Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BISKUPSVIGSLA ALLAR GÖTUR síðan kristin trú var lögtekin á Al- þingi við Öxará árið eitt þúsund hefur hún mótað hug landsmanna, meira og minna, sem og samfélag þeirra, menningu, listir og viðhorf. Kristinn siður stend- ur enn djúpum rótum í þjóðarsálinni, sem bezt sést af því, að um 245 þúsundir landsmanna heyra til þjóðkirkj- unni. Til hliðar við þjóðkirkjuna starfa að auki fleiri kristnir söfnuðir, sem ná til nokkurra þúsunda einstakl- inga til viðbótar. Ætla má að fjölmargir landsmenn hafi með hjálp Sjónvarpsins fylgzt með því er fráfar- andi biskup, herra Ólafur Skúlason, vígði eftþrmann sinn, séra Karl Sigurbjörnsson, til biskups yfir íslandi við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur biskupsvígsluna í Hallgrímskirkju, bæði leikir og lærðir. Aldrei fyrr hafa jafn margir vígðir menn verið saman komnir undir einu þaki hér á landi. Athöfnin sjálf einkenndist af form- festu, glæsibrag, smekkvísi og virðuleik. Mestu máli skipti þó kærleiksboðskapurinn, hreinn og tær, sem yfir vötnum vígslunnar sveif, og svo vel kom fram í predikun vígsluþegans. Nývígður biskup fjallaði meðal annars í predikun sinni um kröfu miskunnseminnar, sem iðulega mætir okkur, hverju og einu, á vegferð okkar, einkum í sam- skiptum við þá er höllum fæti standa og Kristur kall- aði „sína minnstu bræður“; kröfu, sem svo auðvelt er að daufheyrast við i önn hvunndagsins. Orðrétt sagði hann: „Lausnarinn, sem líf sitt gaf heiminum til lífs. Hann sem fæddist í Betlehem. Hann sem þekkir kjör flótta- mannsins og fangans, smán hins hædda og harmkvæli hins dauðaseka. Hann sem þekkir myrkur heljar og braut afl þess á bak aftur og sigrar. Þarna liggja spor- in hans enn í heiminum okkar: Fatlaða barnið eða móðirin örvinlaða. Öryrkinn sem alls staðar kemur að lokuðum dyrum. Gamalmennið sem enginn heyrir hrópa á hjálp. Hann er unglingurinn sem ráðvilltur hrekst í viðjum vímufíknar eða illra örlaga í átt til sjálfstor- tímingar. Þarna er Kristur að mæla sér mót við þig. Ásjóna Krists dylst að baki hverju þjáðu andliti, kross- inn hans í hverri neyð, allri synd og sorg, sérhverjum dauða.“ Kirkja, sem hefur þessi orð að vegvísi, á erindi við samtíð og framtíð. Morgunblaðið árnar nývígðum bisk- upi heilla og velferðar í starfi. SAMSTARFSEM SKILAR MIKLU SAMSTARF íslands og ríkja Evrópusambandsins á sviði menntunar og rannsókna hefur orðið íslenzkum vísindum og atvinnulífi mikil lyftistöng, eins og fram kemur í samantekt í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Með gildistöku samningsins um Evrópskt efnahags- svæði öðlaðist ísland rétt til þátttöku í fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins á þessu sviði. Óhætt er að segja að þar með hafi íslendingar tekið stærra stökk inn í alþjóðlegt mennta-, vísinda- og rann- sóknasamstarf en ella hefði komið til. Vegna aðildar íslands að rammaáætlun Evrópusam- bandsins um rannsóknir og þróun hefur fé til rann- sókna og þróunar hér á landi aukizt verulega. Framlag íslands til áætlunarinnar á fjögurra ára gildistíma henn- ar er 807 milljónir króna en styrkir til íslenzkra fyrir- tækja, rannsóknastofnana og vísindamanna samkvæmt áætluninni eru um milljarður, þannig að framlag ís- lands skilar sér til baka og vel það. Hins vegar skipta fjárupphæðirnar kannski ekki mestu máli í þessu samhengi, heldur þau tengsl, sem íslenzkir vísindamenn og fyrirtæki mynda óhjákvæmi- lega við evrópska samstarfsaðila. Slíkt hraðar alþjóða- væðingu íslenzks atvinnulífs og stuðlar að því að ís- lenzkt fræðasamfélag sé áfram kröftugur suðupottur, þar sem áhrif og straumar úr ólíkum áttum mætast. * Herra Karl Sigurbjörnsson næsti biskup Islands Genginní ræktunarstarf fyrri kynslóða Nýr biskup sem tekur við á nýju ári segir í viðtali við Jóhannes Tómasson mörg og spennandi verkefni bíða. Hann segir einnig að kirkjan eigi að vera biðjandi, boðandi og þjónandi. EFST í huga mér er gleði, hlýhugur og kærleikur sem umvafið hefur mig og mína og gerir enn og mér fannst gærdagurinn svo gagntek- inn af,“ sagði herra Karl Sigurbjörnsson, nývígður biskup, í samtali við Morgunblaðið á heimili sínu í gærmorgun er hann var spurður hvað væri honum efst í huga á þess- um tímamótum. Hann tekur formlega við biskupsembættinu á nýársdag og vinnur þá jafnframt fyrsta embættisverkið við guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. „Biskupsvígsla er ekki aðeins það að einn er tekinn út úr til sérstakrar þjónustu. Hún er líka öðrum þræði athöfn þar sem kirkjan öll staðfestir köllun sína til þjónustu og það vil ég sjá í athöfninni í gær, að kirkjan öll, prestar og söfnuðurinn sameinast í bæn og lofgjörð þar sem hún setur sér fyrir sjónir markmiðið sem við viljum stefna að: Að kirkj- an er fólk á ferð í fylgd Krists til þeirrar framtíðar er hann skapar nýjan himin og nýja jörð þar sem friðurinn, miskunnsemin og kærleikurinn gagntekur allt. Þetta birtist okkur í hverri guðsþjónustu en með sérstök- um hætti í biskupsvígslu.“ Sterk bönd kirkju og þjóðar „Mér finnst athöfnin líka minna á hin sterku bönd kirkju og þjóðar sem hafa ver- ið gæfa okkar hingað til og vona og bið að styrkist og leiði okkur fram á við. Úr þeim jarðvegi, sem kirkjan hefur umfram allt ræktað og nært með boðun sinni, í uppeldi í trú í dyggðum í ljósi fagnaðarer- indis Jesú Krists, hefur sprottið það besta sem við eigum sem þjóð. Ef við eigum að vaxa sem þjóð og sem manneskjur og ef við ætlum að halda áfram að skapa hér og móta menningarþjóð, sem lætur sér ekki bara nægja að hafa nóg í sig af því sem land og sjór gefur, heldur vill líka hafa eitthvað að lifa fyrir, þá er það þessi arfur sem skiptir sköpum, trú, von og kærleikur. Við lögðum upp með það árið þúsund þegar segja má að við höfum í vissum skiln- ingi orðið til sem þjóð og staðfest var með óyggjandi hætti að hér skuli vera ein þjóð og einn siður.“ Er biskupsembættið erfitt eða yfirþyrm- andi_ hlutverk? „Ég hugsa það ekki þannig en sé það sem mikla áskorun og það er mikill akur sem liggur fyrir. En eins og Kristur bendir læri- sveinum sinum á - aðrir hafa erfiðað og þér eruð gengnir inn í erfiði þeirra - þannig er nú hin kirkjulega þjónusta. Maður stend- ur ekki einn. Eg er að ganga inn í ræktunar- starf sem aðrir hafa unnið kynslóð eftir kynslóð. Hins vegar eru ýmsar sviptingar í þjóðlífi og menningu og það er margt dregið í efa og gert að álitum sem menn töldu sjálfsagt fyrr. Það er tekist á um skoðanir og sið í þeirri merkingu hver sé grundvöllur fyrir sameiginlegri tilveru okkar. Efnishyggjan og neyslugræðgin eru ágeng og móta lífs- hætti okkar en leiða manneskjuna út í herfi- legustu ógöngur og munu bera móður jörð ofurliði ef við gætum ekki að.“ Morgunblaðið/Golli LANGFLESTIR fyrrverandi og núverandi sóknarprestar landsins, biskupar, vígslubiskupar og djáknar voru viðstaddir biskupsvígsluna og ganga þeir hér í prósessíu til kirkju. Starfs- og lagarammi kirkjunnar breytist nú um áramótin. Hvernig líst þér á þær breytingar? „Þar eru mörg og spennandi verkefni sem bíða. Kirkjan hefur fengið nýjan lagagrund- völl til að starfa eftir og það merkir í fyrsta lagi að réttarstaða hennar hefur verið skýrð og tryggð. Þar sem var áður margt óljóst og óskilgreint hefur nú verið skipað með lögum. Við verðum að leggja mikla alúð við það að móta reglur sem kirkjan á að starfa eftir innan þessa ramma. Þó verðum við að gæta þess að týna okkur ekki í því öllu. Við höfum verið upptekin af alls konar kerfisum- ræðu og kirkjupólitík, sem er út af fyrir sig eðlilegt, en við megum ekki týna okkur í henni. Það er afskaplega auðvelt að gleyma til hvers þessi lög og þessar reglur eru en þau eru verkfæri í ræktunarverki kirkjunnar í boðun fagnaðarerindisins.“ Biðjandi og þjónandi kirkja „Ég hef sagt að ég vona að kirkjan okkar verði umfram allt biðjandi, boðandi og þjón- andi kirkja. Hún á að vera kirkja sem biður með og fyrir fólki. Í bæninni erum við að leggja eigin málefni og annarra okkur á hjarta og fram fyrir Guð. Það er eitt mikil- vægasta hlutverk kirkjunnar. Sá sem biður fyrir öðrum finnur líka til með öðrum og gleðst með öðrum, tekur þátt í kjörum ann- arra. Þannig á kirkjan að vera. Hún á að vera boðandi, vita fyrir hvað hún stendur, á að tala skýrt um Jesú Krist og fagnaðarer- indi hans. Hún á líka að vera þjónandi, leggja meiri áherslu á kærleiks- og líknarþjónustu og þann kærleika sem birtist ekki í orðum heldur verkum, í því að gefa af sér.“ í bréfi sem nývigður biskup sendi kjör- mönnum áður en til kosninga kom nefndi séra Karl ijögur atriði sem vinna þyrfti að innan kirkjunnar: Endumýjun og innri upp- byggingu, endurbætur á stjórnkerfi og starfsháttum, uppeldi í trú og bæn og nýtt samtal kirkju og þjóðar. Sagði hann líka að þörf væri siðbótar, eflingar og endurnýjun- ar, samstöðu og einingar. „Það er þörf á siðbót. Það merkir að við tökum til okkar sjálfra það sem við erum að boða. Heilindi orðs og athafna eru hveij- um manni nauðsynleg og ekki síst kirkjunn- ar mönnum. Siðbót er líka sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni og að slíku þurfum við að stuðla.“ Séra Karl nefndi einnig að vinna þyrfti að því af festu og ábyrgð að stjórn og rekst- ur þjóðkirkjunnar verði á við það besta sem gerist í nútímasamfélagi. Hvernig sér hann það verkefni fyrir sér? Skilvirkt og ódýrt stjórnkerfi „Mjög mikill vöxtur hefur orðið í stjóm kirkjunnar og á biskupsstofu vegna þess að hún hefur tekið við íjölmörgum verkefnum frá kirkjumálaráðuneytinu. Þessi mikli vöxt- ur hefur orðið á stuttum tíma, hefur eigin- lega hellst yfir kirkjuna. Mér þykir mjög mikilvægt að fram fari gagnger úttekt á fjármálum og stjórnsýslu kirkjustjórnarinn- ar, gjarnan með aðstoð utanaðkomandi að- ila. Nefnd á vegum ráðuneyta og biskups- stofu hefur unnið skýrslu um fjármál og sjóði og skipulag biskupsstofu og Ríkisendurskoð- un fylgist að sjálfsögðu vel með öllu. Ég hef enga ástæðu til að ætla að ekki sé allt í góðu lagi. Ég tel hins vegar hollt og gott á tímamótum að fara ofan í saumana og sjá hvað má betur fara með það að leiðarljósi að gætt sé ýtmstu hagkvæmni og ráðdeild- ar. Einnig að stjórnkerfið verði einfalt, ódýrt og skilvirkt. Það er auðvelt að þenja út skrif- finnsku og þvi verður að beita aðhaldi, við viljum ekki að kirkjan verði skriffinnskubákn heldur viljum við nota stjórnsýsluna sem verkfæri og verkfæri verða að vera lipur og vinna sitt verk.“ Séra Karl mun á næstu vikum setja sig inn í mál sem til umíjöllunar em hjá yfirstjóm kirkjunnar, sem hann reyndar þekkir að tals- verðu leyti eftir setu sína í kirkjuráði undanfar- in tvö ár, jafnframt því sem hann losar sig úr starfi sínu sem sóknarprestur í Hallgríms- kirlq'u. „Ég stekk ekki alskapaður inn í þetta verkefni en minni á það sem ég nefndi áðan að ég er ekki einn í þessu verki,“ sagði hann að lokum. Fjölskyldan flytur inn í embættisbústað biskups nokkm eftir næstu áramót en sjálfur átti séra Karl þar heima í nokkur ár fyrir tæpum þremur áratugum, á biskupsámm föð- ur hans, áður en hann stofnaði eigið heimili. ÞEGAR mannssonurinn kemur í dýrð sinni - kemur til að dæma. Dómurinn féll reyndar einhvern tíma fyrir löngu, þegar við stóðum and- spænis vali, sem við tókum ekkert eftir að hefði nokkra einustu þýð- ingu. Það var ekki skoðanakönnun um trúarskoðanir né eilífðarmálin,". sagði nývígður biskup meðal annars í predikun sinni við vígsluna. „Á vegi varð einhver þeirra sem hann kallar nú „sína minnstu bræð- ur“, mannssonurinn, lausnarinn, sem líf sitt gaf heiminum til lífs. Hann sem fæddist í Betlehem. Hann sem þekkir kjör flóttamannsins og fang- ans, smán hins hædda og harmkvæli hins dauðaseka. Hann sem þekkir myrkur heljar og braut afl þess á bak aftur og sigrar. Þarna liggja sporin hans enn í heiminum okkar: Fatlaða barnið og móðirin örvinglaða. Öryrk- inn sem alls staðar kemur að lokuðum dyrum. Gamalmennið sem enginn heyrir hrópa á hjálp. Hann er ungl- ingurinn sem ráðvilltur hrekst í viðj- um vímufíknar eða illra örlaga í átt til sjálfstortímingar. Þarna er Kristur að mæla sér mót við þig. Ásjóna Krists dylst að baki hveiju þjáðu andliti, krossinn hans í hverri neyð, allri synd og sorg, sérhveijum dauða.“ Undir lok predikunarinnar sagði hann síðan: „Þar kemur að hann birt- ist í dýrð og allir englarnir með hon- um, Kristur. Miskunnsemi, kærleikur, sem enginn verðskuldar og engum bregst. Þangað til skulum við vera þar sem hann er, kirkjan hans, í fylgd hans er hann fer um á meðal mann- anna, líknandi návist, miskunn, náð. Við skulum vera kirkjan hans, samfé- MorgunDiaoio/PorKen MEÐAL gesta voru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti ís- lands, Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra og Ingibjörg Rafnar, kona hans, og forsætisráðherrahjónin, Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson. Morgunblaðið/Golli HERRA Ólafur Skúlason biskup, sem lætur af starfi um næstu áramót, vígði eftirmann sinn, séra Karl Sigurbjörnsson. Flestir prestar landsins voru viðstaddir og sátu þeir í kór kirkjunnar við athöfnina. Úr predikun hins nývígða biskups í Hallgrímskirkju Við skulum vera kirkjan hans lag samsæri kærleikans, ljóssins megin. Vakandi fyrir návist hans skulum við elska hann og biðja/ Og hlusta eftir rödd hans í orðinu, fagna honum er hann kemur við skírn og kvöldmáltíð. Og taka á móti honum er hann verður á vegi í þeim sem hjálparþurfí er. Finna til með þeim sem þjást. Samfagna þeim sem gleðj- ast. Leita leiða til að verða að liði, létta neyð og vinna gegn böli. Þannig mælir Kristur sér mót við okkur nú. Og það er vegna þess að hann er hér okkar á meðal, hulinn í orði og sakra- mentum og í náunga okkar, sínum innsta bróður og systur, að við getum þekkt hann aftur er hann birtist. Þegar hann kemur og allir englarnir með honum í dýrð - Mannssonurinn, dómarinn, lausnarinn, - bróðir þinn.“ Hvað er mikilvægast? í móttöku í Listasafni íslands flutti séra Karl ávarp þar sem hann þakkaði þá hlýju sem honum og fjöl- skyldunni hefði verið sýnd. I upp- hafi beindi hann nokkrum orðum til forsetafrúarinnar og sagði: „Ég vil fyrst af öllu lýsa gleði minni yfir því að forsetafrú, Guðrún Katrín, er hér meðal okkar. Svo snortin höfum við og þjóðin öll verið af baráttu þinni undanfarið, kæra Guðrún Katrín. Þú hefur verið í bænum okkar og hjörtum og verður enn um ókomna daga. Við biðjum Guð að blessa þig og styrkja og vefja örmum líknar sinnar." Eftir að hafa þakkað tónlistar- fólkinu, ekki síst úr fjölskyldunni, spurði hann hvað væri mikilvægast í lífinu: „Hvað er dýrmætast alls? Upphefð, metorð, völd? Ég hlýt sitt- hvað slíkt í dag. Hrærður og þakk- látur er ég, vissulega. En það sem mestu varðar er þó ÞIÐ, fólk, sem samferða er eða á vegi verður, lífs- förunautur, ástfólginn, þvílík gæfa! elskuð börn, tengdasonur, og for- eldrar, það er svo óumræðilegt gleði- og þakkarefni að njóta samvista ykkar í dag, og þið, systkin, frænd- lið, samferðarfólk, samstarfsfólk, kunnugir, ókunnugir vegfarendur á lífsins vegi. Og þetta er mikilvægast alls. Hlúum að því, ræktum það. Kirkjan er fólk á ferð, trúin að kristnum skilningi er tengsl, samfé- lag, samskipti. Við skulum taka höndum saman um að styrkja það samfélag, biðja fyrir og vinna að endurnýjun og eflingu þeirrar kristni sem í þúsund ár hefur átt samleið með okkar þjóð. Mér eru hugstæð orð postulans og vil vitna til þeirra enn og aftur: „Ekki svo að vér viljum drottna yfir trú yðar, heldur erum vér samverkamenn að gleði yðar.“ Þannig samverkamenn, samverkafólk, skulum við vera, saman öll, samverkafólk að gleði, og þvi sem er uppspretta allrar gleði, allrar gæfu, Kristur Jesús og fagn- aðarerindi hans. Gleði hans og friður fylgi okkur öllum.“ Kennimaður með kímnigáfu HERRA Karl Sigurbjörnsson stendur á fimmtugu, fæddur 5. febrúar 1947. Foreldrar hans eru Magnea Þorkelsdóttir og dr. Sig- urbjörn Einarsson biskup. Systk- in séra Karls eru sjö, fimm bræð- ur, þrír þeirra prestvígðir, og tvær systur og er önnur þeirra gift presti. Tvítugur tók séra Karl stúdents- próf frá MR og lagði síðan leið sína i guðfræði- deild Háskólans eins og tveir eldri bræður hans höfðu þegar gert. Lauk hann guðfræði- prófi árið 1973 og vígðist þá til Vest- mannaeyja. Starf- aði hann í fyrstu meðal Vestmanna- eyinga sem dreifð- ir voru um Suð- vesturland eftir gosið en fluttist til Eyja haustið 1973 og var þar til árs- loka 1974 er hann hafði verið kjörinn prestur í Hall- grímssókn. I Eyj- um var við ýmis mál að kljást í framhaldi af eld- gosinu þar og fór hann t.d. með fermingarbörnin upp á land, dvaldi að Flúðum þar sem fermingar- undirbúningi vetrarins var lokið á einni viku. Var hópurinn síðan fermdur í Skálholtskirkju. I Hallgrímssókn var séra Karl samstarfsmaður séra Ragnars Fjalars Lárussonar í tæp 23 ár og bar ekki skugga á samstarfið. Meðal annars tóku þeir strax upp þann hátt að vera saman um fermingar og undirbúning henn- ar sem margir prestar í tvímenn- ingsprestaköllum hafa siðan tek- ið upp. Áhugamálin tengd starfinu Áhugamál séra Karls hafa einkum tengst starfi hans og hann hefur alla tíð haft í mörg horn að líta í störfum sínum. Hann hefur t.d. verið mjög eftir- sóttur til að annast jarðarfarir og það langt út fyrir sóknarmörk sín. Hann hefur og þótt vandaður kennimaður og predikari, flytja skýran boðskap með orðfæri og sannfæringu sem grípur áheyr- endur þannig að þeir hlusta. Hann hefur einnig þótt hafa ríka kímnigáfu til að bera, sem hann fer vel með eðlis starfsins vegna, en hún kemur gjarnan upp á yfirborðið í stólræðum. Tvisvar hefur séra Karl tekið sér leyfi. I hinu fyrra dvaldi hann í Svíþjóð ogþjónaði þar sem prestur og í því síðara stund- aði hann nám í Bandaríkjunum í sálgæslu og siðfræði. Þá hefur hann verið virkur í félagsmálum prestastéttarinnar og setið í stjórn Prestafélagsins. Frá árinu 1990 hef- ur séra Karl verið kirkjuþingsfulltrúi og meðal annars látið til sín taka málefni starfs- manna kirkjunnar. Hefur hann komið fram með ályktan- ir um nauðsyn þess að prestum og öðr- um starfsmönnum kirkjunnar sé séð fyrir sálgæslu og handleiðslu, um fj ölskylduþj ónustu kirkjunnar og um nauðsyn þess að skólar og heimili ‘t annist einnig trúaruppeldi, kenni börnum bænir og kynni þeim kristileg við- horf. Þá hefur hann starfað í ýms- um nefndum á veg- um þjóðkirkjunn- ar. Nokkrar bækur hefur Karl ritað og þýtt aðrar, ekki síst um sálgæslu og bækur fyrir börn. Þykir öll framsetning hans þar aðgengi- leg og skýr. Góður kennari Karl sinnti félagslífinu í MR kannski af heldur minni þrótti en ýmsir skólabræður hans en hann var í strákabekk í mála- deild. í Faunu, útskriftarbók menntaskólans, er mynd af Karli í alltof stórri hempu með Hall- grímskirkju í baksýn þar sem hann er látinn segja: Skyldi ekki þurfa stóran prest í þessa kirkju? Á námsárum sínum í guðfræði- deildinni starfaði Karl m.a. við kennslu í Kvennaskólanum. Minnast skólastúlkur frá þeim árum hans sem sérstaklega skemmtilegs kennara sem sagði brandara en kenndi jafnframt ágætlega. Eftir að hann tók guð- fræðipróf hefur hann verið stundakennari í guðfræðideild og kenndi líka á árum áður við Hjúkrunarskólann. Eiginkona séra Karls er Krist- in Þórdís Guðjónsdóttir banka- ritari. Börn þeirra eru þijú, Inga Rut, Rannveig Eva og Guðjón Davíð. -jt Morgunblaðið/Þorkell HERRA Karl Sigur- björnsson, biskup, flytur prédikun sina í Hall- grímskirlqu. Feðgar oft biskupar FEÐGAR hafa nokkrum sinnum gegnt biskupsembætti á íslandi eins og nú er um herra Karl Sigur- björnsson, nývígðan biskup, en faðir hans Sigurbjörn Einarsson var biskup árin 1959 til 1981. Þegar Isleifur biskup Gissurar- son lét af embætti sinu árið 1080 tók Gissur sonur hans við. Þá kusu Norðlendingar Sigurð Jóns- son, prest á Grenjaðarstað, til biskups en faðir hans var Jón Arason sem tekinn var af lífi árið 1550 eins og kunnugt er. Konung- ur aftók hins vegar að veita Sig- urði embættið. Árið 1632 tók Gisli Oddsson við embætti í Skálholti af föður sínum, Oddi Einarssyni og árið 1674 varð Þórður Þorláks- son biskup í Skálholti en hann var sonur Þorláks Skúlasonar Hóla- biskups. Sá var dóttursonur Guð- brands Þorlákssonar og annar sonur Þorláks, Gísli, tók við af föður sínum sem Hólabiskup. Síð- ustu biskupar sem sátu í Skál- holti voru feðgarnir Finnur Jóns- son og Hannes Finnsson. Árið 1981 var Pétur Sigurgeirs- son kjörinn biskup íslands. Faðir hans var Sigurgeir Sigurðsson sem var biskup árin 1938 til 1953. Núverandi vígslubiskup Skálholts- stiftis, Sigurður Sigurðarson, er sonur Sigurðar Pálssonar sem var vigslubiskup árin 1966 til 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.