Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 29

Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 29 LISTIR TÖNLIST Langhol tskirkja KÓR OG STÓRSVEIT Verk eftir Nils Lindberg, þ. á m. Requiem. Einsöngvarar: Harpa Harð- ardóttir, Andrea Gylfadóttir og Bergþór Pálsson. Kór Langholts- kirkju og Stórsveit Reykjavíkur und- ir stjórn Jóns Stefánssonar. Lang- holtskirkju, laugardaginn 22. nóvem- ber kl. 17. REYNSLAN ætti að hafa kennt manni fyrir löngu, að ef glymur í húsi, borgar sig oftast að færa sig sem næst hljóðgjafanum. Það átti einnig við hér. Hljómburður Lang- holtskirkju verður líklega aldrei talin henta stórsveitarsveiflu; til þess rennur of mikið saman í graut. En nálægt altarinu mátti þó sæmi- lega við una. Ef marka má heimildarrit eins og Swedish Composers of the 20th Century, 2. útg. 1990, gefíð út af sænsku Tónverkamiðstöðinni í Stokkhólmi, þá hefur Nils Lind- berg enn ekki verið „tekinn á fíla- beinið“, þó að ýmsir yngri höfundar fái þar inni. Halda mætti eftir því að dæma að tónskáldið þætti ekki nægilega fínn pappír, eins og kallað er, í ódáinsmenna hópi. En hvort sem fótur er fyrir slíkum vanga- veltum eður ei, þá gáfu tónverk Lindbergs, einkanlega þó Sálu- messan eftir hlé, lítið tilefni til út- skúfunar, því ekki fór fram hjá neinum, að höfundur hafði eitthvað að segja og kunni að segja það. Hitt er svo annað mál hversu tekst að yfirvinna fordóma fagur- kera gagnvart stílþáttum eins og jassi, sem framan af flokkaðist með almúgamúsík, og ku víst gera enn í heimalandinu vestan hafs. Ein- lægnin sem skín úr gospeltónlist Sálu- messa með sveiflu þeldökkra þar vestra er að vísu fá- um til efs. Öðru máli gegnir þegar utanaðkomandi fólk hyggst semja og flytja trúartónlist í svipuðum anda. Þar veldur sannarlega hver á heldur - jafnvel á tímum þar sem áheyrendur eru orðnir ýmsum blöndum vanir. En ef mönnum þyk- ir vesturlenzk samtíðarframsækni höfða of lítið til sín, en vilja þó ekki sækja aftur í sígilda hefð, þá er leið Lindbergs, þ.e. tónmál byggt jöfn- um höndum á jassi (sem að vísu er tekinn að nálgast evrópska framúr- stefnu) og þjóðlögum heimalands síns, vissulega boðlegur kostur - ef vel er á haldið. Dæmið gekk upp. Hér birtist tónlist sem höfðaði til hlustandans, vegna þess að hún hafði rætur án þess að vera aftursækin; tónlist sem var í senn ný og gömul, þjóðleg og alþjóðleg. Þó að stundum hafi að manni hvarflað í Sálumessu Lind- bergs, þegar brugðið var á „swing“, að hinn alkunni en í þessu sam- hengi óvenjulegi tjáningarmáti gæti komið sumum fyi'ir sjónir sem hálfkæringur í húsi drottins, þá mátti á móti færa rök fyrir, að við lifum á tímum organdi efnishyggju og rótleysis, þar sem landamæri í tíma og rúmi eru að þurrkast út. Mátti því segja að tónlistin gerði ekki annað en að endurspegla' þessa reynslu. Fyrir hlé lék Stórsveit Reykja- víkur þrjú lög eftir Lindberg, „Tom Eriks sáng,“ „Rolf Billberg in memoriam" og „Gammal bröll- opssalm frán Áhl“. Síðan söng Kór Langholtskirkju fjögur kórlög eftir hann við enska texta, „Carpe Diem, 0 Mistress Mine“ (Shakespeare), „Encouragement to a Lover“ (Lovelace), „The Passionate Shepherd to his Love“ (Marlowe) og „Counsel to Girls“ (Herrick). Lögin virtust valin með einhverju tilliti til glymjandi hússins, enda flest hæg, en snotur og vel flutt, þó að Stórsveitin virtist svolítið hrá- slagaleg í fyrstu. En það var Requiemið eftir hlé sem hélt tónleikunum uppi. Höfund- ur sat sjálfur við ekki alveg tandur- hreint stillt píanóið, og streymdu þaðan (því miður með fremur löng- um hléum) snöfurmannlega slegnar jasseinleiksrósir í formi innskota og millispila. Einsöngvararnir þrír áttu drjúgan part í verkinu, og ekki síð- ur kór og stórsveit sem hér var auk- in tveim flautum og tveim frönskum hornum. Sálumessan reyndist verulegt verk að vöxtum; oft dulrænt að blæ, víða ágengt og margslungnara en svo að rúm sé íyrir að tíunda nánar hér. Nægja verður að segja, að þökk sé hugmyndaauðgi tónskáldsins, rit- hæfni og fjölbreytileika tónrænnar framsetingai', er þó um leið bar sterkan heildarsvip af persónuleika höfundar, kom Sálumessan íyrir sem sterkt og eftirminnilegt tónverk. Framlög einsöngvaranna, kórs og stórsveitar undh' stjórn Jóns Stef- ánssonar skiluðu beztu hliðum verksins í funheitri og innlifaðri túlk- un, sem hefði að sönnu verðskuldað betri hljómburð en hér var að heilsa. Ríkarður 0. Pálsson ► FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Menningarmiðstöð Kópa- vogs, og hefur botnplata 1. áfanga verið steypt. Nýlega voru opnuð tilboð í uppsteypu og frá- gang utanhúss. Akveðið var að taka tilboði lægstbjóðanda, Riss ehf., en það hljóðaði upp á tæpar 90 m.kr. Áætluð verklok eru í ágúst 1998. í 1. áfanga menningarmiðstöðv- arinnar er gert ráð fyrir tónleika- sal og þar verður Tónlistarskóli Kópavogs einnig til húsa. Áætlað er að tónleikasalurinn verði tek- inn í notkun haustið 1998 og tón- listarskólinn ári síðar. Morgunblaðið/Kristinn Tvö íslenzk verk á flautuplötu BIS-hljómplötuút- gáfan hefur gefið út geislaplötu með flautuleik Manuelu Wiesler. Þar leikur hún m.a. verk eftir tvö íslenzk tónskáld. Á plötunni, sem heit- ir Smátt er fallegt (Small is beautiful) stutt verk fyrir ein- leiksflautu, leikur Manuela 31 verk eftir 19 tónskáld og eru þar á meðal Sjóleiðin til Bagdad eftir Jón Nordal og Oslóarræll eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verk Jóns er samið fyrir samnefnt leikrit Jökuls Jakobssonar, en Ósló- arræl fékk Þorkell Manuelu í hendur í Ósló 1982. COMPAa Fyrir kröfuharða! Compaq Deskpro 2000 vinnustöðin uppfyllir þarfir hinna kröfuhörðu með því að sameina gæði, áreiðanleika og hraða vinnslu. Hún býður upp á yfirburða margmiðlunarmöguleika og með henni fylgir meðal annars Windows og Lotus Smart Suite hugbúnaðarpakkinn. • Forvarnarábyrgð á diskum • Einstaklega hagkvæm í rekstri • 3 ára ábyrgð Pentium MMX 200MHz 16 MB minni 2,1 GB diskur 15" Compaq V50 SVGA skjár 149.900,- Tæknival Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími 550 4000 Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfiröi • Sími 550 4020 www.taeknival.is UMBOÐSMENN OG PJÓNUSTA UM LAND ALLT: • AKRANES Tölvuþjónustan 431-4311 • REYKJANESBÆR Tolvuvædíng 421-4040 • AKUREYRl Tölvutéeki-Bokval 461-5000 •SAUDARKROKUR Skagfirðingabúð 455-4537 • HORNAFJORDUR Hátiðni 478-1111 • SELFOSS Tolvu- og rafeindaþj. 482-3184 • HUSAVIK Tólvuþj. Húsavik 464-2169 • VESTMANNAEYJAR Tolvun 481-1122 • ISAFJORÐUR Tolvuþj. Snerpa 4S6-5470

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.