Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 33
MENIMTUN
Einstaklingar geta
ekki metið sjálfa sig
Helgi Valdimarsson prófessor er hér spurður hvers
vegna Martin Grabowski er metinn óhæfur til að
gegna prófessorsstöðunni.
ÓMNEFNDIN er sam-
kvæmt reglum Há-
skóla Islands bundin
ströngum trúnaði og
getur hvorki fyrir né eftir veit-
ingu starfa háskólakennara tjáð
sig opinberlega um álit sitt á ein-
stökum umsækjendum," segir
prófessor Helgi Valdimarsson,
formaður dómnefndarinnar,
spurður um ástæður þess að dr.
Martin Grabowski er metinn
óhæfur til að gegna prófessors-
stöðu í taugasjúkdómafræði við
Háskóla íslands, „nefndin getur
ekki brugðist við gagnrýni ein-
stakra umsækjenda á opinberum
vettvangi.“
Hann nefnir að í dómnefndinni
sitji útlendingur, Johan A. Aarli,
sem er einn þekktasti og virtasti
taugasjúkdómalæknirinn á Norð-
urlöndum, og að dómnefnd hafi
verið einróma í niðurstöðu sinni.
Helgi segir það mat margra í
læknadeild, að kerfið til að velja
forystumenn, sé of þungt í vöf-
um, og hann nefnir dæmi: Á sama
tíma og dómnefndin þurfti að
senda ítarlegt dómnefndarálittil
allra umsækjenda og veita þeim
hálfan mánuð til að
bregðast við því, var
forstöðumaður Ný-
sköpunarsjóðs atvinnu-
veganna, Páll Kr. Páls-
son, valinn skjótlega
eftir að umsóknar-
frestur rann út, en átj-
án sóttu um starfið.
Helgi spyr hvort laga-
ákvæði um upplýsinga-
skyldu eigi ekki að
gilda jafnt fyrir þessa
stöðu eins og stöðuveit-
ingar innan Háskólans.
Helgi segir að dóm-
nefndin sem hann er í
forsvari fyrir hafi
þurft að lesa þúsundir
blaðsíðna af ritsmiðum
umsækjenda, hafa viðtal við þá,
taka við andsvörum umsækjenda
og svara þeim lið fyrir lið. „Ég
reikna með að hafa varið um
tveggja mánaða vinnu í þetta
starf og hinir nefndarmennirnir
að minnsta kosti mánaðarvinnu
hvor,“ segir hann, „ferlið er
vandað en mjög þunglamalegt
og það verður aldrei hægt að
komast hjá því að umsækjendur
verði óánægðir.“
Honum finnst umhugsunar-
vert að umsækjendum um stöður
veitist samkvæmt upplýsingalög-
unum tækifæri til að meta sjálfa
sig i samanburði við aðra vegna
þess að þeir fá að sjá heildarmat
dómnefndar. „Það eru óraunhæf-
ar kröfur að umsækjendur leggi
mat á sjálfa sig í samkeppni við
aðra. Að mínu mati er það eitt
raunhæft að umsækjendur fái
tækifæri til að meta hvort upp-
lýsingar í matsgerðinni um þá
sjálfa séu réttar eða rangar og
í samræmi við upplýsingar sem
gefnar eru um aðra umsækjend-
ur eða hvort þeir
telji að dómnefnd
hafi yfirsést eitt-
hvert mikilvægt
atriði."
Helgi segir veit-
ingu þessa prófess-
orsstarfs ennþá til
meðferðar hjá
læknadeild og
reiknar með að það
verði afgreitt fyrir
jól. Hann segir að
dómnefndarálitið
sé trúnaðarmál inn-
an læknadeildar og
varði eingöngu þá
sem hafi atkvæðis-
rétt í deildinni, há-
skólaráð, rektor,
menntamálaráðherra og um-
sækjendur.
„Ég mun því aldrei geta rök-
stutt og varið álitsgerð og niður-
stöðu dómnefndar opinberlega
þótt á hana verði ráðist," segir
hann. „Hins vegar byggja dóm-
nefndir fyrir umsækjendur um
háskólastöður á afköstum og
gæðum vísindarannsókna, á
kennslureynslu og hæfni, stjórn-
unarreynslu og hæfni, og líka á
því hvernig umsækjendur tjáðu
sig í viðtölum og komu vísinda-
legum og stjórnunarlegum hug-
myndum sínum að akademískri
uppbyggingu á framfæri.“
Helgi segir það skoðun sína
sem einstakiings, óháð þessu
máli, að Martin sé sem umsækj-
andi að gera það sem hann getur
ekki gert - að meta sjálfan sig
og bera sig saman við hina um-
sækjendurna, því hann hafi ekki
forsendur til þess og geti ekki
verið hlutlægur.
Helgi segir að það séu háværar
raddir innan iæknadeildar um
að reglunum um veitingu starfa
háskólakennara verði breytt.
„Vinna okkar þriggja í dóm-
nefndinni, en Sigurður Thorlac-
ius er sá þriðji, kostaði sennilega
fjóra mannmánuði," segir hann,
„þessi aðferð er því nyög dýr og
byggir á skandinavískri hefð sem
að mínu mati er orðin úrelt.“
skólar/námskeið
ýmislegt
■ Tréskurðarnámskeið
Örfá pláss laus.
Hannes Flosason, sími 554 0123.
Hugsanlegir
formgallar
hjá matsnefndinni
Dr. Páll Ingvarsson læknir í Gautaborg segist
ekki hafa fengið sannfærandi rök um að hann sé
óhæfur til að gegna prófessorsstöðunni og nefnir
mögulega formgalla í vinnuferli matsnefndar.
www.centrum.is/leidarljos
Helgi
Valdimarsson
PÁLL Eyjólfur Ingvarsson
Iæknir við Sahlgrenska
sjúkrahúsið í Gautaborg
í Svíþjóð var metinn
óhæfur af dómnefnd til að verða
prófessor í taugasjúkdómafræði
eins og Martin Grabowski. Hann
telur Martin reyndar afkasta-
mesta umsækjandann í vísinda-
störfum.
Páll segir alla umsækjendur um
stöðuna vera unga lækna, á
aidrinum 40-45 ára og eiga stutt-
an feril, tiltölulega fáar birtar
fræðigreinar og litla stjórnunar-
reynslu að baki. Hann er sam-
mála dómnefnd um að samt sé
brýnt að ráða prófessor í stöðuna
til að vinna að framgangi tauga-
sjúkdómafræði á ísiandi.
„Hinsvegar hef ég ekki séð
sannfærandi rök eða skýringar
fyrir því að nefndin telji mig og
Martin óhæfa sem prófessora. Við
höfum til dæmis báðir doktors-
próf, sem er viðurkenndur að-
göngumiði að betri læknastöðum,
en tveir af þeim sem voru taldir
hæfir eiga eftir að veija sín dokt-
orsverkefni. Ég hef mikið álit á
öllum umsækjendunum, en gagn-
rýni eingöngu hlutdrægni stöðu-
matsnefndar í mati á rannsóknar-
og kennsluferli umsækjenda,"
segir Páll Ingvarsson. „Lág-
markskrafan sem ég bar fram í
mótmælabréfi mínu var þess
vegna, að allir umsækjendur ættu
að metast hæfir og deildarfundur
hefði svo tækifæri til að velja á
milli þeirra.“
Hann segir að í umfjöllun
stöðumatsnefndar og deildar-
fundar hafi komið fram grunur
um alvarlegan formgalla. „Grun-
ur leikur á að einn umsækjenda
hafi með spurningum sínum til
nefndarinnar fengið vísbendingu
í byrjun mars um að umsækjendur
yrðu beðnir um viðbótargögn og
þar með hafi hann öðlast forskot
á þá sem hann keppir við um stöð-
una. „Það kemur til kasta rektors
að kanna hvort hér er um form-
galla er að ræða,“ segir Páll. „I
þessu tilviki stendur orð gegn
orði en það ætti að vera einfalt
mál fyrir rektor að komast að
niðurstöðu, t.d. með viðtölum."
Það sem vó þó þyngst í huga
Páls i mótmælum sínum til rekt-
ors var að matsnefndin virðist
ekki, að hans mati, leggja höfuðá-
herslu á staðreyndir eins og dokt-
orspróf og önnur rannsóknarstörf
heldur sýnist honum hún láta
huglægt mat sitt eftir viðtöl við
umsækjendur ráða, og því vilji
hann spyrja: Til hvers eiga menn
að leggja hart að sér í vísinda-
störfum ef það verður svo virt
að vettugi þegar sótt er um störf
heima á Islandi?
„Ég mótmæli því hlutdrægni
matsnefndarinnar gagnvart um-
sækjendum, en hún telur sumum
allt til tekna en dregur úr kostum
annarra með því að gleyma að
nefna ritsmíðir þeirra og tiltekin
störf,“ segir Páll, „til dæmis er
því haldið fram að erfitt sé að
meta sjálfstæði mitt sem vísinda-
manns innan rannsóknarhópsins,
sem ég starfa með hér í Svíþjóð.
Á hinn bóginn er ekkert auðveld-
ara en að spyrja yfirmenn mína
um frammistöðu mína.“ Hann
segist líka hafa mótmælt þeim
formgalla að nefndin leitaði ekki
eftir upplýsingum um kennslu-
og stjórnunarreynslu hans í Sví-
þjóð. Páll segir að samkvæmt
reglum beri nefndinni skylda til
þess.
Hann segir að svo virðist sem
dómnefndin dragi líka úr gildi
sænskra prófa sem þrír umsækj-
enda eru með, þeir Páll, Finnbogi
Jakobsson og Martin, og að sjá
megi að dómnefndin leggi ólíka
mælikvarða á vísindaleg störf
umsækjenda.
Ályktun dómnefndar líkist geð-
þóttaályktun,“ segir Páll, „vegna
þess að venjulegum mælikvörðum
á hæfni manna er vikið til hliðar
þegar umsækjendur eru flokkaðir
í hæfa og óhæfa. Eins gátu þeir
sem mótmæltu til rektors bent á
hvernig dómnefndin fer kæru-
leysislega með staðreyndir,11 segir
hann og nefnir sama dæmi og
Martin um fjölda fræðigreina eft-
ir einn umsækjenda.
„Það er synd að dómnefndin
hefur klúðrað þessu máli, því þró-
un taugasjúkdómafræði á Islandi
er í húfi,“ segir Páll að lokum,
„og það verður óbragð af veitingu
starfsins ef horft verður framhjá
meintum formgöllum í vinnu
hennar."
Univeisity of Califomia, Baké
UNIVERSITY EXTENSION
In Assocíation wlth
I c e I andic Management Associ
£:• S%i..
This is to ccrtify that
has completed the
”Berkeley Week in Iceland” Program
Rcykjavik, Iceland
Novcmbcr 24 - 27,1997
/
s»wi« i. i«*wb). rh.t>.
l«icrn»li<Hi«l
Htrhrlry WorhUMc Prop««t
WOIUtn D. lUhterUdwr.
IHCKtnr, l»ttr*»iro««l rrofrím*
V«n«r«tt> runntMi
Námstefna um sölustjórnun
Hverjar eru aðferðir sölumanna í þínu fyrirtæki. Eru þær úreltar?
Eru þær í stöðugri endurskoðun? Gætu þær verið betri? Hvernig stjórnar þú sölusveitinni?
Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1.
Tími: Fimmtudagur 27. nóvember 1997,
kl. 9-17.
Uppstokkun fyrirtækja í sömu grein, grimmari
samkeppni, aukin gæðavitund viðskiptavina og
skýrari kröfur þeirra, eru allt þættir sem kalla á
stöðuga endurskoðun ALLRA þátta markaðs-
setningar. Fyrirtækið þarf að geta greint aðferðir
sem eru úr sér gengnar og kunna að leita að nýjum
ieiðum til að ná betri árangri. Við slíka endur-
skoðun er oft horft framhjá stefnu og aðferðum
sölumannanna.
Á þessari námstefnu verður fjallað um hlutverk
sölumanna við markaðsáætlun og framkvæmd
hennar. Sjónum verður beint að tvfþættu hlutverki
þeirra, bæði sem framvörðum í að framfylgja
markaðsstefnu fyrirtækisins og sem farveginum
fyrir upplýsingar um breytingar á markaðnum.
A námstefnunni verður einnig reynt að ákvarða
þá þætti í gerð og hegðun söluliðsins sem gefa
mesta möguleika til aukins hagnaðar, sem og
koma auga á tækifæri til áð bæta frammistöðu
eða lækka sölukostnað.
Fyrir hverja:
Námstefnan er fyrir sölu- og markaðsstjóra og
stjómendur minni fyrirtækja sem bera ábyrgð á
skipulagi söluaðferða. Umfjöllunarefnið höfðar til
allra fyrirtækja í þjónustu eða framleiðslu þar sem
framleiðni sölumanna skiptir máli.
Leiðbeinandi:
Peter C. Wiiton
Dr. Peter C. Wilton kennir
vörudreifingu og stjómun við
Haas School of Business
í Berkeley. Hann hefur hlotið
fjölda viðurkenninga fyrir
störf sín á sviði stjómunar
og markaðsmála, þ.á m. frá
National Science Foundation. Hann
fjölda greina í þekkt tímarit, eins og
Management Science, Joumal of
Consumer Research, Joumal
of Business and Economic
Statistics og The Joumal of
Retailing.
Nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjomun.is
hefur ritað
Stjórpunarfélag
Islands
Atli. í sömu viku: Námstcfnur uui markaóssctningu á Netinu, vcrðákvarðanir og innflutning/útflutning