkeppni sem við er aðl glíma. Sigurlaug Eðvaldsdóttir lék| margt fallega, eins og bezt gat að| heyra þá sjaldan strengir voru ein-| ir, en hefði þurft að taka muni meira á annars staðar. Sama mátti I segja um hina strengina (að undan- skildum öruggum kontrabassaleik Hávarðar Tryggvasonar); í hvert sinn sem stef færðist á milli, hefði handhafi þess þá stundina þurft að 1 kveða mun fastar að orði en gertl var. Að flestu öðru leyti var samleik-| ur hópsins oftast nær hinn ljúfasti| áheymar, og þó að klarínett ogl horn hefðu kannski getað pínt sigl ögn neðar í styrk á köflum, hefðii strengjakvartettinn óhikað máttl reiða hærra til höggs. Ríkarður Ö. Pálssonl Ráðstefnudaginn 1997 Íg nóvember 1997 ™ að Kjarvalsstöðum Enn er hægt að skrá sig (I) Ráðstefnuskrifstofa ÍSLANDS SÍMI; 562 6070 BRÉFASÍMI: 562 6073

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.