Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 43

Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 43 * AÐSENDAR GREINAR Stolna fangels- isbiblían HANN Fred litli bjó ásamt for- eldrum sinum og systkinum í mik- illi fátækt í Bandaríkjunum. Þegar hann var aðeins fimm ára gamall gerðist faðir hans brotlegur við lög- in og var dæmdur til fangelsisvistar. „Það var svartur sunnudags- morgunn, sem ég gleymi aldrei, er lögreglan nam staðar fyrir utan húsið okkar eftir langa og erfiða nótt til þess að leyfa pabba að koma inn rétt sem snöggvast til þess að kveðja okkur áður en hann færi í fangels- ið. Það var erfitt fyrir fimm ára snáða að sjá á eftir pabba sínum á leið í fangelsi þegar lögreglan ók með hann á brott. Nú varð fátæk fjöl- skylda enn fátækari. Við lögðumst þó á eitt í að reyna að safna nægjanlega miklum peningum til að eiga fyrir bensíni á gamla bílsktjóðinn okkar svo við gætum heimsótt pabba í fangelsið. Það tókst og heimsóttum við pabba við fyrsta tækifæri. Það var langt í fangelsið, en við höfðum ekki séð pabba í tvo mán- uði og vorum mjög spennt. Loksins komum við á leiðarenda. Getur verið, spyr Sigur- b.iörn Þorkelsson, að það séu einmitt orð Bibl- íunnar sem á skortir til betra mannlífs og betra samfélags? Við gengum í gegnum mörg stór hlið. Aldrei á ævinni hafði ég séð svona marga rimla og langa veggi og hvað þá svona mikið af grænni málningu. Verðirnir leituðu á mömmu og í veskinu hennar. Ég var hræddur og hélt mig fast upp að henni. Okkur var vísað inn í stóran borðsal og þar settumst við og biðum eftir pabba. Þama biðu einnig margar aðrar konur og börn eftir að fá að hitta menn sína og feður. Fljótlega komu menn inn. Þeir voru allir eins klæddir og virtust þreyttir og slitnir. Þarna var hann pabbi minn. Hann settist á móti okkur við borðið og við töluðumst við. Ég varð að segja honum allt sem ég vissi og hafði gerst síðan lögreglan fór með hann burt frá okkur. í lok heimsóknarinnar nefndi pabbi við mömmu að hann væri með svolítið undir handleggnum innan undir jakkanum. Hann hvísjaði: „Ég er með bók handa ykkur. Ég vil að þú farir með hana heim og lesir í henni fyrir bömin. Hún breytir öllu. Hún hefur gefið mér von.“ Síðan læddi hann þessari svörtu bók að mömmu. Mamma tók skelfd við henni og stakk henni strax ósjálfrátt undir peysuna sína. Ég skalf eins og hrísla. Við vorum að stela einhverju af þeim stað, þar sem fólk er látið sem stelur. „Hvemig eigum við að komast í gegnum stóm hliðin og framhjá mönnunum grimmu sem leituðu á mömmu?“ hugsaði Fred litli. Heimsókninni var nú brátt lokið og lögðu þau af stað út. Þau kom- ust í gegnum hvert hliðið á fætur öðru og það án nokkurra vandræða. Þau skildu ekki neitt í neinu. Þeim létti stórlega þegar síðasta hliðið lokaðist á eftir þeim. Þegar þau síðan höfðu ekið í svolítinn tíma stöðvaði mamman bílinn, tók fram bókina og sagði: „Við skulum at- huga hvaða bók þetta er.“ Á fram- hlið hennar voru letmð þessi orð. „Biblían - Eign fangelsisins." „Þvílík hræðileg synd. Það fyrsta sem mamma gerði þegar við komum heim var að líma svartan borða yfír orðin svo menn sæju ekki að við hefðum stolið henni. Upp frá þessu settumst við á kvöldin við ofninn okk- ar í stofunni og mamma las fyrir okkur úr svörtu dularfullu bókinni. Hún las um von og fyrirheit Guðs. Þá varð hún spennt, því þau orð minntu hana á það að pabbi hafði fundið eitthvað i þess- ari bók sem gaf honum von og frið í fangelsinu. Ég vonaði svo innilega að við fyndum þessa von og eignuðumst þennan frið einnig. Brátt ákváðum við að fara að sækja kirkju sem var í grennd við heimili okkar, en þang- að höfðum við ekki vanið komur okkar fram að þessu. Það gerði okkur mjög gott að sækja kirkjuna. Þar var okkur hjálpað af góðu fólki í leit okkar að voninni sem pabbi hafði fundið í Biblíunni í fangelsinu. Biblíulesturinn og kirkjuferðirnar breyttu miklu í lífí okkar og það er mikill ávöxtur sem þessi Biblía hef- ur borið á heimili okkar. Brátt voru fjölskyldumar orðnar fjórar sem byggðu líf sitt á orðinu, sem mamma las fyrir okkur úr stolnu fangels- isbiblíunni." Foreldrar Freds litla em núna báðir dánir, en hann þjónar sem prestur við kirkju eina í Ohio í Bandaríkjunum. Frelsarinn þungamiðjan Það er frelsarinn okkar Jesús sem er þungamiðja Biblíunnar. Það er hann sem býður okkur leiðsögn sína, blessun sína og vill gefa okkur frið- inn sinn, þann frið sem enginn ann- ar getur gefíð. Frið sem er æðri okkar mannlega skilningi. Getur verið að það séu einmitt orð Biblíunnar sem upp á vantar í okkar lífí og þjóðfélagi? Til að gera lífið vonarríkara og fyllra og svo við eignumst sannan frið í hjarta. Höfundur er framkvæmdasljóri Gideonfélagsins á íslandi. KitchenAid DRAUMAVÉL HEIMILANNA! KM90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Margir litir. Fæst um land allt. 50 óra fróbær reynsla. //// Einar mm m Farestveit&Co.hf. Borj.rtúnl 28 TT $82 2901 og $82 2900 Sigurbjörn Þorkelsson f ^ Ný sending af nærfatnaði, náttfatnaði og sloppum. ★ Mikið úrvai ★ Margir litir ★ Póstsendum lymp!a_ Laugavegi 26, sími 551 3300 Kringlunni 8-12, sími 553 3600 PALLAiyfíUR LHtor fc> ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík:Ármúla11 -simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - slmi 461-1070 Aíít______ til — i t rafsuðw = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 VALB Lltlr: Svart, koníaksbrúnt, dökkbrúnt, Ijósbrúnt. vínrautt og gracnt. 168.640,- Valby sófasettíð er bæði vandað og þægílegt sófasett. Hátt bak og nautsterkt leður á slitflötum. Valby sófasettíð er hægt að fá hvort sem er sem homsófi eða 3-2-1 sófasett. Valby er þægílegt sófasett á enn þægílegra verðí. Verið velkomín “BST HÚSGAGNAHÖLUN W? , Ðildshöfði 20 -112 Rvík * S:510 8000 2-H-3 158.640,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.