Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 62

Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ stefáiLhilmars platan POPPLIN komin Dreifing: FÓLK í FRÉTTUM Sviplegt fráfall Michaels Hutchence MICHAEL Hutchence söngvari áströlsku hljómsveitarinnar INXS fannst hengdur á hótelherbergi í Sidney um helgina. Talið er líklegt að söngvarinn hafi fyrirfarið sér en endanlegur úrskurður mun liggja fyrir innan skamms, svo og niður- stöður úr áfengis- og lyfjaprófum. Lögreglan vísaði á bug getgátum um að Hutchence hefði látist í kjöl- far óhóflegrar neyslu eiturlyfja og áfengis áður en hann tók þátt í af- brigðilegum kynlífsleikjum. Að sögn lögreglunnar fundust engin ólögleg lyf í herbergi söngvarans og ekkert sem benti til annars en að um sjálfsvíg væri að ræða. Þunglyndislyfið Prozac var meðal þeirra lyfja sem fundust en Hutchence ku hafa þjáðst af þung- lyndi í mörg ár. Dagblað í Sydney sagði að Hutchence hefði sent unn- ustu sinni, Paulu Yates, rauðar rósir á föstudag með korti sem á stóð: „Til allra fallegu stelpnanna minn, ástar- kveðjur, Michael." í sama blaði var sagt frá því að Paula hefði hringt á hótelið þegar lögreglan var að rannsaka herbergi Hutchence en ekki frétt af láti hans fyrr en vinkona hennar færði henni fregnina. Paula og dóttir þeirra Hutchence, hin fimmtán mánaða Heaven- ly Hiraani Tiger Lily, flugu samstundis til Astralíu eftir að hafa fengið sorgarfréttirnar. Foreldrar söngvarans sendu frá sér tilkynn- ingu þar sem þau báðu fjölmiðla að virða einka- líf sitt og leyfa þeim að syrgja í friði. Að sögn ástralskra fjölmiðla snæddi Hutchence með fóður sínum á föstudags- kvöldið daginn áður en hann lést. Meðlimir INXS hafa lítið tjáð sig um málið enda áfallið mikið. Sveitin var að hefja tónleikaferðalag í til- efni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun hennar. Hutchence samdi HUTCHENCE ásamt Paulu Yates, og dóttur þeirra, Heavenly Iiiraani Tiger Lily. AÐDÁENDUR söngvarans vottuðu honum virðingu sína með því að leggja blóm og myndir fyrir utan Ritz-Carlton hótelið í Sidney þar sem hann lést. flest lög sveitarinnar í sam- vinnu við hljómborðsleik- arann Andrew Farris. Hann þótti nokkuð líkur Mick Jagger í sviðsfram- komu og en utan þess var hann mikið partýljón og áberandi meðal fræga fólks- ins. Söngkonan Kylie Minogue og íyrirsætan Hel- ena Christensen voru líklega frægustu kærustur kappans en samband hans og Paulu Yates hafði staðið í þrjú ár þegar hann lést. Þau voru iðu- lega á síðum slúðurblaðanna og í fyrra gerði breska lögreglan leit á heimili þeirra í London vegna gruns um eiturlyfjanotkun. Parið var ekki ákært en Paula stendur í forræðisdeilu við fyiTum eiginmann sinn, Bob Geldof, vegna þriggja dætra viðtali við Reuters fyrr á ár- inu lýsti Hutchence því yfir að hann hefði lifað við- burðaríku lífi og aldrei verið feim- inn við að prófa ýmislegt. „Það er ekki til neitt INXS var að hefja tón- verra en að staðna °S geta ekki leikaferðalag þegar Hutchence lært, sagði Hutchence af sama til- lést en 20 ár eru liðin frá stofn- efni. Hann var 37 ára gamall þegar un sveitarinnar. hann lést. Grensásvegi 3, 108 Reykjavík, s. 5681144. Sólrún ★ Við höfum í 40 ár framleitt falleg og vönduð rúm. ★ Við bjóðum vandaðar vörur á verði fyrir alla. ★ Komið og sjáið úrvalið í verslun okkar á Grensásvegi 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.