Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 59

Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 59
ni(4A TfltfTKMÍOM MORGUNBLAÐIÐ rr»/-. » nrTai «rr”í>Tr - <-> rrrrr^ * anm'/-. . <-l ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 59 FÓLK í FRÉTTUM Titringur og trúarhiti í Kántrýbæ TONLIST Gcisladiskur KÁNTRÝ8 KÁNTRÝ 8 nefnist geisladiskur sem kú- rekasöngvarinn Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd sendi frá sér á sumarmánuðum. Líkt og skýrlega kemur fram á umslagi disks- ins er þetta fyrsta kántrý-gospelplatan sem út kemur á Íslandi og markar því þáttaskil á ferli söngvarans. Þetta er vandaður geisladisk- ur og aðstandendum hans til sóma. Á Kántrý 8 er að finna 16 lög og eru þau öll eftir Hallbjöm. Hann hefur löngum átt auðvelt með að semja einföld og grípandi lög og nýtur enn þeirrar náðargáfu. Lögin eru melódísk og einkennast af áreynsluleysi. Textar á plötunni nýju eru allir eftir Rúnar Kristjánsson utan einn sem kemur úr smiðju Díönu S. Kristjánsdóttur. Textamir hafa allir trúarlegan boðskap að geyma og eru vel fram- bærilegir sem sh'kir. Ýmsir munu sakna texta Hallbjörns, sem einkenndust af mikilli ein- lægni og frumleika eins og þeir sem fylgst hafa með ferli hans þekkja og er sá sem þetta ritar í þeim hópi. Það sem einkennir þennan geisladisk er þó fyrst og fremst mikil spilagleði, réttnefndur titringur og vandaðar útsetningar. Heiðurinn af þessu á öðrum fremur Vilhjálmur Guðjóns- son, sem er höfundur allra útsetninga, stjóm- aði hljóðrituninni, hafði með höndum hljóð- blöndun ásamt Hallbirni og Gunnari Smára Helgasyni og lék á gítar. Vilhjámur skilar hér glæsilegu verki, sem raunar kemur ekki á óvart enda hefur hann löngum sýnt að hann er geysilega snjall tónlistarmaður. Lög Hall- björns eru einföld að gerð og heldur einsleit og veltur því mikið á útsetningunum. Vissu- lega fylgir það einfaldleikanum að svigrúmið verður mikið fyrir bragðið. Það nýtir Vilhjálm- ur til fullnustu og er nánast með ólíkindum hversu fjölbreytilegar útsetningar hann nær að galdra fram. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á vönduðum bakröddum sem em ómissandi þegar gospel-tónlist er annars veg- ar. Vilhjálmur Guðjónsson hefur og lengi verið í hópi bestu gítarleikara íslendinga og ein- kennist allur leikur hans á Kántrý 8 af mik- illi fagmennsku og smekkvísi. Margir stuttir einleikskaflar á þessum diski em réttnefndar gítarperlur og Vilhjálmur á í engum erfiðleik- um með þá tækni og þann hljóm sem kántrý- gítarleikur krefst. Líkt og alkunna er varð Hallbjörn Hjartar- son fyrir miklu áfalli á dögunum er Kántrýbær eyðilagðist í eldi. Þessi einstaki listamaður, sem ætíð hefur haft hugrekki til að fara eigin leiðir, hefur orðið fyrir miklum áföllum á ferli sínum en jafnan risið á fætur. Nú hefur hann boðað að Kántrýbær, þessi miðstöð alþýðu- menningarinnar „út við ysta haf‘, muni rísa á ný. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með þeirri velvild sem Hallbjörn hefur notið í þess- um erfíðleikum. Ríkisreknum hámenningar- postulum þykir ekki hæfa að alþýðulistamenn njóti stuðnings og styrkja þótt sjálfsagt þyki að skattborgararnir standi undir þeim. Nú þurfa aðdáendur kúrekans frá Skagaströnd og allir rétthugsandi menn að sýna hvern hug þeir bera til hans. Kjörin leið til þess er að festa kaup á þessu nýjasta verki hans, Kántrý 8. Ásgeir Sverrisson MYIMDBÖIMD Heima er best Móðirin (Mother) Gamanmynd ★ ★ ★ Framleiðendur: Scott Rudin og Herb Nanas. Leikstjóri: Albert Brooks. Handritshöfundar: Albert Brooks og Monica Johnson. Kvik- myndataka: Lajos Kostai. Tónlist: Marc Shaiman. Aðalhlutverk: Al- bert Brooks, Debbie Reynolds, Rob Morrow, Lisa Kudrow. 100 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Utgáfudagur: 18. nóvember. Mynd- in er öllum leyfð. ALBERT Brooks er einn af fremstu gamanleikurum Banda- ríkjanna og góð dæmi um það er myndin „Broad- cast News“, þar sem hann lék hæfan en sein- heppinn sjón- varpsfrétta- mann. Brooks hefur einnig leikstýrt og skrifað nokkrar af þeim myndum sem hann hefur komið fram í og sem dæmi má nefna „Lost in America", sem var skemmtileg ádeila á bandaríska markaðshyggju, og „Defending Your Life“, sem var gamanmynd um það sem gerist eftir dauðann. Nýjasta myndin hans ber nafnið Móðirin, og er mun látlausari en fyrirrennarar hennar, en þrátt fyr- ir það er þetta yndisleg lítil gaman- mynd, sem leiðist aldrei út í neina væmni eða margtuggðar klisjur. Brooks er óborganlegur í hlut- verki rithöfundar sem er nýskilinn við aðra konuna sína og lendir í eins konar tilvistarkreppu. Hann ákveður að leysa þessa kreppu sína með því að leyta til uppsprettunar fyrir óheppni sinni í kvennamálum, sem sagt móður sinnar. Móðirin sem er leikin af Debbie Reynolds, sem er best þekkt fyrir að hafa leikið á móti Gene Kelly í „Singing in the Rain“ og það að hún er móðir Carrie Fisher, er hlaðin öllum þeim kostum og göllum sem mæður hafa. Það tekur hana örfáar sek- úndur að láta Brooks fínna til van- máttarkenndar og álíka langan tíma að gera hann gráhærðan af pirringi. Samleikur Reynolds og Brooks er óaðfínnanlegur og er eins og um raunveruleg mæðgin sé að ræða. Aðrir leikarar standa sig mjög vel og er Rob Morrow sérstak- lega góður í hlutverki bróður Brooks. Ég mæli með Móðurinni fyrir alla þá sem halda að þeir séu þeir einu sem eiga í sambandsörð- ugleikum við mæður sínar. Ottó Geir Borg T MAX er islenskt iðnfyrirtæki sem hefur starfað við fataframleiðslu síðan árið 1941. Starfsfólk fyrirtækisins leggur metnað í hönnun og vandaða framleiðslu sem uppfyllir kröfur íslenskra neytenda. MAX framleiðir úrval af útivistar- og vinnufatnaði þar sem áhersla er lögð á gæði, þægindi og notagildi. a. MAX fatnaðurinn fæst í MAX-Húsinu og hjá umboðsmönnum um land allt. Skeifunni 15 S: 568 5222 Hægt er að renna vatt- eða fleece- jakka inn i F2000 öndunarjakkann. <r -c

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.