Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR r»ll "I Hvað kostar að sam- eina spítalana? NÝLEGA var birt skýrsla innlendra og erlendra ráðgjafa þar sem lagt er til að stóru sjúkrahúsin í Reykja- vík verði sameinuð í einn háskólaspítala í þeim tilgangi að bæta þjónustu og spara fjármuni. í skýrslunni er sjúkrahúsunum, Landsspítala (LSP) og Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) hrósað og talið að þau veiti sambærilega þjónustu fyrir lægra Steinn verð en viðmiðunar- Jónsson sjúkrahús á Norður- löndum. Því mætti spyija hvort þörf sé á svo róttækum breyting- um sem lagðar eru til í skýrslunni. Að lokinni sameiningu Landa- kots og Borgarspítala í SHR má fullyrða að þrátt fyrir ýmsa erfið- leika hafi markmið þeirrar sam- einingar gengið eftir. Bráðaþjón- usta og sérhæfð starfsemi var flutt í eitt hús í Fossvogi og við það sameinað vaktakerfi og sér- Sameining af þessu tagi, segir Steinn Jóns- son, útheimtir mun stærra húsnæði en hvor þessara spítala hefur nú yfir að ráða. fræðiþekking þessara spítala með tilheyrandi hagræðingu. Rekstr- arkostnaður SHR er tæplega 40% af rekstarkostnaði stóru sjúkra- húsanna og sparnaður af samein- ingunni hefur orðið um 400 millj- ónir króna á ársgrundvelli sam- kvæmt nýjum útreikningum Þjóð- hagsstofnunar. Miðað við sam- bærilegan fjárhagslegan ávinning ætti stóra sameiningin að skila rekstrarsparnaði af stærðargráð- unni 800-1000 milljónir á árs- grundvelli. Mikilvægasta skilyrði fyrir að slík áform náist fram er að stærst- ur hluti bráðaþjónustu og sér- hæfðrar starfsemi yrði sameinað- ur á einum stað rétt eins og við fyrri sameiningu. Það blasir þó við að sameining af þessu tagi útheimtir mun stærra húsnæði en hvor þessara spítala hefur nú yfir að ráða. Skemmst er að minnast viðbragða við tillögum um flutn- ing lungnadeildar Vífilsstaða á Landsspítala, en sú tilfærsla var talin ómöguleg vegna húsnæðis- þrenginga þar. Þá er húsnæði SHR í Fossvogi þegar fullnýtt eft- ir að bráðaþjónusta Landakots fluttist þangað og daglega liggja sjúklingar á göngum. Til þess að ná fram þeim ávinn- ingi sem sameining gæti haft í för með sér er nauðsynlegt að leggja verulega fjármuni í uppbyggingu á húsnæði annaðhvort á Landsspítalalóð eða við SHR í Fossvogi. Líklegt er að kostnaður við uppbyggingu yrði 7-10 millj- arðar króna en sparnaður í rekstri mundi skila þeirri fjárfestingu á 10 árum. Ef uppbygging á Landsspítalalóð yrði fyrir valinu, þyrfti að byija á að færa Hring- braut með talsverðum tilkostnaði en stað- setning spítalans yrði eftir sem áður óhentug langt frá miðju höfuð- borgarsvæðisins og vegna umferðar- þrengsla. Á lóð SHR er hins vegar landrými til að koma nauðsyn- legum byggingum fyr- ir og skipulags- og umferðarsjónarmið mæla með staðsetn- ingu slysa-og bráða- þjónustu þar. Ef síðamefnd leið yrði valin væri bygging Barnaspít- ala Hringsins á Landsspítalalóð meiri háttar mistök sem myndu torvelda allt framhald málsins. Heilbrigðisráðuneyti ætti því að fresta þeirri framkvæmd meðan stefnumótandi umræðum er ólokið. Þá er ljóst áð sameining með bráðaþjónustu áfram á tveim stöð- um mundi ekki skila þeirri hag: kvæmni sem að ofan greinir. I skýrslu VSÓ er ekki gert ráð fyr- ir að sameina bráðaþjónustu á ein- um stað enda eru flestir sem til þekkja vantrúaðir á fullyrðingar um sparnað í þeirri skýrslu. Nauðsynlegt er að svo mikil- vægt mál sem þetta fái vandaða umfjöllun áður en ákvarðarnir verða teknar. Sameining sem þessi mundi skerða möguleika á faglegri og rekstrarlegri sam- keppni um alla framtíð. Það er oft sagt að ísland sé of lítið land til að hafa tvo öfluga spítala en flest rök mæla með að það sé æskilegt til að varðveita fjöi- breytni og valfrelsi í þessari mikil- vægu þjónustugrein. íslendingar hafa færri valmöguleika en fjöl- mennari þjóðir og leita ekki eftir heilbrigðisþjónustu út fyrir land- steinana. Áðilar málsins hafa lýst sig reiðubúna til að vanda til verka og skoða málið ofan í kjölinn og væntanlega er umræðan rétt að byija. Höfundur er dósent í lyflækningum við Sjúkrahús Reykjavíkur. TILBOÐí mánaðarins nóvember: I Skrautlistar* * 20% afsl. *Gildir um fjórar algengustu tegundir lista: A2, D, E og F. Metraverð á listum: A2, áður 1 30 kr. Nú 104 kr. D, áður 1 20 kr. Nú 96 kr. E, áður 60 kr. Nú 48 kr. F, áður 90 kr. Nú 72 kr. M METRO- AÁÁLARINN 1 SKEIFUNNI 8 • S: 581 3500 • 568 7171 VEGGFOÐRARINN Útsölustaðir um land allt: Dropinn, Keflavík ■ Húsasmiðjan, Keflavík • Húsasmiðjan, Hafnarfirði ■ Kvistur, Hverageröi • V.C. Búöin, Selfossi • S.C. BúÖin, Selfossi • S.C. BúÖin, Hvolsvelli • ReynisstaÖur, Vestmannaeyjum • Kiakkur, Vík ■ KASK, Höfn • KASK, Djúpavogi ■ Hermann Nielsson, Egilsstööum ■ Nýung, EskifirÖi • K.F. Héraösbúa, Reyöarfiröi • Byggt & Flutt, Neskaupstaö * Verslunin Vík, Neskaupstaö ■ Ingólfur Arason, VopnafirÖi • K.Þ. SmiÖjan, Húsavík • Utaland, Akureyri • KEA, Akureyri • K.F. Skagfiröinga, SauÖárkróki • K.F. Húnvetninga, Blönduósi • K.F. V-Húnvetninga, Hvammstanga ■ Metró, ísafiröi ■ Byggir, PatreksfirÖi ■ Skipavík, Stykkishólmi • Hamrar, Grundarfiröi ■ UtabúÖin, Ólafsvík ■ Metró, Borgarnesi ■ Metró, Akranesi • TrésmiÖjan Akur, Akranesi • • Landflutningar J SÁMSKÍP og vegum um land allt Innan sólarhrings til allra helstu þéttbýlisstaða landsms. Hvort sem þú þarft að senda afmælisgjöf, þvottavél eða hálft tonn af kjöti. Við keyrum til allra helstu þéttbýlisstaða landsins alla I t t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.